Þjóðviljinn - 29.03.1987, Qupperneq 13
I
Ðl EMBÆTTIÐ
- Gerði þá Þorsteinn Pálsson
þér aldrei grein fyrir því f ykkar
viðræðum, að þú yrðir ekki
gjaldgengur til ríkisstjórnar í
framtíðinni?
„Nei. Hvemig í ósköpunum er
það hægt.“
- Hann lét þessa skoðun sem-
sagt aldrei í ljósi við þig, þannig
að þú fréttir hana ekki fyrr en úr
sjónvarpinu?
„Nei. Og hann hefur heldur
ekkert vald til þess.“
- Verðurðu rekinn úr flokkn-
um?
„Þorsteinn Pálsson er búinn að
taka af mér fjármálaráðuneytið.
Hann er búinn að taka af mér
iðnaðarráðuneytið. Ég má vafa-
laust þakka fyrir á meðan hann
tekur ekki af mér heimilið! Hvort
hann taki af mér flokksskírteinið,
það getur svosem vel verið.“
- Albert, nú ert þú maður sem
vilt hafa völd...“
„Nei, ég vil ekki hafa völd, ég
hefði farið allt aðrar leiðir til að
hafa völd. Hitt er annað mál að
ég er afskaplega mikill fyrir-
greiðslumaður. Það leita ótrú-
lega margir til mín. Ég þarf því að
hafa aðstöðu til þess að geta
hjálpað öðrum, en völd sem slík
er ekki það sem ég sækist eftir.
Ég sækist eftir aðstöðu til að geta
hjálpað öðmm. Það er rauði
þráðurinn gegnum minn feril...
Ráðuneytin sem ég hef stýrt hafa
verið opin, alla daga, og ég hef
notað þau sem stofnanir fyrir
fólkið.“
- Þú varst samt sem áður svipt-
ur ákveðnum völdum með yfir-
lýsingu Þorsteins á Stöð 2. Þú hef-
ur sjálfur staðfest í þessu viðtali
að einungis vegna þess fórstu í
sérframboð. Nú blasir við að þú
komist ef til vill á þing, en tæpast
nema með lítinn þingflokk að
baki þér. Er ekki stjórnmálamað-
urínn Albert Guðmundsson
þarmeð kominn út í horn, valda-
laus, og kominn að lokum sins
pólitíska ferils?
„Því ráða kjósendur. Það fer
eftir fylgi og trausti kjósenda.
Sjáðu, eitt er það að vera sparkað
einsog þú segir frá völdum í
flokki eða vera sparkað út úr að-
stöðu af fólkinu sjálfu. Ég vil
miklu heldur láta sparka mér í
almennum kosningum, heldur en
láta einstaka, þrönga klíku innan
flokks ráða því hvort ég er, eða er
ekki.
Fólkið sjálft, fólkið sem ég hef
Iverið að hjálpa, verður að dæma
!um það hvort ég á að halda áfram
að vinna fyrir fólkið, halda áfram
að hjálpa því.“
- En óttastu ekki að verða al-
gerlega áhrifalaus í íslenskum
stjórnmálum?
„Einsog ég segi, stjómmála-
maður gerir ekkert án fylgis
fólksins. Hafi ég ekki fylgi, þá er
það fólkið sjálft sem hafnar mér.
Ekki flokksklíka.“
- Menn eru strax farnir að
kalla þig Glistrup og segja að þú
munir einsog hann hverfa af vett-
vangi stjórnmálanna innan tfðar.
Hvað segir þú um það? Ertu ís-
lenskur Giistrup?
„Ég skal segja þér, að ég hef oft
furðað mig á svona alls konar
orðrómi og draugum sem sveima
um í Sjálfstæðisflokknum. Það er
einsog það sé svona sérstök deild
í flokknum sem býr til sögur og
þetta sýnir bara að framleiðslan
er komin í gang. Þeir hafa þetta
einsog mjög vel smurða verk-
smiðju þegar þeir þurfa að setja
eitthvað af stað.“
- Ertu reiðubúinn að ganga
stjórnarsamstarfs við hvaða
flokk sem er?
„Það er enginn maður í nokkr-
um flokki sem ég treysti mér ekki
til að vinna með. En það fer líka
eftir því nýja fólki sem ég hef nú
fengið til starfa með mér. Þetta er
nýtt fólk, nýr samstarfshópur.
Þetta er borgaraflokkur sem er í
rauninni opinn fyrir allar skoðan-
ir. “
- Rúmar þá flokkur með erki-
sjálfstæðismanninn Albert Guð-
mundsson líka manneskju einsog
Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, sem
hefur verið á móti her, á móti
Nató?
„Það er nú líkast til. Aðal-
heiður er eins konar góðgerðar-
stofnun útaf fyrir sig. Hún hefur
þetta sama hjartalag og ég. Hún
hefur verið að hjálpa fólki alla
sína tíð. Við erum bæði komin úr
fátækt og bammörgum fjöl-
skyldum. Við eigum svo margt
sameiginlegt, þótt einhvem tíma
á lífsleiðinni hafi hún valið sér að
vera góð kona gegnum vinstri
flokka, ég gegnum Sjálfstæðis-
flokkinn."
- En hvaða afstöðu ætlar þá
Borgaraflokkurinn að taka
gagnvart hernum?
„Ég er ekki á móti hernum í
sjálfu sér. Ég vildi hafa hann hér
af upphaflegu ástæðunni, útaf ó-
friðarhættu í heiminum. Sú
ástæða er ekki fyrir hendi í sama
mæli og áður...“
- Má hann þá ekki fara?
„Bíddu nú við. Ég er líklega af
síðustu kynslóðinni sem hefur
þekkt okkar blessaða land án
hersetu. Og ég hef varað við því
að ef herinn yrði ekki látinn fara
að þeim lögum sem um hann
gilda, og að þeim samningum
sem undirritaðir hafa verið um
hann, þá smátt og smátt aukist
ítök hans hér einsog hefur komið
svo ljóst fram. Gleymdu því ekki
að við, íslendingar, emm háðir
alls konar reglum og lögum ef við
ætlum til Bandaríkjanna en þeir
geta komið hingað skírteinalausir
og án þess að þurfa að fara að
nokkmm reglum. Það er engin
gagnkvæmni í neinu.
Þeir em að verða herraþjóð
héma vegna þess að við höfum
ekki haldið vöku okkar. Dvöl
þeirra er orðin svo löng, að þeir
hafa skapað sér hefðir sem em
lögum og samningum yfirsterk-
ari. Og ef við, sem emm síðasta
kynslóðin sem þekkir ísland án
hersetu, reynum ekki að spyma
við fótum, þá slævast hugsanir og
andstaða, við missum meðvitund
fyrir því sem á að vera þjóðerni
okkar. Og það er þetta sem við
Aðalheiður getum til dæmis sam-
einast um.“
Trúnaðarbrot
Þorsteins
- Finnst þér núverandi forysta
Sjálfstæðisflokksins þá vera of lin
gagnvart hernum?
„Auðvitað. Að sjálfsögðu hef-
ur forysta Sjálfstæðisflokksins
verið lin gagnvart hemum. Hún
hefur bara engin verið. Þú sérð
aðgerðir sem ég geri í kjötinn-
flutningsmálum og eftirliti með
tollum.-.veistu það, að þegar ég
set á tollskoðun á innflutningi
vamarliðsins, þá kemur í ljós að
þeir hafa flutt inn vömr beint frá
skipi inn til Keflavíkur án þess að
skila pappímm fyrr en viku til
hálfum mánuði seinna og þá á
dulmáli! Auðvitað hefur forysta
Sjálfstæðisflokksins verið lin í
þessu máli.“
- Víkjuin að öðru. Finnst þér
ekki eðlilegt að maður, sem verið
er að rannsaka, vfld úr ráðherr-
astóli á meðan rannsóknin stend-
ur yfir?
„Sko, hvað er verið að rann-
saka? Það er búið að rannsaka
allt sem ég var borinn sökum um
eða þvælt inn í. Málið er fullrann-
sakað. Rannsóknarlögreglan
hefur sagt: það er ekkert athuga-
vert við þátttöku Alberts, hvorki
í tengslum við Hafskip né Út-
vegsbankann. í sambandi við
skattamálið þá varðar það fyrir-
tæki sem ég hef ekki komið ná-
lægt í 13 ár. Sonur minn hefur
rekið það.“
- Þú telur þarmeð þær sakir
sem á þig hafa verið bornar of
smávægilegar til að segja af sér
ráðherradómi?
„Góði minn, hvaða sakir? Það
vom engar sakir!“
- En þér hefur líka verið borið
á brýn að hafa þegið gjaldeyri að
gjöf frá Hafskip. Finnst þér f
fullri hreinskilni hægt að fjár-
málaráðherra taki við slíkum
gjöfum?
„Ég hef ekki fengið neinar
gjafir frá Hafskip aðrar en ferð til
Frakklands þegar ég varð sex-
tugur. Ferð með uppihaldi, og
þarmeð töldum gjaldeyrinum.
Þetta var bara afmælisgjöf, og ég
get sýnt þér hérna á veggjunum
aðrar gjafir úr sextugsafmælinu
mínu sem kostuðu miklu meira.
Málverk, frá Tollvörugeymsl-
unni, frá Reykjavíkurborg. Og
þú hefðir kanski gaman af því að
skoða hérna afmælisgjöf frá ríkis-
stjórninni, silfurbakka með sérs-
töku skjaldarmerki ríkisins og ál-
etmn allra ráðherranna. Þetta
kostar miklu meira en ferðin út.
Þetta er borgað af ríkinu.“
- Þér finnst þú með öðrum
orðum ekki hafa neitt til saka
unnið?
„Það em engar sakir. Það em
engar sakir! Og meira að segja
fjármálaráðherrann núna, þegar
hann talar um siðleysi mitt í emb-
ætti fjármálaráðherra, þá er hann
að setja sig í dómarasæti áður en
skattstjóri afgreiðir málið.“
- Telurðu það kannski siðleysi
af hans hálfu?
„Hann er að setja sig í dómara-
sæti! Hann er að nota trúnaðar-
upplýsingar sem hann sem yfir-
maður skattstjóra pínir út úr
skattstjóra, hann pínir trúnaðar-
upplýsingar út úr skattstjóra,
notar þær í pólitískum tilgangi og
það er brot í embætti!“
- Pólitísk misnotkun á emb-
ættisvaldi?
„Þú getur kallað það hvað sem
þú vilt, ekki stoppa ég þig. En
þetta er brot í meðferð trúnaðar-
máls. Það er alveg ljóst. En það
getur verið að það sé siðlegt
innan Sjálfstæðisflokksins í dag!“
- Þú telur það siðleysi?
„Ef það er ekki trúnaðarbrot,
þá skil ég ekki hvað er trúnaðar-
brot. Ef þú sem yfirmaður færð
trúnaðampplýsingar í hendurnar
en notar þær svo í pólitískum til-
gangi, ja, hvað viltu kalla svo-
leiðis misnotkun?“
- Siðleysi eða ekki siðleysi?
„Ekki pína mig meira á þessu.
En þetta er staðreynd."
Það glitti í sól milli skýja þegar
við kvöddum. Albert var enn
heitt í hamsi. Inní stofu hraut
heimsfrægasti hundur á íslandi
undir sófa og hafði ekki hugmynd
um hvað var að gerast í veröld
meistara síns.
-ÖS
LAUSAR S1ÖDUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Mæðraheimili Reykjavíkurborgar óskar eftir
starfsfólki í sumarafleysingar.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25881.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl n.k.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Úthlutun úr
Sáttmálasjóði
Umsóknir um utanfararstyrki og verkefnastyrki úr
Sáttmálasjóði Háskóla íslands, stílaðar til há-
skólaráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í
síðasta lagi 30. apríl 1987.
Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulagsskrár frá
29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands
1918-1919, bls. 52.
Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunarreglur,
samþykktar af háskólaráði, liggja frammi í skrif-
stofu Háskóla íslands hjá ritara rektors.
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Vatnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í
ductile iron pípur og fittings.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3, Rvk.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn
30. apríl n.k. kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYK J AVIKURBORGAR
Fnkiik|uv(’cji :i Simi 2S800
St. Jósefsspítali, Landakóti
Lausar stöður
Röntgendeild
Aðstoðarfólk óskast nú þegar.
Upplýsingar í síma 19600-330 alla virka daga
milli kl. 13.-15.
Reykjavík 27.03.1987
Fósturheimili
Fósturheimili óskast í Reykjavík eða nágrenni
fyrir 11 ára gamla stúlku.
Upplýsingar veitir Áslaug Ólafsdóttir, félags-
ráðgjafi í síma 685911 milli kl. 9:00 - 16:00 alla
virka daga.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Faðir okkar og tengdafaðir
Ólafur S. Kristjánsson
Hvassalelti 155 Reykjavík
verðu jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 31. mars
kl. 13.30
Anna Ólafsdóttir Pálmi Gunnarsson
Einar Ólafsson Sólveig Vignisdóttir
Tryggvi Ólafsson