Þjóðviljinn - 08.04.1987, Page 13

Þjóðviljinn - 08.04.1987, Page 13
HEIMURINN Egyptaland Mubarak sigurvegari þingkosninganna Talið er að Þjóðlegi lýðrœðisflokkurinn, flokkur Mubaraks forseta, fái tvo þriðju hluta sœta á þinginu. Stjórnarandstaðan sakar valdaflokkinn um kosningasvik í fyrradag fór fram þingkjör í Egyptalandi og þegar fyrstu atkvæðatölur voru birtar í gær virtist allt stefna í yfirburða- sigur Þjóðtega lýðræðis- flokksins sem lýtur forystu Hosni Mubaraks forseta en lokaniðurstöður verða ekki kunnar fyrr en á morgun. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar létu þau orð falla þegar þeim var kunngerð staða mála að þetta færi að vonum því stjórnvöld hefðu haft svik og pretti í frammi. Haft hefði verið í hótunum við kjósendur, fram- bjóðendur stjórnarandstöðunnar hefðu sætt ofsóknum og þar fram eftir götunum. Þessu hafa stjórnvöld vísað á bug. Það var í febrúar síðastliðnum að Mubarak ákvað að rjúfa þing og efna til kosninga. Ástæðan var dómsúrskurður í þá veru að kosn- ingalög landsins brytu í bága við stjórnarskrána. Á egypska þinginu sitja fjögur- hundruð fjörutíu og átta þjóð- kjörnir fulltrúar og tíu tilnefndir af forseta. Sú breyting var gerð á kosningalögunum fyrir þetta kjör að fjörutíu og átta fulltrúar voru kosnir persónubundið utan fram- boðslista stjórnmálaflokka. Þetta var nokkur búbót stjórnarand- stæðingum frá því sem fyrrum tíðkaðist en þá leyfðist einvörð- ungu flokkum að bjóða fram og fengu því aðeins þingsæti að þeir hrepptu átta af hundraði heildar- atkvæða. Það velktust engir í vafa um það að flokkur forsetans ynni yfirburðasigur í kosningunum en spurningin var sú hve mikill yrði meirihlutinn og hver af flokkum andsnúnum Mubarak fengju flesta menn kjörna á þingið. í gær var ekki útlit fyrir að nema tveir af stjórnarandstöðu- flokkunum hlytu þingsæti, Nýja WAFD, hægri flokkur sem lék aðalhlutverk í egypskum stjórnmálum fyrir byltingu Nagu- ibs og Nassers árið 1952, og sam- fylking Sósíalíska Verkamanna- flokksins, Frjálslynda flokksins og Bræðralags múhameðstrúar- manna. Þingið í Kairo hefur ekki bein pólítísk völd heldur sinnir það fyrst og fremst löggjöf. Það hefur til að mynda enga hlutdeild í myndun ríkisstjórnar. Þó á svo að heita að það tilnefni þann eina fulltrúa sem í kjöri er hverju sinni til embættis forseta. Nú stendur slík tilnefning fyrir dyrum því í október lýkur sex ára kjörtíma- bili Mubaraks forseta og hann þarf að fá nýtt umboð. -ks. Hosni Mubarak. öruggur i sessi. borgaraS FLOKKVRINN -ílokkur með íramtið SKEIFUNNI 7 SÍMAR: Kosningastjórn 68 98 35 Happdrætti 68 98 28 Skrifstofustjórn - Gjaldkeri 68 98 29 Skráning sjálfboðaliða 68 98 34 Utankjörstaðakosning - Þjóðskrá 68 98 22 68 99 81 Upplýsingar 68 98 32 68 98 33 Pósthólf 400, 121 Reykjavík Símsvari 28060 Borgaraflokkurinn Júgóslavía Á barmi gjaldþrots Afleitt efnahagsástand. Verðbólga um hundrað prósent Á síðasta ári voru yfir tvö- þúsund fyrirtæki rekin með tapi í Júgóslavíu en hjá þeim starfa yfir sexhundruð þúsund manns. Af þeim ramba nú tvö- hundruð á barmi gjaidþrots vegna þess að þeim hefur ekki Noregur Stútur við stýri Þótt Norðmenn búi við ströng viðuriög við ölvunar- akstri þá færist það í vöxt að þeir setjist kenndir undir stýri. Á síðasta ári voru um tíu þús- und Norðmenn handteknir fyrir ölvun við akstur sem kvað vera tíu prósent aukning frá árinu á undan. Það er líkt með okkur frændum íslendingum og Norðmönnum að hvorir tveggja teljast ölvaðir ef vínandi í blóðinu mælist meiri en 0,5 prómill. Hinsvegar eru norsk yfirvöld grimmari en íslensk við þá stúta sem gómaðir eru undir stýri. Við fyrsta brot þarf Norsar- inn að dúsa í tuttugu og einn dag í steininum og missir ökuleyfið í tvö ár. Ef hann lætur sér ekki þetta að kenningu verða þá getur hann átt á hættu að þurfa gista grjótið fáein jól. Það er því síst að furða þó vinsældir drykkju- aksturs aukist í Noregi. -ks. tekist að vinna sig uppúr erfið- leikum sem rekja má allar göt- ur aftur til ársins 1985. Fram til þessa hafa fyrirtæki ekki verið lýst gjaldþrota í Júg- óslavíu en nú er annar uppi. Ný lög um rekstur ríkisfyrirtækjanna taka gildi í júlí og þá verður for- ráðamönnum fyrirtækja sem hanga á horriminni gefinn frestur í hálft ár til að bæta stöðu þeirra og takist það ekki verða þau látin fokka. Á því tímabili er þeim til að mynda harðbannað að greiða starfsmönnum meira en lág- markslaun. Háttsettir embættismenn ríkis- ins hafa af því þónokkrar áhyggj- ur að á því skeiði muni að nýju sjóða upp úr hjá verkamönnum en það er kunnara en frá þurfi að segja að í síðasta mánuði logaði allt í stéttaátökum í landinu vegna laga um launastöðvun. Þeirri deilu lauk með því að ráða- menn brutu odd af oflæti sínu og komu til móts við kröfur launa- fólks. Ástand efnahagsmála er allt mjög bágborið £ Júgóslavíu um þessar mundir. Á síðasta ári neyddust stjórnvöld hvað eftir annað til að frysta bankainni- stæður fyrirtækja og lætur nærri að fjórðungur þeirra hafi sætt slíkum kárínum. í dagblaðinu Politika í höfuð- borginni Belgrað var því haldið fram í gær að ótrúlegur fjöldi fyr- irtækja ætti í mestu vandræðum með að greiða starfsfólki sínu lág- markslaun og fengi það oft minna í sinn hlut. Og það sem verra er: þúsundir verkamanna hefðu ekki fengið grænan eyri í laun það sem af er þessu ári. Ráðamenn viðurkenna að illa gangi að hemja óðaverðbólguna sem tröllríður efnahagnum og segja verð á neysluvörum hækka um hundrað prósent á ári. Ýmsir vefengja þessar tölur og segja verðbólguna vera að minnsta kosti hundrað og fjörutíu prós- ent. Branko Mikulic forsætisráð- herra fullyrti í byrjun árs að ekk- ert gæti unnið bug á vanda Júg- óslava utan aukin framleiðni í helstu atvinnugreinum og stór- aukin útflutningur. Árið 1987 skyldi vera árið sem notað yrði til að leysa efnahagsvanda landsins. En svo virðist sem ummæli ráð- herrans hafi verið hrein öfug- mæli. Frá áramótum hefur út- flutningur Júgóslava dregist sam- an um tæp átján prósent og enn sígur á ógæfuhliðina. Vegna skorts á gjaldeyri hafa mörg mikilvæg iðnfyrirtæki þurft að draga saman seglin því þau hafa ekki ráð á að kaupa varahluti í vélar sem bila náttúrulega í Júg- óslavíu einsog annars staðar! Ofan á allt þetta bætist svo að landsmenn eru með þeim skuldseigari í heiminum, erlendir lánadrottnar eiga hjá þeim tæpa tuttugu miljarði bandarískra dala. Ástandið er því ekki beysið og nánast vítahringur. Stjórnvöld hyggjast þó ekki leggja árar í bát og fullyrða að árið sé enn ungt. -ks. Miðvikudagur 8. apríl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 if|l| Borgar- starfsmenn Kynningarfundur Almennur félagsfundur verður haldinn í Glæsi- bæ, fimmtudagin 9. apríl kl. 17.00 Á dagskrá er kynning á nýgerðum kjarasamningi félagsins. Allsherjaratkvæðagreiðsla um samninginn verð- ur á skrifstofu félagsins að Grettisgötu 89 3. hæð, mánudaginn 13. apríl og þriðjudaginn 14. apríl n.k. kl. 10.00-21.00 báða dagana. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram á sama stað fimmtudaginn 9. apríl og föstudaginn 10. apríl n.k. kl. 13.00 til 17.00 báða dagana. Félagar eru hvattir til að taka þátt í atkvæða- greiðslunni. Stjórn St.Rv. St. Jósefsspítali Landakoti Starfsmaður í býtibúr Okkur vantar starfsmann í býtibúr, kvöldvaktir. Vinnutími er frá 16.30-21.00. Unnið 7 daga vikunnar, frí 7 daga. Starfið er laust frá 1. júní n.k. Upplýsingar gefur ræstingastjóri daglega kl. 10-12 í síma 19600-259. Reykjavík 6.4. 1987. Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu er í Litlalandi við Brúarland. Síminn er 667512. Opið frá kl. 5-9.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.