Þjóðviljinn - 26.05.1987, Síða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Kosningahappdrætti ABR
Drætti í kosningahappdrættinu hefur verið frestað til 1. júní. Þeir sem enn
eiqa eftir að gera skil eru beðnir að gera það hið fyrsta.
Frá Skrifstofu Alþýðubandalagsins
Sumartími
(sumar er skrifstofa AB opin frá kl. 9-16 alla virka daga. Síminn er 17500.
Alþýðubandalagið í Reykjavík er með opna skrifstofu á Hverfisgötu 105
frá kl. 10-12 alla virka daga.
Alþýðubandalagið Akureyri
Aðalfundur
verður haldinn í Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 4. júní kl.
20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
önnur mál.
Allir félagar hvattir til að mæta.
Stjórnin
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Félagsfundur
ABR heldur félagsfund þriðjudaginn 26. maí í Miðgarði, Hverfisgötu 105
klukkan 20.30. Fundarefni: 1. Kosning uppstillingarnefndar vegna stjórnar-
kjörs á aðalfundi félagsins. 2. Geislavirkar gæsir og sjálflýsandi þorskar.
Arni Hjartarson og Vigfús Geirdal hafa framsögu um hernaðaruppbygging-
una á landinu og í höfunum í kringum okkur. 3. Umræður og önnur mál.
Stjórn ABR
Alþýðubandalagið
Utanríkismálahópur
Fundur verður í málefnahóp um utanríkismál Alþýðubandalagsins í Flokks-
miðstöðinni Hverfisgötu 105, mánudaginn 1. júní kl. 20.30. Dagskrá: Verk-
efnin framundan. Allir velkomnir.
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Fundarboð
Þar sem sunnudagsfundurinn féll niður vegna veðurs, höldum við opinn
stjórnarfund ÆFR, miðvikudagskvöldið 27. maí kl. 20.00 að Hverfisgotu
105. Á dagskránni er: Starfið framundan; Keflavíkurgangan, heimsókn
utanríkisráðherra NATÓ og fjármálin. Stjórnin
Frá Flensborgarskóla
Innritun í Flensborgarskólann fyrir haustönn
1987 stendur nú yfir. Umsóknir um skólavist
þurfa að hafa borist í síðasta lagi föstudaginn
5. júní n.k. til að öruggt sé að unnt verði að
sinna þeim. Gert er ráð fyrir að kennsla á
haustönn hefjist 1. september.
Flensborgarskólinn er framhaldsskóli þar sem
hægt er að stunda nám á eftirtöldum námsbraut-
um:
A. Styttri námsbrautir:
Fiskvinnslubraut
Heilsugæslubraut
Uppeldisbraut
Viðskiptabraut
Þjálfunarbraut
B. Stúdentsprófsbrautir
Eðlisfræðibraut
Félagsfræðabraut
Hagfræðabraut
íþróttabraut
Málabraut
Náttúrufræðibraut
Tónlistarbraut
Tæknibraut
Öldungadeild er einnig starfandi við skólann.
Innritun í hana fer fram í síðari hluta ág-
ústmánaðar og verður nánar auglýst síðar.
SKÓLAMEISTARI
Deild SÍBS í Reykjavík
(berklavörn)
Aðalfundur deildarinnar verður haldinn
fimmtudaginn 4. júní að Hátúni 10 kl. 20.30. Fjöl-
mennið.
Stjórnin
Útgáfa
Skrá yffir
plöntunöfn
Út er komin skrá yfir plöntu-
nöfn (nomina plantarum) á ís-
lensku, ensku, dönsku, þýsku,
sænsku og latínu. I skránni eru
taldar nær allar íslenskar villi-
plöntur og allmargir slæðingar,
sem vaxa hér á landi, e'ða samtals
434 tegundir.
Til þessa hafa erlend nöfn á ís-
lenskum plöntum hvergi verið til
á einum stað. Með útgáfu þessa
bæklings er bætt úr brýnni þörf
þeirra, sem oft þurfa að grípa til
erlendra nafna, einkum leiðsögu-
manna erlendra ferðamanna um
landið.
í aðalskránni er tegundum
raðað í stafrófsröð eftir íslensku
nafni tegunda og eru erlendu
heitin talin þar upp. Þá eru listar
yfir ensk, dönsk, þýsk og sænsk
plöntunöfn og að lokum er skrá
yfir latnesk heiti plantnanna. Á
eftir öllum nöfnum í bæklingnum
eru merkingar, sem vísa á milli
allra skránna, svo að auðvelt er
að fletta upp í honum.
Skrá yfir plöntunöfn er 49 bls. í
handhægu broti (A5). Ágúst H.
Bjarnason tók skrána saman og
bjó til prentunar. Útgefandi er
Vistfræðistofan og er skráin til
sölu í Bókabúð Máls og menning-
ar.
Fyrirlestur
Mannleg
tækni
Peter Kemp, lektor við Kaup-
mannahafnarháskóla, heldur op-
inberan fyrirlestur á vegum
verkfræðideildar og raunvísinda-
deildar háskólans þriðjudaginn
26. maí. Fyrirlesturinn nefnist
Nám í mannlegri tækni, en fyrir-
hugað er að setja á laggirnar
námsbraut í þeirri grein við
Kaupmannahafnarháskóla.
Peter Kemp er þektur danskur
fræðimaður og heimspekingur.
Hann hefur birt fjölda greina og
bóka, meðal annars ritið Hen-
imod et teknologisk demokrati,
en það var upphaflega samið á
frönsku í samvinnu við belgískan
eðlisfræðing og franskan
heimspeking.
Fyrirlesturinn verður fluttur í
Odda stofu 101 kl. 17.15 og verð-
ur á dönsku.
Málvísindi
Fyrirlestur
í Áma-
garði
Dr. Joan Maling, prófessor í
málvísindum við Brandeishá-
skóla í Bandaríkjunum, flytur
opinberan fyrirlestur í boði
heimspekideildar Háskóla ís-
lands þriðjudaginn 26. maí 1987
kl. 17.15 í stofu 423 í Árnagarði.
Fyrirlesturinn nefnist „Exist-
ential Sentences in Swedish and
Icelandic: the role of argumentel-
structure“, og verður fluttur á
ensku.
Joan Maling hefur fengist við
rannsóknir á íslenskri málfræði
og skrifað greinar um þær í inn-
lend og erlend tímarit. Núna á
vormisseri var hún Fulbright-
sendikennari í málvísindum í
heimspekideild.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
18 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN
RlOLBRAUTASKÓUNN
BREIÐHOUI
Frá Fjölbrautaskólanum
í Ðreiðholti
Innritun í
Fjölbrautaskólann
í Ðreiðholti
fer fram í Miðbæjarskólanum í Reykjavík dagana
1. og 2. júní næstkomandi kl. 9.00 til 18.00 svo og
í húsakynnum skólans við Austurberg dagana 3.
og 4. júní á sama tíma.
Innritun tekur bæði til Dagskóla- og Öldunga-
deildar F.B.
Umsóknir um skólann skulu að öðru leyti hafa
borist skrifstofu stofnunarinnar fyrir 15. júní.
Þeir sem senda umsóknir síðar geta ekki vænst
skólavistar.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður fram nám á 7
sviðum og 50 brautum.
I ALMENNT BÓKNÁMSSVIÐ
(menntaskólasvið)
1. Eðlisfræðibraut
2. Fornmálabraut
3. Náttúrufræðibraut
4. Nýmálabraut
5. Tæknibraut
6. Tölvunarfræðibraut
II HEILBRIGÐISSVIÐ
1. Heilsugæslubraut
2. Hjúkrunarbraut
3. Snyrtibraut
4. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi
III LISTASVIÐ
1. Handmenntabraut
2. Myndlistar- og handíðabraut
3. Tónlistarbraut
4. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi
IV MATVÆLASVIÐ
1. Grunnnámsbraut fjögurra iðngreina.
2. Matartæknabraut
3. Matarfræðingabraut
4. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi
V TÆKNISVIÐ
1. Málmiðnabraut
2. Rafiðnabraut
3. Sjávarútvegsbraut
4. Tréiðnabraut
5. Framhaldsbrautir að sveinssprófi
6. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi
VI UPPELDISSVIÐ
1. Félagsfræðibraut
2. Félagsstarfabraut
3. Fjölmiðlabraut
4. Fósturbraut
5. íþróttabraut
6. Framhaldsbrautir til starfa í atvinnulífinu
7. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi
VII VIÐSKIPTASVIÐ
1. Samskipta- og málabraut
2. Skrifstofu- og stjórnunarbraut
3. Verslunar- og sölufræðabraut
4. Tölvufræðibraut
5. Stjórnunar- og skipulagsbraut
6. Markaðs- og útflutningsbraut
7. Framhaldsbrautir að stúdentsprófi
8. Læknaritarabraut
Nánari upplýsingar um Fjölbrautaskólann í
Breiðholti má fá á skrifstofu skólans að Austur-
bergi 5, sími 75600. Er þar hægt að fá námsvísi
og bæklinga um skólann. Þá er veitt frekari
fræðsla um nám bæði í dagskóla- og öldunga-
deild F.B.
SKÓLAMEISTARI