Þjóðviljinn - 07.08.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Blaðsíða 9
HEIMURINN HEIMURINN Uppdráttarsýki franskra kommúnista Flokkurinn hefur tapað rúmum helmingifylgis síns áfáum árum Um þessar mundir er sumar- leyfisástand í stjórnmálum í Frakklandi eins og annars staðar, en það liggur samt einhvern veg- inn í loftinu að í aðsigi er margra mánaða kosningabarátta fyrir forsetakosningar. Hingað til hafa þó aðeins tveir menn lýst því yfir að þeir ætli í framboð, hvor á sín- um enda stjómmálaíitrófsinS. í vor tilkynnti Le Pen, eins og óral- engi hafði verið ljóst að hann myndi gera, að hann ætlaði að bjóða sig fram fyrir hönd hins hægri sinnaða þjóðernisflokks síns. Skömmu síðar ákváðu kommúnistar hver skyldi verða frambjóðandi þeirra, og vissu menn ekki hvaða nafn kæmi upp, en fyrir valinu varð hinn litlausi apparats-kall André Lajoinie, og hefði reyndar hver sem er úr því apparati komið til greina eins vel og hann. Eins og leikbrúða Pótt þessir menn komi úr þeim flokkum sem yst standa í frönsk- um stjórnmálum og eigi það sam- eiginlegt að hafa enga von um að komast lengra en í fyrri umferð forsetakosninganna,- er staða þeirra að flestu leyti gerólík. Le Pen hefur nú mjög byr í seglin, eins og flokkur hans yfirleitt: hann getur gert sér vonir um að fá yfir tíu af hundraði atkvæða og jafnvel upp undir tuttugu af hundraði, og er líklegt að hann geti gert stóran usla meðal hægri frambjóðenda þannig að þeir verði jafnvel að taka tillit til hans og kjósenda hans og miða stefnu- skrá sína að einhverju leyti við það. Framboð André Lajoinie virðist hins vegar tilgangslítið hvernig sem á það er litið, svo virðist sem menn taki varla mark á honum og hafi engan áhuga á honum persónulega: er hann enn sem komið er a.m.k. nánast eins og leikbrúða í sjónarspili. í rauninni er þetta framboð lítið annað en nýtt stig í þeirri uppdráttarsýki sem hrjáð hefur franska kommúnistaflokkinn undanfarin sjö ár eða meir og sett mikinn svip á- allt stjórnmálalíf Frakklands, þannig að til hennar mætti jafnvel rekja hluta af upp- gangi Le Pen og hans flokks- manna. Bendir reyndar margt til þess, að hinn tryggi flokksþjónn André Lajoinie hafí verið settur í framboð tilað taka við því áfalli, sem búast má við að flokkurinn verði enn einu sinni fyrir, og „hlífa“ þannig Georges Marcha- is, hinum raunverulega valdhafa hans. En hins vegar virðist harla lítil von vera til þess að Lajoinie geti á nokkurn hátt stöðvað uppdráttarsýkina: ef ekkert kraftaverk gerist er áhrifavald kommúnistaflokksins í frönskum stjórnmálum úr sögunni... Þetta hrun franska kommún- istaflokksins er næsta undarlegt fyrirbæri, sem hefur komið flest- um stjómmálafræðingum og fréttaskýrendum á óvart. f upp- hafí benti nefnilega ekkert til þess að svo myndi fara. Á árun- um eftir 1968 var það eitt aðal- vandamál vinstri manna í Frakk- landi, hve lítið jafnvægi var milli þeirra tveggja afla, sem mynduðu samfylkingu þeirra. Eftir afdrif- arík mistök í sambandi við Alsír- styrjöldina og valdatöku de Gaulles og mikla hægri sveiflu í stefnu sinni var sósíalistaflokkur- inn nánast því í rústum og hættur Verður Georges Marchais síðar talinn böðull kommúnistatlokksins? að hafa nokkur raunhæf áhrif í frönskum stjórnmálum. Prátt fyrir mikla fylgispekt við Sovét- ríkin og margvísleg skakkaföll í því sambandi var kommúnista- flokkurinn hins vegar ákaflega sterkt afl: hann fékk iafnan um og yfír tuttugu af hundraði at- kvæða í öllum kosningum og hafði mjög sterk ítök í verkalýðs- hreyfíngunni, - svo ekki sé minnst á áhrifavald hans í menntalífi Frakklands. í forset- akosningunum 1969 hélt fram- bjóðandi kommúnista, hinn vin- sæli og litríki Duclos, þeim í tutt- ugu af hundraði, sem flokkurinn hafði venjulega, þó svo að slíkar kosningar væru jafnan mjög erf- iðar fyrir kommúnista, en Gaston Defferre, frambjóðandi sósíal- ista, sem hafði á bak við sig Mendes France, einn virtasta stjórnmálamann landsins, beið hið versta afhroð. Þegar Mitter- rand fór síðan á stúfana, reyndi að hefja viðreisn flokksins og koma á vinsta samstarfi, hömr- uðu andstæðingar hans mjög á því, að hann yrði aldrei annað en „gísl kommúnista“, og eins og málum var þá háttað var þetta nokkuð sterkur áróður. Endurnýjunaþörf Á þessum tíma var það nánast því lífsnauðsynlegt fyrir báða flokkana, sósíalista og kommún- ista, að þeir endurnýjuðu sig, gerðu hreint fyrir sínum dyrum eftir gömul mistök og kæmust í takt við samtímann. Sósíalistar þurftu að snúa baki við þeirri hægri stefnu, sem mistekist hafði, viðurkenna mistök sín í Alsír og víðar og koma fram með raun- hæfan boðskap. Undir stjórn Mitterrands, sem verið hefur óumdeildur leiðtogi flokksins all- ar götur síðan 1971, verður ekki annað sagt en þetta hafi tekist mjög vel: eftir þá miklu endur- nýjun, sem fólst m.a. í því að ný kynslóð komst til valda og teknar voru upp margar af hugmyndum róttæklinga eftir 1968, hefur só- síalistaflokkurinn fengið mjög mikinn hljómgrunn og er nú stærsti stjórnmálaflokkur Frakk- lands. Kommúnistar þörfnuðust ekki síður endumýjunar: þeir þurftu að losa um tengslin við sovéska kommúnistaflokkinn og endur- skoða alla afstöðu sína gagnvart Austur-Evrópuríkjunum, og jafnframt að endurskoða boð- skap sinn og kenningar. Reyndar mætti segja að þurft hefði að taka til gagngerrar athugunar alla stöðu flokksins í frönsku þjóðlífi, því síðari tíma þróun bendir til þess að styrkur flokksins hafi þá hvflt á veikri undirstöðu: hluti af alþýðufylgi flokksins var ótraust „óánægjufylgi“ (franskir stjórn- málaj-fræðingar orða það svo, að flokkurinn hafi þá gegnt svipuðu hlutverki og „tribunus plebis" í Róm hinni fornu, en því mætti líkja við hlutverk alls kyns upph- laupsflokka hér á landi), og ekki var trútt um, að vinsældir flokks- ins meðal menntamanna stöfuðu af trúarlegri fylgispekt sumra þeirra við vafasamar kredduk- enningar. Kemur þessi „trúar- þörf“, eins og sagt hefur verið, nokkuð skýrt í ljós ef litið er í heild á feril sumra þeirra mennta- manna, sem stutt hafa kommún- istaflokkinn franska. Úr þessu öllu hefði þó mátt bæta, ef for- ystumenn flokksins hefðu þorað að horfast í augu við vandann, fínna raunhæft hlutverk handa flokknum innan vinstri arms franskra stjórnmála og skilgreina einhvern skýran boðskap. Ekki vantaði jákvæðan grund- völl til að byggja á: ítök flokksins innan verkalýðshreyfingarinnar voru verðskulduð og hann hafði aflað sér vinsælda vegna ódeigrar afstöðu sinnar í Alsírmálinu t.d. Hefði flokkurinn getað notfært sér þennan styrk og farið út á svipaðar brautir og ítalski komm- únistaflokkurinn. Um skeið benti reyndar margt til þess að þróunin stefndi í þá átt: það var í form- annstíð Valdeck-Rochet og fyrstu árin eftir að hann varð að fara frá vegna heilsubrests, þegar franskir kommúnistar tóku ein- mitt upp náið samband við ítalska bróðurflokkinn og sú hreyfing reis upp sem kennd var við „Evr- ópukommúnisma". En eftir á er ekki annað hægt er efj á þvj aþ Francois Mitterrand hefur reynst klókari stjórnmálamaður en Georges Marchais. að segja en að þessar tilraumr til endurnýjunar flokksins hafi mis- tekist herfilega og að lokum alveg runnið út í sandinn. Það er kaldr- analegt tákn um þessa öfugþró- un, að undanfarin ár hafa verið litlir kærleikar milli franskra og ítalskra kommúnista - hafa hinir síðarnefndu ekki hikað við að gagnrýna „bróðurflokkinn" fyrir norðan Alpa - en í staðinn hafa franskir sósíalistar haft jákvæð samskipti við ítalska kommún- ista. Hefur í því sambandi jafnvel verið talað um „evrópska vinstri hreyfingu“ („Eurogauche" á frönsku), sem myndi þá væntan- lega koma í staðinn fyrir Evróp- ukommúnismann sáluga. Togstreita Ekki er auðvelt að benda á neinar skýrar ástæður fyrir því að svo fór sem fór. Ljóst er að lengi vel hefur verið einhvers konar togstreita innan franska komm- únistaflokksins milli tveggja ólíkra arma: þeirra, sem hlynntir hafa verið endurnýjun flokksins og vinstra samstarfi við sósíalista, í ríkisstjórn Mauroy stóðu fjórir ráðherrar kommúnista sig vel og annarra, sem vilja halda dauðahaldi í gamlar kreddur, þó urðu kommúnistar að styðja svo að það kosti flokkinn fylgis- Mitterrand í seinni umferð, eins hrun og einangrun, - og kjósa og samstarfið væri enn við lýði. í kannske sæla og ábyrgðarlausa nafni þess tók Mitterrand upp einangrun í þeirri trú að með því stjórnarsamstarf við kommúnista séu þeir að varðveita einhvern eftir kosningasigur sinn, - og hreinan kjarna. Síðari stefnan er gerði þá um leið marklausan greinilega vond miðað við þróun þann áróður þeirra að sósíalistar fransks þjóðfélags og stjórnmála myndu áreiðanlega „svíkja" og undanfarin ár, en þó er enn verra ekki gera kommúnista að ráð- að rokka á milli þessara stefna í herrum. ruglingi og ráðleysi eins og Ekki verður um það deilt að franskir kommúnistar hafa gert. kommúnistar stóðu sig vel í ráð- Sú saga er mörgum kunn og herrastólum og bar þá mest á nokkuð auðrakin. Á árunum Charles Fitermann sem talinn var eftir 1970 stefndi flokkurinn dugmikill stjómmálamaður. Á markvisst að því að koma á vin- þessum ámm virtust „endurnýj- stra samstarfi og virtist þá mikil unarsinnar” hafa töglin og hagld- endumýjun vera í undirbúningi. irnar í flokknum en ef svo hefur En fyrir þingkosningarnar 1978 verið í raun og vem vanræktu sneri flokkurinn snögglega við þeir samt alla endumýjun á blaðinu, rauf samstarfið við sós- stefnu og starfsháttum flokksins íalista undir yfirskini, sem fáa og reyndu ekki að skilgreina hlut- blekkti þegar til lengdar lét, og verk hans við þær gerbreyttu að- hóf heiftarlegar árásir gegn sín- stæður sem skapast höfðu við um fyrri bandamönnum. Virtust sigur vinstri manna. Bein eða kreddumenn þá hafa fengið yfír- óbein afleiðing af þessu var sú að höndina (þótt engar breytingar nú fóm kommúnistar að því er yrðuástjórnflokks-apparatsins), virtist að missa „óánægjufýlgið” en stefnubreytingin hafði þær af- og telja menn að góður hluti þess leiðingar að þeir, sem aðhylltust hafí að lokum hafnað í þjóðemis- vinstra samstarf fóm að yfirgefa flokki Le Pen. flokkinn. í fyrri umferð forseta- í stjórnarsamstarfinu kyngdu kosninganna 1981 fékk Georges kommúnistar mjög verulegri Marchais, sem þá var frambjóð- stefnubreytingu sem gerð var andi floícksins, aðeins 15 af 1983 og vildu eiginlega ekki hundraði atkvæða og þótti slíkt viðurkenna að neinu hefði verið fylgishmn þá tíðindum sæta. breytt sem máli skipti, þótt öllum Vegna einingarvilja flokksmanna væri þá ljóst að þarna höfðu orðið mikil tímamót. Hins vegar not- uðu þeir þau „mannaskipti”, þeg- ar Fabius tók við embætti forsæt- isráðherra í stað Mauroy sem átyllu til að rjúfa stjórnarsam- starfið og samvinnuna við sósíal- ista og hefja á þá heiftúðugar á- rásir sem hefðu hvað sem öðm líður verið miklu skiljanlegri árið 1983. Eftir þetta var ekki neinn vafi á því að hinir mestu kreddu- menn með Marchais í broddi fylkingar höfðu nú töglin og hagldirnar í flokknum, en stefnan og öll viðbrögð flokksins ein- kenndust af ráðlausu fumi: versta dæmið um það er sennilega þegar flokksmenn reyndu að ná „ó- ánægjufylginu” aftur með því að höfða til útlendingahaturs. Fylg- ið hélt áfram að hrynja af flokkn- um: í Evrópukosningunum 1984 féll hann niður í ellefu af hundr- aði og hafði Marchais þá afrekað í formannstíð sinni að hrekja burtu helminginn af fylgi flokks- ins. Á þessum tíma virðist t.d. hafa brostið flótti í það mennta- mannalið sem fylgt hafði kom- múnistum að málum, ef það var þá ekki þegar farið að hugsa sér til hreyfings. En eftir kosningarnar 1986 gerðist það sem aldrei áður hafði gerst í sögu franska kommúnist- aflokksins: „endurnýjunarsinn- ar” fóru að bindast samtökum innan flokksins sjálfs og gagnrvna flokksforystuna harð- lega. í stuttu máli ásökuðu þeir Marchais og fylgismenn hans um að vera að leggja flokkinn alger- lega í rústir með kreddustefnu sinni og eyðileggja þannig starf margra áratuga. Þessir „endur- nýjunarsinnar” fengu það mikinn hljómgrunn innan flokksins að um skeið voru ýmsar flokks- deildir víða um land í hálfgerðu uppreisnarástandi gegn mið- stjórninni og þeir gátu látið rödd sína hljóma á æðstu stöðum: Pi- erre Juquin, einn helsti forvígis- maður þeirra, sat t.d. áfram í miðstjóm. En fljótlega eftir kosningamar var það ljóst að valdamenn flokksins myndu um síðir bera sigurorð af „endurnýj- unarsinnunum” og hrekja þá burt, þó svo að það jafngilti að sumra dómi sjálfsmorði fyrir flokkinn. Sú hefur líka orðið raunin: um leið og ákveðið var að André Lajoinie skyldi verða for- setaefni flokksins var Pierre Juq- uin sparkað burtu og er víst að „endurnýjunarsinnar” muni fara á eftir honum. Eftir situr þá Georges Marcha- is í yfirgefnu flokksvígi og er ekki furða þótt hann minni menn á rómverska spakmælið „quem deus perdere vult primus dem- entat”, eða „þann sem guð vill tortíma sviptir hann fyrst vitinu”. e.m.j. Vestur-Þýskaland/ Chile Ættmenni biðja griða Aðstandendur chileanskra dauðafanga eru nú staddir í Vestur- Pýskalandi ogfara þess á leit að þeim verði veitt hœli sem pólitískum flóttamönnum Alkunna er að í sambands- stjórninni í Bonn eru mjög skiptar skoðanir um það hvort veita beri 14 chileönskum vinstri- mönnum, sem dæmdir hafa verið til dauða, vist í Vestur- Þýskalandi. í stjórnarskrá Chile er ákvæði um að dauðadæmdir menn megi lífi halda ef þeir geti sýnt fram á að erlent ríki sé reiðu- búið að taka við þeim og þeir heita því að snúa aldrei heim aft- ur. Fjórtánmenningarnir hafa óskað eftir liðsinni Vestur- Þjóðverja en ríkisstjórnin hefur enn ekki tekið afstöðu í málinu. Bæði jafnaðarmenn og græn- ingjar eru mjög áfram um að fóíkinu verði veitt hæli. í gær komu níu ættmenni nokkurra úr hópi fanganna í heimsókn til Vestur-Þýskalands í boði græn- ingja og hyggjast þau vinna mál- stað þeirra fylgis meðal stjórnmálamanna í Bonn og al- mennings. Lögfræðingur hópsins, Sergio nokkur Corvalan, var með í för: „Þetta fólk situr í fangelsi vegna stjórnmálaskoðanna sinna. Ekki nokkur dómari á Vesturlöndum myndi dæma það fyrir það sem því er borið á brýn þar eð engar sannanir eru fyrir sakargiftunum. Öryggissveitir stjórnarinnar hafa notað líkamlegar og andlegar pyntingar til að knýja fram játn- ingar.“ Corvalan sagði fjórtánmenn- ingana vera félaga í Byltingar- hreyfingu vinstrimanna, MIR, og bætti við: „Við erum öll andsnúin hryðjuverkum í Chile en ríkis- stjórn landsins er hryðjuverka- sveit.“ Cecilia Rabrigan var kennari við hjúkrunarskóla þegar hún var tekin höndum ásamt bróður sín- um og tveggja ára gömlum syni árið 1981. Þau voru iátin hanga í hlekkjum dögum saman, kvalin með raflostum og þrásinnis hálf- drekkt í stórum vatnsbala. Bróð- irinn, Jorge, var að endingu látinn iaus og er í hópnum sem kom til Bonn í gær. Honum farast svo orð um meðferðina á sér og systur sinni: „Þeir neyddu hana til að hlusta á ópin í syni sínum og sögðu henni seinna að hann væri dáinn. Mér réttu þeir autt blað sem þeir skipuðu mér að skrifa nafn mitt á. Þvínæst útfylltu þeir það að eigin geðþótta og kölluðu „játningu” mína.“ Atvinnumálaráðherra sam- bandsstjómarinnar, Norbert Bluem, er nýkominn heim úr ferðalagi um Suður-Ameríku. Hann hitti marga aðstandendur fanganna fjórtán í Santíagó, höf- uðborg Chile, og kvað engan vafa leika á því að játningar þeirra hefðu verið þvingaðar fram með ofbeldi. í dag mun Bluem þinga með utanríkis- og innanríkismála- nefndum sambandsþingsins en þær hafa verið kvaddar saman gagngert til að fjalla um þetta mál. Á sama tíma munu chileönsku gestimir eiga fundi með fulltrú- um allra stjórnmálaflokka í Vestur-Þýskalandi og mannrétt- indasamtaka, svo sem Amnesty International. -ks. þlÓÐVILJINN 45 68 13 33 Tíminn 0 68 18 66 45 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sigla LAUS HVERFI NÚÞEGAR: Egilsgata Eiríksgata Leifsgata Þorfinnsgata Kjartansgata Miklabraut 1-15 Gunnarsbraut Bollagata Flókagata1-15 Guðrúnargata Hrefnugata Sóleyjargata Fjóiugata Laufásvegur frá 48 Smáragata Njarðargata 1-9 Bergstaðastræti frá 54 Lindarbraut Miðbraut Vallarbraut Bollagarðar Sævargarður Nesbali Laugarnesvegur að 50 Hrísateigur Hraunteigur Klrkjuteigur Sundlaugarvegur Stigahlíð Grænahlíð Eskilhlíð Mjóuhlíð Austurberg Gerðuberg Háberg Hraunberg Hamraberg Hólaberg Klapparberg Skúlagatafrá51 Skúlatún Borgartún 1-7 Hafðu samband við okkur þJÖÐVIUINN Síðumúla 6 45 6813 33 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. ágúst 1987 Föstudagur 7. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.