Þjóðviljinn - 29.03.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.03.1987, Blaðsíða 12
ÞORSTEINN MISNOTA Össur Skarphéðinsson rœðirvið Albert Guðmunds- son, fyrrverandi ráðherra „Ég var sleginn!" Tíkin Lúsí tók á móti okkur á tröppunum þegar við komum til að ræða atburði síðustu daga við Albert Guðmunds- son að heimili hans við Lauf- ásveg. Hún snusaði glað- hlakkaleg af skótaui Ijós- myndarans, sem hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá henni og húsráðanda. Albert, þreyttur eftir vargöld síðustu daga, bauð okkur til stofu og skenkti tyrkneskt kaffi og kon- fekt sem einskonar sáttagjörð eftir atburði dagsins á undan. „Eruð þið grimmir við mig í blað- inu í dag?“ spurði hann og tók fyrir andlitið þegar við sýndum honum forsíðuna. En við vorum ekki komnir til að tala við Albert um leikni hans í hnefaleikum og kjaftshögg voru ekki lengur á dagskrá. Við vildum hins vegar kanna hvort sérframboð hans og Borgaraflokksins væri nokkuð annað en pólitískt vindhögg. - Albert, þvi hefur verið haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé að mörgu leyti skrítin skepna og hefði fyrir löngu átt að klofna upp í smærri einingar. Er sérframboð þitt upphaf að nýjum hægri flokki? „Nei, það held ég ekki. Sjálf- stæðisflokkurinn er að vísu ein- kennilegt fyrirbæri, hann hefur hýst fólk með mjög mismunandi skoðanir. Par hefur verið pláss fyrir alla. En það er búið. Ákveð- in, mjög harðsvíruð öfl hafa stefnt að því að taka yfir flokkinn og nú hefur stefna þeirra náð fram að ganga með mikilli hörku.“ - Hvaða öfl eru það sem vilja þannig sölsa undir sig forystu flokksins? „Þetta er valdakjarninn sem ræður núna flokknum. Valinn á mjög þröngum samkomum , síð- an lætur hann kjósa sig og sína alls staðar til trúnaðarstarfa. Þannig hefur hann öll tök á flokknum. Þetta er mjög lúmsk uppbygging valdasjúkrar klíku.“ - Er Þorsteinn Pálsson i for- ystu þessa kjarna eða er hann ein- ungis ny tsamur sakleysingi einsog margir telja? „Eg vil nú ekki ætla honum það. Hann er ekki mjög saklaus af því sem gerst hefur. Ég vil heldur segja að hann sé nytsamur samstarfsmaður þessara afla.“ - Hvers vegna er atlagan gerð núna, hvers vegna ekki fyrr? „Þeim fannst að með þessum skattamálum væri kominn snögg- ur blettur á mig, þótt annar hver íslendingur fái leiðréttingu á skattseðli og það sé í rauninni ekkert mál. Þeir töldu að nú væri lag til að sparka.“ - Finnst þér ekki ákveðin nið- urlæging í því að láta Þorstein skipa þér að segja af þér - hvers vegna léstu hann ekki reka þig, hafl þér á annað borð ekki fundist þú sekur um neitt? „Ég á vini í þingflokknum. Ég vissi vel að þeir voru ekki allir sammála aðgerðinni. En ég vildi ekki koma vinum mínum í þá að- stöðu að þurfa að greiða atkvæði um mig. Ég er of stoltur til þess. “ - Stolt, segirðu. Mér fannst hins vegar að á blaðamannafund- inum að loknum þingflokksfundi sjálfstæðismanna væri keppnis- manninum Albert Guðmunds- syni mjög brugðið; að þar hefðir þú í raun verið búinn að gefast upp. í framhaldi af afsögninni kom fréttamannafundurinn svo nánast út einsog opinber niður- læging. Varstu niðurlægður? „Ég var sleginn. Mjög sleginn. - Hvað flnnst þér sjálfum? „Ég vil ekki leggja neitt mat á það. En hvað finnst þér sjálfum um svona rökvísi? - Ég er vanur henni úr Sjálf- stæðisflokknum. En Albert, nú er Þorsteinn ungur leiðtogi og hon- um hefur gengið illa að fóta sig á hinu pólitíska svelli. Telur þú að reynsluleysi hans og ef til vill vondir ráðgjafar kunni að hafa leitt hann f þessar ógöngur sem nú hafa kloflð flokkinn? „Það er auðvitað furðulegt að ungur maður sem er að byggja upp pólitískt vald í kringum sig skuli byrja svona. Hitt er annað mál, að þótt ágætlega hafi farið á með okkur Þorsteini og ég beri engan kala til hans, átti raunar stóran þátt í að hann fór í fram- boð á sínum tíma og stóran þátt í að hann varð formaður...“ - Studdirðu hann? „Ég studdi hann og ekki bara það, ég gerði meira en það...“ - Hvað meira? „Ég vil ekkert láta það koma fram núna, ekki í augnablikinu... en það er alveg ljóst, að hann hefur ekki þolað þessi auknu völd. Hann hefur aukist að stæri- læti og ofmetnast. Og ég harma það. Það er vandfarið með völd. Þau eru afskaplega fallvölt, og ég myndi ráðleggja honum að fara varlega ef hann ætlar að vera lengi í pólitík.“ - Þú hefðir semsagt verið reiðubúinn að víkja úr ríkisstjórn og leiða listann í Reykjavík að því gefnu að þú hefðir haft sömu möguieika og aðrir þingmenn flokksins á að öðlast ráðherra- metorð að kosningum loknum? „Já. Að sjálfsögðu. En sem fyrsti þingmaður Reykvíkinga get ég ekki unað því að Þorsteinn Pálsson segi bókstaflega við Reykvíkinga: ég ætla mér ekkert að taka mark á ykkar vali. Þið megið kjósa Albert Guðmunds- son á þing en hann verður aldrei ráðherra. Þetta get ég hvorki látið bjóða mér né heldur Reykvíkingum. íbúar kjördæm- isins geta einfaldlega ekki sætt sig við að fyrir kosningar sé búið að útiloka einn af þeirra þing- mönnum frá ráðherradómi. Eg hefði brugðist því fólki, sem þeg- ar hefur kosið mig á þing, hefði ég gengið að slíkum afarkostum. Hvernig getur formaður Sjálf- stæðisflokksins, og það úr öðru kjördæmi, sagt svona við Reykvíkinga? Það er bara ekki hægt!“ Einsog ég sagði vildi ég ekki koma vinum mínum í vanda, ekki láta þá þurfa að greiða atkvæði um minn heiðarleika eða mitt sið- leysi. Slíkt hefur ekki komið fyrir nokkurn mann fyrr hér á landi. En ég var að niðurlægja sjálfan mig með minni ákvörðun til að komast hjá því að setja vini mína í klípu og til að sýna að ég vildi samstarf og samvinnu í flokkn- um, hvað sem það kostaði, jafnvel þótt ég þyrfti að gleypa mitt stolt. En það kom á daginn, að samstaðan og hinn mikli byr með flokknum,hann var bara miklu minna virði fyrir forystuna en að losna við mig.“ Eindœma heimsku- legar yfirlýsingar - Þú fellst ekki á, að þarna hafl veríð um klókindi af þinni hálfu að ræða, að sýna þig særðan til að afla stuðnings og í raun haflrðu veríð búinn að ákveða sérfram- boð á þeirri stundu? „Nei. Alls ekki, nei. Þegar ég ræddi örstutt við Þorstein Páls- son, þá var ég enn að vona að við gætum náð einhvers konar samkomulagi. Þá von eyðilagði Þorsteinn á Stöð 2, þegar hann gaf þar yfirlýsingar sem voru al- veg eindæma heimskulega fram settar. Þar segir hann, að á sama tíma og hann er að leggja fyrir þingflokkinn tillögur um að dæma mig frá störfum fyrir þing- flokkinn af siðgæðisástæðum, þá leggi hann líka til að ég leiði flokkinn í stærsta kjördæmi landsins, þrátt fyrir siðgæðið! En hann gefur jafnframt yfirlýsingar um að fyrsti þingmaður í stærsta kjördæmi landsins, hann muni verða verklaus og áhrifalaus að loknum kosningum. Sá maður verði aldrei ráðherra. Þetta er svo mikill hringlandaháttur og ótrúleg missögn í orðum og verk- um. Svo heldur maðurinn áfram og segist ekki vilja höggva í sama knérunn tvisvar á sama degi. í dagsverkinu fólst þó bæði að bola mér úr ríkisstjóm og útiloka mig frá ráðherradómi um alla eilífð! Ákefðin var svo mikil að fram- kvæma þessa pólitísku aftöku mína að það verður ekki einu sinni samhengi í því sem formað- ur stærsta flokks þjóðarinnar er að segja í sjónvarpi, staðhæfing- arnar stangast á.“ - Er þetta dæmi um pólitíska tvöfeldni af hálfu Þorsteins? „Það sem hann hefur sagt og liggur fyrir. Síðan verður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.