Þjóðviljinn - 07.08.1987, Page 11

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Page 11
UM HELGINA MYNDLISTIN Listasafn Háskóla Islands sýnir hluta verka sinna í Odda, hug- vísindahúsi Háskólans. Listasafn Háskólans var stofnaö 1979 meö listaverkagjöf hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Sverris Sig- urðssonar, en meginuppistaða þeirrar gjafar voru verk Þorvaldar Skúlasonar er spönnuðu allan feril hans. Þau verk eru einnig megin- uppistaðan í sýningunni, auk þess sem sýnd eru sýnishorn þeirra 130 verka sem til safnsins hafa verið keypt síðan það var stofnað. Sýn- ingin er opin daglega kl. 13.30-17. Sumarsýning á verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum. í Kjarvalssal eru olíumálverk en á göngum eru myndir sem aldrei hafa verið sýnd- ar áður og eru hluti af gjöf Kjarvals til Reykjavíkurborgar. Eru þettafull- gerðar myndir, skissur og teikning- ar sem Kjarval gerði fyrir sjálfan sig. Myndir þessar sýna áður lítið þekkta hlið á meistaranum og minna um margt á hið nýja málverk. Yfir eitt hundrað myndir eru á sýn- ingunni sem stendurtil 30. ágúst. Opið alla daga kl. 14-22. Norræn hönnunarsýning verður opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardag. Á sýningunni, sem er söguleg yfirlitssýning, eru sýnis- horn af verkum 40 höfunda sem all- irhafa hlotið hin eftirsóttu Lunning- verðlaun en þeim var úthlutað í um 20 ára skeið fram til ársins 1970. Eru þessi verðlaun talin hafa haft mikla þýðingu á þessu þróunar- og blómaskeiði norrænnar hönnunar. Sex listiðnaðarsöfn á Norður- löndum standa að sýningunni. Síð- astasýningarhelgi. í Norræna húsinu opnarsýning á verkum norska listamannsins Frans Widerberg á morgun kl. 15. Frans Widerberg er talinn einn helsti málari Norðmanna og einn af fáum norrænum nútímalista- mönnum á alþjóðamælikvarða. Á sýningunni eru grafik, málverk og teikningar sem spanna 30 ára listferil Widerbergs. Breski listfræðingurinn og fyrirles- arinn Michael Tucker mun halda fyrirlestur með litskyggnum um Wi- derberg og list hans eftir opnun sýningarinnar kl. 17. Sýningin verð- uropindaglegakl. 14-19 til ágúst- loka. Loftur Atli Eiríksson sýnir Ijós- myndir í Menningarstofnun Banda- ríkjanna við Neshaga. Á sýningunni eru 35 Ijósmyndir, bæði í lit og svart-hvítar. Loftur Atli stundar Ijós- myndanám við Pratt Institute í New York og er þetta fjórða einkasýning hans en einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin er opin virka daga kl. 8-17, og til kl. 20áþriðjudögum. í Menningarstofnun Banda- ríkjanna stendur nú yfir sýning á bandarískum listaverkabókum. Er um að ræða bækur um hönnun og myndlist, bæði úr samtímanum og einseldri listamannaog hönnuða. Markmið sýningarinnar er að gefa yfirlit yfir þá menningarlegu og heimspekilegu strauma sem ríkj- andi hafa verið í bandarískri list þessarar aldar. Sýningin er opin á virkum dögum kl. 8 -17, og til kl. 20 á þriðjudögum og stendur til 20. ág- úst. í Hafnargallerí sýnir Haraldur Jónsson sex verk sem í heildina nefnastGENESIS EROTICAE. Eru þetta fjórir skúlptúrar, bók og video- mynd. Skúlptúrarnir eru unnir í tró og járn. Haraldur er nýútskrifaður úr Myndlista- og handíðaskóla íslands og er þetta fyrsta einkasýning hans. Sýningin er opin á verslunartíma. í Ásgrímssaf ni stendur yfir sumarsýning á verkum Ásgríms Jónssonar í húsakynnum safnsins að Bergstaðastræti 74. Á sýning- unni eru um 40 verk, aðallega landslagsmyndir, bæði olíumál- verk, vatnslitamyndirog teikningar. Sýningin er opin alla daga nema laugardaga kl. 13.30-16 tilágúst- loka. I Listasafni ASf stendur nú yfir sýning á ýmsum perlum safnsins. Meðal þeirra er Fjallamjólk eftir Kjarval. Þorvaldur Þorsteinsson og Húbert Nói Jóhannesson sýna saman íöllum sölum Nýlista- safnsins við Vatnsstíg 3b. Þeir út- skrifuðust báðir úr Nýlistadeild MHÍ s.l. vor. Húbert Nói sýnir 10 stór olíumálverk og 8 minni kolteikning- ar en Þorvaldur sýnir 10 olíumál- verk og 36 litlar vatnslitamyndir. Sýningin í Nýlistasafninu erfyrsta stóra sýning Húberts Nóa, en hann hefur áður tekið þátt í samsýning- um, nú síðast IBM sýningunni á Kjarvalsstöðum. Þorvaldurvarmeð einkasýningará Akureyri 1982og 85 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, m.a. UM á Kjarvals- stöðum 83 og IBM sýningunni á Kjarvalsstöðum í vetur. Sýningin í Nýlistasafninu er opin kl. 16-20 virka daga og kl. 14-20 um helgar ogstendurtil9.ágúst. Torfi Harðarson opnar sýningu í Gallerí Sigtún í Holliday Inn við Sigt- ún 38. Torfi sýnir um 50 myndir bæði olíumálverk og pastelmyndir og eru þær allar til sölu. Þetta er sjöunda sýning T orfa og er hún opin alla daga til ágústloka. Jón Baldvinsson sýnirmálverkí Hótel örk í Hveragerði. Sýning þessi er framhald af sýningu Jóns sem haldin var í Menningarstofnun Bandaríkjanna að Neshaga 16 í Reykjavík fyrr í sumar. Sýningin stendur út allan ágústmánuð. Byggöa- lista- og dýrasaf n Árnesinga á Selfossi T ryggva- götu 23eropiðkl. 14-17virkadaga og kl. 14-18 um helgar til 3. sept- ember. Asmundarsaf n sýnir um þessar mundir yfirlitssýningu á abstrakt- myndum Ásmundar Sveinssonar og spannar sýningin 30 ára tímabil á ferli listamannsins. Einnig er á staðnum sýnt myndband sem fjall- , ar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga , kl. 13-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11 -17. Þjóðminjasafn íslands eropið alladagakl. 13.30-16. ALÞYÐUBANDALAGID Alþýðubandalagið á Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í Lárusarhúsi mánudaginn 10. ágúst klukkan 20.30. Dagskrá: 1. Bæjarstjórnarfundur 11. ágúst. 2. Framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar. 3. Önnur mál. Stjórnln I Listasafni ASI eru nú til sýnis ýmsar af perlum safnsins. Þar ber hæst nokkur listaverka þeirra eftir eldri meistara íslenskrar myndlist- ar, sem voru í stofngjöf Ragnars Jónssonar í Smára til safnsins, en einnig önnur verk. Sýningin stendur dagana 8.-23. ágúst og er opin kl. 16-20 virka daga en kl. 14-20 um helgar. Gallerí Svart á hvítu heldur samsýningu nokkurra ungra mynd- listarmanna. Meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni eru: Páll Guðmundsson, Jóhanna Yngvadóttir, Magnús Kjartansson, Aðalsteinn Svanur Sigfússon, BrynhildurÞorgeirsdóttir, Georg Guðni, ValgarðurGunnarsson, Grétar Reynisson, Kees Visser, GunnarÖrn, Pieter Holstein, Sig- urður Guðmundsson, Jón Axel og Hulda Hákon. Meðan sumarsýn- ingin stendur yfir verður reglulega skipt um myndir. Þetta er sölusýn- ing og geta kaupendur tekið verkin með sér strax að kaupum loknum. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. I Gallerí Islensk list að Vestur- götu 17 stendur yfir samsýning á verkum 14 félaga í Listmálarafé- laginu. Er þetta sölusýning og geta kaupendur tekið verkin með sér heim strax og eru þá nýjar myndir settar upp í staðinn. Verk á sýning- unni eiga: Karl Kvaran, Pétur Már, Bragi Ásgeirsson, Ágúst Petersen, Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Sigurðsson, Björn Birnir, Kristján Davíðsson, Guðmunda Andrés- dóttir, Hafsteinn Austmann, Gunn- arÖrn, Einar Þorláksson, Valtýr Pétursson og Elías B Halldórsson. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17. Lokað um helgar. Sýningin stendur til 15. september. Árbæjarsaf n er opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Meðal nýjunga á safninu er sýning á gömlum slökkvibílum, sýning á fomleifauppgreftri í Reykjavík og sýning á Reykjavíkurlíkönum. Sjóminjasafn Islands Vestur- götu 8 í Hafnarfirði er með sýningu sem nefnist Árabátaöldin og er hún byggð á handritum Lúðvíks Krist- jánssonar um íslenska sjávarhætti. Heimildarkvikmyndin „Silfurhafs- ins“ er einnig sýnd á safninu. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14- 18. Þjóðveldlsbærinn í Þjórsárdal er opinn almenningi til sýnis alla dagavikunnar kl. 13-17. Þjóðveld- isbærinn er eftirlíking af bæ á þjóð- veldisöld og við uppbyggingu hans voru rústirnar á Stöng í Þjórsárdal lagðar til grundvallar. HITT OG ÞETTA Opið hús fyrir norræna ferða- menn í Norræna húsinu fimmtudag 13. ágúst kl. 20.30. Heimir Pálsson cand mag flytur fyrirlestur: Um Is- lenskar bókmenntir. Á sænsku. Kvikmynd: Þrjú andlit íslands. Norskttal. í Árnagarðl stendur nú yfir sýning bóka, handrita og mynda frá há- skólabókasafninu í Uppsölum í ti- lefni konungsheimsóknarinnar. Ýmsir helstu dýrgripir Uppsalas- afnsins eru á sýningunni, þar á meðal Uppsala-Edda, elsta handrit Snorra-Eddu, og eitt blað úr svo- nefndri Silfurbiblíu Wulfilasar erki- biskups Gota frá 4. öld. Opið þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14-16. Sýningin hefur nú verið framlengd fram til 15. ágúst. Handritasýning Ámastofnunar í Árnagarði eropin þriðjudaqga, fimmtudagaog laugardaga kl. 14 -16. Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú verður á laugardag 8. ágúst. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: samvera, súrefni, hreyfing. Einfaltog skemmtilegt frístundastarf í góðum félagsskap. Nýlagað molakaffi. Útivist. Dagsferðir. Sunnudagur. Kl. 8 Þórsmörk. Kl. 10.30 Botnssúl- ur. Kl. 13 Jórukleif-Grafningur. Miðvikudagur. Kl. 8. Þórsmörk. Kl. 20. Elliðakot-Selvatn. Brottförfrá BSÍ.bensínsölu. Sumarleyfisferðir: 9.-15. ágúst Tröllaskagi. 18.-23. Áágústlng- jaidssandur. 20.-23. ágúst berja- ferð í ísafjarðardjúp. 27.-30. ágúst Núpsstaðaskógar. 7.-9. ágúst Fjölskylduhelgi í Þórs- mörk. Upplýsingar og farmiðar á skrifstof- unni Grófinni 1, símar 14606 og 23732 Ferðafélag íslands. Dagsferðir: Sunnudagur kl. 8 Þórs- mörk. Kl. 10 Skorradalur - Eyri í Flókadal. Kl. 13 Eldborgir- Ólafs- skarð. Miðvikudagur kl. 8 Þórs- mörk. Kl. 20 Bláfjallahellar. Sumarleyfisferðir: 9.-16. ágúst Hrafnsfjörður- Norðurfjörður. 11.- 16.ágústÞingeyjarsýslur. 12.-16. ágúst Þórsmörk - Landmanna- laugar. 14. -19. ágúst Landmanna- laugar - Þórsmörk. 19. - 23. ágúst Landmannalaugar Þórsmörk AUKAFERÐ. 21. - 26. ágúst Land- mannalaugar- Þórsmörk. Nánari upplýsingar og farmiðar á skrifstof- unni,Öldug.3. LEIKLIST Ferðaleikhúslð sýnir Light Nights í Tjamarbíói fjórum sinnum í viku: fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 21. Sýningin er flutt á ensku enda ætluð ferðamönnum. í 25 atriðum eru leikin og sýnd atriði úr Egils- sögu, þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum og gamlar gamanfrásagnir. Er þetta 18. sumarið sem Ferðaleikhúsið sýnir Light Nights í Reykjavík. Auglýsing um styrki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) á sviði heilbrigðisþjónustu árin 1988 og 1989. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur til ráðstöfunar nokkurt fé til styrktar starfsfólki á sviði heilbrigðismála. Lögð er áhersla á, að styrk- ir komi að notum við eflingu á heilsugæslu og við forvarnir sjúkdóma í samræmi við langtímamark- mið um heilbrigði allra árið 2000. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu og skrifstofu landlæknis. Umsóknir sendist ráðuneytinu eigi síðar en 15. september 1987. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 6. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Hafnarfjörður Víðivellir. Starfsmaður óskast strax á dagheimil- ið Víðivelli. Heilsdagsstarf. Upplýsingar gefur Þórelfur Jónsdóttir, forstöðumaður, í símum 52004 og 53599. Arnarberg. Fóstrur og aðstoðarfólk óskast strax á leikskólann Arnarberg. Upplýsingar gefur dag- vistarfulltrúi í síma 53444 á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar. Norðurberg. Starfsmaður óskast strax á leik- skólann Norðurberg. Upplýsingar gefur María Þorgrímsdóttir forstöðumaður í síma 53484. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.