Þjóðviljinn - 07.06.1987, Blaðsíða 3
Kommúnismi
á Hornbjargi
Ólafur Þ. Jónsson, eða Óli
„kommi" einsog hann er kall-
aðurávinstri vængnum, hefur
nú um sinn dregið sig virðu-
lega í hlé frá pólitísku karpi.
Eftir að hafa verið einn af
kosningastjórum Skúla Alex-
anderssonar á Vesturlandi
hefur hann nú gerst opinber
starfsmaður á ystu nöf. Er
semsagt nýráðinn vitavörður
á Hornbjargsvita og hyggst
dvelja þar að minnsta kosti
næstu tólf mánuði. Hann
tekur við að Ragnari Hall-
dórssyni, sem nú lætur af
störfum. Haft er eftir Óla
komma, að hið besta við dvö-
lina á Hornbjargi sé, að „þar
þarf maður að minnsta kosti
ekki að horfa framan í andlitin
á íhöldum og framsóknar-
mönnum!“B
Eitt bægsli -
fimm hvalir
Útvarpshlustendur munu
hafa tekið eftir að annar um-
sjónarmanna hinna ástsælu
þátta um Daglegt mál varði
tíma sínum á föstudaginn til
að biðja útvarpsráð afsökunar
á glæp sem framinn var í fyrri
þætti. Þetta var Erlingur Sig-
urðarson, og glæpurinn var
að gagnrýna orðið „vísinda-
veiðar". Erlingurtaldi myndun
orðsins í fyrsta lagi heldur
hæpna, þarsem samsett orð
með -veiðar að seinni lið
hefðu yfirleitt í fyrri lið hvað
veitt er eða með hverju:
þorskveiðar, handfæra-
veiðar. Að auki taldi Erlingur
þetta orð eitt þeirra sem varla
geta samræmst yfirlýstu
óhæði ríkisútvarpsins. Þar-
sem ágreiningur væri um
hvort hvalveiðar okkar væru
stundaðar í vísindaskyni eða
ágóðaskyni, og fellur orðið
þarmeð í flokk innrætingar-
orða: hermdarverkamað-
ur/frelsishetja, hernáms-
lið/varnarlið og svo framveg-
is. Ingu Jónu Þórðardóttur
formanni útvarpsráðs mun
hafa borist kvörtun vegna
þáttarins, og sagði hún frá því
á útvarpsráðsfundi, en sagði
einnig að hún hefði ekki heyrt
þáttinn og þyrfti að kanna
málið betur. Hefur ekki verið
rætt um Daglegt mál síðan í
ráðinu. Ritari ráðsins mun þó
hafa fært orð Ingu Jónu til
bókar, dagskrárstjóri hefur
séð bókina og sagt Gunnari
Stefánssyni frá. Gunnar
þessi settist strax niður af
óvanalegri röggsemi og ritaði
Erlingi harðort bréf, þarsem
segir að útvarpsráð sé óá-
nægt og Gunnar sjálfur líka.
Var Erlingi nauðugur einn
kostur að minnast á þetta í
föstudagsþættinum, og varð
þá auðvitað að rekja allt sitt
fyrra mál. Fyrsti mórall: ein
fjöður getur orðið að fimm
hænum, - eða eitt bægsli að
fimm hvölum. Annar mórall:
mikill er máttur Hvals háeff hjá
Ingu Jónu, en ennþá meiri hjá
Gunnari Stefánssyni. ■
Hópar
gegn Sverri
Enn um Sverri Hermanns-
son. Tveir hópar hafa sam-
einast gegn honum í Sjálf-
stæðisflokknum og róa að því
öllum árum að hann haldi ekki
ráðherratign, verði Sjálfstæð-
isflokkurinn áfram í ríkisstjórn.
Þetta eru annars vegar ungir
Sjálfstæðismenn, sem telja
Sverri hafa klúðrað mjög illa
brottrekstri Sturlu Kristjáns-
sonar og sömuleiðis Sigur-
jóns Valdemarssonar. Ung-
liðarnir telja brottrekstrana
verjanlega, en Sverri hafi með
klaufaskap tekist að klúðra
þeim gagnvart almenningi.
Hins vegar vinna Geirs-menn
Hallgrímssonar stíft gegn
Sverri, af einhverjum orsök-
um...R
Þór að hætta
Meir um leðjuslaginn í SUS.
Sigfússynir liggja undir
þungu ámæli fyrir að vilja
sölsa undir sig öll völd í ung-
liðahreyfingunni. En Þór Sig-
tússon, yngri bróðir Árna
borgarfulltrúa og nýbakaðs
kandídats til formanns SUS,
er formaður Heimdallar. Þeir
bræður eru Johnsen-ættar,
frændur Árna úr Eyjum, sem
virðist hafa tryggt þeim stuðn-
ing Morgunblaðsins við fram-
boð Árna gegn Sigurbirni
Magnússyni í formennskuna
í SUS. í Sjálfstæðisflokki hafa
menn fengið nóg af ættarklík-
um og því hefur tangarsókn
bræðranna mælst illa fyrir.
Áróðursstjórar Sigurbjarnar
hafa nýtt sér þetta vel í barátt-
unni gegn Árna Sigfússyni, og
nú hafa bræðurnir séð sitt
óvænna. Þór mun hafa
ákveðið að hætta sem for-
maður Heimdallar í haust, og
innan flokksins er litið svo á
að það hafi styrkt stöðu Árna.
Óvíst er þó hvor hefur hinn
undir, - öll stjórn SUS styður
Sigurbjörn eftir óvæntar at-
lögur Heimdellinga undir for-
ystu Þórs Sigfússonar gegn
vel metnum formanni SUS,
Vilhjálmi Egilssyni. ( Sjálf-
stæðisflokki telja menn hins
vegar að árásirnar á Vilhjálm
séu einkaframtak Þórs og
ekki runnar undan rifjum stóra
bróður Árna.B
Huesabu Hátt
------næst þegar þú feröast innanlands
Tíminn er takmörkud auðlind. Flugið sparar
tíma og þar með peninga.
Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði
tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis
og við fíeykjavík.
Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun
leggjum við okkur fram um að farþegum okkar
nýtist tíminn vel.
Þannig tekur ferð landshorna á milli
aðeins stutta stund efþú hugsar hátt.
Auglýsið í Þjóðviljanum
ÚRNATÓ
Keflavíkurgangan
Æ* M r r
HERINN BURT
6. jum 1987
Dagskrá Keflavíkurgöngu 6. júní 1987
Kl.
8.30 AÐALHLIO HERSTÖÐVARINNAR.
Leiðakerfi Keflavíkurgöngu 1987
Rútuferðir fyrir Keflavíkurgöngu 1987 verða sem hér
segir:
Tímatafla göngunnar er sem hér segir:
Kl. 7.00-7.15
Kl. 7.30
Kl. 7.45
Kl. 8.30
Kl. 8.45
Kl. 10.45-11.00
Kl. 14.00-15.00
Kl. 16.00-16.15
Kl. 18.30-19.00
Kl. 20.00
Kl. 22.00
Rútuferðir frá Reykjavík
Frá BSÍ
í Kópavogi
Við Vallarhlið
Gengið af stað
Áning í Vogum
Áning í Kúagerði
Áning I Straumi
Útifundur í Hafnarfirði
Útifundur í Kópavogi
Stórfundur á Lækjartorgi
Mikilvægt er að fólk skrái sig
ígönguna, einkum' þeir sem
ætla að ganga alla leið
eða fyrstu áfanga hennar.
Ekki er síður mikilvægt að fólk
sé á góðum
Keflavíkurgönguskóm.
Ólafur Ragnar Grímsson. Ávarp.
Ingibjörg Haraldsdóttir, kennari og formaður
miðnefndar SHA: Gönguhvatning.
10.45-VOGAR
11.00 Ægir Sigurðsson, kennari: Staðhættir og þjóð-
sagnir í nágrenni herstöðvar.
14-15 KÚAGERÐI
Súpa og hvíld.
Lesið úr Ijóðum Vilborgar Dagbjartsdóttur.
Lesari: Guðbjörg Thoroddsen.
Leikþáttur. Flytjendur og höfundar eru félagar úr
Hugleik. Almennur söngur undir stjóm Þorvaldar
Arnar Árnasonar.
16.00-STRAUMUR
16.15 Sigurður G. Tómasson: Fróðskapur um jarð-
fræði og sögu.
18.30- HAFNARFJÖRÐUR
19.00 Tryggvi Harðarson: Ávarp.
Einar Ólafsson: Ljóð.
Guðmundur Georgsson: Fundarstjórn.
20.00 KÓPAVOGUR
Jóna Þorsteinsdóttir frá Þórshöfn á Langanesi:
Ávarp.
Ólafur Haukur: Ljóð.
Arnþór Helgason: Fundarstjórn.
22.00 LÆKJARTORG
Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur: Ávarp.
Bubbi Morthens.
Gönguslit.
Bima Þórðardóttir: Fundarstjóm.
1. Eiðistorg kl. 07.00, KR heimilið kl. 07.10, Elliheimilið
Grund kl. 07.20, BSÍ kl. 07.30.
2. Héðinn kl. 07.00, Lækjartorg kl. 07.10, Hlemmur kl.
07.20, BSÍ kl. 07.30.
3. Kron Langholtsvegi kl. 07.00, Sunnutorg kl. 07.10,
Laugardalslaug kl. 07.15, Háaleitisbraut/Lágmúli kl.
07.20, BSÍ 07.30.
4. Olís Grafarvogi kl. 06.50, Grensásstöð kl. 07.10,
strætóstöðvar viö Miklubraut kl. 07.15-07.25, BSÍ kl.
07.30.
5. Rofabær austast kl. 07.00, Shell Árbæ kl. 07.10,
Stekkjabakki/Grænistekkur kl. 07.20, BSÍ 07.30.
6. Bústaðakirkja kl. 07.00, Strætóstöðvar við Bústaða-
veg v/Veðurstofu kl. 07.20, BSÍ 07.30.
7. Fjölbraut Breiðholti kl. 07.00, Shell Norðurfelli kl.
07.10, v/Maríubakka kl. 07.20, BSÍ kl. 07.30.
8. Seljaskóli kl. 07.00, við Raufarsel kl. 07.10, Skóga/
öldusel kl. 07.20, Engihjalli kl. 07.30 strætóstöðvar
við Álfhólfsveg að bensínstöð á Kópavogshálsi kl.
07.40.
Hafnarfjarðarvegur/Vífilsstaðavegur kl. 07.45.
Hafnarfjörður kl. 07.50.
Reykjavíkurvegur, Norðurbær, jþróttahús við Strand-
götu - Uppi á Holti.
Til móts við gönguna: Sérleyfisbílar Keflavíkur fré RRÍ
Rútuferðir verða frá BSÍ að aðalhliði herstöðvarinnar og
til móts við gönguna. Nánari upplýsingar um þær og
skráning í gönguna er á skrifstofu SH A í Mjölnisholti 14,
símar 17966 og 623170.
Göngustjóri Soffía Sigurðardóttir.
MÆTIÐ í GÖNGUNA SKRÁNINGARSÍMAR 17966 og 623170