Þjóðviljinn - 07.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími'
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Priðjudagur 7. júlí 1987 144. tölublað 52. órgangur
i
LEON
SKÓLACÖNGU
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Sjómannasambandið
Kínaviðskipti
Treystum fiskifræðingum
Sjómannasambandið: Ekki nema gott eitt um það að segja efgóðœrið í sjónum geturskilað okkur
þyngrifiski í veiðarfœrin. Fiskveiðistjórnun: Af illri nauðsyn, en förum eftir henni
ViS getum ekki annað en treyst
vísindamönnunum hjá Haf-
rannsóknastofnuninni í þeirra
mati á því hvað mikið má veiða af
þorski og öðrum tegundum
hverju sinni. Ennfremur höfum
við ályktað þess efnis að á meðan
við höfum af illri nauðsyn fisk-
veiðistjórnun er ekki um annað
að ræða en að fara eftir henni,
segir Hólmgeir Jónsson, hagfræð-
ingur hjá Sjómannasambandi Is-
lands.
í nýlegri skýrslu Hafrann-
sóknastofnunar um ástand fisk-
stofnanna er lagt til að dregið
verði úr sókninni í þorskstofninn
um 20% á næstu tveim árum og
góðærið í sjónum verði notað til
að ná þorskstofninum upp. í til-
lögu Hafrannsóknastofnunar er
því lagt til að þorskveiðin verði
ekki nema 300 þúsund tonn
næstu tvö ár. En á móti er lagt til
að meira megi veiða úr ýsu- og
ufsastofnunum en gert hefur ver-
ið vegna góðrar stöðu þeirra.
„Um það að nota góðærið í
sjónum til að ná upp þorskstofn-
inum er ekkert nema gott að
segja. Því það er og hefur alltaf
Rússneska
verið kapþsmál sjómannastéttar-
innar að huga vel að framtíðinni,
og ef það er reyndin að hægt sé að
ná þorskstofninum upp á tveimur
árum og að hann þá skili sér
þyngri en nú er í veiðarfærin,
styðjum við þessar tillögur fiski-
fræðinganna heilshugar,“ sagði
Hólmgeir að lokum. * grh
Ásta Lúðvíksdóttir ánægð með vel heppnaða bananarækt heima hjá sór þar sem hún náði um 40 stórum og lystilegum
banönum úr ræktinni. Bananaplantan hennar er um þriggja og hálfs árs og er afleggjari af eldri plöntu sem hún átti. Mynd
-E 1 Bananar
Góð heimauppskera
Asta Lúðvíksdóttir í Hafnarfirði fékkyfir 40fallega banana afplöntunni í
garðstofunni sinni. Hafsteinn Hafliðason: Erfið rœktun, hverplanta þarfmikið
pláss og hita
Með silfur
frá Moskvu
Ásdís Þórhallsdóttir og Gunnar
Hansson, nemendur í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð unnu
silfurverðlaun á olympíuleikun-
um í Moskvu í lok júní. Þau hlutu
í verðlaun 5 ára ókeypis háskóla-
nám í Sovétríkjunum að eigin
vali.
Þetta er í 6. skipti sem Sovét-
menn halda slíka keppni en ís-
lendingar voru nú í íýrsta skipti
meðal keppenda. Alls tóku um
500 unglingar frá 80 þjóðlöndum
þátt í keppninni.
- Þetta er stórgóður árangur og
ég er mjög ánægð, sagði Ingi-
björg Hafstað kennari sem hefur
kennt þeim Ásdísi og Gunnari
rússnesku undanfarin ár. -•g-
- Það kom stór kólfur á plönt-
una í september í fyrra og það
lifðu síðan tveir klasar af vetur-
inn og hafa þroskast vel í sumár
og uppskeran er rúmlega 40 ágæt-
is bananar, segir Ásta Lúðvíks-
dóttir kennari í Hafnarfirði, en
bananaplantan sem hún hefur
haft í garðstofunni sinni sl. hálft
fjórða ár hefur nú borið ríku-
legan ávöxt.
Að sögn Hafsteins Hafliða-
sonar garðyrkjumanns, hefur
það færst nokkuð í vöxt á síðustu
árum að fólk rækti banana í
heimahúsum en árangurinn er
nokkuð misjafn.
Hafsteinn sagði að banana-
ræktun væri ekki stunduð í
atvinnuskyni hérlendis vegna
þess að þetta væri bæði pláss- og
hitafrek ræktun. - Hver planta
þarf um 3-4 fermetra rými og
hitastigið þarf aðvera um 24-40
gráður á celsíus til að einhver ár-
angur verði.
Þeir bananar sem ræktaðir eru
hérlendis í gróðurhúsum og
heimahúsum eru að sögn Haf-
steins afkomendur plöntu sem
Eiríkur Hjartarson í Garðyrkju-
stöðinni í Laugardal flutti til
landsins 1939, rétt fyrir byrjun
seinni heimsstyrjaldarinnar.
- grh
Nýja stjórnin
Tveir formenn í
fjárveitinganefnd
Svo virðist sem kratar og Framsókn œtli sér jöfn
völd í forystu fjárveitingarnefndar á nœsta kjör-
tímabili
Formaður verður Alþýðu-
flokksmaður, að ölium líkind-
um Kjartan Jóhannsson, en sam-
kvæmt skriflegu samkomulagi
Steingríms Hermannssonar og
Jóns Baldvins Hannibalssonar
verður varaformaðurinn úr
Framsókn jafn Kjartani að tign.
Alexander Stefánsson er líkleg-
astur til varaformennskunnar,
fær hana í sárabætur fyrir stól-
missinn.
Á sunnudag gerðu formenn
Alþýðuflokks og Framsóknar-
flokks með sér skriflegan samn-
ing um að formaður og varafor-
maður nefndarinnar „vinni sam-
eiginlega að öllum undirbúningi
og afgreiðslu frumvarps til fjár-
laga“. Þá er gert ráð fyrir því að
varaformaðurinn taki sæti for-
mannsins í tveimur af mikilvæg-
ustu nefndum um ríkisrekstur-
inn, ráðninganefnd ríkisins og
samstarfsnefnd um opinberar
framkvæmdir, sem oft er kölluð
„bremsunefndin“.
/Viss verkaskipti milli formanns
Ueykjavík, 5. jðlí 1987.
Staófest er eamkomulðq Jiqsb efnis, a<5 qert er rkð fyrir
í>v{, að formaður og varnformaður f járvei tínganefndar vinni
sameiginlega nð öllum undirhúninqi og afqreiðalu frumvarpa til
fjárlaga. Jafnframt er qert ráð fyrir pví, að varaformaður eigi
sæti { ráðninganefnd rfkiains og i samstarfsnefnd um opinberar
frarakværadir.
44
P. h. Pramsóknarflokks.
Skriflegt samkomulag Jóns og Steingríms um tvíveldi í fjárveitinganefnd. Fram-
sókn í bremsunefndina.
og varaformanns í hinni störfum
hlöðnu fjárveitinganefnd hefur
þótt sjálfsögð, en veldi varafor-
mannsins hefur ekki áður verið
þvílíkt sem nú er ætlunin, og eins-
dæmi að stjórnarflokkar geri með
sér skriflegt samkomulag um
slíkt. Steingrímur Hermannsson
mun hafa krafist undirskriftar
Jóns Baldvins, og átti plaggið að
fara leynt.
Athygli vekur að Sjálfstæðis-
flokkurinn kemur hér hvergi
nærri. -m
Kínavara
full-
boðleg
Kínversk-íslenska
verslunarfélagið hygg-
ur á innflutning frá
Kína. Friðrik Hró-
bjartsson hjá Kínversk-
íslenska verslunarfé-
laginu: Kínverjarþœgi-
legir í viðskiptum.
Bjóðum upp á góða og
ódýra vöru
Burstagerðin hefur lengi átt
góð verslunarviðskipti við
Kína og fengið frá þeim hráefni til
burstagerðar, pcnsla og fleira. Ég
og félagar mínir höfum áhuga á
að reyna að auka innflutning frá
Kína og þess vegna fórum við út í
að stofna sérstakt fyrirtæki um
þennan innflutning, sagði Friðrik
Hróbjartsson, hjá Burstagerð-
inni og einn eigenda að nýstofn-
aðri umboðs- og heildverslun,
Kinversk-íslenska verslunarfé-
lagsins hf.
Að sögn Friðriks Hróbjarts-
sonar, hafa Kínverjar uppá mikið
af góðri og ódýrri vöru að bjóða.
„Ýmislegt gerir það þó að verk-
um að viðskipti við Kína eru erf-
ið. Farmgjöldin eru mjög há á
svona langri leið og það tekur
átta vikur að fá vöruna hingað til
lands,“ sagði Friðrik.
„Kínverjar eru afskaplega
þægilegir í viðskiptum og þeim er
umhugað að efla viðskiptatengsl
við íslendinga. Við hjá Kínversk-
íslenska verslunarfélaginu höfum
fullan hug á því að reyna að rækta
það samband, sem þegar er til
staðar. Meðal þess, sem við höf-
um í huga að flytja inn frá Kína,
er borðbúnaður, hvers kyns ver-
kfæri og matvörur koma einnig til
greina,“ sagði Friðrik Hróbjarts-
son. _ rk
Akranes
Gísli talinn
ömggur
Talið er nær öruggt að Gísli
Gíslason, bæjarritari á Akrancsi,
verði ráðinn bæjarstjóri á Akra-
nesi í stað Ingimundar Sigurpáls-
sonar, sem er á förum til Garða-
bæjar.
Ingimundur tilkynnti í vor að
hann hyggðist taka við bæjar-
stjórastöðunni í Garðabæ af Jóni
Gauta Jónssyni og var staðan á
Akranesi þá auglýst laus til um-
sóknar.
Margir sýndu stöðunni áhuga,
en þar sem sýnt var að bæjar-
stjórnarmeirihluti Alþýðubanda-
lags og Framsóknar hafði áhuga á
að ráða Gísla í starfið, varð fátt
um umsóknir þegar upp var stað-
ið.
Ráðning bæjarstjóra verður
tekin fyrir á fundi bæjarráðs á
fimmtudaginn og á bæjarstjórn-
arfundi n.k. þriðjudag. -gg