Þjóðviljinn - 28.03.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 28.03.1987, Síða 3
FRÉTTIR Fjármálaráðuneytið Galvaskt hústökufólk Framhaldsskólanemar: Berjumst við hlið kennara. Mennt er máttur- máttlaus viljum við ekki vera Eg er búin að vera hérna í tvo sólarhringa, og það hefur ver- ið mjóg gaman. Stemmningin er mjög góð og það er hugur í fólki, sagði Þórunn Bjömsdóttir, Menntaskólanum við Sund, þeg- ar við tókum hana tali á göngum fjármálaráðuneytisins i gær, en þar hafa framhaldsskólanemar hreiðrað tun sig síðustu sólar- hringa. I dreifibréfi hústökuliðs- ins frá þvi í gær segir að mark- miðið með mótmælasetunni sé að hvetja samninganefnd ríkisins til að koma til móts við kröfur Hins íslenska kennarafélags, og að minna kennara á að þeir hafi stuðning nemenda. „Það skiptir meira máli að koma skólunum af stað aftur en hvort Albert er að fara í sér- framboð,“ bætir Ármann Hall- dórsson við, en hann stundar nám í Menntaskólanum í Hamrahlíð. „Albertsmálið er sett á svið til að fela ástandið í þjóðfélaginu,“ heldur hann áfram. Um fjögurleytið í gærdag fóru framhaldsskólanemar í mót- mælagöngu frá fjármálaráðu- neytinu að Stjómarráðinu. „Við viljum með þessu víkka út hópinn og ná til fleiri,“ sagði Vigdís Jónsdóttir, M.S. Það eru mjög margir sem em okkur sam- mála en hafa ekki komið.“ Og ekki komist, skýtur einhver inn í. Þó nokkuð margir em famir að vinna. Mótmælagangan hafði nokkur eftirmál í för með sér. Meginhluti „setuliðsins" tók þátt í aðgerð- inni, en fjögur urðu eftir í fjár- málaráðuneytinu. Þegar hópur- inn sneri aftur kom hann að læst- um dymm, enda þótt byggingin hefði átt að vera opin, þar sem klukkan var ekki orðin fimm. Húsvörður gaf þær skýringar að hópurinn ætti ekkert erindi í hús- ið. Þá stóð lögreglan vörð við dymar. En ranghalar kerfisins láta ekki að sér hæða; hópurinn fann sér inngönguleið í gegnum dóms- Við berjumst við hlið kennara: Framhaldsskólanemar ( mótmœltasetu á göngum fjármálaráðuneytisins. Mynd: Sig. málaráðuneytið, og þar með tókst að afstýra því að hústöku- liðið yrði læst úti. Og þau ætla að halda áfram mótmælasetunni yfir alla helgina. HS BARATTUFUNDUR HIK á veitingahúsinu Broadway sunnudaginn 29. mars kl. 14.00-16.00. Nemendur, foreldrar þeirra og annaö áhugafólk er sérstaklega boðiö velkomið. Ávörp: Kristján Thorlacius, formaður HÍK Valgeir Gestsson, formaður Ki Ove Engman, formaður Nordlár Þóra Kristín Jónsdóttir, gjaldkeri HÍK Fulltrúi grunnskólanema Fulltrúi framhaldsskólanema Skemmtiatriði: Skólahljómsveit Kópavogs leikur (inn- troðslumarsa) milli 13.30-14.00. „Kennarinn í bókmenntum“ - lesið úr verk- um skálda. Guðmundur Ólafsson leikari fer meö gam- anmál. Sönghópur HÍK flytur nokkur lög. Dansatriði frá Kramhúsinu og Dansstúdíói Sóleyjar. Þorsteinn Gunnarsson leikari flytur kafla úr „Snörunni" eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Fjöldasöngur. FJ0LMENNUM og sýnum ríkisvaldinu að barátta kennara snertir okkur öll. FJÖLMENNUM og sannfærum stjórnvöld um að við metum menntun að verðleikum. FJÖLMENNUM og staðfestum þá sannfæringu okkar að fjárútlát til menntamála séu arðbær framtíðarfjárfesting. Barnagæsla á staðnum. - Kaffi- veitingar. Mætum öll. HÍK Bestu þakkir til allra sem glöddu mig á 85 ára afmæli mínu hinn 24. mars s.l. Guðmundur Björnsson Akranesi Símavarsla Þjóðviljann vantar lipran og ábyggileg- an símavörð nú þegar. Vinnutími frá kl. 1-7 mánudaga til föstudaga. Vélritunarkunnátta æskileg. Frekari upplýsingar um starfið ^bfur framkvæmdastjóri. þlÓOVILIINN Síðumúla 6, sfmi 681333 /r Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum FÖRUM VARLEGA! <ni)M >____. "iJUMFERÐAR fýtfjt 'RÁÐ DJÓÐVILIINN líniinn Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ VA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.