Þjóðviljinn - 07.06.1987, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 07.06.1987, Blaðsíða 18
KROSSGÁTA NR. 571 7— T~ 3 T“ í ? 9 r~ z ’6 )0 )i ? IZ 23 13 Vi- /5~ Ue u + 3 ifT % )* IZ n IZ )é V u 2 12 V "ó ? n V 1*1 lg 18 /V d /2 «? zo IZ 18 IZ $ T~ IZ T$ ir )Z W~ /4 Zl )’X 1*7 )le /•7 H- V V 3 T~ $ T~ T~ 8 7 21 u 7 vr- (vj 70 lt 6 JY H 2 K )Z z W~ é )? )i 4 b 71* XI 19 4 2 )ío 9 IZ /4 2/ 2 % % V /V zo )Z 2— JZ~~ W 22 ié /? T~ )$ /Y IZ Í8 2 7- 7 iT~ )i 17 & 12 X 30 ZO W n 1- )5T )Y ii )Z z 1? 13 11 4 )2 if V 12 2/ 2/ 'V 4 AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karl- mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 571 “. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa. 25 )5 )? IS z? /9 2 Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort se.n lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvern sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d: getur a aldrei komið í stað á gða öfugt. Erla Ásgeirsdóttir, Galt- artungu, 371 Búðardal, fékk verðlaun fyrir krossgátu númer 568. Lykilorðið var Friðbjörn. Hún fær senda bókina Úr sálarkirnunni eftir Málfríði Einarsdóttur. Verðlaunin fyrir kross- gátuna að þessu sinni er Rásir dægranna einnig eftir Málfríði. Ljóðhús gaf út. /\Vdfiáur I.' ,///: . Rásir dægranna SKÝRT OG SKORINORT; Var bolfinn of þungur? Ef Siggi Held væri landsliðsþjálf- ari í alvöru fótboltalandi, þá væri hann að líkindum þegar kominn í felursuðuríAsíu. Landsliðs- mennirnirværu hundeltir, hrak- yrtir og til almenns athlægis. Sem betur fer fyrir Sigga og strákana hans er ísland ekki alvöru fót- boltaland. Þaðkom líkaglögg- lega í Ijós í landsleiknum nú í vik- unni þegar austurþýskir rúlluðu glaðlega yfirhetjumarokkar. (slendingar eru ekki góðir í fót- bolta. Það eru sannindi sem mörgum yfirsést þegar þeir ætla landsliðinu sigurgegn alvöru fót- boltaþjóðum. íslendingareru af sama kaliber og Kýpurbúar, Al- banirog Möltubúar. Hinsvegar eru þeir snöggtum skárri en bæði Færeyingar og Grænlendingar ogþaðberað þakka. Fólk virðist halda að það sé nóg-að „eiga“ flinka stráka í út- löndum, eins og Arnór og Ásgeir og þáfélagaailasaman. Lands- liðið er byggt upp með þessum mönnum og þeir hafa yfirleitt heila tvo daga til að æfa saman fyrir leiki. Það er svona álíka og að hóa saman sinfóníuhljómsveit með dagsfyrirvara og láta hana þrælast ígegnum Beethoven. Siggi Held er þessvegna ekki öfundsverður af því hlutskipti sínu að þurfa að stjórna liði til sigurs sem er nýkomið sitt úr hverri áttinni. Árangurinn segir það sem segja þarf. I heimsmeistarakeppninni núna höfum við gert tvö jafntefli og tap- að þremur leikjum. Skorað eitt mark og fengið á okkur ellefu. Liðið er látið þæfast í vörn allan tímann til þess að reyna að ná jafntefli. Liðið leikursemsagt leiðinlega knattspymu. Þaðeraf sem áður var þegar landsliðið hafði fjóra menn í sókninni, sama á móti hverjum var keppt. í 14-2 veislunni hér um árið lék íslenska liðiðsóknarleikallan tímann. Það bar árangur! Það ertil að mynda sjaldgæft að landsliðið nái að skora tvívegis í sama leiknum. Og hvað með það þótt við fáum á okkur mörk? Áhorfendur koma til að sjá þau og það er næstum því sama hverjir skora þessi mörK. Það sást greinilega í lands- leiknum á móti austurþýskum. Húrra, hrópuðu áhorfendurglaðir þegar Andrés Thom skoraði sjötta markið hjá Bjarna Sigurðs- syni. Það væri óneitanlega þægileg af lausn fyrir strákana ef þeir þyrftu ekki að vinna alla leiki fyrir- fram. Og þá höfum við ekkert að gera við atvinnumenn, sem sjald- nast geta neitt í landsleikjum. Við byggjum vitaskuld upp ís- lenskt lið og hættum að púkka upp á leikmenn sem ekki komast einu sinni í miðlungs lið suðrí Evr- ópu. Það er fjöldinn allur af bráð- flinkum, ungum strákum í fyrstu, annarri og þriðju deildinni sem áreiðanlega nenna að spila í landsliðinu. Og skítt með þótt við töpum 20-0. Það kæmu áreiðan- lega miklu fleiri áhorfendur. Og þeir yrðu glaðir- alveg einsog þegar Andrés skoraöi sjötta markið. Þetta þýðir einnig að Siggi Held getur fengið sér betri vinnu. Hann hefur hvort eð er ekki gert nokkum skapaöan hlut með liðið, frekaren vænta mátti. Allar miða þessar aðgerðir að því að efla og bæta íslenska knattspyrnu, eins og menn hljóta að viðurkenna ef þeir leggja mál- iðniðurfyrirsér. Þá spyrja menn ekki fyrir landsleiki hvort íslenska liðið hangi á jafntefli - heldur hvort það fái á sig meira en svosem eins og tíu mörk. Þá verður nú aldeilis gaman á Laugardalsvell- inum. BRIDGE Sigursœl sveit hœtt ■ ■ Sveit Samvinnuferða/Landsýnar varð sigurvegari í Reykjavíkurbikar- keppni sveita, hinni fyrstu sem haldin hefur verið. Er þar með lokið sigur- sælli göngu sveitarinnar, því sveitin sem slík hefur verið lögð niður (mannabreytingar). í sveitinni, sem spilaði 64 spila úrslitaleikinn við sveit Atlantik, voru: Jón Baldursson, Sig- urður Sverrisson, Ragnar Magnússon og Valgarð Blöndal. Auk þeirra voru í sveitinni Helgi Jóhannsson og Þorg- eir P. Eyjólfsson. Éins og fyrr sagði spiluðu þeir Sam- vinnuferðamenn við Atlantik í úrslit- unum og unnu þann leik nokkuð ör- ugglega. Um þriðja sætið léku svo sveitir Elínar J. Ólafsdóttur og Aðal- steins Jörgensen. Spilaður var „bráð- abani” 2 spil milli sveita (hinn fyrsti í íslenskri bridgesögu) og varð sveit El- ínar hlutskarpari. Með þessum leikjum lauk langri og strangri keppnisbaráttu toppkeppnis- spilara þetta keppnistímabilið. send félögunum. Vakin er athygli á að aðeins er um að ræða stöðulista og að formönnum félaganna er sendur þessi Iisti. Síðari gjalddagi árgjalda til Bri- dgesambandsins er 15. júlí n.k. Þegar hafa allmörg félög jafnað reikning- ana, en því miður eru einnig all mörg félög sem enn skulda árgjöld frá 15. janúar s.l. Er þeim félögum bent á að gera full skil hið fyrsta. ÓLAFUR LÁRUSSON Bikarkeppni Bridgesambandsins (39 sveitir taka þátt í henni að þessu sinni) er hafin. Þættinum er kunnugt um úrslit í einum leik, sveit Sigmund- ar Stefánssonar Reykjavík sigraði sveit Valdimars Elíssonar Reykjavík, naumlega. Sumarbridge Bridgesambandsins að Sigtúni 9 hefur farið vel af stað. Meðalþátttakan er komin í 46 pör á kvöldi. Spilað er tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum og hefst spilamennskan í síðasta lagi kl. 19.30. Húsið opnar kl. 17.30 á fimmtudögum en kl. 18 á þriðju- dögum. Utlit er fyrir að finnsku unglingarn- ir sem keppa á Norðurlandamóti yng- ri spilara á Hrafnagilsskóla í Eyjafirði 22.-27. júní n.k., þurfi að tjalda því sem til er (í bókstaflegri merkingu). Þeim líkar ekki uppihaldskostnaður okkar, finnst of mikið að greiða eftir íslenskum Eddu-staðli. Nú er það ekkert nýtt að utanlandsmönnum finnist verðlag lítt við hæfi hér á landi, en skyldi það ekki vera umhugsuna- refni fyrir okkur öll að útlendingar „fíla” ekki þennan þátt í þjóðlífinu?? Eða erum við orðin ónæm fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað hér á landi? Er það náttúrulögmál að allir skapaðir hlutir séu dýrari hér á landi en annars staðar? Lokavinnsla meistarastiga verður um þessa helgi. Strax eftir helgina verður prentuð ný meistarastigaskrá (áunnin stig frá áramótum) og hún Aðalfundur Bridgefélags Reykja- víkur var haldinn fyrir skemmstu. Helstu tíðindi af þeim vígstöðvum eru þau að Haukur Ingason var kjörinn formaður félagsins. Sigurður B. Þor- steinsson, hinn ötuli fyrrum formað- ur, gaf ekki kost á sér til áframhald- andi starfa. Umsjónarmaður vill koma á framfæri bestu þökkum til Sigurðar fyrir óeigingjarnt starf á liðnum árum, um leið og nýjum for- manni er óskað velfarnaðar í hans starfi. Björk Jónsdóttir og Stefanía Sigur- björnsdóttir frá Siglufirði (af spila- ættinni miklu norðan heiða) urðu tví- menningsmeistarar Norðurlands ve- stra í móti sem spilað var í Fljótunum fyrir skemmstu. Siglfirðingar vermdu efstu sætin, enda má segja að þeir hafi verið á heimavelli (bæði Björk og Stefanía, auk Valtýs Jónssonar eru úr Fljótunum). Og raunar fleiri... Þeim mótshöldurum sem hyggja á mótahald í enda sumars eða byrjun hausts er bent á að hafa samband við skrifstofu Bridgesambandsins sem fyrst til að hægt sé að samræma kepp- nir og aðstoða við uppsetningu mót- anna. Fyrsta verkefni stjórnar Bridgesambandsins að hausti verður svo keppnisdagskrá næsta keppnis- tímabils, þar sem spilatími er ákveð- inn í öllum mótum á vegum sam- bandsins. ' 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.