Þjóðviljinn - 07.07.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.07.1987, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI MINNING Úr hinu nýja og rúmgóða verslunarhúsnæði Dynjanda í Skeifunni. Öryggissbúnaður Dynjandi í nýtt húsnæði Verslunin Dynjandi sem hefur um áratugaskeið verið leiðandi í innflutningi og sölu á öryggis- og vinnuhlífum hefur flutt starfsemi sína í rúmgott húsnæði að Skeif- unni 3h. Það var árið 1962 sem fyrirtæk- ið hóf innflutning á hlífðarhjálm- um og síðan hefur starfsemin stóraukist og flytur Dynjandi nú inn öryggis- og vinnuhlífar frá mörgum af þekktustu fram- leiðendum á þessu sviði í heimin- um. Nýleg könnun Vinnueftirlits- ins sýnir að hérlendis verða alltof mörg vinnuslys sem hægt væri að koma í veg fyrir með notkun ör- yggisbúnaðar. Axis Húsgögnin vekja víða athygli Sú góða kynning sem húsgögn- in frá Axis hlutu á Scandinavian Furniture Fair í Kaupmannahöfn í vor hefur þegar borið góðan ár- angur, því þegar hefur verið sam- ið um umtalsverða sölu á þessum húsgögnum til Bandaríkjanna. Telja forráðamenn Axis að með þessu móti hafí tekist að sýna fram á að íslensk húsgögn eru fyllilega samkcppnifær og eiga framtíð fyrir sér á alþjóðlegum mörkuðum, sé vel staðið að hönnun og vörugæðum. Sýningin í Kaupmannahöfn í vor var sú fimmta sem Axis tekur þátt í til að kynna vörur sínar en að þessu sinni var megináherslan lögð á að kynna húsbúnað fyrir börn og ungt fólk. Það er Pétur B. Lúthersson arkitekt FHI sem hefur unnið að þróun þessara húsgagna frá árinu 1983 og er sú þróunarvinna nú farin að skila sér í verulegri sölu til valdra aðila, aðallega í Banda- ríkjunum en einnig í Bretlandi. SPRON Ferðatrygging frá Almennum Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hóf nýlega að selja ferðatryggingu frá Almennum tryggingum. Viðskiptavinir, sem eru á förum til útlanda geta því nú tryggt sig í SPRON um leið og þeir kaupa ferðagjaldeyrinn. Ferðatryggingin frá Al- mennum inniheldur nauðsyn- legar ferðatryggingar: slysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurs- tryggingu. Einnig fylgir SOS- neyðarþjónusta og veitir hún að- gang að neyðarvakt allan sólar- hringinn hvar sem er í heiminum. Þessi húsgögn frá Axis fyrir yngstu borgarana hafa vakið mikla athygli víða um heim. Sveinn bakari Konditorí í Breiðholti Sveinn bakari hefur nýlega opnað nýtt og glæsilegt bakarí og kondit- ori að Álfabakka 12 í Breiðholti. Sérstök áhersla er lögð á smástykki með kaffinu en það er þekktur konditorímeistari frá Sviss sem starfar nú í bakaríinu. Samvinnubankinn Skólavelta fyrir námsmenn Samvinnubankinn býður námsfólki og þeim sem hyggja á nám, kost á nýju spariveltukerfi undir nafninu Skólavelta. Skólaveltan á t.d. að henta vel þeim sem bíða eftir námslánum en sérstök áhersla er lögð á sveigjanleika í reglum um endurgreiðslur lána._____________ Sveinn Egilsson Framtíð í Skeifunni Sveinn Egilsson hefur tekið í notkun nýjan og glæsilcgan sýningarsal fyrir nýja bfla í nýbyggingu fyrirtækisins við Skeifuna. I húsinu sem ber heitið Framtíð, er 1300 ferm. sýningarsalur á götuhæð og að auki 700 ferm. rými fyrir notaða bíla. Öll sölustarfsemi Ford, Suzuki og Fiat umboðanna hefur flutt í nýja húsnæðið en varahluta- og viðgerðaþjónusta er enn í Skeifunni 17. Ólafur Þórður Ólafsson Fæddur 2717 1926 - dáinn 27/6 1987. Það var bjartur og fallegur júnídagur. Hjónin á Kársnesb- raut 111, Kópavogi, voru að fara í verslun og versla fyrir heimilið. En systir mín og mágur, sem ævinlega voru kölluð Ester og Óli voru þar á ferð. Þá gerðist það að mágur minn fékk aðkenningu að kransæðastíflu og datt niður. Hann var fluttur á Borgarspítal- ann og þar heimsótti ég hann dag- inn eftir. Virtist hann nokkuð hress, en þó þreytulegur. Eftir 4 daga legu var hann sendur heim með sín meðul. Ég hringdi í hann á föstudagskvöldið og sagði hann mér að sér liði eftir atvikum, en væri þreyttur og slappur. Ég sagðist mundu koma um helgina, en þá heimsókn fór ég aldrei af því að hann Óli vinur minn var orðinn liðið lík á laugar- dagsmorguninn. Hafði hann fengið annað kast um nóttina og lifði það ekki af. Við Óli vorum býsna samrýnd- ir og kynntumst vel. Höfðum við líkar lífsskoðanir um mörg mál. Áttum við saman litla bátskel, sem við stunduðum róðra frá Húsavík. Okkur kom ákaflega vel saman og voru þetta samfelld- ar ánægjustundir, sjómennskan og landlegan. Óli var mikið góð- menni, vildi bæði mönnum og skepnum vel. Hann hlúði að því sem bágt átti og vildi virða allt sem lífsanda dregur, enda kom- inn af því fólki sem þannig hugs- aði. Foreldrar Óla voru slíkt heiðursfólk að hver og einn hefði verið stoltur af slíku foreldri, sem þó voru sára fátæk, en alltaf glöð heim að sækja og veittu mikið af Afmælisrit Jakobs Benediktssonar Hinn 20. júlí næst komandi verður Jakob Ben- ediktsson áttræður. Hann hefur á löngum starfs- ferli birt eftir sig fjölmargar ritgerðir um íslensk fræði, mál, sögu og bókmenntir i innlendum og erlendum tímaritum, margs konar safnritum og afmælisritum. Mál og menning hefur í tilefni afmælisins ákveðið að gefa út ritgerðarsafn Jakobs í samvinnu við Stofnun Árna Magnús- sonar. Umsjónarmenn verksins verða Halldór Guðmundsson, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Áætlað er að bókin verði um 300 bls. að stærð, og hafi að geyma ritskrá Jakobs Ben- ediktssonar og þessar ritgerðir m.a.: Hvar var Snorri nefndur höfundur Heimskringlu? Arngrím- ur lærði og íslensk málhreinsun; Markmið Land- námabókar; Hver samdi Qualiscunque descriptio Islandiae; Hafnarháskóli og íslensk menning; Um Gerplu; Skáldið og maðurinn (um Halldór Laxness); íslensk orðabókarstörf á 19. öld; Fáein tökuorð úr máli íslenskra skólapilta. Flestar rit- gerðanna eru á íslensku, nokkrar eru skrifaðar á ensku og dönsku. Nú eru síðustu forvöð að gerast áskrif- andi að afmælisriti Jakobs Benediktsson- ar (áætlað verð: 2000.-krónur) og fá nafn sitt skráð á Tabula gratulatoria. Þeir sem það vilja eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Máls og menningar í síma 15199 fyrir föstudaginn 10. júlí. Iitlum föngum. Áttum við Óli margar stundir saman, sem við sátum og skáluðum fyrir tilve- runni, lásum kvæði og sungum. Hann var svo mikið náttúrunnar barn. Hvað ætlar þú að bjóða dauðanum daginn sem hann ber að dyrum þínum? - Barmafullan lífsbikar minn mun ég bera fyrir gest minn - tómhentur skal hann aldrei ganga úr garði. - Ég skal bera honum allt sætasta vínið frá dögum uppskerunnar og ljúfum sumarnóttum, allt það sem ég vann og safnaði í önnum lífs míns... allt skal ég bera fram við endi daganna, þegar dauðinn ber að dyrum mínum. (Tagore) Að síðustu vil ég votta mína dýpstu samúð til systur minnar og barna þeirra, Úlfs og Nönnu. Sverrir Benediktsson. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.