Þjóðviljinn - 08.04.1987, Page 5
Umsjón:
Olafur
Gíslason
Ástin
sigrar
Hugleikur sýnir
Ó, ÞÚ....
eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sig-
rúnu Óskarsdóttur og Unni Gutt-
ormsdóttur
Leikstjórn: Sigrún Vilbergsdóttur
Enn hafa þær stöllur í Hugleik
gert nýja aðför að íslenskum bók-
menntum. Eftir að hafa gert sér
mat úr Skugga-Sveini og Gullna
hliðinu hafa þær nú tekið Pilt og
stúlku til sinnar sérkennilegu
meðferðar, reyndar með ívafi úr
Skugga-Sveini og líklega Ingi-
björgu Sigurðardóttur að því er
fróðir menn tjá mér. Þetta er sag-
an af hinni hreinu, tæru ást sem
allt stendur af sér, hvort sem það
er rógur og illmælgi vondra
manna, tálsnörur heimskvenna,
spilling borgarlífsins eða ólmar
öldur hafsins.
Þessi texti er vissulega oft
bráðfyndinn býsna misjafn eins
og gengur en það er skemmtilegt
hvemig höfundar láta vaða á súð-
um og hafa að engu viðteknar
venjur í leikritasmíð. Það er
raunar aðalsmerki Hugleiks að
fara lítt troðnar slóðir og er það
vissulega góð og rétt stefna fyrir
félag áhugaleikara í Reykjavík að
vera ekki að reyna að gera það
sama eða svipað og atvinnumenn
geta gert miklu betur. í Hugleik
er fólk að leika sér bæði sér og
öðrum til skemmtunar og býr um
leið til sýningar sem eru skemmti-
lega öðruvísi, einmitt vegna þess
að hópurinn tekur sig ekki of al-
varlega.
Söguþráður verksins er flókinn
og persónur mýmargar og verður
hvorugt rakið hér til nokkurrar
hlítar. Rauði þráðurinn í verkinu
eru átökin milli hins heilbrigða
sveitalífs og spillingar borgarlífs-
ins, sem raunar er sígilt þema í
íslenskum bókmenntum allt frá
dögum Jóns Thoroddsens. Ind-
riði og Sigríður fella hugi saman f
Ástvaldur (Eggert Guðmundsson) segir Gróu á Leiti (Vilborg Valgarðsdóttir) að nú só hann búinn að stofna stjórnmála-
flokk, og vanti bara konu til þess að reka kosningabaráttuna.
sveitasælunni, síðan skilja leiðir
og þau lenda hvort um sig í
hremmingum margvíslegum í
borgarsollinum en að lokum ná
þau saman að nýju með undur-
samlegum hætti. Öllum þessum
flóknu atburðum kemur Sigrún
Valbergsdóttir til skila á skýran
og skilmerkilegan hátt og ber
leikstjórn hennar vott um vand-
virkni, útsjónarsemi og hug-
kvæmni í smáatriðum. Hópurinn
er stór en allir leika af lífi og sál og
eru fjölmargar skemmtilegar per-
sónur skapaðar á sviðinu sem of
langt yrði upp að telja. En mest
skemmtun var að Indriða og Sig-
ríði í túlkun þeirra Gísla Sigurðs-
sonar og Guðrúnar Hólmgeirs-
dóttur. Þau voru bæði tvö sak-
leysið uppmálað og léku af þeim
tærleik og einfeldningshætti að
unun var að horfa. Þarna var fet-
að mjög þröngt einstigi milli ein-
lægni og skopstælingar en þeim
tókst frábærlega vel að hitta á
nákvæmlega réttan tón og halda
honum út í gegn.
Hugleikur hefur skapað sér
nokkra sérstöðu í leikhúslífi
borgarinnar. Hópurinn hefur
haft kjark og dug til að finna sér
sjálfstæða stefnu og fylgja henni
ótrauður. Þetta er af hinu góða
og er óskandi að hópurinn haldi
áfram á svipaðri braut og borgar-
búar megi eiga von á framhaldi af
þessari ágætu dægradvöl.
Sverrir Hólmarsson
Eigra vitstola um
Einar Guðmundsson. M. Ljóð.
Svart á hvítu. 1986.
Einar Guðmundsson er enginn
hvunndagsmaður og það væri
mikil synd að segja þetta væri
venjuleg bók.
Það er náttúrlega ekki al-
gengur siður að skrifa eins og
hann gerir ljóð upp á svosem níu
blaðsíður sem byggir á fáeinum
algengum sögnum: lifa, fara,
lesa, skrifa, borða, sofa, ríða
osfrv., sem streyma að lesandan-
um, fyrst tvær eða þrjár saman,
en flæða síðan yfir hann í ítrekun-
arbylgjum, fjölga sér, fækka sér,
deyja út, verða aftur að óskrifuð-
um blöðum.
Manni verður fyrst fyrir að
kalla þetta særingar og kannski
kallar slíkur texti á flutning við
sérstæðar aðstæður og umgjörð
og hlustun frekar en lestur. Ekki
síst næsta kvæðið sem byggir á
hljómum og endingum orða og
afleiðslumöguleikum róta:
KRAGI KRAM KRAUMI
KRAUM KRAUMI KREM
KREMA KRÖM... Einhverntí-
mann áður heyrðum við eitthvað
áður, en því eru margir búnir að
gleyma vafalaust og það er sjald-
gæft og það sakar ekki að reyna,
af þessum smíðum má skemmtun
hafa eins þótt við höfnum í blind-
Einar Guðmundsson.
götu. Fjölbreytnin er lífsins
krydd, eins sú sem byggist á tak-
mörkun, einstefnu.
Þriðji hluti kversins er fróðleg-
astur. Einar er þar að leika sér
sem fyrr, setur upp orð og gefur
þeim hverju fyrir sig línu:
Kör er mörgum búin
Lög brotna saman
Elur fólk börn
Mörg fjúka tœkifœri
En sem hann er að þessu eru
allt í einu komnir frægir október-
dagar, Reagan og Gorbatsjov eru
komnir í heimsókn og váin sem
fylgir þeim, en einnig vonir og
vonbrigði. Tveim heimum lýstur
saman:
sovéska svartbílalestin
brunar framhjá tilurð
þessarar bókar
atburðir líðandi stundar
þjarma að skáldskapnum
eitt og eitt andartak
er eins og heimskan sé ekki lengur
í algleymingi.
Dagarnir breytast í bœkur.
Bœkurnar breytast í daga...
Sérkennileg áhrif stafa af þessu
nábýli tveggja heima sem skipa
sér á efri og neðri hluta hverrar
síðu. Eiturskýið lak út fyrir ofan
hagsmunaskynið og græðgina
sem neitar að stöðva vígbúnað-
arkapphlaupið. Eigra vitstol um
fyrir ofan þessi ljóð sem eru
eins og þrír drangar í hafi
óskrifaðra blaðsíðna
sem er reyndar furðubjartsýn at-
hugasemd um skáldskap á vorum
tímum, þegar allar blaðsíður sýn-
ast löngu útbíaðar af ljóðum um
allt og ekkert. áb.
Miðvikudagur 8. apríl 1987 ÞJÓÐVILJiNN - SÍÐA 5
Tónlistinni úthýst úr Austurbæjarbíói.
Schubert verður úti
Tónlistarfélagið hefur haidið
tónleika sína í Austurbæjarbíói í
uþb. 40 ár. Þetta glæsilega tíma-
bil hófst með Beethoven - Bucsh
hátíðinni miklu, þegar allir
kvartettar Beethovens voru flutt-
ir hér í fyrsta sinn. Og því lauk
með Schuberttónleikum William
Parker og Dalton Baldwins s.l.
laugardag.
Það voru vissulega áhrifamiklir
tónleikar, afbragðs ljóðasöngvari
og einn besti ef ekki besti undir-
leikari heims, flutti Malarastúlk-
una og nokkur lög til viðbótar,
þannig að um stund mátti gleyma
áhyggjum dagsins. En aðeins
stutta stund, og að tónleikunum
loknum rankaði maður við sér í
tómarúmi óvissunnar. Hvert á
músíkin að flytja nú? Þama í
fymdinni, þegar hún flutti úr
bragganum (Tripoli) vestur á
Melum, í nýbyggt Austurbæjar-
bíó, ríkti mikil bjartsýni í þjóðfé-
laginu. Þó Austurbæjarbíó væri
„sérstaklega byggt með músíkina
í huga,“ var þetta auðvitað bara
áningarstaður, menn sáu hilla
undir tónlistarhöll. En höllin sú
er enn í draumalandinu, og það
er löngu búið að rífa braggann.
Nú spyr sá sem ekki veit: Hvað
hefur einkaframtakið oft nælt sér
í bíóleyfi út á músíkkina? í dag er
víst búið að gera bíórekstur
„frjálsan," svo það er engin þörf
fyrir menningarlegan dulbúning í
þeim herbúðum. Hvaða smá-
krimmi sem er, virðist geta orðið
stór í þeim bransa, þeas. ef hann
lætur ekki list og mannúðarstefnu
villa sér sýn. Það ber frjálshyggj-
unni sannarlega fagurt vitni.
Hinsvegar verður músíkin enn að
álpast um í reiðuleysi einsog
betlikerling í gömlu kvæði. Og
það er sama hverjum vel er kveð-
ið, hún verður úti. Hún verður
úti. LÞ