Þjóðviljinn - 26.05.1987, Page 9

Þjóðviljinn - 26.05.1987, Page 9
)ingur: ílkið vill borða \dakílshreppi, þar sem tilraunir eru gerðar í þremur ýtar og skila sér tilframleiðenda ogþar af leiðandi til aðfá sem mest út úr hverri einingu sem framleiða má meðferð fjár. Þetta mistókst og árið 1951 var fjárstofninn skorinn. Árið eftir var kominn nýr stofn og tilraunabúið hefur verið rekið samfellt allar götur síðan. Vœnleiki og kjötgœði „Hlutverk okkar hér á Hesti er í fyrsta lagi að rækta fé með höfuðáherslu á aukin kjötgæði. Við stundum afkvæmarannsókn- ir á hrútum og veljum á hverju hausti hrúta af álitlegum ættum til undaneldis. Afkvæmi þessara hrúta ganga síðan í gegnum ítarlegar kjötmælingar í sláturhúsi og hrútunum er gefin einkunn, annars vegar fyrir vænleika lambanna, þ.e.a.s. fallþunga, og hins vegar fyrir kjötgæðaeiginleika. Par fá þeir fyrst og fremst jákvæða umsögn fýrir stóra bakvöðva, en neikvæðan dóm fyrir mikil bein og mikla fitu. Markmiðið með þessum afkvæmarannsóknum er í fyrsta lagi að safna gögnum um erfðir skrokkeiginleika sauðfjár og í öðru lagi að stunda kynbótaúr- val. Hvað arfgengi skrokkeigin- leika snertir er vert að nefna að arfgengi er hátt í öllu sem lýtur að beinagrindinni. Þar skiptir næringarástand minnstu máli. Arfgengi er hins vegar lægst í því sem lýtur að fitu kjötsins. Þó má segja að arfgengi sé hátt á öllum eiginleikum fjárins." Eins og fólkið vill „Eitt af meginviðfangsefnum okkar er að velja sérstaklega og leita að hrútum sem gefa vel vaxna skrokka með stuttum, tiltölulega léttum beinum, þykkum vöðvum og fremur lítilli fitu. Þó verður fita að vera í nokkrum mæli til þess að tryggja bragðgæði. Það má segja í stuttu máli að við séum að leita uppi og rækta fé sem framleiðir það kjöt sem fólkið vill sjá í verslunum. Auk þessara kjötgæðatilrauna gerum við fóðurtilraunir og beitartilraunir og fleira sem lýtur að meðferð fjár. Sem dæmi um slíkar tilraunir má nefna áralangar tilraunir með hvernig fóðra megi fé sem mest á heyi án þess að það komi niður á afurðunum. Nú í vor er í gangi hjá okkur tilraun sem miðar að því að kanna hvort við getum sparað fóður og vinnu með því að seinka burði. Við skiptum skepnunum í tvo hópa, snemmbærur og síðbærur og athugum síðan hvort við fáum léttari lömb undan þeim síðarnefndu ef við eyðum minna fóðri á þau, og hvort það skilar sparnaði að seinka burði.“ Hagnýtar rannsóknir Hvernig skila niðurstöður þessara rannsókna ykkar sér til bænda og sauðfjárræktarinnar í landinu? „Niðurstöður rannsókna okkar skila sér með ýmsum hætti til bænda. Afkvæmarannsóknir okkar hafa á síðari árum ekki hvað síst verið notaðar til þess að velja hrúta fyrir sæðingastöðv- arnar í landinu. Hluti hrútanna í sæðingastöðvunum er frá okkur kominn. Einnig birtum við niðurstöður rannsókna sem hér fara fram í Frey, á bændafundum út um landið og á ráðunautafundum. Við framkvæmum hér ýmsar hagnýtar rannsóknir sem eiga að skila sér beint til framleiðendanna og gera það. Dæmi um þetta eru niðurstöður úr tilraunum okkar með að rýja gimbrar að hausti um leið og þær eru teknar á hús. Við reyndum þetta og árangurinn varð sá að tveir þriðju til þrír fjórðu af þeirri ull fóru í 1. flokk. Af þeirri ull sem tekin var í febrúar eða mars fór akkúrat öfugt hlutfall í 1. flokk. Ullin verður aldrei nægilega hvít eða hrein í húsum. í framhaldi af þessu mælum við hiklaust með því að menn rýi að hausti ef aðstæður eru fyrir hendi. Auk þess leiddi þessi rannsókn í ljós að gimbrar sem klipptar voru að hausti reyndust mun frjósamari en þær sem ekki voru haustklipptar. Við fengum 85-90 lömb undan hverjum hundrað sem klipptar voru að hausti eftir fyrsta árið, en aðeins 55-65 undan þeim sem ekki voru haustklipptar. Þar að auki voru lömb þeirra haustklipptu mun vænni. Niðurstöður á borð við þessar skila sér beint til framleiðenda." Fornaldaraðstaða Þegar ekið er heim að Hesti er ekkert sem bendir til þess að þarna sé stundaður annars konar búskapur en gengur og gerist á sauðfjárbúum á landinu. Þegar betur er að gáð reynist húsakostur á bænum vera með því fornfálegra sem gerist. Þegar blaðamaðurinn færir þetta í tal segir Sigurgeir frá því að féð sé haft í þremur fjárhúsum. Á eyðibýlinu Mávahlíð, sem tilraunabúið hefur til umráða, er 30 ára gamalt 300 kinda fjárhús og á Hesti er annað sambærilegt, en tíu árum eldra. Fyrir 20 árum var einnig byggð skemma á Hesti, sem þá átti að verða hlaða, en enn þann dag í dag er henni skipt í hlöðu annars vegar og fjárhús hins vegar. Þegar skemman var byggð var ráðgert að byggja tilrauna- fjárhús við hana, en fjármagn hefur ekki enn fengist til þess. „Það er óhætt að segja að aðstæður til rannsókna séu hér eins erfiðar og hugsast getur. Aðstaðan er að flestu leyti lakari en gengur og gerist hjá hverjum meðalbónda og býður ekki upp á annað en fornaldarvinnubrögð. Ef vel ætti að vera þyrftum við að fá góð tilraunafjárhús. Það myndi gjörbreyta allri okkar aðstöðu, spara vinnu og gefa möguleika á meiri nákvæmnistil- raunum. En til þess skortir fjármagn og þar sem ekki hefur beinlínis blásið byrlega í landbúnaði undanfarin ár mætir þetta ekki miklum skilningi á æðstu stöðum. Þar komum við aftur að gildi þess að stunda öflugar rannsóknir í sauðfjárrækt. Sú staðreynd að erfiðleikar steðja að og nauðsynlegt reynist að grípa til framleiðsluskerðingar ætti einmitt að stuðla að auknum vilja til tilraunastarfsemi. Það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt nú að fá sem mest út úr hverri framleiðslueiningu og halda kostnaði niðri, framleiða betri og eftirsóknarverðari vöru.“ Framarlega í sauðfjárrœkt Hafa kynbætur og bætt meðferð sauðfjár leitt til verulegra framfara í sauðfjárrækt á undanförnum áratugum? „Já, alveg tvímælalaust. íslenski fjárstofninn hefur tekið stórstígum framförum, féð er frjósamara og skilar meiri og betri afurðum nú en áður.“ Er það lambakjöt sem við fáum í verslunum nú til dags etv. fituminna en áður fyrr? Samtal Sigurgeirs við Þjóðviljamann fór að mestu fram úti í fjárhúsi og Sigurgeir hafði í mörgu að snúast á meðan, enda var sauðburður í fullum gangi. Hér hampar hann nýfæddum lambhrút kampakátur á svip. Afkvæmarannsóknirnar á Hesti miða fyrst og fremst að því að leita að og velja hrúta sem gef a af sér af kvæmi með góða skrokkeiginleika. „Það er sennilegt, og sú þróun hefur ekki síst orðið vegna þess að nú er meira um tvílembinga en áður. Því er markmiðið að fá 2 lömb á hverja kind árlega og það markmið næst með kynbótum og bættri meðferð fjárins.“ Hvernig metur þú íslenska fjárstofninn í samanburði við aðra fjárstofna? „Það má segja að víða erlendis séu til meiri holdakyn en íslenska sauðféð, þ.e. fé sem gefur af sér vöðvameiri skrokka og minni bein, en er ekki endilega fituminna. íslenska sauðféð er á hinn bóginn harðgert og frjósamt, það mjólkar vel og vaxtarhraði lamba er með því besta sem gerist í heiminum. Það hentar mjög vel okkar aðstæðum.“ En hvernig stöndum við okkur þá í sauðfjárrækt í samanburði við aðrar þjóðir? „íslensk sauðfjárrækt stendur mjög framarlega f heiminum. Það er oftar sem aðrar þjóðir leita upplýsinga og ráðgjafar hjá okkur en öfugt.“ Sláturtíð oft á ári? Að lokum. Undanfarin ár hefur farið fram þó nokkur umræða um möguleikann á því að skipta sláturtíðinni í tvennt, þannig að lömbum yrði slátrað t.d. bæði um páska og að hausti. Það kemur fólki svolítið spánskt fyrir sjónir að sláturtíð skuli vera bundin við aðeins eina árstíð, haustið, en þess á milli er hvergi ferskt lambakjöt að fá. Hafið þið hér á tilraunabúinu etv. hug á að gera tilraunir með sauðburð tvisvar á ári? „Þetta er eitt af því sem ég tel að við verðum að prófa. Þetta hefur verið í umræðu hjá okkur eins og víða annars staðar og áhuginn er fyrir hendi. Það sem stendur þessum möguleika fyrir þrifum á tilraunabúinu er takmarkað húspláss. Ef við ætlum til að mynda að vera hér með sauðburð að vetri þurfum við mun meira húsrými. Annars er þetta mest spurning um hagkvæmni. Spurningin er sú hvort almenningur er reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir kjötið ef það fæst ferskt tvisvar eða jafnvel þrisvar á ári. Eða hvort salan eykst í kjölfar aukinna gæða. íslenska sauðféð er í sjálfu sér fullkomlega f stakk búið til þess að bera tvisvar á ári. Til þess þarf ákveðna hormónameðferð, en kostnaður við hana er ekki mikill og hún kemur ekki að neinu leyti niður á afurðinni. Og í sumum tilvikum væri engin þörf á slíkri meðferð. Þetta er auðvitað mjög spennandi og í raun og veru á ekkert að standa í veginum fyrir því að þróunin verði á þessa leið, ef það borgar sig fyrir framleiðendur," sagði Sigurgeir Þorgeirsson að lokum. -gg þriðjudagur 26. maí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.