Þjóðviljinn - 28.03.1987, Síða 12

Þjóðviljinn - 28.03.1987, Síða 12
0000 SJOEFNAVINNSLAN HF Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar hf. verður hald- inn laugardaginn 11. apríl nk. á Glóðinni í Keflavík og hefst kl. 15.00. Félagsráðgjafar Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar óskar eftir félagsráðgjafa til starfa. Um heilsdagsstarf er að ræða. Umsóknarfresturertil 10. apríl 1987. Upp- lýsingar um stöðuna veitirfélagsmálastjóri Kefla- víkurbæjar að Hafnargötu 32, 3. hæð og í síma 92-1555. Félagsmálastjóri LAUSAR STÓÐUR HJA REYKJAVÍKURBORG 1. Fóstrur óskast til starfa á leikskólanum Bráka- borg v/Brákarsund 2. Fóstrur og ófaglært starfsfólk óskast á: Dagheimilið Laufásborg, Laufásvegi 53-55, Dagheimilið Valhöll, Suðurgötu 39, Leikskólann Fellaborg, Völvufelli 9, Leikskólann Tjarnarborg, Tjarnargötu 33. Upplýsingar veitir forstöðumaður viðkomandi heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5.hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. * Útboð Efnisvinnsla á Vesturlandi 1987 ''/V/Æ Sm W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í otangreint ' verk. Magn 26.000 rúmmetrar. Verki skal lokið 15. ágúst 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 13. apríl 1987. Vegamálastjóri * Útboð ''//VA V V Efnisvínnsla á Suðurlandi 1987 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Magn 49.000 rúmmetrar. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sel- fossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1987 Vegamálastjóri 1 Útboð ''/WÆ Sm Súgandafjörður W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum I ofangreint f verk. Lengd vegarkafla 2,4 km, fylling 1.500 m3, neðra burðarlag 4.500 m3. Verkinu skal lokið 10. júlí 1987. Utboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Isa- firði og I Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 30. mars n.k. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 13. apríl 1987. Vegamálastjóri -- v ■ Einvígið Kasparof/Karpof Tilboð óskast Kasparof til Reykjavíkur! Það fór aldrei svo að þeir erklfjendur Garrí Kasparof, heimsmeistari í skák, og landi hans, Anatólí Karpof, fyrrum heimsmeistari, fengju ekki enn eitt tækifærið til að glíma um skákkrúnuna. Alþjóða skáksambandið, FIDE, hefur nú gefið út tilkynn- ingu um að einvígi þeirra félaga skuli hefjast í haust. Ennfremur er óskað eftir tilboðum um ein- vígishaldið og þurfa þau að berast sambandinu eigi síðar en þann þrítugasta apríl næstkomandi. Allt útlit er fyrir hörkueinvfgi. Kasparof stendur ávallt fyrir sínu og Karpof er í hörkuformi um þessar mundir. Einvígi hans og Sókolofs var leikur kattarins að músinni. Mikið væri nú gaman ef einvíg- ið færi fram á eldgömlu ísafold. Áfram Jóhann Þórir! -m -ks. Grikkland- Tyrkland Herimir í viðbragðsstöðu Grískiflotinn úrhöfn, tyrkneskherskip íEyjahaf. Papandreouneitar vestrœnum afskiptum. Styrjaldarátök í dag? Gríski flotinn hefur allur iátið úr höfn og býr sig undir að mæta tyrkneskum herskipum við þrjár grískar eyjar nálægt ströndum Tyrklands. Herir ríkjanna beggja eru í fullri við- bragðsstöðu og er allteins bú- ist við að styrjaldarátök hefjist milli fjandþjóðanna á Eyjahafi í dag. Papandreou forsætisráðherra í Aþenu hefur varað Bandaríkin og Nató við að þrýsta Grikkjum til ótækra samninga við Tyrki, og segir að ef af styrjöld verður muni bandarísku herstöðvunum fjór- um í landinu verða lokað strax. Fastafulltrúar Natólandanna í Brussel hittust á neyðarfundi í gær, en ekki er vitað hvað þeim fór á milli. Ástæðurnar fyrir deilum og hugsanlegum átökum grannþjóð- anna nú er óeining um eignarhald á eyjum í hafinu milli ríkjanna, og þrætur um rétt til olíunytja við eyjarnar. Grikkir sögðu fyrir skömmu að þeir ætluðu að bora eftir olíu fyrir utan grísku eyjuna Thasos norð- arlega í Eyjahafi, og Tyrkir svör- uðu með því að senda olíuborun- arskip stutt herflota í átt að þrem- ur grískum eyjum við Tyrk- landsstrendur. Er búist við að tyrkneski leiðangurinn komi á áfangastað í dag, og kynni þá að slá í brýnu með honum og Grikk- landsflota. Grikkir og Tyrkir, sem hvorir- tveggju eiga aðild að Nató, hafa löngum elt saman grátt silfur, bæði vegna landamerkja í Eyja- hafi og deilna um stjómarfar og sambúð grískra og tyrkneskra Kýpurbúa. Árið 1976 lá síðast við styrjöld milli ríkjanna af mjög svipuðum ástæðum og nú, en á síðustu stundu var komið í veg fyrir átök og ríkin féllust á að fresta olíuborun á umdeildum svæðum þartil samkomulag um þau væri í höfn. Tyrkir segja nú að Grikkir brjóti þetta samkomu- lag með atferli sínu við Thasos. Grikkir buðu Tyrkjum í fyrra- dag að leggja málin fyrir alþjóða- dómstólinn í Haag en svarið í Ankara var neikvætt og sagt að tilboðinu fýlgdu alls ófullnægj- andi skilyrði. Gríski utanríkisráðherrann flaug í gær til Sofíu til að flytja búlgarska leiðtoganum Sívkof orðsendingu frá Papandreou í samræmi viö nýlegan vináttusátt- mála ríkjanna sem kveður á um samráð þegar hætta skapast í heimshlutanum. Fyrirhugaðri heimsókn tyrknesks pótintáta til Búlgaríu í apríl hefur verið aflýst, en ekki er ljóst hver afskipti Búl- gara af deilunni gætu orðið. Búlg- aría er sem kunnugt er Varsjár- bandalagsríki með afar náin tengsl við Kreml. -m Eósen-öld Landhvalur á Suðurskautinu Fjörutíu milljón ára gömul beinagrindfinnst á Seymour-eyju Þær fréttír bárust í gær frá nýsjálenskum jarðfræðingi, Ewan Fordyce, að bandarískur leiðangur sem hann tók þátt í hafi í janúar fundið nokkuð heillega beinagrind af hval sem talinn er 40 milljón ára gamall og því frá eósen-skeiði jarðsögunnar. Beinagrindin er steingervingur og vegur hálft annað tonn, sá stærsti og best varðveitti sem fundist hefur þar syðra. Það þykir einna merkast við fornhveli þetta að það markar milliskeið milli landspendýra og hvala einsog við þekkjum þá. Fræðimennimir á Suðurskautinu halda að hann hafi haft smáa afturfætur og notað þá til að skríða um á landi. Seymour-eyja, þarsem stein- gervingurinn fannst, er á austurh- luta Suðurskautsins, um tvo kíló- metra frá meginlandinu. Bandaríkin Elding grandaði flauginni Enn eitt áfallið setur NASA í klípu Helst er taiið að elding hafi valdið því að menn misstu stjórn á Atlas-Centaur- flauginni, sem sprengd var í lofti tæpri mínútu eftir geimskot frá Canaveral-höfða í Flórída í fyrrakvöld. Flaugin var ómönnuð, en óhappið bakar geimferðastofnuninni NASA aukinn vanda og er framkvæmdasaga stofnunar- innar undanfarið rúmt ár að verða hinn versti hrakfalla- bálkur. Flaugin er metin á rúma þrjá milljarða íslenskra króna og bar hemaðargervihnött sem kostar annað eins. Flauginni var skotið upp gegn- um skýjaþykkni og á kvikmynd af geimskotinu sést elding leiftra nálægt henni. Flaugin var sprengd í loft upp þegar hætta þótti á að hún dúndraðist niður á þéttbyggðu svæði við höfðann. Þetta gerist á þeim tíma þeg-ar álitið var að geimferðaáætlun Bandaríkjamanna væri að rétta við eftir erfiðleikaskeið. Challenger-skutlan sprakk í loft upp í lok janúar í fyrra með sjö geimfara innanborðs, ómönnuð Titan-eldflaug tapaðist í apríl, og Delta-flaug í maí. Þessi óhöpp torvelda fram- göngu fjárbeiðna stofnunarinnar og spiila áliti bandarískrar geim- tækni í heiminum. Gervihnatta- skot em orðin samkeppnisgrein milli fyrirtækja og þjóða, og keppa meðal annars Frakkar, Sovétmenn, Kínverjarog Japanir við Bandaríkjamenn á því sviði. -m 12 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 28. mars 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.