Þjóðviljinn - 07.08.1987, Síða 4
LEH3ARI
Handónýtt húsnæðiskerfi
Aöilar vinnumarkaöarins geröu á sínum tíma
svokallaða þjóðarsátt. Þessi þjóðarsátt var mjög um-
deild á vinstri vængnum. Það fór heldur ekki dult, að
Þjóðviljinn var í fararbroddi þeirra sem töldu ranga
þá stefnu sem þjóðarsáttin svokallaða fól í sér.
En eitt af því sem málsvarar þjóðarsáttarsamning-
anna brugðu einkum á loft til varnar samningunum,
var gjörbreytt og miklu betra húsnæðislánakerfi sem
af þeim leiddi.
Ymsir gengu jafnvel svo langt að halda því fram að
breytingarnar á húsnæðiskerfinu væru „gjörbylting"
til hins betra.
Aðrir töldu verjanlegt að halda að minnsta kosti
hlutleysi við samningana, á þeim forsendum að þeir
leiddu til mikilla bóta á kerfinu, sem vissulega þarfn-
aðist lagfæringa.
Þessi afstaða var skiljanleg, vegna þess að fors-
varsmenn beggja aðila héldu mjög stíft fram ágæti
þessara breytinga.
Þegar svo Þjóðviljinn gagnrýndi samningana á
sínum tíma var þeirri gagnrýni gjarna svarað með
spurningunni: Er þá blaðið á móti bættu húsnæði-
skerfi?
En það var eigi að síður einmitt Þjóðviljinn, sem frá
upphafi lét í Ijósi miklar efasemdir um ágæti hins nýja
kerfis. Blaðið benti á fjölmarga ágalla þess og veilur.
Það léði jafnframt rúm undir skoðanir manna á
borð við Stefán Ingólfsson, sem af miklu hugrekki
hélt áfram rökstuddri gagnrýni á kerfið í harðri and-
stöðu við yfirboðara sína hjá ríkinu.
Á sínum tíma var gagnrýni Stefáns Ingólfssonar
vísað á bug af báðum aðiium vinnumarkaðarins. Það
er líka fróðlegt að rifja það upp, að Þjóðviljinn varð
innan Alþýðubandalagsins fyrir harðri gagnrýni fyrir
efasemdir blaðsins um gagnsemi hins nýja hús-
næðiskerfis.
Nú er hins vegar komið á daginn, að efasemdir og
gagnrýni Þjóðviljans voru fullkomlega réttmætar.
Nýja húsnæðiskerfið er nefnilega gjörónýtt, - sam-
kvæmt úttekt Jóhönnu Sigurðardóttur fél-
agsmálaráðherra.
í tilkynningu sem ráðuneyti hennar sendi frá sér í
gær er staðhæft, að á fyrsta ári kerfisins hafi „gríðar-
lega mikil vandarnál skapast".
Þarer jafnframtfullyrt, að „margaraf grundvallar-
f orsendum þess hafa ekki staðist".
Þar er staðfest það sem áður hafði komið fram í
Þjóðviljanum, að hætt var að veita lánsloforð til hús-
byggjenda þann 12. mars og þá voru hirslur Bygg-
ingasjóðs ríkisins gjörtæmdur. Búið að lána allt það
fjármagn, sem sjóðurinn hafði til ráðstöfunar 1987,
mestöllu fénu fyrir árið 1988 og 380 miljónum af
ráðstöfunarfé ársins 1989.
Sorglegast er þó, að kerfið er svo fullkomlega
klikkað, að stórkostlegum upphæðum hefur verið
sóað í fólk sem sannanlega þurfti alls engin lán, -
fólk, sem átti nóg fjármagn fyrir. Á meðan standa
hundruðum saman ungar fjölskyldur frammi fyrir
luktum dyrum Húsnæðisstofnunar, og eiga ekki í
neitt hús að venda.
Það kemur fram í upplýsingum frá félagsmálaráð-
herra, að um 1200 manns, sem áttu skuldlausar
eignir upp á 3 miljónir eða meira, höfðu fengið lán-
sloforð. Þetta er dæmi um sjálfvirkni og að því er
virðist fullkomið hömluleysi kerfisins.
Nú er það svo, að vitaskuld verður fólk sem er að
koma upp börnum að eiga kost á aðstoð í formi
húsnæðislána til að stækka við sig húsnæði. En
meðan verulegur skortur er á fjármagni hlýtur að
vera réttlætanlegt að skipa fólki í forgangshópa eftir
þörf hverrar fjölskyldu.
Þannig er það staðreynd, að um 3-400 miljónum
verður samkvæmt lánsloforðum varið í lán til um 250
aðila, sem eiga hver um sig skuldlausa eign upp á 4
miljónir að minnsta kosti. Þess eru jafnvel dæmi, að
fólk sem er að minnka við sig húsnæði notar sjálf-
virkni kerfisins til að kría út gott lán, sem það notar
svo tii að græða enn meira fé á fjármagnsmörkuðun-
um.
Hið nýja kerfi er jafnvel svo brjálað, að dæmi er um
aðila sem á fyrir fimm(!) íbúðir, og fékk lán fyrir þeirrj
sjöttu hjá Byggingasjóði.
Hvernig er nú svonalagað hægt?
Kerfið virðist einnig mismuna þeim sem verst eru
settir. f tiikynningu félagsmálaráðherra er þannig
upplýst, að um 200 fjölskyldum hafi verið hafnað á
þeim forsendum að þær hefðu ekki nægar tekjur.
Þessu fólki er þarmeð vísað á félagslega kerfið. En
ástandið er nú ekki beysnara en svo á þeim bænum,
að í þeim geira verður ekki um neinar nýjar fram-
kvæmdir að ræða á næsta ári.
Með öðrum orðum: kerfið veitir sjálfvirk lán til stór-
eignamanna sem ekki hafa nokkra þörf fyrir hús-
næðislán, en úthýsir barnmörgum fjölskyldum lág-
launafólks!
Jóhanna á hrós skilið fyrir að kveða upp úr með
gagnsleysi húsnæðislánakerfisins, sem þjóðarsáttin
gat af sér. Nú þarf að láta hendur standa frám úr
ermum og byggja nýtt og réttlátara kerfi.
-ÖS
KUPPT OG SKORIÐ
Samkeppnin
sem brást
Sá sem í dag klippir skal játa
það fúslega að honum hefur
aldrei verið um þá samkeppni
gefið, sem ku knýja áfram hag-
vöxt og velmegun. Fyrst og
fremst vegna þess usla sem hún
veldur í sálartetri einstaklingsins
og samskiptum manna yfir
höfuð.
En hann hefur eins og aðrir
sætt sig með árunum við það, að
þessi samkeppni sé eins og hvert
annað óumflýjanlegt hundsbit til-
verunnar. Og sett upp sakleysis-
svip ( eða faríseasvip ef menn
vilja það heldur) og hugsað sem
svo; guð ég þakka þér að ég er
ekki eins og þessir samkeppnis-
hundar.
Þið kannist við þetta.
Og altént hefur maður haft til-
hneigingu til að trúa því, að sam-
keppnin og markaðsfrelsið sem
hún verður að hafa, geti að
minnsta kosti tryggt eitt. Það, að
á endanum græði blessaður
neytandinn á öllum þeim kosta-
boðum sem þeir neyðast til að
gjöra okkur sólistarnir í sam-
keppnisdansinum. Verðið fari
m.ö.o. lækkandi. Fyrir nú utan
það að þjónustan batnar.
Þetta virðist bara ekki ganga
eftir, því er nú fjandans ver.
Því miður
Við vorum ekki alls fyrir löngu
að minna hér í Klippt og skorið á
fróðlega úttekt sem gerð var í
Bandaríkjunum um þróun þjón-
ustunnar. Öllum bar saman um
að henni færi síhrakandi. Ekki
vegna skorts á samkeppni heldur
vegna þess hve hörð hún er. Það
eru allir að reyna að komast af
með sem allra minnst vinnuafl,
og náttúrlega þýðir það, að hver
og einn þjónustukraftur verður
að hamast meira og vera sneggri
að afgreiða kúnnana. Ef þá hin-
um fræga mannlega þætti er ekki
með öllu kippt úr sambandi og
tölva sett í staðinn.
Þetta er vísast þróun sem á sér
stað um allan heim með mismun-
andi hraða. Og snýr þar með að
okkur líka. En þó eru það önnur
vonbrigði með samkeppnina sem
eru enn meira áberandi í okkar
þjóðlífi. Og þau eru blátt áfram
tengd því, að harðnandi sam-
keppni og fjölgun samkeppnisað-
ila lækkar ekki verðlag á hlutum
og þjónustu. Eða manni sýnist
það amk næsta sjaldgæft.
Það er fullt af dæmum sem
gætu komið upp í hugann,
gömlum og nýjum. Við munum
kannski eftir því, að þegar
leikföng voru einn sá vöruflokkur
sem verðlagseftirlit náði ekki til,
hafði það frelsi ekki önnur áhrif
en ótrúlega óhagstætt verðlag
bæði í innkaupum og smásölu.
Við þekkjum nýju dæmin af raf-
tækjunum sem eru með dularfull-
um samkeppnishætti orðin jafn-
dýr í höfn í Reykjavík og þau eru
út úr búð í grannlandi. Við vitum
að það er sama hvaða tækninýj-
ungar koma til skjalanna í bygg-
ingariðnaði og viðgerðaþjónustu
- hver nýjung er miklu líklegri til
að hækka verð á seldri vinnu en
lækka það.
Þetta er allt svo dularfullt að
manni dettur ekkert ráð skárra í
hug en að vísa á þjóðarsálina. En
eitt helsta einkenni hennar er það
sem fram kemur í vísupartinum
fræga:
þegar ein kýrin pissar
er annarri mál
Það er að segja: fái einhver
mörlandi frábæra samkeppnis-
hugmynd, þá hleypur her manns
á eftir honum og gerir það sama
og hann. Hvort sem hann er nú
að reisa frystihús eða reisa hótel á
rústum frystihúsa eða þá að
stofna til fiskeldis í rústum hótela
og þar fram eftir götum.
Fiskur og
sjónvarp
Samkeppnisrausið að ofan átti
sér raunar annað tilefni upphaf-
Iega en tíðindaleysi sólskinsdag-
anna.
Klipparinn var nefnilega að
blaða í nýlegum blöðum og rakst
þá á uppslátt í Tímanum um það,
að eftir að fiskmarkaðirnir frjálsu
opnuðu hafi það fyrst af öllu gerst
að verð á eftirlætissoðningunni
hafi hækkað stórlega. Ýsuflökin
komin á 240 krónur út úr búð til
neytanda.
Það er nefnilega það.
Aftur á móti bárust svo nokkru
síðar þær fregnir, að verð á fiski
hefði hrunið eins og hendi væri
veifað á mörkuðum í Þýskalandi.
Það var látið í ljós í stórum fyrir-
sögnum að þetta væri eitt mesta
áfali fyrir afkomu íslendinga sem
hugsast gæti.
Og er náttúrlega ekki úr vegi
að spyrja: var það hörð sam-
keppni á fiskmörkuðum sem
lækkaði verðið svo skyndilega?
Gátum við fengið nokkra huggun
í harmi okkar sem fiskseljendur í
þvf, að einhversstaðar í veröld-
inni kæmi samkeppnin til góða
þeim sem fisk éta á lægra verði í
dag en í gær?
Því var því miður ekki að
heilsa.
Eins og menn vita hrundi físk-
markaður í Þýskalandi ekki
vegna samspils framboðs og eftir-
spurnar og ekki vegna þess að
einhverjir framagjarnir ungir
menn ætluðu að vinna stóra vinn-
inginn í markaðslottóinu með
skyndiviðskiptum við hæpin
pappírsfy rirtæki. Markaðurinn
hrundi vegna sjónvarpsins. Það
var birt frétt um orma sem höfðu
sést í danskri síld. Og þar með var
fjandinn laus, þýska þjóðin
fylltist slíkum viðbjóði að hún
mátti ekki heyra fisk nefndan um
skeið.
Sjónvarp er því miður ekki
upplýsingamiðill í neinum venju-
legum skilningi. Sjónvarp skapar
hinsvegar múgsefjun með eða
móti fiski, Græningjum, smjöri
eða Albert Guðmundssyni á ein-
hvern órökvísan hátt, sem kemur
ekkert við skynsemi eða rökum
máls.
Eina vonin
Ormur í danskri síld getur því
aðeins eyðilagt sölu á íslenskum
fiski í heilu þjóðríki að sjónvarp-
ið er til. Og við getum ekki rétt
hlut okkar í þessu máli með því
að vanda nú sérstaklega til fisk-
sendinga til Þýskalands á næst-
unni. Né heldur með því að efna
til auglýsingaherferðar um að
fiskur sé bæði gáfnaaukandi og
kynlífsstyrkjandi. Eina von okk-
ar út úr ógöngum er bundin því
að það sama sjónvarp ýti áhyg-
gjum af ormum í fiski til hliðar
með því að finna á næstunni ólög-
iegt litarefni í pylsum, fornt sinn-
epsgas í grænkáli eða skordýral-
irfur í fleski. ÁB
þlÓÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
R!t8tjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGislason,
Ragnar Karfsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson.
Útlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmda8tjórl: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrif stof ust jóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýslngastjóri: Sigríður HannaSigurbjörnsdóttir.
Auglýalngar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbrelðslu-ogafgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson.
AfgreiÖ8la: Ðára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljanshf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verö f lausasölu: 55 kr.
Helgarblöð:60kr.
Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. ágúst 1987