Þjóðviljinn - 08.04.1987, Page 1
Atvinnulífið
Nýjan Þróunarsjóð
fyrir atvinnulíf ið
Svavar Gestsson: Verðum að efla nýsköpun íatvinnulífinu. Mun leggja tilstofnun
sérstaksþróunarsjóðs íþrjú ár, með 700 miljónum til árlegrar ráðstöfunar.
Markmið: Efla vöruþróun og markaðsvinnslu. Aukaframleiðni
Nú þarf verulcgt átak til að
styðja nýsköpun í atvinnulíf-
inu og nýta alla þá óútreiknanlegu
möguleika sem ísland býr yfír.
Þessvegna hef ég ákveðið að
leggja til á næsta þingi að settur
verði á stofn sérstakur þróunar-
sjóður fyrir atvinnulífíð, og til
hans verði varið myndarlegri
ijárhæð á næstu árum. Það duga
engin músarholusjónarmið, ég vil
verja til sjóðsins sem svarar 2
prósentum af ríkisvcltunni, eða
700 miljónum á ári hverju.
Þetta sagði Svavar Gestsson í
viðtali við Þjóðviljann í gær, en
hann telur að stofnun slíks sjóðs
hljóti að verða meginþáttur í mál-
efnasamningi nýrrar ríkisstjórnar
sem Alþýðubandalagið ætti aðild
að. „Þrátt fyrir hallann á ríkis-
sjóði verður að skapa svigrúm
fyrir þetta verkefni auk hinna fé-
lagslegu umbóta, sem við gerum
kröfur um.“
Hugmyndir Svavars gera ráð
fyrir að þróunarsjóður atvinnu-
lífsins starfi til þriggja ára, og
verði undir stjórn fagfólks og full-
trúa frá aðilum vinnumarkaðar-
ins. Fjármagn sjóðsins komi frá
hinu opinbera og jafnframt úr at-
vinnulífinu sjálfu. Svavar telur
rétt, að gera tiltekin svæði að
forgangssvæðum, þannig að
átakið nýtist sem best: „Fyrsta
árið verði mestu hinna 700 milj-
óna veitt í Vesturland, Vestfirði,
og Norðurland vestra. Næsta ár
fari fjármagn sjóðsins á Norður-
land eystra, Austurland og Suð-
urland, en síðasta árið á
Reykjanes og til Reykjavíkur.“
„Þessu fé á að veita til einstak-
linga, smáfyrirtækja, rannsókn-
arstofnana, og raunar allra sem
teljast hafa nýtilegar hugmyndir.
Erlendir og innlendir sérfræð-
ingar verði kallaðir til að vinna
umsóknirnar, þannig að tryggt sé
að peningarnir fari í raunhæfar,
og arðvænlegar hugmyndir.“
„Fénu á ekki bara að verja til
framleiðniaukningar og ný-
sköpunar, heldur líka í tilraunir
með ný eignarform og samhliða
væri hugsanlegt að stuðla að
auknu lýðræði með meiri ítökum
starfsmanna í fyrirtækjunum.“
Svavar féllst á, að vissulega
kynni sitthvað að misheppnast,
peningarnir myndu ekki í öllum
tilvikum nýtast fullkomlega, „..
en uppskeran af hinu mun skila
fjármagninu margföldu inn í
þjóðarbúið aftur.”
-ÖS
Kosningarnar
434
konur
í framboði
Jafnréttið síst í Sjálf-
stœðisflokknum
434 konur eru í framboði til al-
þingis, en 524 karlar. Ekki er útlit
fyrir að konum íjölgi neitt veru-
lega á þingi þrátt fyrir að þær séu
45% frambjóðenda. Ástandið í
jafnréttismáium er lakast hjá
Sjálfstæðisflokknum; 30% af
öllum frambjóðendum flokksins
eru konur, og af fjórum efstu
mönnum í öllum kjördæmum eru
aðeins fjórar konur - eða 12,5%
46% af frambjóðendum Al-
þýðubandalagsins eru konur og í
fjórum efstu sætum á öllum fram-
boðslistum flokksins eru konur
40% Líkur eru á því að fjórar
konur nái kjöri fyrir Alþýðu-
bandalagið í kosningunum þann
25. n.k.
Sjá Listakonum fjölg-
ar, bls 8-9
Samningar
Hamla
verkföll
kosningum?
Töluvert virðist bera á milli í
deilu ríkisins og póstemanna, og
hefja þeir verkfall í kvöld ef
samningar takast ekki. Tilboð
ríkisins er einsog til SFR, en póst-
menn telja sig hafa dregist veru-
lega afturúr og vilja fá það
leiðrétt.
Félag íslenskra símamanna
hefur boðað verkfall 21. apríl, í
kosningavikunni. Búast jná við
að símakerfið gangi fljótlega úr
skorðum komi til verkfalls síma-
manna, og gæti það sett óheppi-
legt strik í reikninginn á loka-
spretti kosningabaráttunnar.
Félag símamanna hefur staðið í
samningaviðræðum við ríkisvald-
ið síðan í febrúar. Að sögn tals-
manna félagsins hefur lítið þok-
ast í samkomulagsátt og var því
afráðið að leita eftir samþykki
meðal félagsmanna um verkfalls-
boðun.
Verkfallsboðunin var sam-
þykkt af meira en helmingi fé-
lagsmanna, 518 voru samþykkir
verkfallsboðí, en 183 andvígir. Á
kjörskrá voru 918.
Ef af verkfalli verður raskast
verulega þjónusta Pósts og síma.
Öll símaafgreiðsla fellur niður,
þar á meðal skeytasendingar,
talsamband við útlönd og öll
handvirk afgreiðsla. Jafnframt
fellur niður öll viðgerðaþjónusta
á símtækjum og viðgerðir vegna
bilana á símstöðvum.
Fyrir utan margvísleg óþæg-
indi, sem verkfall símamanna
hefði í för með sér, fyrir símnot-
endur, má búast við að kosninga-
barátta stjórnmálaflokkanna yrði
fyrir margvíslegum skakkaföllum
af þess völdum. -rk
Auðir bekkir og tómir stólar í blóðgjafasal Blóðbankans, meðan ekki semst við
náttúrufræðinga. 14 af 16 líffræðingum Blóðbankans hafa sagt upp störfum.
Mynd: Sig.Mar.
Blóðbankinn
Slembilukkan
ræður
Blóðbankinn nánast óstarfhœfur, samningarí
strandi. Ólafur Jensson, bankastjóri Blóð-
bankans: Astandið ekki bara erfitt- heldur
ótœkt. 30 hjartasjúklingar bíða eftir að kom-
ast í aðgerð. Slembilukkan rœður að ekki hef-
ur komið til stórvægilegra óhappa
Verulegur hluti af mínu starfí
hefur í langan tíma farið f
einskonar vinnumiðlunarstörf.
Uppsagnir náttúrufræðinga héð-
an af Blóðbankanum eiga sér
miklu lengri sögu en síðustu vikur
og mánuði. Það hefur lengi reynst
nær ógerningur að fá fólk hingað
til starfa sökum þeirra smánar-
launa sem f boði eru. Þegar til
lengdar lætur er slíkt ástand ekki
bara erfítt, heldur ótækt,“ sagði
Ólafur Jensson, bankastjóri
Blóðbankans.
Vegna verkfalls og uppsagna
náttúrufræðinga, er Blóðbankinn
aðeins keyrður á hálfum dampi.
Af 16 líffræðingum sem bankinn
hefur venjulegast í þjónustu
sinni, hafa allir nema tveir sagt
upp störfum, en þeir síðarnefndu
starfa á undanþágum, meðan
verkfall náttúrufræðinga stendur
yfir.
„Slembilukkan ræður því að
ekki hefur komið til stórkostlegra
óhappa. Við höfum getað ann-
að blóðgjöfum vegna minnihátt-
ar uppskurða. En með hverjum
deginum sem líður hrannast
vandamálin upp. Þannig bíða 30
sjúklingar eftir að komast að til
hjartaaðgerða. Auk þess koma
alltaf upp ný sjúkdómstilfelli, s.s.
vegna illkynja sjúkdóma, sem
þarf að skera við. En meðan ekki
rætist úr hér hjá okkur verður
þessum tilfellum ekki sinnt eins
og þörf kerfur," sagði Ólafur
Jensson.
Enn situr allt fast í deilu ríkis-
valdsins við Félag náttúrufræð-
inga. Eins og skýrt var frá í blað-
inu í gær, er samninganefnd ríkis-
ins ekki reiðubúin að fallast á
uppsagnarákvæði í samningum
við náttúrufræðinga fyrir næsta
ár, verði kauprýrnun byrjunar-
launa meiri en 7%.
„Það er tæpast samningafund-
ur í dag eða á morgun. Það
strandar á verðbótaákvæðunum.
Við semjum ekki nema slíkt upp-
sagnarákvæði sé í samningnum.
Reynslan hefur einfaldlega kennt
mönnum að án slíkra ákvæða er
þeim kaupauka sem samið er um
í dag stolið á morgun," sagði Páll
Halldórsson, eðlisfræðingur og
fulltrúi í samninganefnd náttúru-
fræðinga.