Þjóðviljinn - 28.04.1987, Blaðsíða 13
wmm ÖRFRÉTTIR m
Fjögur hundruð
skæruliðar Tamíla kváðu hafa
fallið á umliðnum fimm dögum í
mikilli sókn stjórnarhersins á
hendur þeim. Er bæði beitt stór-
skotaliði og orustuþotum af hálfu
stjórnarhersins í átökunum sem
segir árásina hefnd fyrir hryðju-
verk Tamíla á óbreyttum borgur-
um undanfarið.
Indlandsstjórn
ætlar að taka stefnu sína í kjarn-
orkumálum til endurskoðunar.
Fram að þessu hefur það verið
yfirlýst markmið hennar að brúka
kjarnorku eingöngu til friðsam-
legra hluta en „í Ijósi kjarnorku-
ógnunarinnar frá Pakistan" verði
nú að söðla um.
Klámsýning
á vegum frönsku stjórnarinnar
var opnuð í gær. Þar ber fyrir
augu mikið úrval tímarita og ber-
söglisljósmynda sem franska
stjórnin telur að spilli landslýð um
skör fram. Jack Lang, fyrrum
menningarmálaráðherra, bauðst
til að láta ekki sitt eftir liggja og
sendi nektarmynd eftir Píkassó
en hún fékk ekki náð fyrir augum
sýningarstjórnar.
Friðarverðlaunahafi
Nóbels, Elie Wiesel, sem lifði af
vist í útrýmingarbúðum nasista
barn að aldri, hyggst vera við-
staddur réttarhöldin í máli
stríðsglæpamannsins Klaus Bar-
bie. Hann lét ennfremur uppi að
þeir Francois Mitterrand, forseti
Frakklands, ynnu nú saman að
ritun bókar um ýms siðferðileg
efni, svo sem dauðann, trúna og
vináttuna.
Stræti Rómaborgar
eru heimili tvöþúsund umrenn-
inga á ýmsum aldri þó yngra fólk
sé í meirihluta að sögn félagsráð-
gjafa í borginni. Einkum eru það
atvinnuleysingjar, eiturlyfjasjúk-
lingar og ofdrykkjufólk sem á
hvergi höfði sínu að halla.
Pólverjar
og Rúmenar hafa selt Contralið-
um, sem herja á Nicaragua, um-
talsvert magn hergagna að sögn
sænsks starfsmanns Alþjóðlegu
friðarstofnunarinnar í Stokk-
hólmi. Segir hann Bandaríkja-
menn hafa greitt fyrir vopnin og
sé þetta dæmi um hvernig gróð-
asjónarmið beri pólitísk viðhorf
ofurliði.
Kurt Waldheim
er óheimilt að stíga fæti á banda-
ríska grundu sem prívatpersóna.
Það var bandaríska dómsmála-
ráðuneytið sem kvað uppúr um
þetta f gær og sagði heimilda-
maður aö fyrir þessari ákvörðun
væru fullgild rök því hann hefði
gert sig sekan um óhæfuverk f
síðari heimsstyrjöld. Hinsvegar
nyti hann úrlendisréttar og dip-
lómatfskrar friðheigi sem forseti
Austurríkis en harla ólfklegt væri
að honum bærist opinbert
heimboð frá kollega sínum ve-
stra.
Ketilsmiður
í Ástralfu komst í hann krappan á
dögunum þegar krókódfll skreið
uppá ströndina þar sem hann lá
við vinnu sfna, læsti skoltinum
um herðar hans og dró hann útí
sjó. Ketill sá sína sæng út
breidda en hugkvæmdist þó að
kýla kauða beint á snoppuna og,
viti menn, það hreif! Kjafturinn
opnaðist og smiðurinn svam á vit
lífsins.
Gorbatsjof
Sovétbóndi nýtur meira trausts
vesturþýskra kjósenda en
starfsbróðir hans vestan Atlants-
ála ef marka má viðhorfskönnun
sem unnin var fyrir vikuritið „Der
Spiegel". Þrjátíu og sjö af hundr-
aði telja Gobba heiðarlegri og
heilli til orðs og æðis en fimmtán
prósent nefndu Reagan í því
sambandi.
ERLENDAR FRÉTTIR
Þjóðarráð Palestínu
Eining í röðum PLO
Sýrlandsvinir ganga á ný til liðs við Arafatsem endurkjörinn var leiðtogi
Frelsisamtaka Palestínumanna. Óvíst um viðbrögð Sýrlendinga en sárgramir
Egyptar loka skrifstofum PLO í landi sínu
Um helgina lauk þingi Þjóðar-
ráðs Palestínumanna sem
haldið var í Alsír. Þjóðarráðið er
framkvæmdanefnd Frelsissam-
taka Palestínumanna og fer með
æðstu völd í samtökunum á milli
þinga.
Sem kunnugt er tókst nú að fá
fulltrúa fjögurra klofningshópa
palestínskra Sýrlandsvina, undir
forystu Georgs Habash, til að
sækja þingið en á undanförnum
árum hafa þeir látið hjá líða að
sækja þær samkundur vegna and-
stöðu sinnar við forystu Jassírs
Arafats og þá viðleitni hans að
reyna til þrautar að ná samkomu-
lagi um málefni Palestínumanna
með fulltingi Egypta og Jórdana.
Niðurstaða þingsins hlýtur að
vera sigur fyrir Arafat því liðs-
menn Habash ákváðu að ganga
að nýju í raðir samtakanna og
féllust á áframhaldandi forystu
Arafats. Á móti kom að Arafat
lýsti því yfir að hann hefði gefist
upp á að reyna að vinna með Jór-
daníumönnum að lausn vanda
Palestínumanna og hefði í hyggju
að stórauka hernaðarumsvif sam-
takanna á svæðum sem ísraels-
menn hefðu tekið herskildi.
Að öðru leyti virðist Arafat
hafa nokkurt olnbogarými til að
ráðskast með ýmis mál og ber þar
hæst hugsanlega ráðstefnu um
frið í löndum fyrir botni Mið-
jarðarhafs. Þingið féllst á að
halda ekki til streitu kröfu um að
fulltrúar samtakanna sætu stefn-
una þótt þau hefðu hönd í bagga
með tillöguflutningi sameigin-
legrar sendisveitar arabaland-
anna.
Á þinginu var veist all harka-
lega að Egyptum, að kröfu Ha-
bash og félaga, vegna málamiðl-
ana þeirra í skiptum við ísrael og
varð það til þess að sendifulltrúar
þeirra fóru heim í fússi. í gær kom
í ljós að þeim var enn ekki runnin
reiðin því þá var öllum skrifstof-
um PLO í Egyptalandi lokað.
Hver verði viðbrögð Sýrlands-
stjórnar er enn á huldu en víða í
arabalöndunum hefur því verið
fagnað að öndverðar fylkingar'
innan PLO skuli hafa slíðrað
sverðin og tekið höndum saman
að nýju.
-ks.
Jassfr Arafat er á ný óumdeildur leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna.
Finnland
Hægrimenn og kratar í stjóm
Holkeri myndar stjórn fjögurra flokka
Mauno Koivisto Finnlandsfor-
seti fól á laugardaginn Harri
Holkeri, seðlabankastjóra úr
Sameiningarflokknum, að
mynda í Helsinki stjórn ásamt
jafnaðarmönnum, Sænska þjóð-
arflokknum og Landsbyggðarf-
lokknum. Talið er víst að Holkeri
takist ætlunarverkið og eru þá
hægrimenn úr Sameiningarflokki
f flnnskum ráðherrastólum í
fyrsta sinn í rúma tvo áratugi.
Stjórn Holkeris er hin fyrsta
sinnar tegundar í Finnlandi, þar-
sem flestar ríkisstjórnir hafa jafn-
an byggst á samvinnu Miðflokks-
ins, hins gamla flokks Kekkonen
forseta, til vinstri eða hægri.
Holkeri hefur haft forsetaum-
boð til stjórnarmyndunarvið-
ræðna í rúman hálfan mánuð, og
verður sjálfur forsætisráðherra
stjórnarinnar. Formaður Sam-
einingarflokksins, Ilkka Suomin-
en, er hinsvegar forseti þingsins.
Jafnaðarmenn og hægrimenn
hafa saman hreinan þingmeiri-
hluta, 109 menn af 200, en ætla
engu að síður að taka með sér í
stjórnina Sænska þjóðarflokk-
inn, sem hefur átt aðild að mörg-
um finnskum ríkisstjórnum, og
Landsbyggðarflokkinn. Er gert
ráð fyrir að Sameiningarflokkur-
inn fái sjö ráðherra, jafnaðar-
menn átta, Sænski þjóðarflokk-
urinn tvo og Landsbyggðarmenn
einn.
Stjórn Holkeris tekur við af
samsteypustjórn jafnaðarmanns-
ins Kalevi Sorsa, sem innihélt
auk flokks hans Miðflokkinn,
Sænska þjóðarflokkinn og
Landsbyggðarmenn.
-m
Mið-Ameríka
Nicaragua ógnað
Bandaríkjamenn efna til mikilla herœfinga í Hondúr-
as. Er innrás í Nicaragua á nœsta leiti?
Leiðtogar Sandinista f Nicarag-
ua hafa nú af þvf miklar
áhyggjur að Bandaríkjamenn
hyggist ráðast inn f landið vegna
mjög umsvifamikilla heræflnga
þeirra á næstunni f nágrannarík-
inu Hondúras.
Um fimmtíu þúsund hermenn
munu taka þátt í stríðsleiknum
sem kallaður er „Skjöldurinn
trausti“. Æfðir verða liðsflutn-
ingar á lofti, láði og legi, bardag-
ar af öllum tegundum og gerðum
auk loftárása orustuflugvéla og
sprengjuþyrla.
„Aldrei fyrr hefur verið jafn
opinskátt verið haft í hótunum
við okkur, allar æfingarnar eru
sniðnar sem um innrás í Nicarag-
ua væri að ræða,“ sagði Daniel
Ortega forseti landsins í fyrra-
dag.
Ráðamenn í Nicaragua höfðu á
orði að augljóst væri að Banda-
ríkjamenn væru farnir að átta sig
á því að útilokað væri að Contra-
liðarnir þeirra bæru hærra hlut
frá viðureignum við stjórnarher-
inn og því myndu þeir á næstunni
reyna að semja einhverja átyllu
til að hafa að yfirskini innrásar.
Bandarísk hernaðaryfirvöld
hafa sjálf bent á líklega tylliá-
stæðu en hún er einnig notuð til
að réttlæta stríðsleikinn. Sumsé
að Nicaraguaher ráðist inn í
Hondúras og Sámur frændi komi
litla bróður til bjargar. Auðvelt
gæti náttúrlega verið að túlka
átök Sandinista og Contraliða á
landamærum ríkjanna sem
„innrás" því þeir síðamefndu
hafa helstu bækistöðvar sínar í
Hondúras.
En hvað sem heræfingunum
líður eru margir þeirrar skoðunar
að Reagan forseti þori ekki að
gefa fyrirskipun um innrás í Nic-
aragua. Stefna hans í málefnum
Mið-Ameríku hafi beðið hnekki í
augum landa hans er upp komst
um Íran/Contrahneykslið. Til
marks um það er til að mynda sá
mikli fjöldi Bandaríkjamanna
sem efndi til mótmæla í Washing-
ton á laugardag gegn stefnu hans í
málefnum Mið-Ameríku. Áætl-
að er að þar hafi komið saman um
sjötíu og fimm þúsund manns.
-ks.
LANDSVIRKJUN
Landsvirkjun auglýsirtil sölu og brottflutnings tvo
olíugeyma við Elliðaár.
Þvermál
Hæð
Plötuþykktir
Eigin þungi
Rúmmál hvors
um sig
Smíðaár
14,63 m
11,25 m
4,7-6,6 mm
Um 40 tonn hvor
1.892 m3
1946
Kaupandi skal fjarlægja geymana á sinn kostnað
og skila tímaáætlun um verkið með tilboði sínu.
Nánari upplysingar veitir innkaupastjóri Lands-
virkjunar.
Tilboðum skal skilatil Landsvirkjunar, Háaleitisb-
raut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 14:00, 8. maí
1987.
Vegna jarðarfarar
Guðmundar Magnussonar
verkfræðings
verða skrifstofur Alþýðubandalagsins lokað-
ar eftir hádegi í dag.
Alþýðubandalagið
Aðalheimild: REUTER
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17