Þjóðviljinn - 28.04.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI Söguleg úrslít Úrslit þingkosninganna á laugardaginn var eru söguleg fyrir margra hluta sakir. Lokiö er langvarandi skeiöi í stjórnmálasög- unni, þar sem fjórir flokkar voru nær einráðir á hinum pólitíska vettvangi. Smáflokkar hafa áður komið með nokkru flugi inn á sjónarsviðið, en jafnharðan horfið sjónum. Hinn ótvíræði sigur- vegari þessara kosninga, Kvennalistinn, virðist hins vegar hafa brotið þetta mynsturtil frambúð- ar. Með kosningasigrinum hefur staða Kvenna- listans breyst. Hingaðtil hefur listinn staðið utan við hinn hefðbundna straum þingstjórnmál- anna, en verður nú að axla ábyrgð. Það er ekki hægt að túlka útkomu Kvennalistans öðru vísi en sem kröfu um að aðstandendur hans takist nú á herðar það erfiða verkefni sem felst í þátt- töku í landstjórninni. Til hans hlýtur að verða leitað og það verður næsta erfitt fyrir listann að neita henni. Annar sögulegur þáttur í kosningaúrslitunum er það afhroð, sem Sjálfstæðisflokkurinn galt. Fylgishrun hans er ekki hægt að skýra ein- göngu með tilurð Borgaraflokksins. í mörgum kjördæmum tapaði flokkurinn miklu meiru, en nam atkvæðamagni Borgaraflokksins, sem að auki sótti styrk sinn ekki einvörðungu til Sjálf- stæðisflokksins. Þessvegna endurspeglar fylg- ishrun Sjálfstæðisflokksins gífurlega útbreidda óánægju innan hins hefðbundna fylgis flokks- ins. Með hliðsjón af þeirri miklu áherslu sem forystusveit Sjálfstæðismanna hefur lagt á, að menn taki ábyrgð, þá er tæpast hægt að túlka niðurstöðurnar öðru vísi en sem kröfu um breytingar, bæði á forystu og starfsháttum flokksins. Borgaraflokkurinn kemur vissulega út sem annar af helstu sigurvegurum kosningabarátt- unnar. Það er Ijóst, að fylgi hans var sótt víðar en til Sjálfstæðisflokksins. Á vissan hátt endur- speglar styrkur flokksins sömu staðreynd og vaxandi fylgi Kvennalista: mikla óánægju með alla gömlu flokkana. Framtíð Borgaraflokksins veltur hins vegar fyrst og fremst á því, hvort honum tekst að komast í ríkisstjórn eða ekki. Hvað varðar hina gömlu maddömu íslenskra stjórnmála, Framsóknarflokkinn, þá er Ijóst, að forsætisráðherra hefur unnið þýðingarmikinn persónulegan sigur. Hann vann verulega á í Reykjaneskjördæmi, og sá sigur nægir til þess að flokkurinn stendur í stað, þrátt fyrir að hann tapi fylgi í öllum öðrum kjördæmum. Það er alvarleg staðreynd fyrir flokkinn, ekki síst með hliðsjón af því, að allar götur síðan 1974 hefur Framsóknarflokkurinn verið að tapa. Alþýðuflokkurinn náði hins vegar þeim sögu- lega áfanga í kosningunum að verða stærri en Alþýðubandalagið í fyrsta skipti. En þrátt fyrir mikla sókn Alþýðuflokksins síðustu misseri reyndist fylgi hans langt undir því sem skoðana- kannanir gáfu til kynna. Fyrir vinstri menn er dapurlegasti huti úrslit- anna vitaskuld verulegur ósigur Alþýðubanda- lagsins. Við aðstæður, sem hefðu átt að vera flokknum til framdráttar frekar en hitt, þá tapast eigi að síður 3,9 prósent. Tap flokksins er hlut- fallslega einna mest í Reykjavík, en þar fær hann ekki nema 13,6 prósent atkvæða, sem er langlægsta hlutfall sem Alþýðubandalagið hef- ur hlotið í Reykjavík fyrr eða síðar. Tapið í Reykjavík verður þeim mun sárara, þegar haft er í huga að ekki er liðið ár frá því flokkurinn hlaut næstbestu útkomu sína í borgarstjórnar- kosningum, yfir 20 prósent atkvæða, eða næst- um því helmingi fleiri atkvæði en nú. Fyrir Alþýðubandalagið eru úrslitin líka sögu- leg að tvennu leyti öðru: Þetta er í fyrsta sinn síðan 1942, sem flokkurinn eða forveri hans er ekki lengur í hinum hefðbundna 15-20 prósent ramma. Flokkurinn hefur aldrei fyrr farið undir 15 prósent, nema þegar klofningurinn varð 1967, og hann bauð fram í tvennu lagi. En jafnvel þá varð útkoman betri en nú. Jafnframt er þetta í fyrsta sinn, sem Alþýðu- flokkurinn er yfir Alþýðubandalaginu. Það er staðreynd, sem margir vinstri sinnar eiga erfitt með að sætta sig við. Það er ef til vill erfitt að kenna einhverjum einum þætti um þessa dapurlegu niðurstöðu. Hitt er Ijóst, að kjaramálin voru flokknum afar erfið í kosningabaráttunni. Og hvernig sem menn vilja annars túlka útkomu Alþýðubanda- lagsins, þá er einsýnt, að þau eru ótvíræð krafa um gagngerar breytingár. Undan því getur flokkurinn ekki vikist. -ÓS KUPPTOG SKORIÐ „Kosningar aldarinnar“ Einhver örlátur maður úthlut- aði kosningunum á laugardaginn var sæmdarheitinu „Kosningar aldarinnar". Sögunni er hér með látið eftir að dæma um framsýni þessa ágæta manns, en hitt er víst að ekki hefur í annan tíma hrikt jafn harkalega í stoðum „gamla flokkakerfisins“. Tveir höfuðandstæðingar ís- lenskra stjórnmála um árabil, Al- þýðubandalag og Sjálfstæðis- flokkur, tapa miklu fylgi á meðan miðjuflokkar og óskilgreind pól- itísk fyrirbæri blómstra sem aldrei fyrr. Það er einkar athyglisvert að sigurvegar kosninganna, Kvennalisti og Borgarflokkur, hafa enn ekki gefið kjósendum sínum upp staðarákvörðun í til- verunni: Ætlar Kvennalistinn að halda því til streitu að hann sé „þverpólitísk grasrótarhreyfing“ og þurfi því engan veginn að taka afstöðu til annarra mála en þeirra sem snerta stefnu hans beint? Albert Guðmundson fann upp hugtakið „ný-frjálshyggja“ og notaði það óspart gegn vinum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Þegar hann var beðinn um að skilgreina „ný-frjálshyggjuna“ kom á daginn að það er þegar „lögreglunni er sigað á slökkvil- iðið!“ Nú er að vita hvort Júlíus Sólnes, sem hefur óskað alveg sérstaklega eftir flokki hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, er frjálshyggjumaður eða ný-frjáls- hyggjumaður. Alþýðuflokkurinn er auðvitað líka sigurvegari kosninganna, - hélt þingmannatölu sinni og BJ óskertri. Jón Baldvin er „vinstra megin við miðju“ að eigin sögn. Spumingin er því þessi: Hvar er þessi miðja Jóns Baldvins? Miðjusveiflan Kjósendur leita semsagt inn á miðjuna og eru þetta fyrstu kosn- ingarnar í manna minnum sem hægt er að kenna við „miðju- sveiflu“. Framsóknarflokkurinn hlaut því að halda sínu, eða svo gott sem, enda miðjuflokkur með stíl. Kosningarnar marka líka á- kveðin tímamót fyrir Framsókn- arflokkinn: Þéttbýlisstefna Stein- gríms bar ríkulegan ávöxt og norður í landi var kona kjörin fyrir flokkinn. Valgerður frá Lómatjöm sem í félagi við Guð- mund Bjarnason stóð að póli- tískri aftöku Stefáns Valgeirs- sonar, er önnur konan sem er kjörin á þing fyrir Framsókn. Stefán gekk að vísu aftur og gott betur: Fáninn úti í Kolbeinsey er ekki lengur í hálfa stöng. Valgerður frá Lómatjörn verð- ur ein 13 kvenna á næsta þingi. Konum hefur þannig fjölgað um 10 á jafnmörgum árum. Jóhanna Sigurðardóttir verður áfram ein kvenna í samhentu liði Jóns Bald- vins, en það kemur þó ekki að sök því að hún er, að sögn for- mannsins, „margra kvenna maki“. Svona redda þeir jafnréttinu í Alþýðuflokknum! Hlutfall kvenna af þingliði Sjálfstæðisflokksins hefur aukist, þær Ragnhildur og Salóme em þar nú stærri partur en nokkm sini fyrr, enda einir fimm strákar sem féllu. Sólveig Pétursdóttir, ivon flokksins í Reykjavík, komst ekki á þing úr 7. sæti og lætur hafa eftir sér í DV í gær að „breytinga sé þörf innan Sjálfstæðisflokks- ins“. Sólveig er eðlilega ósátt við úrslitin enda hefur hún verið iðin við að skrifa í Morgunblaðið í all- an vetur. Kraftaverkaegill Síðasti þingmaður gamla BJ var útskrifaður af þingi á laugar- daginn: Guðmundur Einarsson, pólitíski útlaginn á Austfjörðum, náði ekki einu sinni samanlögðu fylgi BJ og krata úr síðustu kosn- ingum. Guðmundur lét hafa eftir sér að múrinn hefði verið brotinn en ekki felldur, og er það til marks um óvenjulega kunnáttu í verkfræði. Annars gerðust þau tíðindi á Austfjörðum að Egill Jónsson náði kjöri og er það í þriðja skipti sem kraftaverkamaðurinn frá Seljavöllum nær kosningu. í þetta sinn fékk Sjálfstæðisflokk- urinn 16% atkvæða í kjördæminu og með margs konar tilviljunum tókst forlögunum að tryggja Agli sæti. Það má því með nokkrum sanni segja að Seljavallabóndinn sé sigurvegari kosninganna: Glæsilegur fulltrúi bændastéttar- innar í þingliði Sjálfstæðisflokks- ins. Kosningamar á laugardaginn marka líka tímamót vegna þess að í fyrsta sinn sitja feðgar saman á þingi. Það er vel að Ingi Bjöm skipti um starf, enda kenndi Al- bert honum um mistökin í bók- haldinu sem leiddu til athuga- semda skattrannsóknardeildar. Ingi Bjöm varð með fákunnáttu sinni til þess að Borgarflokkurinn var stofnaður og er því sjálfkjörið ráðherraefni. Hitt veldur mönnum meiri áhyggjum hver tekur nú við Heildverslun Alberts Guð- mundssonar. Ingi Björn á að vísu mannvænleg böm en þau eru tæpast orðin nógu fullorðin til að geta svikið undan skatti. Þess vegna hlýtur að vera tilvalið að ein öldruð og spakvitur frú af Laufásveginum taki að sér rekst- urinn: Hún Lucy, heimsfrægasti hundur á íslandi - og næsta þing- mannsefni Borgaraflokksins? -hj. þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jðkulsson, Hjörleifur Sveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Beramann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, (JlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). ' Handrlta- og prófarfcalastur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlttatelknarar: Sœvar Guðbjörnsson, GarðarSigvaldason. Framkvawndaatjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofuatjórí: Jóhannes Harðarson. Skrífatofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýainga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýalngar: Baldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarala: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húamóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrelðalu- og afgreiðaluatjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgreiðala: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson. Utkeyrala, afgrelðsla, rítatjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, afmi 681333. Auglýaingar: Síðumúla 6, afmar 681331 og 681310. Umbrot og aetning: Prentamiðja Þjóðviljana hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lauaaaölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áakrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 28. apríl 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.