Þjóðviljinn - 07.08.1987, Qupperneq 1
Saumastofur
Iðnaður á heljarþröm
Reynir Karlssonframkvœmdastjóri Landssamtaka sauma- ogprjónastofa: Röðin
er komin að best reknufyrirtœkjunum. Fjórhliða viðrœður um úrbœtur
Það eru fyrst og fremst
saumastofurnar sem hafa lagt
upp laupana að undanfornu, og
þær hafa staðið ennþá verr en
prjónaiðnaðurinn. Ástandið er
skárra í þeim fyrirtækjum sem
reka bæði prjóna- og saumastof-
ur, sagði Reynir Karlsson hjá
Landssamtökum sauma- og
prjónastofa þegar Þjóðviljinn
leitaði frétta af stöðu atvinnu-
greinarinnar.
Sunna á Hvolsvelli, Sif í Að-
aldal, Katla í Vík í Mýrdal, Fram-
tak á Selfossi, Dúkur í Skeifunni í
Reykjavík, og nú síðast Prjóna-
stofa Borgamess; kunnugleg
upprifjun á fyrirtækjum í
greininni sem hafa verið að hætta
eða að minnsta kosti segja upp
starfsfólki undanfarin misseri.
Að sögn Reynis er vandinn slíkur
að nú er röðin komin að þeim
fyrirtækjum í þessum iðnaði sem
hafa verið talin hvað best rekin,
og tiltók hann saumastofuna Dúk
til marks um það. Hún hætti í
sumar, en þar unnu 30 til 40
manns.
„Ástæðurnar eru ljósar,“ sagði
Reynir. „Verðið hefur ekkert
hækkað í erlendri mynt, en
kostnaðurinn innanlands hefur
hækkað, þar á meðal launin.
Saumastofumar sauma ullar-
flíkur til útflutnings, og þá fyrst
og fremst fyrir þrjá stærstu út-
flytjenduma, Sambandið, Ála-
foss og Hildu. Þeir kaupa oftast
hráefnið, voðina, af þessum aðil-
um - þar er þeim skammtað verð-
ið - og síðan selja þær þessum
stóra aðilum vöruna aftur fyrir
tiltekið verð. Þannig að þessir út-
flytjendur ákveða verðið að
mestu leyti, og því er litlu sauma-
stofunum stillt upp við vegg.
Fyrirtækin hafa verið að hætta
eitt af öðru síðastliðin tvö ár, og
það er hætt við að þessi iðnaður
líði undir lok á árinu ef ekkert
verður að gert.“
Að sögn Reynis standa nú yfir
fjórhliða viðræður um leiðir til
úrbóta. Þeir sem taka þátt í þeim
eru Landssamtök prjóna- og
saumastofa, Félag íslenskra iðn-
rekenda, Útflutningsráð og full-
trúar útflytjenda.
„Málið stendur um að setja sér
Hafskipsmál
Jónatan
saksóknari
Jónatan Þórmundsson
lagaprófessor og núverandi for-
seti lagadeildar háskólans verður
saksóknari í Hafskipsmálum í
stað Hallvarðar Einvarðssonar
sem dæmdur hefur verið vanhæf-
ur til starfans vegna bróðernis við
einn fyrrverandi bankaráðs-
manna í Útvegsbankanum.
Jón Sigurðsson dómsmálaráð-
herra skipaði Jónatan í gær, og
sækir hann bæði mál gegn for-
ystumönnum Hafskips og æðstu
mönnum Útvegsbankans.
langtímamarkmið,“ sagði Reyn-
ir. „Við þurfum að selja meira og
helst dýrari flíkur, en það kallar
væntanlega á nýja hönnun. En
tillögur um langtímamarkað ein-
ar og sér duga ekki til vegna þess
að fyrirtækin standa nú mjög illa
eftir tveggja ára tap. Það þarf líka
að fleyta þeim yfir þessa erfið-
leika núna ef þau eiga að lifa af.
Auk alls annars er þetta
byggðamál. Mörg þessara fyrir-
tækja em úti á landi og víða eini
iðnaðurinn. Ljóst dæmi um þetta
er jafnframt það nýjasta: Prjóna-
stofa Borgamess. Ef af lokun
hennar verður hefur það sitt að
segja um atvinnuástandið á
staðnum,“ sagði Reynir að lok-
um.
HS
Ólafur Gunnarsson (lengst tll hægri í efri röð) ásamt félögum sínum á uppslættinum við Hvanngjá. Mynd: gg.
Vegskálagerð
Alltaf í viðbragðsstöðu
Nýr vegskáli undir Óshlíðinni. Ólafur Gunnarsson verkstjóri: Eigum fótumfjör
að launa efhlíðinfer afstað
Maður veit aldrei hvenær
hrynur úr hlíðinni, en við erum
með sérstakan nema þarna uppi,
þannig að ef hrun fer af stað vælir
í sírenu og þá eigum við fótum
okkar fjör að launa. Við erum
alltaf í viðbragðsstöðu þar til
þessi veggur hefur verið steyptur,
sagði Olafur Gunnarsson verk-
stjóri við byggingu vegskála
undir Óshlíð um þcssar mundir,
nánar tiltekið við Hvanngjá ytri.
Vinnustaðurinn er óneitanlega
nokkuð hrikalegur, en grjótið í
hlíðinni hefur ekki amast við
þeim enn. Ólafur sagðist gera ráð
fyrir að skálinn, sent er 30 metra
langur, yrði tilbúinn fyrir haust-
ið. Þessi skáli er annar sinnar teg-
undar undir Óshlíð en stefnt er að
því að þeir verði alls fjórir á
hættulegustu stööunum.
Þessi mannvirki eiga að þola
mikil högg og fara að sögn Ólafs
45 tonn af jámi og um 800 rúm-
metrar af steypu í skálann. Járnið
í burðarveggjum er tomma að
þykkt. Það eru 6,40 m undir loft,
sem er 80 sentímetrar að þykkt,
svo mönnum ætti í framtíðinni að
vera óhætt að aka um þennan
stað.
-gg
Vestur-Þýskaland
Fiskverð
fellur enn
EBE veitti undanþágu
frá lágmarksverði þegar
Ögri RE seldi ígœr.
Hefurekki verið veitt
áður. Fékk26 krónur
fyrir kílóið
Fiskverð fellur enn á fiskmark-
aðinum f Vestur-Þýskalandi. í
gær seldi togarinn Ogri RE 152
tonn af karfa og var meðalverð
sem fékkst fyrir fiskinn 26 krónur
fyrir kflóið. Ögri selur síðan aftur
í dag.
Karfinn sem Ögri RE seldi í
gær var seldur í frystingu. Ef
hann hefði verið seldur í bræðslu
hefði fengist fyrir hann aðeins 2
krónur fyrir kílóið. Efnahags-
bandalag Evrópu veitti undan-
þágu frá lágmarksverði við söl-
una í gær, en lágmarksverð er 35
krónur fyrir kílóið af fiski. Hefur
undanþága sem þessi ekki verið
veitt áður. Vitað er um einn ís-
lenskan togara sem á pantaðan
söludag í Þýskalandi á næstu
dögum. grh
Millisvœðamótið
Yfirvegað
jafhtem
Jóhann enn efstur
Jóhann Hjartarson og Salof
sömdu yfirvegað stórmeistara-
jafntefli eftir 11 leiki í skák sinni í
15. umferð millisvæðamótsins í
Szirak í gær.
Beljavskí og Nunn gerðu einn-
ig jafntefli, en Portisch vann
Christiansen, og er staða efstu
manna nú þannig að Jóhann hef-
ur enn forystu með 11 vinninga,
Salof og Portisch hafa 10Vi, Nunn
10 og jafnteflislega biðskák, Belj-
avskí 10.
í dag verður gert útum bið-
skákir á mótinu, en á morgun er
tefld næstsíðasta umferð. Jóhann
hefur þá svart gegn Kanada-
manninum Allan, sem er lægstur
á mótinu. í síðustu umferð hefur
Jóhann hvítt gegn Beljavskí. Þrír
komast áfram í áskorendakeppn-
ina, og takist það hafa íslending-
ar ekki komist jafnnærri heims-
meistaratitlinum síðan Friðrik
tefldi á áskorendamóti í Portoroz
fyrir um þremur áratugum. -m
Heimurinn
Arabafjölgun
oa upd-
dráttarsýki
Verða arabar brátt fleiri en gyð-
ingar í gyðingaríkinu ísrael? Arni
Bergmann fjallar um sambúðar-
vanda Palestínumanna og gyð-
inga í ísrael í Heimi.
Hvernig fer fyrir rótttækum
vinstriflokkum ef þeir kinoka sér
við því að leggja gamlar kenni-
setningar og kreddur fyrir róða
og neita að lifa í samtímanum?
Einar Már Jónsson gerir uppd-
ráttarsýki franska kommúnista-
flokksins að umtalsefni í Heimi.