Þjóðviljinn - 07.08.1987, Side 15

Þjóðviljinn - 07.08.1987, Side 15
íþróttir í kvöid í kvöid eru tveir leikir í 1. deild kvenna og einn í 2. deild karla. Tveir leikir í 1. deild karla sem áttu að vara í kvöld hafa verið færðir á laugardag. Þór og Valur og Völsungur og KR áttu að leika í kvöld, en því hefur nú verið breytt og liðin leika á morgun kl. 14. Tveir leikir eru í 1. deild kvenna. KR og KA leika á KR- velli og ÍA og Þór á Akranesvelli. Þá er einn leikur í 2. deild karla. Selfoss og Breiðablik mæt- ast á Selfossi. Allir leikirnir í kvöld hefjast kl. 19. Leik Þróttar og Einherja, sem átti að vera í kvöld hefur verið frestað til sunnudags. Þá hefst Skagamót 6. flokks á Akranesi í kvöld. Knattspyrna Það stærsla í 11 ár Fram vann sinn stærsta sigur í deildaleik í 11 ár á miðvikudags- kvöldið, 6-0 gegn Völsungi. Síð- ast vann Fram 6-0 sigur á Þrótti R. í 1. deildarkeppninni árið 1976. Völsungar fengu þarna sinn versta skell í deildaleik í 10 ár, eða síðan þeir töpuðu 1-7 fyrir Þrótti R. í 2. deild árið 1977. Fram náði með sigrinum 600 stigum í 1. deildarkeppninni frá upphafi, og er reyndar komið með 601 stig. Helgi Helgason, Völsungi, lék þarna sinn 100. leik í 1. deild. Hann lék 89 fyrir Víking og þetta var hans 11. fyrir Völsung. Ólafur Ólafs lék þarna sinn fyrsta 1. deildarleik fyrir Fram. -VS Hlaup Bláskógahlaup Bláskógahlaup HSK fer fram á sunnudag. Hlaupið verður frá Gjábakka til Laugarvatns, alls 15.5 km, en einnig verður hlaupin styttri leið, 5.5 km. Keppt verður í þremur aldurs- flokkum karla og kvenna. Hlaupið hefst kl. 14 og skrán- ing er á staðnum. Þröstur Gunnarsson og Axel Gomes berjast hér um boltann í markteig Siglfirðinga. Þeir virðast þó ekki vera alveg vissir um hvar boltinn sé. MyndiAri. 2. deild Víkingar á batavegi Víkingur-KS 2-0 ★ * ★ ★. Víkingar er búnir að ná sér aft- ur á skrið og var eins og þeir hefðu farið í endurhæfingu svo sprækir voru þeir þegar þeir sigr- uðu KS á Valbjarnarvelli í gær- kvöldi. Sigfirðingar byrjuðu leikinn mjög vel og á 2. mínútu komst Björn Ingimarsson einn innfyrir vörn Víkings, en skaut yfir úr góðu færi. Víkingar voru þó ekki lengi að taka við sér og á 15. mín- útu átti Einar Einarsson góða sendingu á Atla Einarsson sem skaut framhjá í dauðafæri. Atli fékk svo annað tækifæri á 21. mínútu þegar hann komst einn í gegn, en skaut yfir. Trausti Ómarsson átti á 35. mínútu góð- an skalla rétt yfir KS markið eftir góða sendingu frá Unnsteini Kár- asyni. Stuttu síðar átti Atli Ein- arsson skalla rétt framhjá mark- inu eftir góðan undirbúning Trausta Ómarssonar. Markið hafði nánast Iegið í loftinu eftir þungar sóknir frá Víkingum og loks á 45. mínútu kom markið. Stefán Aðalsteins- son gaf þá góða sendingu inn í vítateig KS. Þar var Trausti á réttum stað, framlengdi boltann á Atla Einarsson sem skoraði af öryggi af stuttu færi. Víkingarnir byrjuðu síðari hálfleikinn af sama krafti og þeir enduðu þann fyrri og á 55. mín- útu gaf Atli Einarsson góða send- ingu á Trausta Ómarsson sem skaut föstu skoti rétt yfir. Siglfirðingar fóru nú að sækja í sig veðrið, en þegar boltinn kom fram var eins og framherjarnir hefðu ekki nógu mikið vald á honum og sóknirnar runnu út í sandinn eða að Jón Otti Jónsson greip vel inn í leikinn. Víkingar fengu síðan víta- spyrnu á 75. mínútu eftir mikinn darraðardans inn í vítateig KS. Þar átti Þröstur Gunnarsson gott skot að marki KS, en einn varnar- mann KS varði með hendi. Trausti Ómarsson skoraði af ör- yggi út vítinu. Það var allt annað að sjá Vík- inga í þessum leik heldur en undafarna leiki og leikgleðin var í fyrirrúmi. Allir leikmenn liðsins áttu góðan leik en vörnin var þó ekki nógu örugg. Það bjargaði þeim að Jón Ötti Jónsson átti einn af sínum betri leikjum í markinu. Siglfirðingar verða að fara að hugsa sinn gang Þeir eru nú í næst neðsta sæti sem ekki var búist við af þeim. Það var eins og alla bar- áttu vantaði í liðið. Þó var það einn sem aldrei missti móðinn, Tómas Kárason barðist eins og ljón allan tímann. Maður leiksins:Atli Einarsson, Víking. -Ó.St Staðan I 2. delld karla Vlkingur........13 7 1 5 21-18 22 Leiftur.........11 7 2 2 16-8 20 |R..............12 6 2 4 23-17 20 Þróttur.........12 6 1 5 24-21 19 Selfoss.........12 5 4 3 23-21 19 Einherji........12 5 3 4 15-18 18 ÍBV.............11 4 4 3 19-19 16 UBK.............12 5 1 6 14-16 16 KS..............13 4 2 7 19-24 14 iBl...........12 2 0 10 16-28 6 Markahæstir: HeimirKarlsson, |R.............11 T rausti Ómarsson, Vfking......10 Hafþór Kolbeinsson, KS..........7 Jón Gunnar Bergs, Selfossi......6 Sigfús Kárason, Þrótti..........5 SigurðurHallvarðsson, Þrótti....5 Kristján Daviðsson, Einherja....5 BergurÁgústsson, IBV............5 Skotland Francis til Rangers Trevor Francis skrifaði í gær undir samning við skoska liðið Glasgow Rangers. Francis, sem hefur leikið und- anfarin ár á Ítalíu, mun þó ekki ná fyrsta leik með Rangers því hann er enn að ná sér af meiðslum í öxl. Aberdeen er einnig að birgja sig upp fyrir keppnistímabilið sem hefst á morgun. Þeir keyptu í gær Peter Nicholas frá Luton. Nicholas sagðist sjá eftir ensku deildinni, en hjá Aberdeen fengi hann tækifæri til að leika í Evr- ópu. -Ibe/Reuter Handbolti Sigur gegn Japan ífyrsta leik á sterku móti í Seoul Knattspyrna Vandræðaástand í 3. deild Ofmörg lið íA-riðli og offá íB-riðli Riðlaskiptingin og fjöldi liða í riðlum 3. deiidar verður líklega eitt af aðalmálum Ársþings KSI í desember. Það er a.m.k. útlit fyrir að gera þurfi róttækar breytingar á fyrirkomulagi deildarinnar. Eins og staðan er í dag eru miklar líkur á því að tvö Iið af suð-vestur horninu falli í 3. deild. Það gerir KSÍ og mótanefnd mjög erfitt fyrir. Samkvæmt reglum KSÍ skulu vera 10 lið í A-riðli 3. deildar. Ef að tvö lið falla úr 2. deild og að- eins eitt fer upp, þá eru liðin orð- in 11 í A-riðlinum. í reglum KSf segir að tvö lið skuli fara í A- riðilinn og gildir þá einu hve mörg lið koma niður. „Þetta er mjög flókið mál og erfitt að eiga við,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður móta- nefndar í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við getum ekki haft 11 lið og það er ekki möguleiki að fella 3 lið. Það eina sem við getum gert er að vona að liðin sem falla úr 2. deild séu úr sitthvorum lands- hlutanum." Sex lið úr 4. deild? Úrslitakeppni 4. deildar hefst nú um helgina. Sigurliðin úr A, B, C og D riðlum, þ.e. Árvakur, Grótta, Vfkverji og Bolungarvík, leika um tvö sæti í A-riðli. Þó er möguleiki að liðin verði þrjú, því ef að tvö lið falla í A-riðilinn skal liðið sem lendir í 3. sæti í úrslitak- eppninni leika aukaleik við liðið í 3. neðsta sæti og sigurliðið taka sæti í deildinni. Það eru svo sigurliðin úr E. F og G riðlum, þ.e. Hvöt, HSÞ.c. og Huginn sem leika um sæti í B-riðli 3. deildar. En það gæti farið svo að öll þrjú liðin færu upp. Ef bæði liðin sem falla úr 2. deild eru af SV horninu, þá fara þau beint í A- riðilinn. Tvö lið úr B-riðlinum falla og eitt fer upp og því er þá pláss fyrir 3-4 lið tii viðbótar. „Það er greinilegt að það þarf að gera einhverjar breytingar á deildinni. Við höfum verið að leita að hugmyndum, en höfum ekki fundið neina fullkomna lausn. Ein hugmyndin er að hafa fastan fjölda í riðlunum, 10 lið í A-riðli og 8 lið t B-riðli. En þá gætum við lent í því að þurfa að fella 3 lið af 10 og það er alltof mikið. Svo hefur einnig verið rætt um að færa lið á milli riðla, en það er ekki líklegt að það gangi upp,“ sagði Geir. Eins og áður sagði er skipt í riðlana eftir landshlutum. Það væri því t.d. mjög slæmt fyrir lið eins og Reyni að þurfa að leika í B-riðli gegn liðum á Norður- og Austurlandi. Þetta mál verður tekið fyrir á Ársþingi KSÍ og þá líklega fundið varanlegt form fyrir deildina. En það gæti svo farið að liðin í 4. deild byrji keppni snemma að vori á því að leika um sæti í 3. deild. -Ibe Islcnska landsliðið í hand- knattleik byrjaði vel í fyrsta leik sínum á alþjóðlegu móti í Seoul í Suður-Kóreu. Sigraði Japan, 22- 21 ■ spennandi leik. ísland hafði yfirhöndina lengst af og í hálfleik var staðan 11-7. En þegar Iíða tók á síðari hálf- ieikinn náðu Japanir að minnka muninn og jöfnuðu 18-18. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan svo 21-20, Japan í vil, en íslendingar tóku þá við sér, skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér sigur. „Þetta var mjög erfiður leikur,“ sagði Jakob Jónsson í samtali við Þjóðviljann í gær. „Ferðalagið var erfitt og það tók okkur 30 klukkutíma að komast hingað." „Japanir komu okkur ekki á óvart. Við vissum að þeir væru með gott lið og þeir voru mjög frískir. Þeir leika svipaðan hand- knattleik og Kóreubúar, en eru þó heldur slakari." Þetta var 4. leikur tslands gegn Japan og hafa þeir allir verið mjög jafnir. Japanir hafa unnið tvo þeirra, 21-20 og 22-21. íslend- ingar hafa svo sigrað í tveimur, 21-17 á Olympíuleikunum í Los Angeles og nú í Seoul, 22-21. Fjórar þjóðir taka þátt í þessu móti. ísland, Suður-Kórea, Jap- an og Svíþjóð. Suður-Kóreu- menn léku gegn Svíum í gær og unnu öruggan sigur, 36-26. íslenska liðið á frí í dag, en á morgun leika strákarnir gegn gestgjöfunum, Suður-Kóreu, og má þar búast við hörkuleik. -Jbe Svíþjóð Mjsjafnt gengi hjá íslendingunum Það gengur misjafnlega hjá ís- lendingunum sem leika í Svíþjóð. Lið Eggerts Guðmundssonar, Trelleborg virðist þó hafa mesta möguleika á að vinna sér inn sæti í Allsvenskan. Keppni er nú hafin að nýju eftir sumarfrí. Malmö FF hefur foryst- una í Allsvenskan, en íslendinga- liðunum í 1. deild hefur gengið heldur misjafnlega. Trelleborg, með Eggert Guð- mundsson innanborðs, er nú í 2. sæti og á í harðri keppni við Kalmar AIK. í 1. deild eru tveir riðlar og aðeins eitt lið sem fer upp í Allsvenskan úr hvorum riðli og hver leikur því mikilvægur. Teiti Þórðarsyni og félögum í Skövde hefur ekki gengið vel að undanförnu. Þeir eru nú í neðsta sæti og töpuðu í síðasta leik gegn Myresjö á heimavelli, 1-4. Það sem Skövde virðist vanta er markaskorari, en liðið hefur lítið skorað það sem af er sumri. Teitur hefur þó reynt að fá tvær gamlar kempur frá Örgryte, sem leika með B-liði félagsins. Vasalund, liðið sem Sigurlás Þorleifsson leikur með er um miðja deild í hinum riðli 1. deildar. Sigurlás leikur á miðj- unni og hefur skorað eitt og eitt mark. kg/lbe Föstudagur 7. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.