Þjóðviljinn - 22.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.08.1987, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN— Helduröu að stjórnin okkar verði hundadaga- stjórn? Gunnar Jónsson fiskifræðingur: Mér er svo sem skítsama hvort hún verður langlíf eða skammlíf þessi ríkisstjórn. ívar Örn Guðmundsson unglingahópsverkstjóri Nei, mér finnst nú ekki Úvegs- bankinn svo stórt mál að hún fari að springa. Jórunn Brynjólfsdóttir húsmóðir: Ég yrði að minnsta kosti mjög ánægð með það. Mér finnst stjómin ekki vera á réttri leið og hefði búist við meiru af þessum mönnum. Júlíus Valdimarsson markaðsstjóri Ég hugsa að þeim þyki of vænt um stólana sína til að fara að fóma þeim núna. En framhaldið ræðst náttúrlega af því hvað flokkseigendurnir ákveöa, bæði í Framsókn og Sjálfstæðisflokkn- um. Oddný Jónsdóttir húsmóðir: Með góðu samkomulagi held ég að það gæti orðið, bara ef menn fara rétt að. Annars er ég ekki kunnug svona málum, enda eru þau í verkahring ríkisstjórnar- innar. Til þess kusum við þá. FRETTIR Akranes Nýtt skólahúsnæði vígt Annaráfangi Grundaskóla vígður. 815 fermetra kennsluhúsnœði fyrir sjöunda, áttunda og níunda bekk. Kennsla í níunda bekk ífyrsta sinn við skólann í vetur Húsnæðismál Grundaskóla á Akranesi taka miklum stakkaskiptum á þessu hausti, því í gær var vígt nýtt og glæsilegt kennsluhúsnæði, þar sem sjö- undi, áttundi og níundi bekkur munu hafa aðsetur sitt í vetur. Að sögn Guðbjarts Hannes- sonar skólastjóra Grundaskóla leysir nýja húsið að verulegu leyti úr húsnæðisvanda skólans. Skólinn tók til starfa árið 1981 með 7 bekkjardeildir í 3 kennslu- stofum, en nú er aðstaðan öll önnur. Skólinn nær einnig merkum áfanga nú í haust, þegar kennsla hefst í níunda bekk og er þar um að ræða krakka sem byrjuðu í 3. bekk skólans á fyrsta starfsári hans. Nýja húsið er 815 fermetrar að grunnfleti og nemur heildar- kostnaður við bygginguna um 38 miiljónum króna. 1 húsinu eru 6 almennar kennslustofur og 2 sér- útbúnar raungreinastofur. Næsta verkefni verður svo tengibygging milli 1. og2. áfanga, en þar verð- ur stjórnunaraðstaða, aðstaða fyrir félagsstarf og bókasafn.-gg Unnið að lokafrágangi við nýbygginguna, sem var vígð með viðhöfn síðdegis í gær. Mynd gg. Tollheimta Einfaldari tollheimta Ný tollalög ígildil. september. Leiða til einföldunar og hagrœðis fyrir innflytjendur ogyfirvöld. Innflutningur tollaður ísamrœmi við kostnaðarverð. Ríkistollanefnd hefur lokaorðið um tollálagningu Næstu mánaðamót taka gildi ný . :i tollaiög, sem samþykkt voru af Alþingi s.l. vor sem leiða tU umtalsverðra breytinga á toll- heimtu og framkvæmd við inn- flutning toUskylds varnings. Inn- flutningur verður nú tollskyldur eftir innkaupsverði, þar sem fullt tUlit verður tekið til staðgreiðslna, farmgjalda og annarra kostn- aðar- og afsláttarliða. Samkvæmt nýjum reglum um ákvöðrun tollverðs, sem taka gildi 1. næsta mánaðar verður tollverð alfarið miðað við það verð sem greitt er fyrir vöruna. Við tollútreikningana verður til- lit tekið til afsláttar, s.s. stað- greiðslu, sem ekki hefur verið tekið hið minnsta tillit til, til þessa. Farmgjöld og önnur þau gjöld sem leggjast við innkaupsverð vöru verða tekin inn í tollverðið. Flutnings- kostnaður með flugi verður toll- skyldur að fullu, en hann hefur verið undanþeginn að hluta. Petta þýðir að samskonar vara sem keypt er inn af mismunandi aðilum getur reynst mishátt toll- lögð, allt eftir því hver flutnings- kostnaðurinn er og innkaups- verð. Á kynningarfundi, sem Félag íslenskra stórkaupmanna, Verzl- unarráðið og Kaupmannasam- tökin gengust fyrir í gær, kom fram að nýju tollalögin miðuðu öll að því að einfalda tollinn- heimtuna og gera hana skilvirk- ari. Aflögð verður sú kvöð á inn- flytjendum að þeir þurfi að fram- vísa bankastimpluðum reikning- um í tolli og tollskjöl verða af- greidd án tillits til þess hvort vörukaupandi hafi greitt vöruna í banka eða ekki. Samfara þessu verða ýmsar breytingar gerðar á meðferð toll- mála á vegum yfirvalda. Ríkis- tollanefnd verður sett á laggirn- ar, sem hefur úrskurðarvald um tollálagningu í stað ráðuneytis eins og verið hefur. -rk FEF: Flóamarkaður í dag Tískukjólar frá ýmsum tímum, barnaföt, bækur og húðvæn húsgögn er meðal þess sem verð- ur á boðstólum á flóamarkaði Fé- lags einstæðra foreldra í Skelja- nesi sem verður opnaður í dag klukkan tvö. Flóamarkaðir FEF eiga sér langa sögu og eru annálaðir fyrir fjölbreytni og lágt og býsna sveigjanlegt verð. Næstu þrjá laugardaga verður markaður í húsi félagsins í Skeljanesi 5, og verður bætt við vörum eftir þörf- um. Vert er að árétta tomboluprís félagsins og svo hitt að margt góðra og fágætra muna er á kjarapallinum! Leið 5 gengur beint að Skelja- nesinu á 20 mínútna fresti. Blönduós Fegrunarnefnd verðlaunar Síðastliðið fimmtudagskvöld efndi Fegrunarnefnd Blöndu- óss til kaffisamsætis í Hótel Blönduósi og afhenti þar viður- kenningu þeim, sem fram úr þóttu skara við fegrun lóða og garða og góða umgengni í kauptúninu. Fyrir valinu skyldu verða eitt einbýlishús, eitt fjölbýl- ishús og eitt fyrirtæki. Nefndinni var auðvitað ærinn vandi á höndum en niðurstaða hennar varð sú, að þau Sigurður Ingþórsson og Gunnhildur Lár- usdóttir fengju viðurkenningu fyrir lóð einbýlishússins að Urð- arbraut 23, fallegan veggskjöld og blóm. Af fjölbýlishúsum varð fyrir valinu Skúlabraut 35-45, en það er raðhúsalengja með 10 íbúðum. Og af fyrirtækjunum var það svo rækjuvinnslan Særún að Efstubraut 1. Framkvæmdastjóri Særúnar er Kári Snorrason. Fjöl- býlishúsið og Særún fengu innrammað heiðursskjal. Fegrunarnefnd Blönduóss var kosin á sl. vori. Hana skipa: Ragnhildur Húnbogadóttir, Erla Björk Evensen og Sigrún Kristóf- ersdóttir. Kristín Mogensen greindi frá störfum hreppsnefndarinnar að umhverfis- og fegrunarmálum, sem m.a. eru fólgin í því, að þekja Kirkjuhólinn og lagfæra og prýða Fagrahvamm, sem er svæði neðan Blöndubrúar. ps/mhg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.