Þjóðviljinn - 07.07.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.07.1987, Blaðsíða 11
iÖRFRÉTTIRi John Lennon veldur enn deilum manna þótt brátt séu sjö ár liðin frá því hann var myrtur á götu í New York. Nú er það málverk af honum sem er einsog bögglað roð fyrir brjósti aðstoðarbiskups ensku biskup- akirkjunnar í Liverpool. Myndin sýnir þyrnum krýndan og þjáðan Lennon og er eftir þýskan lista- mann, Stengel að nafni. Aðstoð- arbiskupinn viðurkennir að vísu að Bítlarnir hafi gert mikið fyrir Liverpool en það sé fulllangt gengið að útmála einn þeirra sem dreyra drifinn guðsson. Hosni Mubarak forseti Egyptalands fékk myndar- lega kauphækkun á dögunum. Þing landsins ákvað að tvöfalda laun leiðtogans, úr 360 þúsund skattfrjálsum krónum á ári í 720 þúsund. Egyptalandsforseti fékk síðast kauphækkun árið 1956. Þetta samsvarar því að Mubarak fái um 60 þúsund krónur á mán- uði sem þætti fremur rýr eftirtekja hórlendis og við það bætist að áhættuþóknun er engin en það kvað vera lífshættulegt starf að vera forseti í Egyptalandi. 30 Tartarar efndu til mótmæla á Rauða torg- inu í Moskvu í gær og kröfðust þess að fá að flytja á ný útá Krím- skaga en þaðan voru þeir fluttir nauðugir að fyrirmælum Jósefs Stalfns á árum síðari heimsstyrj- aldar. Lögreglumenn í jakkaföt- um rifu kröfuspjöld af fólkinu en ráku það ekki í burtu. Hinsvegar komu þeir í veg fyrir að það gæti rætt við blaðamenn. Talið er að um 400 þúsund Tartarar hafi ver- ið hraktir frá Krím austur í Asíu- lýðveldi Sovétríkjanna á sínum tíma og að allt að 100 þúsund hafi beðið bana í flutningunum. Stalín hataði þá og fullyrti að þeir ynnu með þýsku nasistunum. Fjölskylda nokkur í hollensku borginni Eindhoven, karl, kona og tvö börn áttu í tví- gang fótum fjör að launa þegar þau urðu fyrir hatrömmum árás- um í heimagarði sínum um helg- ina. Á laugardagskvöld sátu þau í makindum fyrir utan hús sitt þeg- artuttugu krákurstungu sér niður úr háloftunum gagngert í því augnamiði að gogga í hvirfilinn á blessuðu fólkinu. Sagan endur- tók sig á sunnudagsmorgun. Hefur nokkur séð kvikmyndina Fuglarnir eftir Hitchcock? ERLENDAR FRETTIR Bandaríkin North í vitnastúkuna Oliver North ofursti, lykilmaðurinn í íransl Kontrahneykslinu, mun bera vitnifyrirþingnefnd í dag. Ofurstinn og forsetinn. Hvor þeirra er Loks kom að því að meintur höfuðpaurinn í írans/ Kontrahneykslinu margnefnda, Oliver North ofursti í sjóhernum, yrði dreginn fyrir þingnefnd og spurður spjörunum úr um máiið. I dag munu suðandi sjónvarpsvél- ar gera löndum Norths kleift að fylgjast með því í beinni útsend- ingu er hann svarar þingmönnum fyrirspurnum um leynilegu vopn- asöluna til írans og ólögmætan fjáraustur í Kontramálaliðana í Nicaragua. Einn þessara landa Norths kvað vera sérstaklega áhuga- samur og vill ekki fyrir nokkurn mun missa af útsendingunni. Þetta er vitaskuld Reagan forseti. Hann rak North á sínum tíma úr starfi hjá Þjóðaröryggisráðinu og reyndi að gera hann að blóra- böggli í málinu. Fyrrum yfirmað- ur Norths í ráðinu, John Poindex- ter aðmíráll, gaf á sínum tíma í skyn að forsetanum hefði ætíð verið fullkunnugt um brall þeirra Norths og fleiri samverkamanna. Því hlýtur stóra spurningin að vera sú: Nær North sér niðri á Reagan? Starfsmannastjóri Hvíta húss- ins, Howard Baker, kvað forseta sinn hlakka til þess að hlýða á útsendinguna. „Það er búið að þyrla upp svo miklu moldviðri í kringum þetta mál, menn hafa velt vöngum í gríð og erg og skrif- að ótal blaðagreinar um hvað North kunni nú að segja að eina leiðin til að kveða málið niður er að fá hann til að leysa frá skjóð- unni. Baker segir North aðeins hafa verið minni háttar skrifstofublók sem örsjaldan hefði komist nærri Reagan og aldrei átt með honum fund einslega. „Hefðu þeir átt með sér fund þá hefði það verið skráð einhversstaðar en hvergi finnst nein skrá um slíkt.“ North þessi mun hafa haft mörg járn í eldinum. Dagblaðið Miami Herald fullyrti í fyrradag að hann hefði lagt á ráðin um að nema stjórnarskrá Bandaríkj- anna úr gildi og fela hernum völd- in ef Sovétmenn gerðu kjarnárás á landið eða ef ólga skapaðist inn- anlands vegna hernaðarævintýra Bandaríkjamanna erlendis. Blaðið fullyrðir ennfremur að North hafi átt sæti í skuggaráðu- neyti ýmissa starfsmanna Reag- ans sem starfað hafi árin 1983- 1986. Af öðrum skuggaböldrum | nefnir blaðið Edwin Meese, ráðuneytisstjóra í dómsmála- ráðuneytinu og William heitinn Casey er þá var hæstráðandi hjá CIA. Bandaríkjamenn eru samir við sig og vitaskuld er búið að kanna skoðanir þjóðarinnar á því hvort hún telji að North muni segja satt eða ljúga að þingnefndinni. 59 af hundraði eru fullvissir um að North sé óalandi og óferjandi lygalaupur. En athyglisvert er að 48 prósent telja að ofurstinn sé gerður að blóraböggli og hlífi hærra settum mönnum. _iiS. Kvikmyndahátíðin í Moskvu Drengskaparheit um óhlutdrægni Skipuleggjendur kvikmyndahátíðarinnar í Moskvu, sem hefst í dag, hyggjast auka hróður hennar og vœgi Kvikmyndahátíð verður sögð sett f Moskvu í dag. Ekki fyrsta sinni en nú verður sann- girni í heiðri höfð og ekkert um skrum- og áróðurssýningar þær sem löngum hafa einkennt þenn- an viðburð. Að undanförnu hafa leiðandi menn í sovéskum kvikmynda- heimi krafist nýrra vinnubragða í flestu því sem snertir hátíðina. Maður hefur gengið undir manns hönd, leikstjórar, gagnrýnendur og forystumenn starfsmanna kvikmyndaiðnaðar og viður- kennt, beint og óbeint, að hin virðulega kvikmyndahátíð í Mos- kvu hafi uppá síðkastið ekki verið annað en pólitískt sjónarspil og fyrir vikið verið sniðgengin af öllum fremstu kvikmyndagerðar- mönnum heims. „Verum hreinskilin. Hróður hátíðarinnar beið mikinn hnekki á stöðnunartímanum," fullyrðir einn gagnrýnendanna og einsog nærri má geta er það Brésnef heitinn sem á sneiðina, „stöðnun- artími" er valdaskeið hans nefnt eystra öndvert „perestroika" (endurreisn) Gorbatsjofs. Annar gerskur gagnrýnandi tekur dýpra í árinni og fullyrðir að sovéskir ráðamenn hafi fyrrum þrýst á dómnefndir og nánast neytt þær til að verðlauna myndir landa sinna í bak og fyrir. En nú er annar uppi og ýmsum ráðum beitt til að gera hátíðina marktæka að nýju. Sem dæmi má nefna að formaður dómnefndar- innar verður að þessu sinni eng- inn annar en bandaríski leikarinn og kvikmyndaframleiðandinn Robert de Niro. Yfirmaður sovésku kvikmynd- astofnunarinnar, Jelem Klimof, skrifaði nýverið í Moskvudag- blað: „Markmið okkar er að auka hróður hátíðarinnar á ný og til þess að það gerist verðum við að fá athyglisverðustu kvikmyndirn- ar og hæfileikamenn í dómnefnd- ir“. Af myndum sem hreppt geta verðlaun á hátfðinni má nefna Grjótgarðinn eftir Bandaríkja- manninn Francis Ford Coppola, Viðtalið sem gerð er áf ítalanum Federico Fellini og Veg snáksins eftir Svíann Bo Widerberg. Sérstaka athygli vekur að allar myndir Andreis Tarkovskys verða sýndar á hátíðinni. Hann og hans verk voru bannorð í So- vétríkjunum eftir að hann sá sig knúinn til að setjast að á Ítalíu fyrir fáeinum árum en hann lést í Frakklandi í fyrra. Eftir að Klim- of varð yfirmaður kvikmynda- málanna hefur umræða um verk Tarkovskys aukist mjög í föður- landi hans og harma menn mjög hve illa var komið fram við þenn- an höfuðsnilling kvikmyndalist- arinnar. -ks. FLOAMARKAÐURINN Veiðileyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93- 7355. Dúkkuvagn Á ekki einhver aflagðan en nothæf- an dúkkuvagn sem hann vill selja mér? Helst ódýrt. Hringið í síma 36718 eftir kl. 18. Baðkar - reiðhjól! Baðkar fæst gefins. Á sama stað óskast ódýrt reiðhjól fyrir 11 ára telpu. Sími 40591. 2ja sæta IKEA sófi með furugrind til sölu á kr. 2.500.-. Sími 20601 e.h. Óska eftir að kaupa Síamskettling Ef einhver á kettling eða von á kett- lingum hringið þá í síma 72617. Þrjár þrifnar í íbúðarleit 3 skólastúlkur utan af landi, til fyrir- myndar bæði til orðs og æðis, óska eftir 3-4ra herb. íbúð í Reykjavík frá 1. sept. n.k. Meðmæli og fyrirfram- greiðsla. Hverjir eru svo þessir fyrir- myndarleigjendur? Jú, allt um það í síma 23089 (á kvöldin) og í síma 93-7337. Geymsluhúsnæði til leigu, rúmgott, upphitað geymsluhúsnæði m/sérinngangi. Uppl. í sima 41039 í dag og næstu daga. Kettlingur Vel vaninn kettling vantar gott heimili. Sími 23076. Útihurð Óska eftir að kaupa notaða útihurð. Má vera úr furu. Sími 30834. Til sölu Ný Electrolux eldavél, 2 notaðar eldhúsinnréttingar, Hansahillur, 4 Volkswagen felgur (á Bjöllu) og ömmustangir. Sími 17482. Til sölu Honda Civic árg. ’81 5 dyra, sjálfskiptur, ekinn 56 þús. km. Upplýsingar í síma 30447. Húsasmið með konu og 2 börn vantar 3-4ra herb. íbúð í Reykjavík á leigu frá og með 1. ágúst. 3 mán. fyrirframgreiðsla ef óskað er. Sími 99-7114. Til sölu 3ja ára gamalt reiðhjól fyrir 5-7 ára. Vel með farið. Verð kr. 2.500.-. Hjálpardekk fylgja. Uppl. í síma 672143 eftir kl. 19. Þvottavé! fæst fyrir lítið sem ekki neitt. Sími 10487. Gott gírahjól óskast Sími 39834. Til sölu Sunbeam rafmagnspanna o.fl. í eldhús, glertau, fatnaður og skór, nýtt og lítið notað. Blómapottar o.fl. ódýrt. Á sama stað óskast gömul rúskinnskápa fyrir lítið eða gefins. Sími 41255 næstu daga. Gulur kettlingur hefur týnst frá Hallveigarstíg 6. Uppl. í síma 18474 og 35118. Þórberg 2ja ára vantar bamapössun frá 20. júlí. Hann býr á Hjónagörðum við Suðurgötu. Uppl. i síma 19837 milli kl. 11 og 12 á morgnana út þessa viku. íbúð óskast Er ekki einhver sem vill leigja ungu og reglusömu pari 2-3ja herb. íbúð á sanngjörnu verði? Öruggum areiðslum og reglusemi heitið. Ibúðin má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma 45801. Skilvís og áreiðanleg stúlka óskar eftir einstaklingsíbúð eða herbergi sem fyrst. Góð meðmæli. Fyrirframgreiðsla möguleg. Uppl. í síma 82537 eða 39794. Margrét Ella. Ódýr 2-3ja herb. íbúð óskast til leigu fyrir litla fjölskyldu. Upplýs- ingar í síma 72964. Ef þú vilt gera góð kaup þá á ég handa þér Silver Cross kerruvagn á kr. 2.500.- og Ignis ís- skáp með sér frystihólfi sem er 142 cm á hæð, 50 cm á breidd og 60 cm ádýpt, á aðeins kr. 3.000-. Eftir kl. 5 í dag er ég í síma 30504. Hver þarf að losna við ísskáp og/eða sófasett fyrir lítið sem ekk- ert? Vinsamlega hringið í síma 36586 eftir kl. 18. Til sölu Sanyo-bílaútvarp með kassettu- tæki og Pioneer hátalarar. Ónotuð loftnetisstöng getur fylgt með. Upp- lýsingar í síma 76796. íbúð óskast Námsmaður óskar eftir íbúð fyrir sig og konu sína frá og með 1. sept. Reglusemi og öruggar greiðslur. Einhver fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 84117. Barnapía - Laugarneshverfi Rakel 5 ára vantar barngóðan 12- 13 ára ungling til að líta eftir sér hálfan daginn frá kl. 1-5 það sem af er júlí og fyrir hádegi frá kl. 9-1 í ágúst. Vinsamlegast hafið sam- band við Olgu í síma 36718 í dag og á morgun. Barnapía - Breiðholt Óska eftir barnapíu til að gæta tveggja barna kvöld og kvöld. Upplýsinar í síma 75875. 3 tveggja mánaða vel vandir og fallegir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 15325 eftir kl. 7 á kvöldin. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla fbúð til leigu. Skilvisum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 35236. Commodore PC 10 tölva með Epson LX-80 prentara til sölu. Uppl. í síma 91 -686856 og 932567 á kvöldin. Gamalt virðulegt vel bólstrað sófasett, fyrirferðar- mikið og þungt, sófi og 2 stólar með gulbrúnu áklæði til sýnis og sölu á kr. 30 þús. að Öldugötu 42, efstu hæð. Sími 23236 í hádeginu og eftir kl. 19 á kvöldin. Þriðjudagur 7. júlí 1987 ÞJÓÐVILJJNN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.