Þjóðviljinn - 14.03.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 14.03.1987, Page 8
Guðrún Tryggvadóttir sýnir þessa mynd í Vestursal Kjarvalsstaða. Myndlistarveisla / Myndlistárlífið í höfuðborginni eróvenju blómlegt um þessar mundir. Fimmsýningarverða opnaðar nú um helgina, og eru þær hver annarri forvitni- legri. FyrstberaðteljaTvíær- ing FÍM, sem opnar á Kjar- valsstöðum kl. 14 í dag. Blaðamönnum gafst kostur á að sjá sýninguna fyrir helgina, og verður að segjast, að hér hefur óvenju vel til tekist um samsýningu af þessari gerð, og sýna margir þátttakendur þarnasínarsterkustu hliðar. Athygli vekja 3 stórar myndir SigurðarÖrlygssonar, sem sýna að hann hefur náð að dýpka enn það kröftuga myndmál sem hann sýndi á Kjarvalsstöðum í desember. Þáá Margrét Jónsdóttirafar skemmtilegar myndir á þess- ari sýningu, sem sýnaokkur steinrunnar verur og form í óvenjulegu Ijósi. Sigurður Þórir hefur aldrei verið betri en í myndum sínum á þessari sýningu, og sömuleiðis sýnir Eyjólfur Einarsson á sér fersk tilþrif í magnaðri mynd af píra- míða í tunglskinsbirtu sem sýnirokkurað Eyjólfur hefur alltaf haft vissar taugar til súr- realismans. Margtfleira markvert er á þessari sýn- ingu, en í heild sinni gefur hún viss fyrirheit um þá endurnýj- un sem nú er að verða innan FÍM. Guðrún og Hansína Tvær aðrar sýningar verða opnaðar að Kjarvalsstöðum í dag: Hansína Jensdóttir sýnir skúlptúra í anddyri og Guðrún Tryggvadóttir sýnir málverk í Vestursal. Hansína Jensdóttir er gullsmiður að mennt, en lærði auk þess skúlptúr í 2 ár í Calgary í Kanada. Myndir hennar eru eins konar fuglabúr, það er að segja þær eru þrívíðar myndir sem eru teiknaðar með jámvír og sýna næma tilfinningu fyrir rúmi og línusamspili. Guðrún Tryggvadóttir lærði myndlist í MHI 1974-‘78 og var síðan við framhaldsnám í París 1978- ‘79 og við Akademie der Bildenden Kunste í Múnchen 1979- ‘83, þar sem hún lauk námi með því að hljóta æðstu verðlaun Akademíunnar fyrir verk sín. Guðrún hefur síðar sýnt víða, en þetta er viðamesta einkasýning hennartil þessa. Baritónsöngvar- inn Robert W. Becker mun flytja hinn gullfallega ljóðaflokk „Astir skáldsins“ eftir Schumann við texta Heinrich Heine við opnun sýningarinnar í dag kl. 15.30. Sjávarlandslag og Ijósmyndalist í Norræna húsinu Sýning Norræna hússins á verkum eftir þá Sigurð Guð- mundsson, Björn Tufta og Olav Strömme, sem átti að opna um síðustu helgi, verður opnuð á sunnudaginn kl. 15. Misskilning- ur og klaufaskapur við sendingu listaverkanna milli landa olli töf- inni. Hægt er að lofa því að hér verður um mjög sérstæða sýningu að ræða, en hugmyndin að henni er komin frá Per Hovdenakk, forstöðumanni Henie-Onstad listasafnsins í Osló. Skúlptúrar Sigurðar Guðmundssonar á þess- ari sýningu eru kærkomin viðbót við grafíkina og vatnslitamynd- irnar, sem hann sýnir um þessar mundir í Gallerí Svart á hvítu, og gefa okkur fyllri mynd af þessum óvenjulega og mjög svo frumlega listamanni. Sigurður lýsti með mjög skilmerkilegum hætti hug- myndum sínum um myndlistina í viðtali við Þjóðviljann um síðustu helgi, og skal hér vísað til þess, en þeir Norðmenn sem þarna sýna með honum eru sinn af hvorri kynslóðinni: Olav Strömme (f. 1909, d. 1978) mótaðist sem lista- maður á 4. áratugnum, og varð þá fyrir áhrifum frá súrrealisma, síðkúbisma og Bauhaus. Ström- me þurfti lengi að berjast fyrir viðurkenningu á list sinni og var á tímabili núið um nasir að vera undir þýskum áhrifum, eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Nor- eg. En þeir þýsku listamenn sem haft höfðu áhrif á Strömme voru engir nasistar: þvert á móti voru þeir úthrópaðir af nasistum sem úrkynjaðir. Björn Tufta er af yngstu kyn- slóð norskra listamanna, og landslagsmyndir þær, sem hann sýnir í Norræna húsinu eru í anda „nýja málverksins“ - þessar lans- lagsmyndir sýna ekki ákveðið ytra landslag, heldur eru þær kortlagning þess innra landslags, þar sem litur og form eru bein ígildi djúpstæðra tilfinninga. Að aflokinni heimsókn í kjall- ara Norræna hússins er upplagt að líta á ljósmyndasýninguna í anddyrinu um leið og menn fá sér kaffisopa, því þessi ljósmynda- sýning er vissulega allrar athygli verð og verðskuldar í rauninni betra sýningarpláss en þarna er fyrir hendi. Sigurður Guðmundsson: Áttund, 1984. Norskur leirsteinn og blý 216x45x32 sm. Sverrir í Gallerí Grjót Sverrir Ólafsson hefur ekki látið deigann síga við skúlptúr- smíðina þrátt fyrir ytri áföll, en hann sýnir nú nokkra Margrét Jónsdóttir: málverk á Tvíær- ingi FÍM á Kjarvalsstöðum. málmskúlptúra í Gallerí Grjót við Skólavörðustíg. En sem kunnugt er þá eyðilagðist mikill fjöldi af verkum hans í flóðum sem urðu í vinnustofum mynd- höggvara í kjallara Kjarvalsstaða í desember síðastliðnum. En sýn- ingin sem Sverrir hefur nú sett upp í Gallerí Grjót er allrar at- hygli verð, ekki síst þeir skúlptúr- ar sem hann hefur steypt í málm og unnið síðan og slípað. í fljótu bragði minna andlitsgrímur Sverris okkur á afrískar grímur og tótemsúlur indíána, sem voru snar þáttur í forfeðradýrkun og andatrú þessara þjóða. En and- litsmyndir Sverris eru allt annars eðlis: í stað þess að sjá í þeim hinn upphafna og stolta kynstofn í frumgerð sinni er hér allt á hver- fulli nótunum, þar sem sundruð sjálfsmynd nútímamannsins er hamin í bræddan málm. Það er út af fýrir sig fróðlegt að bera saman málmgrímur Sverris og próffl- mynd Sigurðar Guðmundssonar, sem hann sýnir nú í Norræna hús- inu og kallar “Díabas 1986“. Þessi mynd er úr svörtum stál- hörðum steini. Á meðan Sverrir fæst við hið hverfula er Sigurður að skapa einskonar frumgerð, af- hjúpa hinn varanlega kjarna frumgerðarinnar í efninu. Ásgerður hjá ASÍ Vefnaðarsýningu Ásgerðar Búadóttur f Listasafni ASÍ við Grensásveg lýkur um þessa helgi. Ekki verður svo fjallað um það veisluborð sem myndlistarmenn okkar hafa breitt út um höfuð- borgina um þessa helgi, að ekki sé minnst á þær dýrindiskrásir sem þar er að finna. Ásgerður er löngu kunn sem okkar fremsti vefari og hún sýnir það enn á þessari sýningu hversu fágætu valdi hún hefur náð á galdri vefs- ins með næmri tilfinningu fyrir efninu og því stranga myndmáli sem hún hefur tamið sér. Myndir hennar byggja á einföldum frum- formum og eru fábrotnar í lit, þar sem ýmist eru tilbrigði í rauðu eða indígó-bláu. Hrosshársívafið notar hún síðan til þess að gefa vefnum nýja vídd, og í bestu myndum hennar, eins og t.d. stóra bláa vefnum, sem hún kall- ar Norðrið, verður hvítur þrí- hyrningur úr hrosshári lifandi miðpunktur myndarinnar, sem gefur ekki bara tilfinningu fyrir snævi þöktum fjallstindi, heldur færir manni fiðring í lófana og þann fögnuð sem einungis lifandi list getur veitt. Rómantík og raunsæi Vart er hægt að hugsa sér ólík- ari málara en þá Sigurð Eyþórs- son, sem nú sýnir í Gallerí Gangs- kör, og Hring Jóhannesson, sem sýnir í Gallerí Borg. Þeir eiga það þó engu að síður sammerkt að ástunda nostursamlegt hand- bragð og leggja rækt við gamlar hefðir í olíumálverki, sem fyrir fáum árum þóttu úrelt þing. Sigurður Eyþórsson hefur lagt mikið upp úr því að tileinka sér aðferðir þær sem tíðkuðust við málun á 15. og 16. öld í Evrópu, jafnvel áður en olíuliturinn kom til sögunnar. Þá blönduðu menn litarduftið með eggjahvítu í stað olíu, en það voru víst Hollending- ar sem uppgötvuðu olíulitinn á 15. öldinni. Sigurður sýnir okkur þarna hálfkláraða mynd af hold- miklu kornabarni, sem eins kon- ar sýnishorn þeirrar aðferðar sem hann notar við málverkið, og minnir ekki svo lítið á hálfklár- aðar myndir eftir Leonardo eða Botticelli. En það er víst ekki um þetta sem listin snýst, heldur þann óhlutlæga „sannleika“, sem ekki verður skýrður með orðum eða aðferðarfræði, heldur aðeins upplifaður sem sjónræn reynsla. Og þótt Sigurður sýni mikla kunnáttu og þekkingu á náttúru olíulitar og eggtempera, þá er sá rómantíski heimur sem myndir hans sýna ekki sannfærandi í mín- um augum, auk þess sem mér finnst teikningunni vera undar- lega ábótavant í sumum mynd- anna. Sú langsótta rómantík sem rík- ir í myndum Sigurðar Eyþórs- sonar er hins vegar víðs fjarri í myndum Hrings Jóhannessonar, sem leitar sér ekki viðfangsefna í fortíðardraumum, heldur x' sínu nánasta umhverfi. Svo hvers- dagslegt fyrirbæri sem plastpoki fljótandi í drullupolli eða stag í rifinni heyábreiðu geta orðið honum tilefni formlegrar ígrund- unar, sem oft og tíðum skilar nokkrum árangri og þegar best lætur tekst honum að magna upp það smáa í þær víddir að þær skili nýjum og frumlegum skilningi á viðfangsefninu.En hættan sem vofir yfir hjá Hring finnst mér engu að síður vera sú sama og er svo áberandi hjá Sigurði Eyþórssyni: að aðferðarfræðin verði að inntaki listarinnar. í þessu sambandi er forvitnilegt að líta til gjörólíkra vinnubragða Sigurðar Guðmundssonar, sem hefur þá aðferðarfræði eina, að hafna öllum fyrirframgefnum að- ferðum við það að skapa mynd- list. Svo ólík og andstæð eru við- horfin og stefnurnar í myndlist- inni í dag, en viðfangsefnið er þó eitt og hið sama: að umbreyta mannlegri reynslu í áþreifanlegt form. Og þar skulum við halda sem flestum leiðum opnum. ólg 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 14. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.