Þjóðviljinn - 08.04.1987, Page 2

Þjóðviljinn - 08.04.1987, Page 2
FRÉTTIR —SPURNINGIN— Fylgistu með flokka- kynningum í Helgi Þorláksson, fyrrv. starfsmaður Olíufélagsins hf.: Já, það geri ég en líst misjafnlega á. Stefán Svavarsson, við- skiptafræðingur og eftirlauna- þegi: Já, ég hef hugsað mér að gera _ það, enda athyglisvert. Jón Hrafn Björnsson nemi: Nei, ég fylgist ekkert með þeim og þarf þess ekki. Ég veit alveg hvað ég á að kjósa. Elín Sverrisdóttir húsmóðir: Nei, alls ekki. Helen S. Helgadóttir kenn- ari: Já, ég geri það svona með öðru auganu. Útvegsbankinn hf. Hlutur ríkisins falur Stofnfundur nýendurreists Útvegsbanka. Háttí800 einstaklinga ogfyrirtœkja hluthafar. Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra: Veitumfjársterka aðilasem hafa augastað á hlut ríkisins. Lýsihlutaféð falt Hátt í áttunda hundrað einstak- linga og fyrirtækja hafa skráð sig fyrir hlutabréfum að Útvegs- banka íslands hf., sem stofnaður var formlega í gær. Hiutafé bank- ans er ákveðið 1000 miijónir. í ávarpi Matthíasar Bjarnasonar, viðskiptaráðherra á stofnfundinum í gær kom fram að hlutafé ríkisins er falt, hverjum sem vera vill. Hlutafjáreign í hinum endur- reista Útvegsbanka skiptist þann- ig að ríkissjóður leggur til 764 miljónir. Fiskveiðasjóður er skráður fyrir hlutafé upp á 200 miljónir ícróna og einstaklingar og einstök fyrirtæki hafa skráð sig fyrir hlutafé að fjárhæð 36 milj- ónir króna. Matthías Bjarnason, við- skiptaráðherra, sagði í setningar- ávarpi sínu á stofnfundinum að stofnun bankans þýddi ekki bara að fjárhagsvandi bankans væri leystur vegna þeirra búsifja er hann hefði orðið fyrir vegna gjaldþrots Hafskips, heldur væri einnig stigið þýðingarmikið skref frá því ríkisbankakerfi, sem hér hefði alltof lengi verið við lýði. Matthías gaf það jafnframt til kynna í ávarpi sínu að hann vissi um nokkra fjársterka aðila, sem hug hefðu á að kaupa hlut ríkis- ins, og sagði: „Ég lýsi því hér með yfir að hlutafjáreign ríkisins í Út- vegsbankanum er til sölu.“ Á stofnfundinum var kosin stjórn fyrir Útvegsbankann hf. í aðalstjórn sitja Gísli Ólafsson, framkvæmdastjóri, Seltjarnar- nesi, Björgvin Jónsson, útgerðar- maður, Kópavogi, Jón Dýrfjörð, vélvirki, Siglufirði, Baldur Guð- laugsson, hæstaréttarlögmaður, Reykjavík og Kristján Ragnars- son, framkvæmdastjóri LÍU, sem er tilnefndur af Fiskveiðasjóði. -rk Eigendur sparifjár á íslandi. Gamlir fjármálaspekúlantar og nýríkir Nonnar bíða eftir að skrá sig fyrir hlut f endurholdguð- um Útvegsbanka í gær. r Hjúkrunarfólk Ottast flótta úr stéttinni Starfsmenn á Landakotsspítala og hjá borginni skora á fjármálaráðherra að ganga þegar til samninga Nokkrir félagsmenn í Félagi háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga sem starfa hjá Reykja- víkurborg og á Landakotsspítala hafa sent frá sér opinbera áskorun til fjármálaráðherra vegna þess neyðarástands sem nú ó að almennur kærufrestur vegna þingkosninganna sé runnin út þá er enn möguleiki að koma fólki inn á kjörskrá með stefnu fyrir dómi. Það er því áríð- andi að þeir sem ekki eru á kjör- skrá hafi samband við okkur sem allra fyrst, sagði Sævar Geirdal starfsmaður utankjörstaðaskrif- stofu Alþýðubandalagsins. hefur varað á sjúkrahúsum landsins á þriðju viku. 1. Kjaradeilan hefur nú dregist mjög á langinn og hefur það haft mikil áhrif. Við bendum á að eng- ar stærri aðgerðir þ.m.t. hjarta- aðgerðir hafa verið framkvæmd- Sævar er með aðsetur í kosn- ingamiðstöðinni Hverfisgötu 105 á fjórðu hæð, s: 22335. Útankjörstaðaatkvæðagreiðsl- an í Reykjavík hefur nú verið flutt í Ármúlaskóla og er þar hægt að kjósa alla virka daga og helgar frá kl. 10 -12, 14-18 og á kvöldin frá 20 - 22. -Jg- ar á Landsspítala síðan 19. mars. Nú standa u.þ.b. 90 sjúkrarúm ónotuð en þeim fjölgar sem bíða eftir sjúkrahúsdvöl. Landsspíta- linn er háskólasjúkrahús með kennsluskyldur og hefur hin skerta starfsemi þar raskað verk- námi margra háskólanema. 2. Kjaradeilan hefur einnig haft áhrif á heilsugæslu þar sem hj úkrunarfræðingar á fjórum stórum heilsugæslustöðvum eru nú í verkfalli. í nýlegu nefndar- áliti heilbrigðismálaráðuneytis- ins um „heilbrigði allra árið 2000“ er mikil áhersla lögð á forvarnarstarf, heilsugæslu og aukna þjónustu utan stofnana. Hjúkrunarfræðingar gegna þar lykilhlutverki að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. í háskólanámi hjúkrunarfræðinga er rík áhersla lögð á þessa þætti. 3. Ef ekki nást viðunandi kjara- samningar nú, óttumst við minnkandi aðsókn í hjúkrunar- nám og flótta hjúkrunarfræðinga úr starfi. Augljóst er að slíkt hefði alvarleg áhrif á heilbrigðis- þjónustu landsmanna. Við skorum á fjármálaráð- herra að ganga strax til samninga við félaga okkar sem starfa hjá ríkinu. Reykjavík, 6. apríl 1987. Virðingarfyllst, f.h. félagsmanna í Fhh sem starfa hjá Fteykjavíkurborg og á Landakotsspítala, Dýrleif Kristjánsdóttir, Hrafn Óli Sigurðsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Theodóra Reynisdóttir. Prentarar Þóra ekki Þorunn ■ Rangt var farið með nafn eins þeirra prentara í blaðinu í gær, sem tók þátt í upplestri á hátíðar- samkomu Félags bókagerðar- manna um sl. helgi. Það var Þóra Elfa Björnsson prentari sem las upp með fé- lögum sínum. Þjóðviljinn biðst velvirðingar á þessum mistökum. Kosningar Hægt að stefna inn á kjörskiár Síðustu dagar til aðfá breytingar á kjörskrám 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.