Þjóðviljinn - 15.03.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.03.1987, Blaðsíða 16
FLUGLEIÐIR/V Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn föstudaginn 20. mars 1987 í Krist- alsal Hótel Loftleiða og hefst þar kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. sam- þykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins, tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðal- fundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, frá og með 12rmars nk. frá kl. 9.00 til 17.00. Afhendingu atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundar- dags. Stjórn Flugteiða hf. 1 >q< Ilúsnæðisslolnun ríkisins Tæknideild Laugavegi 77. R. Sími 28500 Útboð Ölfushreppur Stjórn verkamannabústaða Ölfushrepps óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja íbúða í parhúsi, byggðu úr steinsteypu. Verk nr. U.05.01 úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 195m2 Brúttórúmmál húss 675m3 Húsið verður byggt við götuna Norðurbyggð 1 a og 1b Þorlákshöfn og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðsgögn. Afhending útboðsgagna er á sveitarstjórnarskrif- stofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins frá þriðjudeginum 17. mars 1987 gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 7. apríl kl. 11.00 og verða þau opn- uð viðstöddum bjóðendum. F.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins > r Utboð Vegagerð ríkisins óskar eftir til- f boðum í verkið: Höfftastrandarvegur, Enni - Þrastarstaðir, 1987. (Lengd 3,3 km, magn 14.000 rúmmetrar). Verki skal lokið 30. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 16. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 30. mars 1986. Vegamálastjóri Sendill óskast Utanríkisráðuneytið óskar að ráða röskan og áreiðanlegan ungling til sendiferða, hálfan eða allan daginn. Nánari upplýsingar eru veittar í afgreiðslu ráðu- neytisins. Utanríkisráðuneytið Gegn einokun FIDE Viðtal við Kasparov heimsmeistara um nýsamtökstórmeistara Á dögunum birti Pravda viðtal við Garri Kasparov heimsmeistara í skák um ný samtök stórmeistara sem hafa um stund verið í bígerð en eru nú orðin veruleiki. Kasparov segir í upphafi við- talsins, að gífurlegur áhugi á skák hafi skapað forsendur fyrir því að lyfta hinum forna leik á nýtt stig og eðlilegt að stórmeistarar taki að sér það verkefni. Þeir hafi svo notað tækifærið á ólympíuskák- mótinu í Dubai, rætt sín mál og árangurinn farið fram úr öllum vonum. Næstum því 30 stórmeist- arar skrifuðu undir stefnuskrá og er það í sjálfu sér sögulegur við- burður í skáklistinni. Við höfum skrifað FIDE og boðið upp á samstarf, og þeir geta vitanlega hvorki hundsað samtökin né okk- ar tilboð. Fleiri sterk mót Það var ekki einfalt mál, segir Kasparov ennfremur, að stofna stórmeistarasamtök. Því hver stórmeistari hugsar sitt, þeir eru í mismunandi landssamtökum og hafa ekki áður komið fram sem skipuleggjandi afl. Samt trúum við á framtíð slíkra samtaka. í fyrsta lagi vegna þess að stór- meistarar hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta, allir hafa þeir hag af því að sterkum mótum fjölgi, af því að þeir séu efnahags- lega og pólitískt óháðari FIDE en áður var, en forysta FIDE hefur að mínu viti framið ýmsar geð- þóttayfirsjónir. í öðru lagi eru vinsældir skáklistarinnar svo miklar, að samtökin gátu búist við stuðningi um heim allan. Við kusum okkur sjö manna ráð, sem í sitja þeir Nun (Bret- landi), Portisch (Ungverjalandi), Timman (Hollandi), Kasparov og Karpov (Sovétríkjunum), Seirawan (Bandaríkjunum) og Ljuboevic (Júgóslavíu). Ákveðið var að kjósa ráðið til þeirra þrig- gja ára sem hver umferð í átökum um heimsmeistaratitilinn tekur, en forseta til eins árs í senn. Ég var svo valinn til að vera í fyrir- svari samtaka stórmeistara fyrsta kjörtímabilið. Ágreiningsmól Spurning: Nú hafið þið svipuð markmið og FIDE. í hverju er ágreiningur milli ykkar og FIDE fólginn ? Mér sýnist að forysta FIDE hafi á seinni árum gert tilkall til algjörrar einokunar í skák- hreyfingunni, hún reynir að segja stórmeisturum fyrir um það hvað þeir eigi að gera og hvernig, að hvaða mótum þeir skuli standa. Það er meira að segja búið að sveipa talsverðri þoku fram- kvæmd átakanna um heimsmeist- aratitilinn. Nýr sjóður Hvort sem mönnum líkar betur æða ver streyma allmiklir pening- ar inn í skákina. Gert er ráð fyrir því að FIDE eigi að stýra þeim fyrst og fremst til að aðstoða þró- unarlönd. Mótahald, sendiferðir sérfræðinga, skipulagning fjöl- tefla og fyrirlestra - þetta telja skákmenn að peningarnir eigi að fara í. Til þessa hvetja og samtök stórmeistara, en það eru fyrst og fremst þeir sem afla FIDE fjár. Samtökin hafa m.a. tekið ákvörðun um að stofna sinn eigin sjóð. Við erum reiðubúnir til þess að láta FIDE deila með okkur yfirumsjón með honum. Það sem skiptir máli er að sjóðnum sé í raun og veru varið til þróunar skáklistinni í öllum heimi. Pravda: Þegar Capomanes, forseti FIDE var í Moskvu fyrir skemmstu kvaðst hann reiðubú- inn til samstarfs við stórmeistara- samtökin... Kasparov: Enda er ekki hægt að neita þýðingu slíkra samtaka fyrir skáklistina. Auk þess er búið að stofna þau. Þau hafa bækistöðvar í Bruxelles. Allir sem hafa unnið sér til stórmeistaratitils, konur sem karlar, viðurkenna lög samtak- anna og borga 20 dollara á ári í félagsgjöld geta tekið þátt í starfi samtakanna og kosningum til stjórnarráðs. Heimsmeistarinn á þar sjálfkrafa sæti og auk þess má kjósa landa hans, svo að nú eiga Sovétríkin tvo fulltrúa í ráðinu og það eykur virðingu Sovéska skáksambandsins á alþjóðlegum vettvangi. Hvers konar mót? Við ætlum til dæmis að halda hraðskákmót þar sem gert er ráð fyrir 25 mínútum mest í hverja skák. Slíku móti mætti sjónvarpa til miljóna manna. Þannig mætti á hverju ári skipuleggja keppni um Grand Prix - fyrst yrði safnað saman mörgum sterkum mönnum, tveir-þrír dagar færu í undanrásir, en síðan kepptu 16 sterkustu sín á milli í fjórum um- ferðum. Meiri metnaður fylgir keppni um Heimsbikarinn, sem ég hefi áður minnst á. Með þessu móti kæmum við upp heilu kerfi sterkra móta - mestu skiptir bardaginn um heimsmeistaratitilinn. Síðan kæmu Heimsbikarinn og Grand Prix Ekki undir FIDE Við höfum sett saman áætlun um samstarfið við FIDE til hags- bóta fyrir alla aðila og gert er ráð fyrir samráði alþjóðasamabands- ins og stórmeistarasambandsins um öll mál er varða mót. Einnig er gert ráð fyrir því að ekki sé hægt að breyta neinu um reglur er varða heimsmeistaratitilinn án þess að báðir aðilar samþykki. Þetta er eitt af því sem mestu skiptir og ætti ekki að vekja sér- stakan ágreining. Við ætlum ekki að setja okkur á hærri hest en FIDE eins og sumir eru að ýja að, en mér finnst að leiðandi skák- menn hafi rétt til að búast við því að án þeirra samþykkis sé reglum ekki breytt. Við höfum lagt fram okkar hugmyndir og að nokkru tekið tillit til álits Capomanesar, en hann hefur frestað ákvörðunum fram að næsta þingi FIDE sem verður haldið að ári liðnu. Framkvæmdanefnd FIDE hef- ur samþykkt allar leiðréttingar sem stórmeistarasamtökin vilja gera á fyrirkomulagi heimsmeist- arakeppninnar og keppni um Heimsbikarinn. En um leið var okkur boðið að gerast einskonar nefnd undir stjórn FIDE og það kæra stórmeistarar sig ekki um. Þeir stofnuðu sín samtök til að auka lýðræði í alþjóðlegri skákhreyfingu. Og ég tel að þetta sé fullkomlega í anda stefnu og hagsmuna Sovéska skáksamb- andsins. Ég veit ekki betur en okkar stórmeistarar styðji sam- tökin. Pravda: Nú er ár fram að þingi FIDE. Ætla samtök stórmeistar- ar að fresta sínum áformum þangað til? Við ætlum ekki að hætta við okkar plön. Það verður haldið mót um Heimsbikarinn. Milli- svæðamótin verða notuð sem undanrásir og svo hefst fyrsta umferð í Bruxelles í apríl 1988. Þar og þá ætlum við líka að halda næssta ráðsfund stórmeistara. Við vonum að þangað til muni okkur berast margar inntöku- beiðnir frá helstu skákmönnum heims og að við höfum þá tekið inn fyrsta stórmeistarahundraðið áb þýddi og stytti. 16 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.