Þjóðviljinn - 29.03.1987, Side 14
Uppvakningur
# wmm ■ ■ ■ ■
i Tjorninni
STIKLAÐ Á STÓRU í RÁÐHÚSSÖGU REYKJAVÍKUR
Miðvikudaginn 4. mars rann
út skilafrestur arkitekta í sam-
keppninni um hönnun á ráð-
húsi sem staðsett verður á
Bárulóðinni svokallaðri við
norð-vesturenda Tjarnarinn-
ar. Alls bárust 38 tillögur í
keppnina enda til mikils að
vinna því verðlaun eru allt að
3,7 milljónum króna.
Eins og mörgum er kunnugt,
er þetta ekki í fyrsta skipti,
sem ráðhústeikning liggur
fyrir, en undirbúningurað
byggingu ráðhúss í Reykjavík
var langt komin um miðjan
sjöunda áratuginn og var
staðsetningin fyrirhuguð í
norðanverðri Tjöminni. Enn
er ekkert ráðhús komið við
Tjörnina en rúmum hundrað
árum áður en fyrsta teikningin
láfyrir kom ráðhúsbygging í
Reykjavík fyrst til umræðu
þegarTómas Sæmundsson
Fjölnismaður bar upp hug-
myndina um „Ráðstofu" í
Reykjavík í Fjölni árið 1835.
Sé hratt farið yfir sögu, þá fór
lítið fyrir ráðhússumræðunni fyrr
en 1918 að Knud Ziemsen borg-
arstjóri lét kjósa nefnd í málið og
nokkru síðar var sótt um lóð á
Amarhólstúninu. Eftir 1920 var
farið að tala um Skólavörðuholt
sem ráðhússtað og á árunum
1932-1935 voru athugaðar lóðir
við Lækjargötu í þessu augna-
miði. Lítið dregur síðan til tíð-
inda fyrr en á fimmta áratugnum
en árið 1941 var kosin 6 manna
ráðhúsnefnd sem skilaði áliti árið
1943 en samkvæmt því var lagt til
að ráðhúsið yrði byggt við
norðurenda Tjamarinnar.
Þelr síðustu
verða fyrstir
Mikil blaðaskrif urðu um málið
og voru færð margvísleg rök gegn
því að ráðhúsið yrði byggt þarna
m.a. á þeim forsendum að þar
væri of þröngt um húsið og
grunnur slæmur. Þar sem allir
vom ekki á eitt sáttir með tillögu
nefndarinnar var efnt til hug-
myndasamkeppni um staðsetn-
ingu ráðhússins árið 1945. Árið
FRAMHALDSNÁM í
SÉRKENNSLUFRÆÐUM VIÐ
KENNARAHÁSKÓLA
ÍSLANDS
Kennaraháskóli íslands býöur fram eftirfar-
andi framhaldsnám til B.A. prófs í sér-
kennslufræöum sem hefst haustið 1987:
1. áfangi (30 einingar), hlutanám.
2. áfangi (30 einingar), hlutanám.
Hvor áfangi tekur tvö ár í hlutanámi þannig að
unnt er að stunda það samhliða kennslu.
Kennarar sem Ijúka báðum áföngum ásamt
verklegu námi (15 ein.) hljóta B.A. gráðu í
kennslu barna með sérþarfir.
Til að hefja fyrsta áfanga námsins þurfa umsækj-
endur að hafa full kennararéttindi (skv. lögum
48/1986) og a.m.k. tveggja ára kennslureynslu.
Umsækjendur um annan áfanga skulu auk
þess hafa lokið fyrsta áfanga eða samsvar-
andi viðurkenndu námi í sérkennslufræðum
(30 ein.) Kennaraháskóli íslands áskilur sér
rétt til að velja úr hópi umsækjenda á grund-
velli skriflegra umsókna, meðmæla og við-
tala.
Nánari upplýsingar um nám þetta, ásamt um-
sóknargögnum, fást á skrifstofu Kennaraháskóla
ísiands, Stakkahlíð, 105 Reykjavík. (Sími
688700).
Framlengdur umsóknarfrestur er til
15. apríl 1987.
1947 er álitsgerð frá dómnefnd
lögð fram. Samkvæmt henni
hlaut fyrstu verðlaun Ágúst Páls-
son, en samkvæmt hans tillögu
átti ráðhúsið að standa austan við
Lækjargötu og sunnan við Bók-
hlöðustíg, eða á lóð gamla Mið-
bæjarskólans. Önnur verðlaun
hlutu Gísli Halldórsson, Sigvaldi
Thordarson og Kjartan Sigurðs-
son í samvinnu við Einar Berg en
þeir vildu ráðhúsið í norðurenda
Tjarnarinnar. Þriðju verðlaun
féllu í hlut Arne Hof Mullers og
Þóris Baldvinssonar sem gerðu
tillögu um að húsið yrði á norð-
vesturhomi Tjarnarinnar, á
Bárulóðinni svokölluðu, eða
sama stað og ráðhúsinu hefur nú
verið valinn staður. Þeir síðustu
urðu því fyrstir í þessu tilfelli.
Þó svo tillaga Ágústar Páls-
sonar hafi hlotið fyrstu verðlaun,
kom fljótlega á daginn að ráðhús-
ið yrði ekki á þeim stað sem hann
hafði vali, en að sögn Gísla Hall-
dórssonar arkitekts, var mikil
andstaða gegn því að Miðbæjar-
skólinn yrði rifinn. Á næstu ámm
kom ráðhúsmálið nokkrum sinn-
um til tals í bæjarstjórn og voru
augu manna smám saman að
beinast að tillögu Gísla og félaga
um að byggja ráðhúsið í norður-
enda Tjarnarinnar. Árið 1955
leggur þáverandi bæjarstjóri
Gunnar Thoroddsen fram þá til-
lögu að húsinu skyldi valinn stað-
ur þar. Bæjarfulltrúar sameinuð-
ust um málið þó að í raun hafi þeir
ekki allir verið á eitt sáttir, en sá
sem efaðist einna mest um staðs-
etninguna var Alfreð Gíslason
bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Er Alfreð sagður hafa sagt í gríni
síðar, að bæjarfulltrúar hefðu all-
ir greitt atkvæði með tillögu
Gunnars vegna þess að hún var
borin upp á afmælisdegi hans og
því ekki hægt annað.
Prjónaklúbburinn
Ráðhúsnefnd var skipuð á
sama fundi og ætlaði hún upphaf-
lega að efna til samkeppni um
hönnun hússins en að sögn Gísla
Halldórssonar mótmælti meiri-
hluti Arktitektafélagsins sam-
keppninni þar eð einn aðili sem
verið hafði í undirbúningsnefnd
fyrir samkeppnina hafði heimild
til þess að taka þátt í henni. Því
var ákveðið af svokallaðri
Ráðhúsnefnd árið 1957 að bjóða
nokkrum húsameisturum að taka
að sér verkefnið í sameiningu.
Þeir sem völdust til starfans voru
þeir Gísli Halldórsson, Gunnar
Ólafsson, Sigvaldi Thordarson,
Sigurður Guðmundsson, Einar
Sveinsson og Halldór Jónsson.
Gísli Halldórsson sagði í samtali
við Þóðviljann, að eins og við
mátti búast, hópurinn hafi verið
of stór og sundurleitur og að erf-
iðlega hafi gengið að ná
samkomulagi um ýmis atriði.
Hópurinn gekk undir nafninu
prjónaklúbburinn, en á þessum
tíma var samvinna margra arki-
tekta að einu verkefni nánast
óþekkt á íslandi.
Teikningar arkitektanna voru
samþykktar í borgarstjórn í upp-
hafi árs 1964 sejn og_ endanleg
staðsetning, enDyggingartíminn
var áætlaður fjögur til sex ár. Um
var að ræða 8 hæða hús samtals
35.600 rúmmetrar að stærð.
(Gert er ráð fyrir að nýja húsið
verði u.þ.b. 12 þúsund rúmmetr-
ar). Samkvæmt heimildum frá
skjalasafni borgarinnar var að-
eins eitt mótatkvæði gegn tillög-
unni og kom það frá Alfreð
Gíslasyni sem aldrei hafði verið
alveg sáttur við ráðagerðina. Við
atkvæðagreiðsluna bar Alfreð
fram tillögu en í henni segir:
„Miklar líkur benda til þess að
eining sú sem náðist innan bæjar-
stjórnar Reykjavíkur 29. des-
ember 1955 um staðsetningu ráð-
húss í norðurenda Tjamarinnar
sé mjög fjarri því að geta talist
rétt mynd af vilja Reykvíkinga í
þessum efnum. Vill borgarstjóm
fela borgarráði að láta hið fyrsta
fara fram skoðanakönnun meðal
borgarbúa um staðarval og sam-
þykkja að fresta afgreiðslu fyrri
tillögu sem fyrir liggur um ráð-
hústeikningu“. Tillaga Alfreðs
var felld.
Leikfélag
Reykjavíkur
inní róðhúsið
En af hverju er ekkert ráðhús í
norðurenda Tjarnarinnar 23
árum síðar? Geir Hallgrímsson
sem var borgarstjóri frá árinu
1959 til ársloka 1972, svaraði
þessu þannig í samtali við Þjóð-
viljann að það hafi alltaf verið
önnur verkefni sem ýttu ráðhús-
framkvæmdinni til hliðar. Eng-
inn hafi sérstaklega ýtt á eftir
þessu máli. Þá hafi menn verið
smeykir um að húsið væri of stórt
og jafnframt hafi gengið erfiðlega
að ná samningum um kaup á Iðnó
og Iðnskólahúsinu gamla, en þau
hús hefði þurft að rífa í fram-
kvæmdinni.
Niðurrifið á þessum húsum var
til þess að skapa mikla andstöðu
gagnvart býggingunni og ekki síst
hjá leikhúsfólki. Að sögn Gísla
Halldórssonar var því gripið til
þeirrar tilraunar að teikna fund-
arsalinn í ráðhúsinu þannig að
hægt væri að nota hann sem
leikhússal líka. Var hannað and-
dyri og salur sem myndi þá nýtast
undir ráðstefnur líka. En þegar til
kom reyndist salurinn, með öllu
sem þarf í leiksýningarsal, svo
umfangsmikill að húsið í heild
sinni varð of stórt, og stórt var
það fyrir. Að sögn Gísla tafði
þessi vinna endanlegan frágang á
teikningunni um tvö ár.
Og enn einu sinni stendur til að
byggja ráðhús og rífa hús. Tillaga
um að efna til samkeppni um
hönnun ráðhúss á Bárulóðinni
var samþykkt í borgarstjóm í
fyrra, en atkvæðum Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur fulltrúa Al-
þýðubandalagsins fylgdu bókanir
þess efnis að önnur verkefni væm
brýnni en bygging ráðhúss. Eins
og flestum er kunnugt var stað-
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. mars 1987