Þjóðviljinn - 08.03.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.03.1987, Blaðsíða 16
„Skáldinu lœtur að látast“ Fernando Pessoa Eftiraðhafavitnaðí eitthvert ágætasta Ijóðskáld Portúgala, þá er þess að geta að Morgunblaðið er ágætast allra íslenskra blaða. Og það séstá útbreiðslu þess. Ut- breiðsla er alltaf í tengslum viðágæti dagblaðs. Þarskilur á milli dagblaða og rithöfund- ar. Hinirágætustu rithöfundar ná oft aldrei útbreiðslu á prenti. Vinsældir Morgunblaðsins byggjast að verulegu leyti á því, að sá sem flettir blaðinu flettir um leið gegnum þjóðlífið allt og heimsatburðina líka. En vinsæld- irnar eru líka byggðar á öðru, því að Morgunblaðið segir alltaf satt. Þetta kynni að vera afskaplega mikið hrós, og er það í rauninni, ef sjálfur Shakespeare hefði ekki sagt á einum stað: „Allt er satt.“ Þar af leiðandi er lygin ekki til. Og um leið er í rauninni ekkert varið í sannleikann, að dómi Shakespeare. Nú dettur mér ekki í hug að ganga jafn langt í öfgunum og sjálfur Shakespeare, heldur segi ég, af minni íslensku varkárni: Allt er satt, en sannleikurinn er misjafnlega sannur. Og það á ein- mitt við um Morgunblaðið: Morgunblaðið lýgur aldrei, en það segir ævinlega misjafnlega mikinn sannleika, eins og reyndar við öll, hinir dauðlegu menn. Skiljið þið nú, lesendur góðir, hvað blaðið á greiðan að- ganga að hugarfari okkar? Morg- unblaðið og mannkynið eru sama eðlis. Þetta verður aldrei sagt um Þjóðviljann eða hin dagblöðin. Þau eru ævinlega að fást við ein- hvern einkasannleika, hvort sem hann er sannleikur flokks, stefnu eða einstaklings. Á þessu ættu önnur íslensk blöð að átta sig og snúa hreinlega við „blaðinu“. Mér sárleiðist að þurfa að agn- úast við Morgunblaðið. En þann- ig er mál með vexti að ég neyðist beinlínis til þess, vegna þess að ég hnaut um Staksteina, miðviku- daginn 4. mars, þar sem vitnað er í „svona-og-svona“ viðtal við mig, sem tekið var í nóvember á síðasta ári af Rúnari Helga Vign- issyni, meðan ég dvaldi í boði í Bandaríkjunum. Ef listamenn eru ekki að agnú- ast, þá deyr andi bókmenntanna og listanna, og reyndar andi þjóðlífsins líka. í þessari trú og gamni var viðtalið tekið og nokk- urn veginn fallist á niðurstöðuna: þá að ég mundi svara væntanlegu viðtali ef mér þætti ástæða til þess, en ég mundi ekki „sam- þykkja“ það eða „breyta“ því sem kæmi frá hendi Rúnars. Sú væga ritskoðun tíðkast hér, að sá sem fer í viðtal verður að fá að sjá það, áður en það fer á prent, til þess að viðmælandinn komi „rétt út“. Slíkt finnst mér vera fárán- legt og beinlínis ólýðræðislegt. Ef einhver samþykkir það að fara í viðtal, lendir hann beinlínis í klónum, þ.e. „skoðunum eða viðhorfum“ þess sem skrifar við- talið. Af þessum ástæðum og hugmyndum mínum um rétt blaðamannsins hef ég aldrei litið yfir viðtöl við mig, nema einu sinni, þegar blaðamaðurinn bað mig beinlínis um það. Og er það viðtal reyndar eina hárrétta við- talið sem hefur verið tekið við mig, ef eitthvað er þá rétt að öllu leyti. Viðtal þetta birtist í Þjóð- viljanum. Önnur viðtöl eru rétt, en kannski ekki frá mínu per- sónulega sjónarmiði. Mér hefði aldrei dottið í hug að útskýra viðtalið við Rúnar, ef Staksteinar hefðu ekki undið sér í frekari útbreiðslu þess, sem var fyndið og vitsmunalegt meðan á því stóð (og kannski líka á spól- unni, ef það fór allt inn á hana), en úrvinnslan minnti fremur á „túlkun“ Rúnars en beinlínis rétta „heimild". Ef túlkun er túlkuð er hætt við að fyrirmyndin skekkist æði mikið. Einkum er það ef ósk- hyggjan kemur nú líka í spilið og í þokkabót fremur bágborin stjórnmálahugsun, eins og hjá Staksteinum. í fyrsta lagi er það að hitta ekki í neitt stjórnmála- legt mark, heldur út í bláinn, að bera það á borð að einhver sem hættir að kjósa stjórnmálaflokk geti ekki farið að kjósa hann á ný, hvort sem það er nú ég eða ein- hver annar maður. Ef slíkt væri ekki algengt í stjórnmálum, þá væru stjórnmálin og flokkarnir illa settir. Það eru fjörutíu pró- sent kjósenda sem reika um á milli kosninga. Og flokkarnir verða einmitt að gera allt til þess að ná hinu svo nefnda „fljótandi“ fylgi. Það er vegna þess að slíkt fylgi ræður úrslitum í öllum kosn- ingum, þótt undirstaðan sé auðvitað hið örugga fylgi. Ekki ber að misvirða staksteina stjórnmálanna. Þetta er bara ör- lítil vísbending til Staksteina. Láttu ekki fljótfærnina ráða og þörfina fyrir heimilislegt nöldur. Glópska er til gamans en leiðir ekki til pólitísks þroska. í öðru lagi gæti Iesandinn túlk- að orð Staksteina þannig, ef hann beinlínis óskar þess, að með því ég er á lista Alþýðubandalagsins en hef ekki kosið það (segja að svo sé rétt, þótt það skipti engu máli: hin stjórnmálalegu rök), þá sé ég þar eins konar Trójuhestur. Og guð má vita nema einhver haldi það að einhverjir eða Al- þýðubandalagið allt muni, fyrir minn verknað, kjósa kannski Sjálfstæðisflokkinn. Eða kannski heldur sá sem skrifar Staksteina að ég sé fylgjandi stefnu Blanqui, þess sem Marx átti í mestu úti- stöðum við. Ég er það vel lesinn í fræðum um stjómmál og það lífsreyndur að mér dytti aldrei í hug að reyna aðferðir Blanqui, því þær hafa hvergi gefist vel. Og það ættu allir sósíalistar og marxistar að vita, þótt þeir gleyma því stundum, einkum þeir á vinstri vængnum, og brúka þá aðferðir andstæðings síns í stjórnmálum. Sem er al- gengt yfir höfuð í hinum raun- verulegu stjórnmálum. Hér á landi hefur þetta gengið svo langt, að hinn ágæti Þráinn Eggertsson, hagfræðingur, lét í ljós þá skoðun í sjónvarpi fyrir mörgum árum (en því miður virð- ist það hafa farið fram hjá eyrum margra) að þegar íslenskir stjórnmálaflokkar komast til valda komi þeir tíðum á framfæri stefnu andstæðinga sinna. Ég man ekki nákvæmlega orð hans. „Þeir hrista af sér slyðruorð sinn- ar eigin stefnu.“ Ég held að sú skoðun hans skýri að ýmsu leyti íslenskan raunveruleika, til að mynda þá staðreynd, að því fleiri konur komast á þing þeim mun meira verður misréttið milli kynjanna, og að aldrei er hagur bænda verri en þegar Framsókn er í stjórn. Skýringu á þessu fyrirbrigði hafa einkum stjórnleysingjar reynt að finna og birt í kenningum sínum, sem alkunna er. Ég hef reyndar líka drepið á þetta í mínum bókum, með þeirri kenningu, að sá sem heldur endalaust í austur hlýtur að komast í vestur að lok- um, nema hann haldi þá áfram í austur og komi aftur í vestur. Borges hefur reynt að skýra fyrir- brigðið með því að halda fram, að sá sem stríðir látlaust við óvin sinn, líkist óvini sínum í lokin; hann verður eins og hann. Ég veit ekki hvort kennarar í Guðfræði- deild Háskólans eru hræddir við að ef einhver dvelur endalaust í Himnaríki, þá breytist hann í andskotann. En hjá „djöflatrú- arfólki" gætir þessi ótti. Það er hrætt við að ef það dvelur of lengi í Helvíti breytist það í engla. Öfugt fór fyrir Satan. Og allir þekkja reynslu hans af dvölinni hjá guði. Ýmsir kommar urðu kapítalistar eftir dvöl sína í So- vétríkjunum, þannig að allt versta kapítalistaliðið hér var á tíma fyrrverandi kommar. Svip- að gerðist hjá ýmsum sem fóru til Bandaríkjanna, þeir komu aftur sem bandóðir kommar. Aftur á móti held ég að ég hafi haldið stillingu minni í Banda- ríkjunum. Og úr því við erum komin þangað í textanum, þá vík ég mér að hinu raunverulega við- tali, séð frá bæjardyrum mínum. Eitthvert fjaðrafok hafði borist til Iowa City, þar sem ég dvaldist, vegna greinar minnar í Tímariti Máls og menningar, þótt ekki hafi örlað þar enn á sjálfri hæn- unni. Það er svo skrýtið með ann- að fólk en hænsnabændur, að flestir hafa meiri áhuga á fjöðrun- um en fuglinum. Ég reyni ekki að komast að sálfræðilegri skýringu. En ég veit að þetta er hærðilegt áfall fyrir hænuna. Þess vegna lenda þær oft hjá sálfræðingum. Hænur í stórborgum þola oft ekki fjaðrafokið, hvað þá hænurnar í strjálbýlinu. Nú líður og bíður í Iowa City, og loksins kemur hænan úr hænsnakofa Máls og menningar. Og þá biður Rúnar um viðtal, sem ég gengst inn á, þótt ég sé ekki beinlínis brjálaður í viðtöl. í fyrstu vildi hann vita, hvernig manni sem kýs Alþýðubandalag- ið, samkvæmt tímaritsgreininni, liði í Bandaríkjunum. Ég hélt að tilfinningalíf kjósenda Alþýðu- bandalagsins væri áþekkt tilfinn- ingalífi annarra dauðlegra manna, en viðhorf þeirra til stjórnmála kynni að hafa sér- kenni í ýmsum málum. Hvað sjálfan mig viðviki liti ég ekki á Bandaríkin frá þeirri staðreynd að bandarískur her væri á Kefla- víkurflugvelli, enda er hann lítill þáttur í hinu margflókna banda- ríska lífi, þótt hann væri stór þátt- ur í þjóðlífi okkar. Svo sagði ég honum að enginn okkar rithöf- undanna sem vorum í boði í Iowa hefði mætt öðru en einstöku frjálslyndi, og meðal okkar væri rithöfundur frá Sovétríkjunum og þrír frá Kínverska megin- landinu, og ef Bandaríkjamenn óttuðust kommúnisma hlytu þeir að óttast meira menn frá komm- únistaríkjum en kjósanda Al- þýðubandalagsins. Við þetta vildi Rúnar sleppa Alþýðubanda- laginu, sem ég féllst á góðfúslega. í stað þess gripum við til vitsmuna okkar og fórum að ráða um rithöfundinn sem „stjórnmálamann" verka sinna, og í lokin siðfræði fagurfræðinnar og sálarfræði stjórnmálanna. Ég taldi að hún ætti að vera ný grein, óuppgötvuð enn, en ætti eftir að standa við hlið félagsfræði og al- mennra fræða um stjórnmál, þeg- ar fram líða stundir. Við ræddumst við eins og rit- höfundar ræðast við, þegar þeir hverfa frá sínu daglega þvargi. Rúnar er greindur sem maður og einn af efnilegustu rithöfundum okkar af yngstu kynslóðinni, lærður í bandarískum skólum, þar sem áhersla er lögð á þátt- töku nemenda í kennslunni, með athugasemdum við kennarann, sem er afar ólíkt þeirri kennslu sem tíðkast hér, þar sem kennar- inn er bókstaflega hræddur við vit nemenda sinna og hann heldur þeim þess vegna tíðum á „þagn- arsvæðinu". íslenskir kennarar standa því oft á gati, verður orð- fátt, þurfa að þýða hugmyndir sínar í huganum úr bókum sem þeir hafa lesið á erlendu tungu- máli. Og þannig verður kennslan oft hörmung fremur en fræðsla. í lokin sagði ég Rúnari að grein mín í Tímariti Máls og menningar væri rétt, séð frá siðferðissjónar- miði fagurfræðinnar, „þó svo ég hafði aldrei kosið Alþýðubanda- lagið“. (Með því er ekki sagt að ég hafi ekki gert það eða muni ekki kjósa það.) Við orð mín varð hann afar klumsa. Og þá sagði ég í gamni, því að „skáldinu lætur að látast“: Ég hætti að kjósa Alþýðubandalagið fyrir löngu. Og núna verður þú að gera upp við þig, hvort þú ætlar að láta þess getið í viðtalinu, vegna sið- fræði fagurfræðinnar eða ein- hvers annars. Við hlógum báðir yfir þeirri stöðu sem komin var upp á taflborði þess leiks sem orðin og vitið leika stundum. Nú líður og bíður. Og loksins viðtal! Og þar lætur Rúnar þess getið að ég hafi hætt að kjósa Alþýðu- bandalagið fyrir löngu. Ég veit ekki hvort skýringin er sú, að þess sé getið vegna siðfræði fag- urfræðinnar, vegna nálægðar kosninganna til Alþingis eða vegna þess að eitthvað vantar á skopskynið. Kannski er Rúnarof háður hinni ríkjandi bandarísku bókmenntastefnu, þar sem sam- an fer tilbúin tryggð við veru- leikann og skortur á hugarflugi. f lokin langar mig að nefna dæmi um siðfræði fagurfræðinnar og siðfræði raunveruleikans og munin á þessu tvennu: Einhver ásakaði Ragnar Arn- alds fyrir að lýsa persónu einni í leikriti sínu, Uppreisnin á ísa- firði, öðruvísi en hún var í veru- leikanum. Ragnar svaraði með því, að án kvensemi persónunnar hefði afkomandinn, sem var með ásakanirnar, ekki fæðst. Þegar ég las þetta vissi ég ekki hvort Ragnar vissi að hann hafði rétt siðfræði fagurfræðinnar með sér, eins og skáldin hafa, því að innan bókmenntafræða og ann- arra fræða hefur ekkert verið fjallað eða lítið um siðfræði þessa. Hún er samt almennt not- uð, eins og þegar einhver „barnar söguna". Það gerir alþýðan. Þess vegna er það ekki bara skáldinu sem lætur að látast, heldur lífinu líka og fuglunum, sem breyta um lit eftir árstíðum. Án látalátanna væri ekkert innra líf til, engin list, enginn leikur. Um það ættu Stak- steinar að hugsa og Rúnar líka; slíkt skerpir lífsgleðina, stjórn- málin og vitið. Og þeir sem hafa látist hingað til ekki vera kjósendur Alþýðu- bandalagsins ættu einnig að íhuga málið, þegar þeir standa einir með sjálfum sér í kosningaklef- anum. Reynið að lokast ekki inn í orðaleppum stjórnmálanna. Úr því enginn Alþýðubanda- lagsmaður hefur hringt og skammað mig, þá grunar mig að ég hafi rétt fyrir mér í Tímarits- greininni og að Þórarinn Eldjárn sé kannski „eitthvað fyrir það að barna sögur“. 16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.