Þjóðviljinn - 26.05.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 26.05.1987, Side 3
Félagslegar íbúðabyggingar Krafa um úrbætur strax Hvalavinafélag Stofnað a morgun 8fjölmenn hagsmunasamtök með um 40þúsundgera kröfur um uppbyggingu og stóreflingu félagslega hús- næðiskerfisins. Lánshlutfall til leiguíbúða félagasamtaka og sveitarfélaga verði allt að 100% og lánstími 60 ár að er dæmalaust að sam- kvæmt húsnæðiskerfinu er öllum sem geta staðið undir lán- um lofað hámarksláni burtséð frá öllum öðrum kringumstæðum, en þeir sem eru utangarðs geta fengið stystu og óhagstæðustu lánin. Þeir Iakast settu í þjóðfé- laginu eru alveg skildir útundan og það verður að taka á félagslega íbúðakerfínu, sagði Reynir Ingi- bjartsson hjá Búseta í samtali við Þjóðviljann í gær. Átta almannasamtök með hátt í 40 þúsund félagsmenn hafa átt viðræður undanfarnar vikur og lagt fram sameiginlegar kröfur um úrbætur í húsnæðismálum. Það eru Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Þroskahjálp, Félags- stofnun stúdenta, Bandalag sér- skólanema, Leigjendasamtökin, ■■■ ÖRFRÉTTIR -■» Árlax í Kelduhverfi seldi á dögunum 100 þús. sjó- gönguseiði til írlands og var þeim skipað út á Kópaskeri. Eftir mán- aðamótin fara 25 þús. seiði til við- bótar til írlands. Gott verð hefur fengist fyrir seiðin eða um 100 kr. fyrir hvert seiði en þau vega frá 50 uppí 250 gr. Ölgerðin Guinness hefur hafið bruggun á nýrri teg- und óáfengs öls sem er kallað Kailber. Ölgerðarverksmiðjan hefur auglýst þennan nýja drykk sem heilsudrykk með ósviknu öl- bragði. Sigurjón Rist vatnamælingamaður hefur lagt til að hæsti staður Kverkfjalla sem verið hefur nafnlaus til þessa, beri heitið Jöfri. Það voru félagar í vorleiðangri Jöklarannsóknafé- lagsins sl. vor sem báðu Sigurjón að finna gott nafn á staðinn. Ein forvitnilegasta búð landsins, Bókavarðan í Reykjavík, er nýlega flutt að Vatnsstíg 4, þar sem hún hefur komið sér fyrir í 90 ára gömlu húsi þar sem Gunnar Einarsson, ætt- faðir Frigg-fjölskyldunnar, byrjaði að sjóða sápu fyrir 85 árum. Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau geti ekki fall- ist á vísindarannsóknir Islend- inga og Dana sem fyrirhugaðar eru á Hatton-Rockall svæðinu. Irsk stjórnvöld höfðu áður fyrir sitt leyti fallist á þessar rannsóknir. Bretar segjast sjálfir verða með vísindarannsóknir á svæðinu í sumar og fyrirhugaðar rannsókn- ir (slendinga og Dana muni trufla þær. Yfir 1000 fjórhjól hafa verið skrásett hérlendis en frestur til að skrá þessi torfæru- tæki rann út 1. maí sl. Umferðar- ráð hefur sent frá sér tilkynningu þar sem vakin er athygli á því, að síðustu vikur hafa orðið mörg slys á þessum farartækjum, og varar ráðið við gáleysislegri notk- un þeirra og hvetur ökumenn til að nota hjálma. Trúnaðarmannaráð FB hefur mótmælt harðlega fram- komnum hugmyndum VSI um skerðingu á réttindum verka- fólks. Bókagerðarmenn segja að verkafólk muni aldrei una því að þau mannréttindi sem það hefur áunnið sér með þrotlausri baráttu verði af því tekin. Samtök aldraðra og Húsnæðis- samvinnufélagið Búseti sem unn- ið hafa að þessari stefnumörkun og sent tillögur sínar og kröfur til ríkisstjórnar og allra alþingis- manna. Samtökin leggja áherslu á að endurskoðun laga um Húsnæðis- stofnun verði hraðað, félagslega húsnæðiskerfið verði stóreflt, framfylgt verði ákvæðum gild- andi laga um að þriðjungur íbúð- Fulltrúar þeirra fjölmörgu samtaka og stjórnmálaflokka, sem að ráðstefnunni stóðu, lýstu áhuga sínum á því að þessir aðilar hefðu samráð sín á milli um hugs- anlegt stuðnings- og hjálparstarf við Nicaragua,“ sagði Torfi Hjart- I arson, félagi í Miðameríkunefnd- inni, sem hafði frumkvæði að ráðstefnu um málefni Nicaragua, sem haldinn var s.l. laugardag. abygginga í landinu sé á félags- legum grunni, lánshlutfall til leiguíbúða sveitarfélaga og fé- lagasamtaka verði allt að 100% og lánstíminn 60 ár og að lánsff- lutfall til hlutaðeigandi fé- lagasamtaka verði allt að 90% og lánstími 50 ár. Jafnframt að full- trúar áðurnefndra samtaka fái fulla aðild að fyrirhugaðri endur- skoðun á lögum um lánveitingar til félagslegra íbúða. Að sögn Torfa Hjartarsonar, var ráðstefnan sæmilega sótt og þótti takast með ágætum. „Vissu- lega hefðum við viljað sjá fleira fólk, en veðurblíðan setti óhjá- kvæmilega sitt strik í reikninginn. Aðstandendur ráðstefnunnar söknuðu þess þó ekki síður að enginn alþingismaður sá sóma sinn í því að mæta, þrátt fyrir þá staðreynd að nær allir 1 bréfi samtakanna til þing- manna segir að meginmarkmið félagslegra íbúðabygginga eigi að vera þríþætt: Að stuðla að jafnrétti í húsnæðismálum, eink- um þeirra þjóðfélagshópa sem erfitt eiga uppdráttar á al- mennum húsnæðismarkaði, að stuðla að valfrelsi í húsnæðismál- um og að auka jafnrétti á milli byggðarlaga og landshluta. stjórnmálaflokkanna hafi staðið að ráðstefnunni,“ sagði Torfi Hjartarson. „Við vorum öll sammála um það að margvíslegir möguleikar væru fyrir hendi fyrir íslendinga til að sýna stuðning sinn í verki við stríðshrjáða þjóð Nicaragua. Fram komu ýmsar athyglisverðar hugmyndir um möguleika á hjálpar- og stuðningsstarfi. Þótt Á morgun verður haldinn á Hótel Borg stofnfundur Hvala- vinafélags Islands og hefst hann klukkan 20. Þór Jakobsson veð- urfræðingur mun flytja stuttan fyrirlestur um lífið í kringum okk- ur, Rósa B. Blöndal flytur erindi um hvali við ísland, spilaður verður hvalasöngur sem tekinn var upp á band í undirdjúpunum, ásamt fleiru sem á dagskrá verð- ur. Allir sem áhuga hafa eru vel- komnir. grh ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum, var mál manna að næsta skrefið væri að fela Miðameríku- nefndinni að hóa saman þeim samtökum semn að ráðstefnunni stóðu til frekara skrafs og ráða- gerða og er þá þess að vænta að ákvarðanir verði teknar um skip- ulagningu stuðningsstarfs við Nicaragua," sagði Torfi Hjartar- son. -RK þrfðjudagur 26. maí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 -•g- Undir skákstjömu - Stuttspjall við Hannes Hlífar Stefánsson, sem vann heimsmeistaratitil ískákfyrir 16 ára og yngri. Heimsmeistarinn skýrir eina afskákum sinum Hannes Hlífar Stefánsson fædd- ist á mcðan heiðursmennirnir Spassky og Fischer sátu sveittir að tafli í Laugardalshöllinni. Þannig var hann sannarlega fæddur undir skákstjörnu enda hefur hann ekki látið staðar num- ið síðan hann lærði mannganginn fímm ára gamall. Hannes Hlífar var orðinn alþekktur öllum skák- áhugamönnum áður en hann varð heimsmeistari og miklar vonir við hann bundnar. Aðeins 14 ára að aldri náði hann heimsmeistaratign í flokki 16 ára og yngri Þegar blaðamaður Þjóðviljans heimsótti Hannes Hlífar í gær var auðfundið að hann var orðinn þreyttur á því að vera í sviðsljós- inu. „Blaðamennirnir spyrja alltaf um það sama,“ sagði hann og hafði greinilega ekki mikið álit á þeirri stétt manna. - Og um hvað spyrja þeir? „Þeir spyrja hvenær ég hafi lært að tefla, hver hafi kennt mér og svo framvegis". - Þetta fylgir frægðinni, eða ertu nokkuð farinn að sjá eftir því að hafa unnið? Hann hlær. „Það liggur við! Nei, nei en þetta er ansi þreytandi.“ Hann segist ekki hafa átt von á því að sigra, en vissulega hafi hann æft vel fyrir mótið með dyggri hjálp Guð- mundar Sigurjónssonar. Og það bar árangur. Hannes vann nfu skákir á mótinu, gerði eitt jafn- tefli og tapaði einungis einni skák. Þannig hreppti hann heimsmeistaratitilinn réttum tíu árum á eftir Jóni L. Árnasyni. Nú er Jón L. stórmeistari og menn spá Hannesi ekki minni vegtyll- um í skákheiminum. En æfir hann sig mikið að jafnaði? „Nei, ég geri það nú ekki reglu- lega. En skákin er eina áhuga- málið". Og hvað tekur við nú í sumar hjá heimsmeistar í skák. Fer hann að vinna eins og hver annar unglingur? Hannes dæsir. „Síðasta sumar vann ég hjá ríkisspítölunum við garðyrkju. Ég var allur í mold- inni... Úff, það var leiðinleg vinna, svo ég veit ekki hvað ég geri í sumar“. - En hvað er framundan í skákinni? „Ætli ég taki ekki þátt í opna mótinu á Egilsstöðum í júní, en hvað síðan verður er óráðið". Ætlar þú að freista þess að hreppa heimsmeistaratitilinn öðru sinni? „Það getur vel verið, en hins vegar hefur engum tekist að vinna titilinn tvisvar. Það væri erfítt. Mjög erfitt". Handbragð heimsmeistara Hannes færðist undan því að fara yfir einhverja af skákum sín- um af mótinu. „Þetta er búið að vera í öllum blöðunum," sagði hann, en dróst að lokum á að skýra eina skák fyrir lesendur Þjóðviljans. Hann valdi skák úr 9. umferð gegn Rúmenanum Daníel Moldóvan. Hannes hefur svart.l. e4-e6. 2. d4-d5 3. Rc3- Rb4 4. e5-Dd7 (Þetta er svona í anda Petrósjans, sagði Hannes, sem annars er þekktur fyrir að taka vígreifari skákmenn sér til fyrirmyndar) 5. Bd2(Nýjasta Hannes Hlífar Stefánsson tryggði sér um helgina heimsmeistaratitil skák- manna 16 ára og yngri og varð þannig annar íslendingurinn til að sigra í þeirri keppni. Hann vann í níu skákum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einni. Hér sést heimsmeistarinn með sigurlaunin, forkunnarfagran bikar. tíska!) b6 6. Bb5 ct 7. Ba4-a5 8. a3 Bxc3 9. Bxc3 Ba6 10. Re2-Re7 11. 0-0 0-0 12. Hel-Bb5! (Það er til- valið fyrir svartan að skipta upp á þessum samlitu biskupum. Ef sá hvíti hopar þá eltir sá svarti hann!) 13. Bxb5-cxb5 14. Dd3- Rbc6 15. De3-b4 16. axb4-Rxb4 17. Bxb4-axb4 (Staðan er í jafnvægi en ég hef örlítið frumkvæði...)18. c3-bxc3 (Ridd- ari til c6 kom líka til greina) 19. Rxc3-Rc6 20. Rb5-Ha5! (Þessi var góður hjá mér: Ég hótaði að drepa e5 með riddara) 21. Hxa5- bxa5 22. Hcl-f6 23. f4-Db7 24. h3 (Afar vafasamur leikur) fxe5 25. fxe5-Db6 26. Khl-Hb8 (Nú getur hvítur ekki forðast peðstap lengur) 27. Rd6 (Lélegur leikur) Rxd4 28. Hfl (Hvítur reynir að sprikla dáldið, sagði Hannes um þeennan leik) Dxb2 29. Dg3- Rf5?? (Þar kom afleikurinn minn! Gefðu honum tvö spurn- ingarmerki. Nú verður þetta voðalega erfitt hjá mér. Betra hefði verið Re2) 30. Rxf5 exf5 31. e6-He8 32. Hel-Df6 (Svartur á a.m.k. jafntefli svarar Hannes spurningu blaðamanns) 33. Dd6- Hd8 34. Dc5-d4 35. Dxa5 (svörtu peðin reynast endingarlítil) g6 36. e7-He8 og hér leystist skákin upp í jafntefli, segir heimsmeistarinn. Það segir sennilega meira en mörg orð um nýjasta skáksnilling íslendinga að hann skyldi velja einu jafnteflisskákina sína af mótinu, en ekki einhverja af níu sigurskákum sínum. En Þjóðvilj- inn óskar Hannesi til hamingju með glæsilegan árangur og væntir þess að mörg tilefni gefist í fram- tíðinni til að skoða handbragð heimsmeistarans. Nicaragua-ráðstefnan er mikils vísir TorfiHjartarson, félagiíMioameríkunefndinni: Allirþátttakendursammála um frekariaðgerðir tilstuðnings Nicaragua. Margar athyglisverðar hugmyndir ræddar. Pingmennirnir létu ekki sjá sig

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.