Þjóðviljinn - 28.03.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 28.03.1987, Qupperneq 8
Afreksverk erfidismanns Sigurjón Sigtryggsson: Frá Hvanndölum tii Úlfsdala Þættir úr sögu Hvanneyrarhrepps Sögusteinn 1986. Nokkru eftir áramótin fékk ég í hendur þriggja binda verk, sem út kom í bókaflóðinu fyrir jólin. Bókaútgáfan Sögusteinn gaf verkið út, en það nefnist: Frá Hvanndölum til Úlfsdala. Þættir úr sögu Hvanneyrarhrepps. Nú er það þannig með mig að slíkar bókmenntir freista mín meira en flest annað lesmál. Ég skeiðaði því af stað gegnum þessi þrjú bindi og þótti mér þau síst of löng verið hafa, er ég lokaði því siðasta. Þetta er ekki einasta stór- fróðlegt verk, heldur er það líka svo vel skrifað, að það er beinlín- is skemmtilegt aflestrar. Efninu skiptir höfundur þannig í bindin: Fyrsta bindið fjallar um Hvanndali, Héðinsfjörð og Siglu- nes. Fyrst er skýrt frá landnáms- sögu þessa svæðis, þá frá sam- gönguleiðum um þetta erfiða byggðarlag og loks er greint frá hreppamörkunum. Landnáms- jörð þessa svæðis var Siglunes. Þar var fyrsta kirkjan, þar voru manntalsþingin háð og fyrsta nafnið á hreppnum var Siglunes- hreppur. Árið 1614 er kirkjan flutt frá Siglunesi að Hvanneyri í Siglufírði, en það er ekki fyrr en 1722 að Hvanneyri er gerð að lög- boðnum þingstað. Eftir það var alltaf talað um Siglufjarðarhrepp og hélst það til 1807. Þá fyrst kemur til nafnið Hvanneyrar- hreppur, sem hélst óbreytt þar til Siglufjörður fékk kaupstaðar- réttindi 1918, en þá var hrepps- nafnið lagt niður um leið. Fjórði kaflinn fjallar svo um kirkjusóknina. Um breytingar á sókninni, um staðsetningu sókn- arkirkjunnar og um hálfkirkjur og bænhús. Þá eru raktar kirkju- byggingar og skýrt frá ýmsum af- skipum biskupsstólanna af kirkjumálum í sókninni. Fimmti kafli fyrsta bindis ber heitið: Hnignun byggðarinnar. Þar lýsir höfundur kostum og ó- kostum byggðarlagsins og reynir að gera sjálfum sér og lesendum grein fyrir orsökum þess hve byggð í Hvanneyrarhreppi er ó- stöðug. Hann lýsir allnákvæm- lega landkostum og lífsbjargar- möguleikum, því þó hreppurinn væri harðbýll var þar mörg mat- arholan. En sérstaklega fannst mér fróðleg og athyglisverð greinargerð hans um þátt Hóla- stóls í hnignun byggðarinnar. Varð mér hugsað til Guðrúnar í Bæ á Rauðasandi, sem átti allan Rauðasandshrepp og þrúgaði bændum með háum iandskuldum og mörgum öðrum kvöðum og yf- irgangi, svo þeir fengu hvergi rönd við reist. Sá var þó munur á Guðrúnu og forráðamönnum Hólastóls, að hún bjó í Rauðas- andshreppi og þekkti þar allt og alla. En herrar Hólastóls voru víðsfjarri og ókunnugir öllum að- stæðum í Hvanneyrarhreppi. Þarna er mikil saga sögð á fáum síðum og væri vel þess verð að vera gaumgæfð af sérfróðum mönnum. Að loknum þessum inngangsköflum hefst aðalkafli fyrsta bindis, en hann nefnist: Bújarðir og bændatöl. Hann fjallar um Hvannadali, Héðins- fjörð allan og Siglunes. Þarna er hverri jörð lýst nákvæmlega, stærð, legu og kostum hennar og göllum sem bújarðar. Þá er sagt hverjir áttu jarðirnar og að lok- um taldir allir bændur og húsfólk sem jarðirnar sátu svo lengi sem þær voru í byggð. Af búendum er mjög mislöng saga að vonum, en af sumum þeirra er þó ótrúléga nákvæm saga. í bændatölunum er saman kominn geysimikill ættfræðilegur fróðleikur. Mætti segja mér að mörgum ættfræðigrúskaranum þætti þar gott til fanga í framtíð- inni. Fyrsta bindinu lýkur svo á Siglunesi. Sá kafli er bæði langur og ýtarlegur. Er þar samandreg- inn mikill fróðleikur um þetta byggðarlag alveg frá landnámi til okkar daga. Þar er lýst Iandslagi, landgæðum og afkomumögu- leikum, en Siglunes var lengi tal- ið byggilegasti hluti hreppsins. Að lokum er svo bændatal, sem nær til 1959. Þótti mér þetta með skemmtilegustu köflum verksins. Annað bindi þessara ritverks fjallar um Siglufjörð, en þar var alltaf bæði fjölmennasta byggðin og stöðugasta. Þar er byrjað. á Staðarhóli og endað á prestatali Hvanneyrar. Eins og áður er gerð grein fyrir hverri jörð og afbýli ásamt ábúendum hverar jarðar. Þéttbýlismyndunin á Þormóðs- eyri er þó ekki í þessu bindi, held- ur sérkafli í síðasta bindinu. Ég var búsett á Siglufirði í þrjú og hálft ár og hafði áður verið þar tvö sumur í sfld. Við lestur þessa bindis rann upp fyrir mér hve ótrúlega lítið ég vissi um þennan stað eftir þó þetta langa dvöl. Þriðja og síðasta bindi þessa stórmerka ritverks fjallar fyrst um Dalabyggðina. Þessi litla byggð, sem hét fullu nafni Úlfs- dalir, en gekk alltaf manna á milli undir nafninu Dalir, lá milli fjallsins Stráka við Siglufjörð og Álmenninga í Fljótum. Þegar maður ekur þama um finnst manni alveg lygilegt að þarna skyldi vera búið um aldur og það langt fram á tuttugustu öld. En við lestur kafíans um Dala- byggðina komst ég að raun um að þessi staður á sér langa og á marg- an hátt merkilega sögu. í ljós kom að þarna höfðu búið miklir atorku- og framkvæmdamenn og hafði sumum þeirra jafnvel tekist að verða ríkir. Það var þó aðeins hægt með harðfenginni sjósókn, því af landbúnaði varð enginn ríkur í Dölum. í augum nútíma- mannsins er þó sjósókn ekki sér- lega fýsileg frá þessum stað. Þarna voru þrír bæir og er rakin byggðasaga þeirra og síðan fylgir bændatal þeirra allra. Þessi kafli er allur ótrúlega forvitnilegur og skemmtilegur aflestrar. Þá er komið að kafla sem nefn- ist: Ágrip af verslunarsögu. Þar rekur höfundur verslunarsögu Hvanneyrarhrepps, sem er fyrst og fremst saga Siglufjarðarversl- unar. Sú saga er ekki bara fróðleg, heldur mjög skemmtileg og á köflum beinlínis spennandi. Þar kemur fram m.a. að fyrsta kona, sem stóð fyrir verslunar- rekstri á eigin ábyrgð, var kaup- maður á Siglufirði, en konan var að vísu dönsk. Verslunarsögunni fylgja svo æviþættir faktora allt frá 1792 til 1927. í næst síðasta kafla ritverksins, sem nefnist: Kauptúnið byggist, rekur höfundur sögu þéttbýlis- myndunar á Þormóðseyri. Á Þor- móðseyri, eins og víða annars staðar á landinu, voru verslunar- húsin lengi einu byggingarnar á staðnum. í þessum kafla er frá því greint hvar fyrstu íbúðarhúsin voru byggð, hvenær þau voru byggð og hverjir byggðu þau. Sú saga er rakin allt til síðustu alda- móta og gerð góð grein fyrir fyrstu íbúum þessa staðar, sem seinna varð Siglufjarðarkaup- staður. Allt þetta gerir höfundur svo vel að maður fyllist óþreyju að komast til Siglufjarðar til að ganga um eyrina með höfundi og sja alia pessa staöi meo eigm augum. Það er aðall góðrar sögu að vekja forvitni lesandans og brennandi löngun til að fá meira að heyra. Síðasti kafli þriðja bindis nefn- ist: Hákarlaveiðar. Þar er gerð grein fyrir þessum merka þætti í atvinnulífi Hvannhreppinga, og lýst bæði veiðiaðferðum og verk- un hákarlsins. En sérstaklega finnst mér vel skýrð þýðing há- karlaveiðanna fyrir lífsafkomu fólks í öllum hreppnum. Að lok- um er skrá yfir öll þilskip í Hvanneyrarhreppi, hvar og hve- nær þau voru smíðuð, hverjir áttu þau, hverjir gerðu þau út og hverjir voru með þau. Loks er rakin saga skipanna, misjafnlega nákvæmt eftir heimildum, og hver urðu endalok þeirra. Aftan við síðasta kafla er nafnaskrá upp á 96 síður, og verkinu lýkur svo á stuttum eftir- mála höfundar. En hver er hann þá þessi af- reksmaður? Hann heitir Sigurjón Sigtryggsson, verkamaður, er Svarfdælingur að ætt og uppruna, en hefur verið búsettur á Siglu- firði síðan 1946. Þar hefur hann unnið alla almenna verkamanna- vinnu allt til ársins 1983. Það ár varð hann löggilt gamalmenni með tilheyrandi eftirlaunum og hefur síðan látið það eftir sér að sinna eingöngu fræðimennsku. Gunnar Rafn Sigurbjömsson skrifar formála að verkinu og get- ur þar um skólagöngu Sigurjóns. Hún er sögð þrír vetrarpartar í bamaskóla á Dalvík fyrir ferm- ingu. Skólastjóri var Helgi Símonarson úr Svarfaðardal. Góður hefur sá gmnnur verið, sem Helgi lagði þar, og stoltur má hann vera af nemandanum. Því Sigurjón Sigtryggsson er Létt og laggott er helmingi fituminna en allt annað viðbit menntaður maður hvað sem skólagöngunni líður. Margur langskólagenginn mætti vera montinn af því málfari og þeirri stflleikni sem er aðall þessa rit- verks. En merkilegast við þetta rit- verk finnst mér þó, að það er tómstundaverk erfiðismanns. Eftir langan og strangan vinnu- dag í alls konar erfiðisvinnu sest þessi maður niður og tekur til að skrifa stórmerkilegt heimildarrit. Hvernig í ósköpunum hann hefur haft tíma og tækifæri til að viða að sér öllum þeim heimildum og upplýsingum, sem verkið er ofið úr, er mér hulin ráðgáta. En hvemig sem Sigurjón hefur farið að, þá er þetta verk hans afburða gott. Það er stórfenglegt, ákaflega læsilegt á kjamgóðu og orðauðugu alþýðumáli. Ég hef furðað mig mjög á því hve hljótt hefur verið um þetta einstæða ritverk í allri þeirri um- fjöllun um bækur, sem fram fer í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og tímaritum. Að mínum dómi er ritverk Sigurjóns eitt merkasta verkið sem út kom fyrir þessi jól. Því hef ég beðið með óþreyju eftir að einhver fræðimaður, sagnfræðingur, þjóðfræðingur eða ættfræðingur skrifaði um þetta verk. Hafi það skeð hafa þau skrif farið fram hjá mér. Því gat ég ekki lengur orða bundist. Vonandi dettur þó engum í hug að þetta sé ritdómur um verk Sig- urjóns. Því fer fjarri, því þar til skortir mig alla hæfni. Fyrir mér vakti aðeins að freista þess að vekja athygli einhverra á þessu afreksverki. í formála sínum fyrir verkinu segir Gunnar Rafn „að almenn- ingur skilji ekki eftir sig stór spor í sögu landsins“. Þessu er ég alveg ósammála. Hið vinnandi fólk á hverjum tíma skilur vissulega eftir sig stærstu sporin þ.e. verkin sín. En samtíðin sá aldrei ástæðu til að halda nöfnum þess til haga. Jafnvel í dómabókum var oft trassað að bóka múgamenn með fullu nafni. Verkamaðurinn Sigurjón Sig- tryggsson skilur sannarlega eftir sig stórt spor í sögunni. Fyrir hans eljuverk er nú varðveitt á bók, með nöfnum og heimilisföngum, lífsbarátta alþýðufólks á einum afskekktasta og harðbýlasta hluta Norðurlands. Mín trú er sú, að margir fræðimenn og grúskar- ar eigi eftir að ausa ótæpilega áf þeim brunni í framtíðinni. Mun þá margur hugsa hlýtt til höfu- ndarins og halda nafni hans á lofti. Um leið og ég færi honum mín- ar persónulegu þakkir fyrir af- reksverkið bæti ég við þeirri frómu ósk: Mættum við fá meira að heyra. Guðrún Guðvarðardóttir BYGGINGA vðrur Það er gott að geta gripið með sér málninguna, pensla, rúllu og spartl um leið og þú kaupir í matinn. Líttu við í byggingavöru- deildinni og kynntu þér úrvalið. Þér verður vel tekið heima. HAGKAUP Skeifunni Eitthvað samanvið.... Sínfóníutónleikar í Hóskólabíói s.l, finuntudag. Stjóraandi: Petri Sakari Einleikari: Dmitri Sgouros Efnisskrá: Sinfonía nr. 40 eftir Mozart Gæsamamma, hfiómsveitarsvíta eftir Ravel Píanókonsert nr. 3 eftir Rakmaninov Dmitri Sgouros, þessi ungi pí- anómeistari og sjení frá Grikk- landi, kom í annað sinn að láta ljós sitt skína yfir landann. Hann lék fyrst magnað prógram (Beet- hoven, Liszt, Schumann) fyrir Tónlistarfélagið og mun þá reyndar hafa farið kaldur hrollur um einn og annan yfir hvað hann fór létt með fræga fingurbrjóta. Það er ekki nema von að „penir eldri herrar” séu tortryggnir í garð „undrabarna” sem virðast leika sér án fyrirhafnar að ótrú- legustu tæknigildrum og höndla ljósið með sjálfsögðum krafta- verkum meðan góðir og gegnir listamenn puða í myrkri ævina út. Það er eitthvað saman við þetta. En Sgouros er ekkert bam þó hann sé aðeins 17 ára. Það fór ekkert á milli mála að það var fullþroska listamaður með sjálf- stæðar og afgerandi skoðanir sem lék þriðja píanókonsertinn eftir Rakmaninov með sinfóníunni s.l. fimmtudag. Það er eins víst að þær skoðanir eigi eftir að breytast og Sgouros eigi eftir að sökkva sér niður í innbyggt þunglyndi þessa verks eins og aðrir. En þessa stundina leikur hann það af bjartsýni og rafmögnuðum krafti æskumannsins, sakleysi sem snertir mann djúpt í þessari ann- ars gerspilltu músík. Hljómsveitarleikurinn var skýrt mótaður undir stjórn Petri Sakari frá Finnlandi. Það var ekkert verið að velta sér upp úr væmnum hugarórum, heldur lögð áhersla á að fylgja hreinum stfl einleikarans til hins ýtrasta. Tónleikamir hófust með G moll sinfoníu Mozarts og þar bar á nútímalegri hreinstefnu sem er auðvitað allt í lagi. Tempó vom hröð og skemmtileg, en eitt og annað vantaði af melankólískri mýkt sem maður ósjálfrátt tengir þessu verki. Það er eflaust gam- aldags tilfinningasemi. En þetta er þó altént moll?? Gæsamömmusvítan eftir Ra- vel kom næst og Var fín og fáguð afþreying. Tréblásarar margir Iéku af sannri innlifun og heildar- hljómurinn var sætkaldur og Kjörbók Landsbankans-Góð bók i\rir biarta framtið Landsbanki íslands Banki allra iandsmanna

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.