Þjóðviljinn - 26.05.1987, Síða 2
I—SPURNINGINj
Hefur veöurfariö áhrif á
afkastagetu þína í starfi?
Jón Tómasson
málari
Já, ég er miklu duglegi í svona veðri,
það er miklu skemmtilegra að vinna í
veðurblíðu. En ég er líka að bíða ettir
rigningu til að geta farið að mála
innanhúss.
Katrín Þorkelsdóttir
afgreiðslustúlka
Já, í svona veðri verður maður latur
og værukær og langar út í sólina, en
annars er yfirleitt minna að gera þeg-
. ar svona gott veður er og þá stingur
maður nefinu út.
Ingólfur Vilhelmsson
hárskeri
Afkastagetan snarminnkar og mestur
tíminn fer í að draga starfsfólkið inn úr
sólinni.
Kristján Kristjánsson
blaðamaður
Svona gott veður hefur letjandi áhrif,
það liggur minna eftir mann. Veðrið
gerir mann værðarlegri.
Bjarni Karlsson
radiovirki
Það mundi ég halda, en ég geri mér
ekki grein fyrir því hvort það eykur>
eða minnkar afköstin.
FRETT1R
Nýir kaupstaðir
Einfaldara stjómkerfi
Um helgina bœttust Stykkishólmur og Egilsstaðir í hóp kaupstaða. Vœntanlegir á árinu eru Hveragerði,
Borgarnes og Mosfellssveit. Samkvœmt nýju sveitarstjórnarlögunum geta staðir með 1000 íbúa síðustuþrjú
árin sótt um kaupstaðarréttindi
Um helgina bættust tveir nýir
kaupstaðir við þá sem fyrir voru í
landinu, Stykkishólmur og Egils-
staðir. í ágústbyrjun bætist svo
við hópinn Mosfellssveitarhrepp-
ur sem verður að kaupstað. Bæði
Hveragerði og Borgarnes eru
einnig væntanlegir kaupstaðir á
árinu en dagsetningar um það eru
enn óákveðnar.
Að sögn Unnars Stefánssonar
hjá Sambandi íslenskra sveitarfé-
laga getur sveitarfélag sem hefur
haft 1000 íbúa eða fleiri síðustu
þrjú árin sótt um það að gerast
kaupstaður. Er það samkvæmt
nýju sveitarstjórnarlögunum sem
samþykkt voru á síðasta þingi.
Aðalbreyting sem er samtara
þessu er að stjórnkerfið verður
mun einfaldara. Viðkomandi
þorp eða hreppur heyrir þá ekki
lengur undir sýslunefndir og þarf
þar af leiðandi ekki að borga
gjöld til hinna ýmsu sýslusjóða.
Sem kaupstaður er viðkomandi
staður mun sjálfstæðari og hefur
beint samband við fél-
agsmálaráðuneytið í sínum mál-
um en ekki eins og áður, fyrst
undir sýslunefndir sem síðan hafa
samband við ráðuneyti hér fyrir
sunnan. Mun einfaldara og skil-
virkara stjórnkerfi.
grh
Bylgjan
Útvarpsstöðin
malar gull
Hreinn hagnaður af
rekstri Bylgjunnar 11
miljónir króna síðustu
fjóramánuði 1986. Einar
Sigurðsson, útvarpsstjóri
Bylgjunnar: Getum verið
ánœgð. Hluthöfum
borgaður 10% arður
„Hreinn hagnaður af rekstri
stöðvarinnar þá Qóra mánuði
sem hún sendi út á síðasta ári
nemur rúmum 11 miljónum. Við
hér á Bylgjunni getum að vonum
verið ánægð með þessa útkomu.
10% arð af hlutabréfum, sem
hlýtur að teljast nokkuð gott á
fyrsta starfsári fyrirtækis,“ sagði
Einar Sigurðsson, útvarpsstjóri
Bylgjunnar, sem er eign Islenska
útvarpsfélagsins hf.
„Það sem af er þessu ári hefur
reksturinn gengið þokkalega.
Það ber þó að athuga að fyrri
hluti árs er mun magrari tími en
síðari hluti ársins með tilliti til
auglýsingatekna. Við getum því
ekki gert ráð fyrir eins miklum
hagnaði af þessum fyrstu mánuð-
um ársins og var á því síðasta,"
sagði Einar.
Að sögn Einars Sigurðssonar,
hyggjast þeir Bylgjumenn færa út
kvíarnar á næstunni og hefja út-
sendingar á nýrri rás, með dag-
skrá fyrir fullorðna og ellilífeyris-
þega.
-RK
Rafiðnaðarmenn
Anna Felixdóttir er búin að vinna í eftirlitinu í níu ár. Var áður hjá BUR: „Allt annað líf að vinna við þessi nýju Ijós. Þreytir
ekki eins augun og sést mun betur hvað er í flökunum. Ljósið er miklu hvítara, en í gömlu Ijósunum var birtan með gulum
blæ Grandi hf.
Dagsbirta í borðunum
Nýjarperur íIjósaborðin hjáfiskvinnslufólki hjá Granda hf. „Birtan hvít eins og
dagsbirta, ormar og blóðblettir sjást mun betur en áður, ” segirgæðastjóri hjá
„Helstu kostirnir við þessar
nýju perur í Ijósaborðin hjá fisk-
vinnslufólkinu er að birtan frá
þeim er líkari dagsbirtu, augun
þreytast ekki eins, og mun betur
sést hvað er í fiskflakinu, svo sem
ormar og blóðblettir,” segir Eyj-
Granda hf.
ólfur M. Eyjólfsson, gæðastjóri
hjá Granda hf.
Að sögn Eyjólfs var skipt um
perur í fyrstu borðunum um ára-
mótin og á næstu dögum og vik-
um verður búið að endurnýja
ljósaperur í helmingnum af borð-
unum eða 32 af 64. Sagði Eyjólf-
ur að þessu nýju perur væru
helmingi dýrari en þær gömlu, en
jafnframt væri því lofað að þær
væru þrisvar sinnum endingar-
betri. Það er fyrirtækið Natura
Casa sem flytur þessar perur inn.
grh
Ríkið skoðar tilboðið
Tilboð rafiðnaðarmanna til ríkisins hljóðar upp á 5-29% hœkkanir. Samkvœmt
þvíyrðu byrjunarlaun 40.400 krónur
„Samninganefnd ríkisins tók
sér frest til morguns til að lesa og
fara yflr samningstilboð frá okk-
ur og er boðaður fundur hjá ríkis-
sáttasemjara klukkan 10 í dag,”
segir Helgi Gunnarsson hjá Raf-
iðnaðarsambandi íslands.
Að sögn Helga eru aðalkröfur
rafiðnaðarmanna í samninga-
viðræðunum við ríkið um starfs-
aldurshækkanir og hækkanir
vegna stjórnunarstarfa. Sam-
kvæmt tilboði Rafiðnaðarsam-
bandsins sem þeir lögður fyrir
nkið í gær er gert ráð fyrir hækk-
unum frá 5%-29%. Ef gengið
yrði að tilboði þeirra mundu laun
rafiðnaðarmanna verða á mánuði
frá 40.400 fyrir byrjendur og upp
í 54.700 fyrir þá sem hafa náð 18
ára starfsaldri.
Boðað verkfall skall á á mið-
nætti aðfaranótt síðast liðins
föstudags og eru verkfallsmenn
um 70-80 talsins. Vinna þeir hjá
Póst- og símamálastofnun, Vita-
og hafnarmálastofnun og hjá
Flugmálastjórn. Hafi ekki samist
fyrir 29. maí, það er n.k. föstu-
dag, skellur á verkfall hjá rafiðn-
aðarmönnum á Ríkisspítölunum
og Ríkisútvarpi, útvarpi og sjón-
varpi.
grh
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. maí 1987