Þjóðviljinn - 08.04.1987, Qupperneq 7
Lengingfœðingarorlofs úr 3 mánuðum Í6tekur3 ár. Heimavinnandi
konum enn mismunað. Greiðslan hækkar aðeins um 1000 krónur.
Frumvarpið keyrt í gegnum þingið án nœgilegrar umfjöllunar
Lög um fœðingarorlof
A margan hátt
ófullnægjandi
Guðrún Helgadóttir: Fæðingarorlof Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:
verði lengt í 12 mánuði og við vildum Finnst með orðinu fæðingarstyrkur
fá lenginguna í 6 mánuði strax. að verið só að líta niður til kvenna.
í mars síðastliðnum samþykkti
Alþingi ný lög um fæðingarorlof.
Þau fela í sér þá meginbreytingu
að fæðingarorlof mun lengjast úr
3 mánuðum í fjóra um næstu ára-
mót, í 5 mánuði 1989 og 6 mánuði
1990. Auk þess er hagur heima-
vinnandi húsmæðra bættur lítil-
lega, þar sem þær hafa áður átt
rétt á 1/3 af fullri greiðslu, eða
tæpum 11.000 krónum á mánuði,
en eiga samkvæmt nýju lögunum
rétt á 15.000 króna fæðingar-
styrk.
Enda þótt flestir sem til máls
hafa tekið um þessi lög hafi fagn-
að þeim breytingum sem þau fela
í sér, þá hafa margir gagnrýnt hve
skammt þau ná og að réttur
heimavinnandi foreldra skuli
ekki vera jafnmikill og þeirra sem
útivinnandi eru.
í nýju lögunum er sem sagt
gerður skýrari greinarmunur á
greiðslum til útivinnandi og
heimavinnandi foreldra, þannig
að þeir heimavinnandi fá fæðing-
arstyrk, en þeir útivinnandi fá
auk styrksins fæðingardagpen-
inga eftir vinnuframlagi.
Fulla fæðingardagpeninga fá
þeir einstaklingar sem hafa unnið
1032 -2064 dagvinnustundir á síð-
ustu 12 mánuðum fyrir töku fæð-
ingarorlofs eða 18.874 krónur.
Hálfa dagpeninga fá þeir sem
hafa unnið 516-1031 dagvinnu-
stund síðustu 12 mánuði fyrir
töku fæðingarorlofs, eða 9.437
krónur.
1000 króna hækkun
Viðmiðunartímabilið og upp-
hæð greiðslu miðast við sama
vinnustundafjölda og áður. Sam-
kvæmt núgildandi lögum er or-
lofið ein heild og skerðist um 1/3
hluta sé vinnustundafjöldinn
undir 1031 stund, og 2/3 sé hann
minni en 515 stundir.
Ákvæðin um fæðingarstyrk
taka ekki til félagsmanna í sam-
tökum opinberra starfsmanna,
bankamanna eða annarra stétt-
arfélaga sem njóta óskertra launa
í fæðingarorlofi samkvæmt kjara-
samningum þann tíma sem óskert
laun eru greidd.
Að sögn Birnu Björnsdóttur
lögfræðings Tryggingastofnunn-
ar verður staða kvenna í þessum
félögum því þannig að þær eiga
rétt á fullum launum í 3 mánuði
samkvæmt kjarasamningum og
þegar orlofið lengist njóta þær
sömu réttinda hjá Trygginga-
stofnun og aðrar starfstéttir.
Fullt fæðingarorlof er í dag
32.959 krónur á mánuði en verð-
ur samkvæmt nýju lögunum
33.874 krónur. Hækkunin er því
aðeins 915 krónur.
Víxill á
næstu stjórn
Sem fyrr segir hafa fjölmargir
gagnrýnt lögin og hafa þingmenn
Alþýðubandalagsins og Kvenna-
listans sérstaklega bent á ann-
marka þeirra. Öánægjuradd-
ir hafa einnig heyrst frá sumum
fulltrúum Alþýðuflokksins.
Athygli vekur að Framsóknar-
menn hafa að mestu þagað, enda
þótt það sé á stefnuskrá flokksins
að heimavinnandi konur sitji við
sama borð og aðrar konur hvað
varðar fæðingargreiðslur.
„Stefna Alþýðubandalagsins
er sú að fæðingarorlof verði lengt
í 12 mánuði í áföngum, og við
hefðum viljað sjá lengingu í 6
mánuði strax“ sagði Guðrún
Helgadóttir þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í samtali við Þjóð-
viljann.
„Hins vegar á frumvarpið ekki
að taka gildi fyrr en um næstu
áramót og er því í raun 9 mánaða
víxill á næstu ríkisstjórn. Við
vildum þó alls ekki greiða at-
kvæði gegn frumvarpinu því
þetta er þó lenging umfram það
sem nú er“ sagði Guðrún.
„Við teljum að frumvarpið
gangi alltof skammt og að sjálf-
sögðu ættu heimavinnandi konur
að sitja við sama borð og þær sem
vinna úti. Það er alveg sami
kostnaðurinn við fæðingu barns
hvort sem konan er úti-eða
heimavinnandi.
Og við skulum ekki gleyma því
að heimavinnandi kona leggur
fram sína vinnu á heimilinu sem
minnkar að einhverju leyti þegar
nýr einstaklingur bætist við og
krefst mikillar umönnunar. Það
er ákaflega er/itt að gera það upp
í peningum hvað það er mikið
tekjutap sem heimavinnandi
kona verður fyrir.
Sex mánuði strax
Ég á einnig erfitt með að sjá
ástæðuna fyrir því að breyta
greiðslunum einsog gert er í
þessu nýja frumvarpi, það er að
skipta orlofinu í fæðingarstyrk og
fæðingardagpeninga.
Þetta frumvarp kom mjög seint
fram og það fór mjög lítil umfjöll-
un fram um það. Neðri deild fékk
nær engan tíma til að fjalla um
málið því það kom ekki inn fyrr
en tveimur dögum fyrir þingslit.
Þetta var afskaplega sérkennileg
afgreiðsla, málið fór ekki í um-
sagnir og annað slíkt einsog öll
venjuleg þingmál þannig að það
var mjög lítið hægt að ráðfæra sig
við aðila einsog Tryggingastofn-
un“ sagði Guðrún Helgadóttir.
„Við höfum lagt fram frum-
varp síðastliðin þrjú þing um
lengingu fæðingarorlofs úr þrem-
ur mánuðum í sex mánuði í einu
stökki“ sagði Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir þingkona
Kvennalistans í samtali við Þjóð-
viljann.
„Það fól í sér að konur nytu
fullra launa í fæðingarorlofi. Við
vildum setja þak á greiðslurnar
þannig að þær færu aldrei upp
fyrir ákveðið hámark. Þetta
gagnrýndi Alþýðubandalagið og
vildi að allar konur fengju sömu
upphæð. Ef ég man rétt vildi Al-
þýðubandalagið á sínum tíma
ekki heldur að heimavinnandi
konur fengju fullar viðmiðunar-
greiðslur en hefur greinilega
breytt þeirri stefnu sinni.
Meingölluð lög
Sigríður Dúna sagði gagnrýni
Guðrúnar Helgadóttur að mestu
samhljóða þeirri gagnrýni sem
hún hefði sett fram í fyrstu um-
ræðu um frumvarpið í efri deild.
Hún sagði það óþarfa að flækja
lögin með því að skipta fæðingar-
orlofsgreiðslum í tvennt, styrk
annars vegar og dagpeninga hins
vegar.
„Þar að auki finnst mér að með
orðinu fæðingarstyrkur sé verið
að tala niður til kvenna og hefði
frekar viljað sjá orð einsog fæð-
ingarorlofsgreiðslur" sagði Sig-
ríður Dúna.
Jafnframt benti hún á að þessu
frumvarpi fylgdi ekkert tekju-
öflunarfrumvarp en Kvennalist-
inn hefur lagt fram slíkt frumvarp
síðastliðin þrjú þing. Það fól í sér
að lífeyristryggingagjald atvinnu-
rekenda yrði hækkað úr 2% í 3%
til þess að hægt yrði að standa
straum af kostnaði við lengingu
fæðingarorlofs úr 3 mánuðum í 6 í
einu stökki.
Kvennalistakonur greiddu
frumvarpinu um fæðingarorlof
atkvæði sitt en sátu hjá við af-
greiðslu greiðslufrumvarpsins.
„Við gátum ekki með nokkru
móti samþykkt það frumvarp,
þar sem að það mismunar konum
stórlega í greiðslum" sagði Sig-
ríður Dúna.
„Það skýtur skökku við að
okkar frumvarp var mánuðum
saman í nefndum og fékkst aldrei
afgreitt en það frumvarp sem nú
er orðið að lögum var harkað í
gegnum þingið á nokkrum
dögum án fullnægjandi umfjöll-
unar. Þetta eru vinnubrögð sem
ná ekki nokkurri átt og svo sann-
arlega ekki lýðræðisleg. Niður-
staðan er lög um fæðingarorlof
sem eru meingölluð.“
Að lokum er rétt að bæta því
við að í samtali við Þjóðviljann
sagði Birna Björnsdóttir, lög-
fræðingur Tryggingastofnunnar,
að um það bil 75% kvenna sem
sóttu um fæðingarorlof á síðasta
ári áttu rétt á fullum fæðingaror-
lofsgreiðslum.
„Því myndi kostnaður við að
greiða öllum konum jafnhátt
fæðingarorlof ekki verða umtals-
verður“ sagði Birna. -vd.
Miðvlkudagur 8. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7