Þjóðviljinn - 15.03.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.03.1987, Blaðsíða 10
PÖNKARARNIR Við þorum að hneylcsla fólkið Pönkararnirsegja frá Iffi sínu og skoð- unum, fordómum hinna fullorðnu og starfsaðferðum lög- reglunnaríopin- skáu viðtali. Blaða- maður Þjóðviljans spillirfriðnumá Hlemmi Fyrirskömmu voru unglingar mjög í sviðsljósi fjölmiðla, bæði blaða og Ijósvakamiðla. Það kom þó ekki til af góðu. Tilefnið varfjöldi lögregluút- kalla á biðstöðina við Hlemm vegna ónæðis af völdum ung- lingaog útigangsmanna. Margir urðu til þess að leggja orð í belg, oftast í formi nei- kvæðra lesendabréfa. Lög- reglustjóri, forstjóri SVR og sjálfur borgarstjórinn voru kallaðir til og krafðir svara um lausnir á vandanum. Sú til- laga sem átti hvað mestu fylgi að fagna meðal þessarra manna var að auka löggæslu á Hlemmi og sú varð raunin á. Önnur tillaga, sem kom frá fólki sem starfar við Æskulýðs- og tómstundaráð borgarinnnar, hlaut minni hljómgrunn meðal ráðamanna, en hún fólst í því að finna húsnæði sem unglingar gætu hist í, án afskipta fullorð- inna nema að litlu Ieyti, og að þeir bæru sjálfir ábyrgð að hluta á rekstrinum. Lögreglustjóri og forstjóri SVR tóku báðir vel í hugmyndina og sögðu það í sjálfu sér enga lausn að auka löggæsl- una eingöngu án þess að finna krökkunum annan samastað. Það væri þó borgaryfirvalda að gera eitthvað í málinu. Borgarstjórinn afgreiddi hug- myndina hins vegar snarlega í Morgunblaðinu með þeim orðum að menn vildu bara opna ein- hverja „búllu“ fyrir unglingana. Unglingarnir sjálfir voru aldrei spurðir álits. viðtali við nokkra krakka á aldr- inum 15 til 18 ára er að bæta hér úr og leyfa þeim að koma því á framfæri sem þau vilja. Þessir krakkar eru þekktir undir sam- heitinu „pönkararnir" og nafngiftin kemúr til af því að flest þeirra klippa og greiða hár sitt á svipaða vísu og hinir alræmdu bresku pönkarar. Þau klæða sig einnig á annan hátt en aðrir ung- lingar og hlusta svo til eingöngu á pönk-tónlist. „Að öðru leyti held ég að við séum ekkert mikið öðruvísi en aðrir,“ sagði Inga 16 ára við mig, þegar ég heimsótti krakkanna á eina staðinn sem þeim er nú vært á í borginni, Utideildina við Tryggvagötu. Ef til vill hefur Inga rétt fyrir sér að einhverju leyti en framhjá því verður þó ekki litið að sum krakkanna hafa að baki ansi hreint skrautlegan feril. Öll hafa þau einhvern tfmann hnuplað, prófað eiturlyf og flest þeirra bera afar takmarkaða virðingu fyrir foreldrum sínum, hverjum sem um það er annars að kenna. Þegar ég kom niður á Utideild var að hefjast þar afmælisveisla, Óðinn, eða Ói, einsog hann er oftast kallaður átti afmæli, er orðinn 18 ára. Á borðinu í set- ustofunni var búið að raða böggles-snakki, súkkulaðikökum og ídýfum. Hið eina sanna kóka- kóla var drukkið með veisluföng- unum og þegar krakkarnir voru búin að gera þeim góð skil og syngja fyrstu línuna úr afmælis- söngnum kveikti ég á segulband- inu. Gaman að hneyksla fólk Krakkarnir voru mjög þving- aðir í byrjun en smám saman fór af þeim feimnin og það losnaði um málbeinið. „Við byrjuðum að klippa okk- ur svona einhvern tímann í vet- ur,“ segir Inga. „Fyrst til að prófa en svo er líka mjög þægilegt að vera svona snoðklipptur. Og það er gaman að hneyksla fólk! Við erum svona 10-14 krakkar sem erum að þessu.“ „Það er fullt af krökkum sem langar til að gera þetta en þau þora því ekki,“ segir Ói. „En við þorum að hneyksla fólk og er al- veg sama hvað aðrir segja.“ Er þetta þá lokuð klíka? „Frekar,“ segja þau. En klipp- ingin er þó ekkert inntökuskilyrði því í hópnum er Kolla 16 ára, með sítt, dökkt og fallegt hár. „Ég hef ekki sama smekk og þau en það skiptir ekki máli,“ segir hún. Það kemur á daginn að flest krakkanna búa heima hjá for- eldrum en Ói býr í „svefnskáp úti í bæ og borgar 1000 kall á mánuði fyrir,“ en Freyja 15 ára býr þessa dagana á unglingaheimilinu í Kópavogi. Hvers vegna? Jú, „það var þannig,“ segir hún, „að ég kom ekkert heim í 3 eða 4 daga og lét pabba og mömmu ekkert vita um mig. Þá sögðu þau mér að ég gæti valið á milli þess að fara vestur í Borgarfjörð eða á Kópa- vogsheimilið. Ég lét loka mig inni á Kópavogsheimilinu." Maður er stimplaður „Það halda allir að maður sé að gera eitthvað af sér, brjótast inn og svoleiðis ef maður kemur ekki heim,“ segir Inga. Hún er sú eina sem er í skóla, hún vill klára 9. bekkinn og fara svo að vinna. „Ef maður fær þá vinnu,“ segir hún en hinir krakk- arnir hrista hausinn. Ói og Palli, sem er líka 18 ára, segjast hafa verið að leita að vinnu í nokkra mánuði en gengur ekkert. „Maður er stimplaður sem pönkari og fær enga vinnu út af klæðnaðinum og klippingunni,“ segir Palli. „En ég er ekkert að breyta mér til að fá vinnu, ef fólk getur ekki tekið mér einsog ég er þá verður að hafa það.“ Ói segist hafa prófað að fara í „venjulegum" fötum með vatns- greitt hár á fund atvinnurekenda en án árangurs. „Og þó maður hefði einhvern pening og hefði efni á að fara inn í skólann aftur þá gæti maður það ekki,“ segir hann. „Maður er löngu dottinn út úr öllu og það er helvíti hart að maður fær enga hjálp til að kom- ast inn í námið aftur. Svo að ég er búinn að vera í atvinnuleit síðan í vetur.“ Nœringin í loftinu Á hverju lifír hann eiginlega? „Á loftinu," segir hann kald- hæðnislega og hlær. „Það getur verið heilmikil næring í því!“ „Maður kroppar pabba og mömmu,“ segir Palli. Betla þau? „Bara í strætó,“ segja þau fyrst. Svo bæta þau við: „Við sníkjum stundum klink af fólki úti á götu. En ekki inni á Hlemmi." „Það er hægt að græða svona tvöþúsund kall með því að betla niður Laugaveginn," segir Freyja. „Fólk vorkennir manni stundum og aumkvar sig yfir okk- ur. Aðrir bregðast illa við. Það er svo ömurlegt að eiga aldrei pen- ing.“ Fær hún ekki vasapeninga á Kópavogsheimilinu? Jú, 400 krónur á föstudögum og mánu- dögum, „en það dugir nú varla fyrir sígarettum,“ segir hún. Til skamms tíma hittust þessi krakkar alltaf á Hlemmi og eyddu þar heilu dögunum. „En Pönkararnir af Hlemmi Meiningin með eftirfarandi núna má maður ekki vera þar,“ segja þau dauf í bragði. „Manni er strax hent út þó maður hafi ekki verið að gera neitt nema kjafta saman.“ „Fyrir þremur vikum," segir Freyja, „þá kom löggan og hirti allt liðið. Allir þurftu að vera niðri á stöð í tvo tíma en sumir losnuðu ekki fyrr en um morgun- inn. Einn sem heitir Óli spurði af hverju þau voru tekin og þá sagði ein löggan: „Bara af því að þú ert til!“ Eg hef heyrt að löggan dragi krakkana út á hárinu, þetta geta verið svo miklir fantar.“ Löggurnar eru góðu gœjarnir Eru þau þá ekki að abbast upp á fólk, ekki kemur lögreglan að ástæðulausu? Þau þverneita fyrir að vera að ónáða þá sem eru að bíða eftir strætó. „Þetta eru ein- hver hrukkudýr vestan úr bæ sem skrifa þessi lesendabréf og kvarta í lögguna,“ segir Ói. „Mogginn segir svo mikið af lygasögum," segirFreyja. „Mun- iði þegar það komu fréttir um Hlemm og okkur þarna um dag- inn ? Það var allt bölvuð Iýgi!“ „Það kom blaðamaður frá Mogganum að tala við okkur,“ segir Kolla. „Ljósmyndarinn vildi endilega taka mynd af okkur uppi á Hlemmi í „eðlilegu um- hverfi". Svo kom mynd af mér með hinum krökkunum og mam- ma tjúllaðist alveg.“ „Muniði þegar ruglið var á Nonna og löggan kom og barði alla í klessu?“ segir Ói. „Þú hefð- ir átt að sjá Nonna,“ segir Inga. „Hann var stórslasaður, hann var barinn í lögreglubílnum, lyftunni og í klefanum." „Það er aldrei sagt frá hvernig löggan er, þeir eru alltaf góðu gæjarnir,“ segir Ói, og þau eru sár yfir öllu órétt- lætinu. Meiriháttar hugmynd Og nú er Hlemmur lokaður fyrir þeim, hvernig líst þeim á hugmyndina um eins konar ung- lingaathvarf, þar sem þau bera sjálf einhverja ábyrgð? „Yrði það bara ekki alveg eins- og félagsmiðstöðvarnar?“ segir Freyja lítið hrifin. En hin taka betur í málið: „Það er einmitt þetta sem vantar, þetta er meiri- háttar hugmynd,“ segir Inga. „Við gætum passað upp á um- gengnina, skipað umsjónarmann í hverri viku,“ segir Palli. „Og ef það væru einhverjar hljómflutningsgræjur þá myndi bara einhver okkar bera ábyrgð á þeim,“ segir Ói. „Svo gætum við sjálf komið með spólur með al- mennilegu pönki, einhverju öðru en þessu ömurlega diskói sem glymur í félagsmiðstöðvunum. “ „Við myndum aldrei eyði- leggja græjur á svona stað,“ segir Inga. „Davíð Oddsson er fáviti að koma í veg fyrir þetta,“ bætir hún við með áherslu. „Og allir í ríkisstjórninni eru fávitar, því þeir vilja ekki gera stað fyrir okk- ur þar sem við getum hist. Við getum ekki verið á umferðarmið- stöðinni eða á kaffihúsunum og ekki megum við koma heim með liðið, það er alveg bannað." „Þeir vilja fá okkur út af einum stað án þess að útvega okkur ann- an í staðinn. Og einhvers staðar verðum við að vera,“ segir Ói. Að sofa í hitakompum „Það væri ágætt ef það væri enginn með afskiptasemi," segir Freyja. „Það væri nóg að hafa lítið herbergi með stólum og borði og kannski rúmum líka, því stundum getur maður ekki farið heim og þá gæti maður sofið á svona stað yfir eina nótt, í staðinn fyrir að þurfa að liggja í einhverj- um hitakompum úti í bæ.“ Nýlega sögðu fjölmiðlar frá því eftir landlækni að 10-15 stúlkur stunduðu vændi í Reykjavík, hvað segja þau um það? Spurn- ingin vekur hæðnislegan hlátur: „Það er bara hlægilegt að láta sér detta þetta í hug,“ segir Ói. „Ég veit bara um tvær stelpur, en þær stunda ekki vændi að ráði,“ segir Inga. „Þær hanga ekkert niðri á Hlemmi við að húkka kalla eða svoleiðis. Þær sem eru í þessu eru oftast í ein- hverju dópi en þær eru mjög fáar.“ Dópið? „Maður þekkir fullt af liði sem getur reddað dópi,“ segja þau. „En við erum ekkert á kafi í svoleiðis þó maður hafi auðvitað prófað ýmislegt...hass, pillur og svona hitt og þetta. En við vitum að sum efni eru hættu- leg og pössum okkur á þessu.“ Inga vill líka koma því á fram- færi að það sé rugl að Hlemmarar séu í hættu vegna eyðni. „Það halda allir að maður liggi undir hverjum sem er af því maður hangir á Hlemmi og sé bara ein- hver almannagjá, en það er della,“ segir hún. „Það er ferlega asnalegt að stelpur eru frekar stimplaðar en strákar og alltaf álitnar mellur ef þær eru með mörgum strákum," segir Ói, „en strákar eru bara töffarar og æðislegir gæjar ef þeir eru með mörgum stelpum. Þeir eru aldrei sagðir lauslátir!“ Ertu ferlega hneyksluð? „Heyrðu, hvernig væri að við tækjum þig í blaðayfirheyrslu?“ segir Freyja allt í einu. „Já!“ segja hin og áður en ég get komið upp orði dynja spurningarnar á mér: „Hvað finnst þér um unglinga? Erum við vandræðagemsar? Ertu ferlega hneyksluð á okkur?!“ Á- rásin er óvænt og ég bið um um- hugsunarfrest. Svo segi ég þeim að mér finnist það einkennandi fyrir unglinga hvað þeir hafi al- mennt lítið álit á fullorðnu fólki, og spyr á móti hvort þau telji full- orðna einlitan hóp, eru þau þá ekki að stimpla aðra einsog þau eru stimpluð sjálf? Og í ofanálag þykjast þau vera algjörir englar! Bragðið heppnast og þau eru aft- ur í hlutverki þeirra sem svara: „Kannski erurn við bara að verja okkur,“ segir Inga hugs- andi. „Maður veit að fullorðnir eru ekki allir klikkaðir. En í lögg- unni eru bara fávitar. Og foreldr- ar eru yfirleitt taugaveiklaðir.“ Hvað með starfsfólk Úti- deildarinnar, hvar lendir það í stigagjöf unglinganna? „Þau eru stundum of forvitin,“ segir Inga. „Koma með óþarfa spurningar. Þá segja þau að þau séu bara að spyrja hvernig manni líði og hvort manni líði ekki betur ef maður talar um það.“ „Það er svolítið vont þegar þau eru að spyrja svona,“ segir Freyja. „Maður talar aldrei við fullorðna um svona hluti, tilfinn- ingar og svoleiðis.. En þegar maður er byrjaður að tala þá er það allt í lagi.“ Klinkið ferðast sjálft Þau segjast ekki gera neitt af sér, ætlast þau til að fólk trúi því að þau séu englabörn með rakað hár? Ég býðst til að strika út föðurnöfn þeirra gegn því að fá hreinskilnisleg svör og það er samþykkt. Og með semingi játa þau á sig mismunandi mikið hnupl, bílþjófnaði, „en bara frá mömmu og bara þar til ég náð- ist,“ segir Haffi 17 ára, sem er nýkominn inn. „Svo stundaði ég hnupl en ég er hættur því núna.“ „Maður hefur svo sem lesið veskin hjá pabba og mömmu þeg- ar mann hefur vantað pening,“ segir Ói. „Það er einsog klinkið bara fari sjálft ofan í vasana hjá manni, alveg óvart,“ segir Inga og hlær vandræðalega. „Ég kaupi aldrei jólagjafir þó pabbi og mamma gefi mér pening fyrir þeim,“ segir Freyja. „Ég sukka fyrir peningana og stel jól- agjöfunum. Það er enginn vandi.“ Hvað með innbrot, enginn í slíku? Ekki þau, en sumir... „Það er nóg að einn geri eitthvað af sér, þá erum við öll stimpluð," segir Ói. »Ég er á skiptimiða,“ segir Inga og ég hvái, hvað á hún við? Þau skella uppúr og hún ítrekar svar sitt: „Maður bara segir svona, ég er á skiptimiða." Og ég verð að láta það gott heita. Fólkið glápir Nú er klukkan að nálgast fimm og Útideildin lokar húsinu venju- lega klukkan hálffimm. Starfs- maður rekur inn höfuðið og bendir okkur á þessar staðreynd- ir. En nú eru krakkarnir komnir af stað og vilja halda áfram að rabba. „Eigum við að koma eitthvað upp í bæ, við getum sest á bekk einhvers staðar?“ segir Freyja, og allir eru til í það. Við löbbum okkur upp á torg og mér líður hálfasnalega innan um krakkanna, ég í síðri grárri kápu með veski á öxlinni, en þau í rifnum buxum, útkrotuðum leð- urjökkum og með hárið út í loft- ið. Fólk snýr sér við á götunni og horfir á eftir okkur. Þau hlæja að mér og segjast vona að enginn af blaðinu sjái til mín, því þá fái ég örugglega aldrei að skrifa orð meir. Ég sting upp á að við setjumst inn á Hressó en þau þverneita. „Við vorum rekin þar út um daginn og ég nenni ekki að standa í veseni," segir Inga. Friðnum spillt á Hlemmi Það er farið að hellirigna og á endanum röltum við upp Lauga- veginn. „Við getum svo sem reynt að kíkja á Hlemm, kannski fáum við að vera þar í tfu mínút- ur,“ segja þau. Á leiðinni upp Laugaveg hugsa ég með mér að þau hljóti nú að ýkja þegar þau segjast vera rekin af Hlemmi án nokkurrar ástæðu. „Það kemur bara í ljós,“ hugsa ég svo og við stefnum á biðskýlið margumrædda. Þar er fátt inni og við löbbum út í horn til að vera hvergi fyrir. Ég teygi mig eftir blokkinni minni og pennanum en í sama bili kemur stormandi að okkur mað- ur með talstöð í hendi. „Hvað eruð þið að gera hér?“ spyr hann með þjósti og án nokkurra for- mála. Hakan á mér sígur niður og ég kem ekki upp orði. „Við erum bara að bíða eftir strætó,“ segir Freyja. „Jæja, viljiði bara fara út strax!“ segir maðurinn og Inga hvíslar að mér að þetta sé óeinkennisklædd lögga. „Við erum ekkert að gera,“ segir Freyja. „Víst, þið eruð að spilla friðnum,“ segir sá óein- kennisklæddi og stígur ógnvekjandi nær. Loks fæ ég málið á ný og stama vandræða- lega: „Ég líka?“ Hann lítur hvasst á mig og segir: „Ert þú nokkuð með þeim?“ „Já,“ segi ég, og Freyja bætir við: „Hún ætlaði að tala við okkur, hún er,“ en kemst ekki lengra því maðurinn grípur fram í fyrir henni og segir að vilji ég tala við krakkanna verði ég að gjöra svo vel og gera það úti. Harðar kringlur og gamlir snúðar „Megum við ekki bíða eftir strætó?" segir Freyja og vill ekki gefast upp strax. „Ætlarðu að fara að rífa kjaft?!“ svarar sá óeinkennisklæddi og þá sjáum við okkar sæng uppreidda. „Við skulum koma áður en hann kallar á bíl,“ segir lnga og við hröðum okkur út fyrir. „Þarna sérðu hvernig þetta er,“ segir Ói. „Maður má hvergi vera.“ Það er kalt úti og ennþá rignir. Ég segist verða að fara upp á blað aftur og jafna mig á því að hafa í fyrsta sinn á æfinni verið hent út af Hlemmi fyrir að spilla friðnum og kveð með þeim orðum. Þegar ég er að labba burt sé ég Óa fara í bakarísvagninn að sníkja af- ganga. Það síðasta sem ég sé til krakkanna er að þau eru að skipta með sér gömlurn kringlum og þurrum snúðum. Hvert þau fara svo er ómögulegt að segja. Texti Vilborg Harðardóttir. 10 S(ÐA - ÞJÓÐVILJINN jSunnudagur 15. mars 1987 Sunnudagur 15. mars 1987 þjÓÐVILJINN - S(ÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.