Þjóðviljinn - 07.07.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.07.1987, Blaðsíða 7
I œ$0: tjóri: Miklar ogmikilsverðar í heilu lagi upp á jökul metrar á þykkt. Leiðangursmenn mældu vetrarákomu síðasta vetrar og reyndust snjóalög vetrarins um fimm metrar, sem er viðlíka og áfall á meðalári. Botn Urimsvatna var kortlagður, með aðstoð bergmálsmælinga. Pessar botnmælingar voru liður í verk- efni sem Magnús Tumi Guð- mundsson er að vinna að á vegum Lundúnaháskóla. Botn Gríms- vatna var kortlagður með aðstoð bergmálsmælinga. Jafnframt var dyttað að þeim fjölmörgu mæli- tækjum sem komið hefur verið fyrir við Grímsvötn, s.s. jarð- skjálftamæli, og hallamæli og raf- stöðinni, sem komið hefur verið fyrir uppi á jöklinum. „Leiðangurinn naut stuðnings frá ýmsum stofnunum, Lands- virkjunar og Vegagerðarinni og með í för voru starfsmenn frá Raunvísndastofnun og Orkust- ofnun. Leiðangursmenn voru óvenjumargir að þessu sinni, eða 54. Skálaflutningurinn • krafðist meiri mannskapar en venjulega er í svona ferðum. Meðan við vorum á jökli leit fjöldi gesta við, þannig að það má segja að rúm- lega 100 manns hafi komið beint og óbeint við sögu í Grímsvatnaf- erðinni í ár,“ sagði Helgi. „Þessi leiðangur gekk með ágætum og miklar og mikilsverð- ar upplýsingar fengust. Með þeim mælingum sem við gerðum höfum við fengið mjög góða mynd af vötnunum og nágrenni þeirra og getum nú gengið frá korti af ísalögum og yfirborði svæðisins. Þetta svæði er mesta jarðhitasvæði landsins og því eru athuganir þar okkur jarðvísinda- mönnum mikilsverðar,“ sagði Helgi Björnsson að lokum. -RK DagsbrúnáVatnajökli,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.