Þjóðviljinn - 08.04.1987, Síða 12

Þjóðviljinn - 08.04.1987, Síða 12
HKMURINN Persaflóastríðið Iranir sækja, írakar sigra í gær kváöust íranir hafa sótt hart að fjendum sínum írökum í námunda við borgina Basra í suðurhluta írak. Einsog vænta mátti úr þeirri áttinni var talað digurbarkalega um ávinninga og yfirburði. Til dæmis stærðu þeir sig af því að hafa vegið tvöþúsund og sexhundruð andstæðinga sinna og gert annað eins lið óvígt af sárum. alla staði unnið sætan sigur. Óvinurinn hefði að auki misst þúsundir dáta í þessu tilgangs- lausa áhlaupi sínu. Einsog fyrri daginn er ekki hægt að henda reiður á því hvað sé hvað né hverjir hafi sigrað hverja og því er sem ekkert hafi gerst í þessu endalausa stríði tveggja áróðursmálaráðuneyta. Stríði sem Rafsanjani, leiðtogi ír- Rafsanjani: Stríðinu lýkurfyrirtuttugasta mars. Einhverntíma. anska þingsins, segir að lokið ugasta mars á næsta ári. Því ekki hann hafði lofað, fyrir tuttugasta verði fyrir nýársdag Persa, tutt- hafi tekist að ljúka því, einsog mars á þessu ári. -ks. Vitaskuld svöruðu írakar í sömu mynt. Þeir hefðu hrundið árásinni, rekið Persaflóttann og í Vestur-Beirút Madagaskar Skrítinn siður Það hefur löngum vakið furðu ferðamanna sem leið eiga um þorpið Mahrabe á há- sléttu Madagaskar hve vel þorpsbúar láta að gestum og gangandi. Skýringin er sú að innbyggj- arnir hafa þá trú að einn góðan veðurdag beri guðinn Talp að garði í líki fátæks förumanns og þá renni upp sú stóra stund að forfeðurnir gangi aftur. Viðmót þeirra við afkomendurna sé svo í samræmi við gestrisni þeirra við guðinn. -ks. Særðir bíða brottflutnings Hjálparsveitir bjuggu sig í gær undir að flytja á brott slas- aða íbúa flóttamannabúðanna Bourj Al-Baranjeh og Shatila en um helgina náðist, sem kunnugt er, vopnahlé miili stríðandi fylkinga Palestínu- manna og Amalsíta að frum- kvæði Sýrlendinga. 1 fyrrinótt og í gærmorgun var allt með kyrrum kjörum í búðun- um og jók það vonir manna um að þetta bardagahlé myndi endast Iengur en önnur sem sam- ið hefði verið um en entust skamma hríð. Þó hermdu heimildir úr bæki- stöðvum síta að konum, börnum og slösuðu fólki yrði ekki hleypt út úr búðunum nema palestínskir skæruliðar yfirgæfu þorp sem þeir hefðu náð á sitt vald í átökum við Amalliða austan borgarinnar Sídon. En sá er hængur á þessu þrí- hliða vopnahléssamkomulagi Amalsíta, Palestínumanna og Sýrlendinga að Al-Fatah, sveitir Jassírs Arafats og öflugustu skæruliðasamtök Palestínu- manna, voru fjarri góðu gamni. Þeirra í stað var það hópur and- stæðinga Arafats og vina Sýrl- endinga, Þjóðleg frelsisfylking Palestínu, sem féllst á vopnahléð. Það eru AI-Fatah samtökin sem hafa þorpin í nágrenni Sídon á valdi sínu. Það er því máski ekki enn séð estínsku flóttamannanna í fyrir endan á hremmingum pal- Vestur-Beirút. -ks. BORGARA FLOKKURINN -ÍIokkuT með framtíð i Stórbingó Borgaraflokksins Borgaraflokkurinn heldur stórbingó í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 9. apríl n.k. klukkan 20.30. Ávarp flytur Albert Guðmundsson alþingismaður, 1. maður á lista Borgaraflokskins í Reykjavík. Spilaðar verða nokkrar umferðir, heildarverðmæti vinninga er 400.000.- Stórgóð skemmtiatriði verða á hátíðinni og einnig dansleikur. Með kærri kveðju BORGA RA FL OKKURINN x-s Danmörk Kaupferðum lýkur Danska stjórnin hyggst stemma stigu við skottúrum þegna sinna til nágrannaland- anna í því augnamiði að festa kaup á ýmissi neysluvöru sem fæst þar við lægra gjaldi. Til að ná fram þeim markmið- um sínum ætla stjórnvöld að fella niður söluskatt af allskyns heimil- istækjum svo sem útvarpstækj- um, grammófónum, myndbands- tækjum og ryksugum. Söluskattur af þessum gripum hefur verið á bilinu frá tíu til tut- tugu prósent og næmi því tekju- tap ríkissjóðs um tvöhundruð sjötíu og fimm miljónum danskra króna ef ekki kæmu bætur fyrir. Þær hyggst stjórnin fá með því að hækka tolla af smærri ökutækj- um. -ks. Félag síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi og Félag síldarsaltenda á Norður og Austurlandi kynna: FRUMSÝNING I REYKJAVÍK Ný heimildarkvikmynd um saltsíldar- iðnað íslendinga verður sýnd í Stjörnu- bíói í dag, miðvikudaginn 8. apríl kl. 17.30 og 19.00. Áðgangur ókeypis BLAÐAUMMÆLI: Silfur hafsins er einmitt ánægjulegt dæmi um, hvernig hægt er að gera fróðlegt efni forvitnilegt, aðgengilegt og skemmtilegt. Al/Mbl. 24.2. í Silfrinu er öllum efniviðnum þjappað á tæpa klukku- stund, sem verður til þess, að saga, hlutverk og ferli saltsíldarinnar skilar sér án allra vífilengja til áhorfand- ans. Aldrei er tóm til að láta sér leiðast. Sáf/Þjv. 21.2.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.