Þjóðviljinn - 07.08.1987, Page 10

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Page 10
ísrael: HEIMURINN Aröbum fjölgar mun hraðar en gyðingum Og þeir sem lengst eru til hœgri vilja bregðast við meðþvíaðflœma Araba úr landi Arabísk fjölskylda í Israel : “líffræðileg tímasprengja", sagði Arafat. egar ráðamenn f ísrael neita að ræða þann möguleika að stofnað verði „ríki tveggja þjóða“ í landinu bera þeir það fyrir sig að þar með yrði ekki lengur til gyðinglegt þjóðríki sem risi undir nafni. En sjálfar þær breytingar sem eru að verða á hiutföllum miili araba og gyðinga í Israel og á hernumdu svæðunum hafa þegar gert það að tímaspursmáli hve- nær Gyðingar verða komnir í minnhluta á því landi sem þeir nú stjórna í krafti hernaðarsigra. inngangi lýkur Jassir Arafat, hinn marghrjáði leiðtogi PLO, hefur einhverju sinni komist svo að orði, að Pal- estínuarabar muni sigra ísrael án þess að til enn einnar styrjaldar- innar komi. Hann setti traust sitt á það sem hann kallaði “líffræði- lega tímasprengju“ - og átti við það að arabakonur eiga miklu fleiri börn en gyðingakonur. Því mætti gera ráð fyrir því að um næstu aldamót yrðu fleiri arabar en gyðingar í Palestínu. Barneignir og pólitík Það eru fleiri en Arafat sem gefa þessari þróun gaum. Margir ísraelskir atkvæðamenn hafa tal- að um þessa „tímasprengju". Og það er ekkert líklegra en að hún springi með margskonar pólitísk- um afleiðingum, ef svo fer sem horfir, að ísrael reyni að halda í öll þau svæði sem hernumin voru í stríðinu 1967, að ekki sé talað um þann möguleika að þau verði beinlínis innlimuð, eins og Gol- anhæðir. Að vísu hafa um sextíu þúsund gyðingar sest að á þessum svæðum eftir að þau voru her- tekin, en á sama tíma hafa fæðst þar 7o þúsund arabísk börn. Á öllu þessu svæði, sem stund- um er kallað „Stór-ísrael“ í fjöl- miðlum, búa nú 3,5 miljónir gyð- inga og2,l miljóniraraba. Mann- fjöldafræðingar telja líklegt að um næstu aldamót hafi þessi hlut- föll breyst þannig, að á móti 4,3 miljónum gyðinga verði þá 3,7 miljónir araba. Landið milli Jórdanar og Mið- jarðarhafs væri þá, að því er próf- essor Arnon Sofer frá háskólan- um í Haifa segir, „í reynd orðið ríki tveggja þjóða, sem lægju í innbyrðis fjandskap líkt og því sem gerist á Norður-írlandi, Sri Lanka, Kýpur og í Baskalandi.“ Og til eru þeir sem bæta því við, að ef til lengri tíma er litið mundi þetta leiða til „þjóðarsjálfs- morðs“ fyrir gyðinga ísraels. Aðstreymi og brottflutningar Palestínuarabar á þessu landi væru reyndar mun fleiri nú en raun ber vitni hefði ekki komið til mikillar þenslu í atvinnulífi olíu- auðugra arabaríkja á sjöunda áratugnum. Á þeim tíma leituðu arabar tugþúsundum saman til starfa í ríkjunum við Persaflóa og víðar. Haft er fyrir satt að í Kúw- ait séu heimamenn allir á fram- færslu hjá ríkinu ævilangt, en það séu Palestínumenn sem vinni þau verk sem þurfa þykir. Af pólitísk- um og öðrum ástæðum hafa olíu- ríkin hinsvegar alltaf neitað að veita Palestínumönnum ríkis- borgararétt. Og þegar samdrátt- ur herjar á þessi lönd með lækk- andi olíuverði og styrjaldaróáran við Persaflóa, þá neyðast margir þessara útflytjenda til að snúa aftur til heimaþorpa sinna í Pal- estínu. Landflótti Gyðinga Á sama tíma gerist það að mjög margir Gyðingar snúa baki við sínu fyrirheitna landi - og leita þá fyrst og fremst til Bandaríkjanna. Tölur um þann landflóttta eru hálfgert feimnismál í ísrael, en talið er víst að á hverju ári leiti um fimmtán þúsundir ísraela at- hvarfs við erlenda kjötkatla. Flestir eru vel menntaðir menn úr millistétt. Til dæmis að taka er talið að um 350 þúsundir „jor- dim“ (ísraelskra útflytjanda) séu nú í Bandaríkjunum og í þeim hópi er að finna 40 þúsundir há- skólaborgara - þar af tíu þúsund verkfræðinga. Má nærri geta að ísrael munar mikið um þennan „spekileka“. Og þessi flótti, sem litinn er mjög hornauga í ísrael eins og gefur að skilja, mun að líkindum fara vaxandi. Ástæðurnar eru margar - margir kvarta um að hugsjónaglóð frumherjanna sé kulnuð, að það jákvæða í ísra- elskum hefðum veðrist upp í ei- lífum fjandskap við hina arabísku sambýlismenn í landinu, að víg- búnaðurinn haldi niðri lífskjör- um. Og síðan eiga menn von á tímasprengjum eða stríði hvenær sem er. Allt leiðir þetta til þess að fimmti hver ísraeli á aldrinum 10- 28 ára veltir fýrir sér möguleikum á að komast úr landi. Margir ungir Palestínumenn eru og langþreyttir á ástandinu heima fyrir og vildu gjarna kom- ast á brott - en eiga ekki hægt um vik nú þegar „gistiverkamenn“ virðast hvergi velkomnir lengur. Hvort sem þeir hafa meiri eða minni menntun ( en Palestínu- menn munu nú best menntaðir allra arabaþjóða). Gyðingar heimsins Það eykur á áhyggjur þeirra ísraela sem velta þessum málum fyrir sér, að gyðingum í heimin- um er að fækka - ekki síst með því að í blönduðum hjónaböndum gerist það sjaldan að börnin séu alin upp í gyðinglegum sið. í löndum eins og Bretlandi, Frakk- landi og víðar hefur sú þróun orð- ið á undanförnum árum, að mjög hefur fækkað þeim „hálfvolgu“ meðal gyðinga. Annaðhvort hafa menn af gyðingaættum sagt skilið við gyðinglegar stofnanir og hefð og samlagast meirihlutanum, eða þá að þeir gerast mjög rétttrúaðir og strangir framfylgjendur lög- málsins. En þeir eru jafnan í minnihluta í hverju gyðinga- samfélagi. Nú um stundir eru gyðingar í heiminum taldir 9,5 miljónir, en ýmsir mannfjöldaspámenn gera ráð fyrir því að þeir verði ekki nema átta miljónir um næstu aldamót ( þess má geta að fyrir gyðingamorð nasista voru gyð- ingar taldir amk 15 miljónir í heiminum). Meðal annars af þessum ástæðum er það ekki lík- legt, að hvatningarorð um “síon- istasvar“ við mannfjöldaþróun - t.d. með auknum innflutningi gyðinga frá öðrum löndum, muni eftir ganga. Aðflutningur fólks var mikill og ör á fyrstu árunum eftir að ísraelsríki var stofnað, en nú um langt skeið hafa nýir innf- lytjendur ekki verið nema um tíu þúsundir á ári. Og meðan gyðing- afjölskylda eignast nú að meðalt- ali 2,5 böm eignast arabísk fjöl- skylda sex börn eða fleiri. Vinstri og hœgrisvör ísraelskir vinstrimenn af ýms- um gerðum vilja bregðast við þessu með því að láta af hendi hernumdu svæðin (og eru þó fáir sem vilja láta þau öll). Áðeins með því móti gæti ísrael verið gyðingaríki og lýðræðisríki um leið - segir meðal annarra Simon Peres núverandi utanríkisráð- herra. En ef haldið verður fast í „Stór-ísrael“ verður úr því ríki tveggja þjóða, sem fær æ sterkari svip af „apartheid", aðskilnaði þeirra - og misrétti um leið. Á hægri væng ísraelskra stjórn- mála eru uppi aðrar ráðagerðir. Flokkurinn Tehia hefur þegar lagt til að hálf miljón Palestínu- manna, sem nú búa í flóttamann- abúðum á hernumdu svæðunum, verði fluttir nauðugir til ýmissa arabaríkja. Fleiri hafa talað í þessa veru. Rekhavaam Seevi, fyrrum hershöfðingi, hefur til dæmis mælt fyrir þeirri hugmynd að arabarnir á hinum hernumda Vesturbakka Jórdanar verði fluttir til Jórdaníu. Hann vill ekki kalla þetta nauðungarflutninga og leggur til að aröbum verði greiddar drjúgar skaðabætur. Þessi hugmynd er mjög í anda kenningar áhrifamanns eins Ari- els Sharons, fyrrum hermálaráð- herra, sem heldur því fram að Jórdanía sé hið eina sanna ríki Palestínumanna. Og málið kemst á nýtt og alvarlegra stig þegar einn af aðstoðarráðherrum þeirrar samsteypustjórnar stærstu flokka landsins, sem nú situr, tekur undir þessar hug- myndir. Hér er átt við Mikael Dekel aðstoðarvarnarmálaráð- herra, sem er í hinni hægrisinn- uðu Likúdblökk. Dekel segir að eina lausn Palestínumála sé sú að senda Palestínuaraba austur yfir Jórdan með alþjóðlegu samkomulagi eins og hann kallar það. Og gerir þá ráð fyrir því að Bandaríkjamenn hafi frumkvæði í því máli og beri af því verulegan kostnað - enda væru þeir með því móti að sjá hagmsunum sínum fyrir botni Miðjarðarhafs borgið í bráð og lengd. Talsmenn Verkamannaflokks- ins hafa brugðist ókvæða við þessu rausi í Mikael Dekel. Sumir tala um að Likúd sé að „kahaniserast“ og er þá átt við Meir Kahane og flokk hans, Koch, sem berst fyrir brottrekstri araba og er reiðubúinn að fylgja þeirri stefnu eftir með hverskyns ofbeldi og yfirgangi. Og Jair Za- ban þingmaður vinstriflokksins Mapam hefur fordæmt það sem hann kallar “ opinbera kynþátt- akúgunarstefnu“. En Dekel getur skákað í því skjóli að margir hugsi eins og hann. Skoðanakannanirbenda til þess, að um helmingur gyðinga í Israel hefðu ekkert á móti því að „lausn“ hans yrði reynd - en að vísu dettur ekki nema 14% það í hug, að slíkt sé yfir höfuð fram- kvæmanlegt. Og á meðan halda bamsfæð- ingar áfram að breyta sögunni... áb tók saman. Auglýsið í Þjóðviljanum Umsóknir um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra 1988 Sjóðstjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum 1988. í umsókn skal vera nákvæm lýsing á húsnæði, fjölda vistrýma, sameiginlegu rými, bygginga- kostnaði, fjármögnun og verkstöðu. Eldri um- sóknir óskast endurnýjaðar. Sérstök umsóknareyðublöð liggja frammi í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 20. september n.k., Laugavegi 116, 105 Reykjavík. 6. ágúst 1987 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra Eiginmaður minn Hermann Österby Hrísholti 17, Selfossi andaðist á Borgarspítalanum aðfaranótt 1. ágúst. Jarðarför- in ferfram frá Selfosskirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna Ólöf Österby 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.