Þjóðviljinn - 22.08.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.08.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Skagastúlkurnar voru nokkuð sprækari og Vanda Sigurgeirs- dóttir náði forystunni á 10. mín- útu, en Erla Rafnsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna eftir hornspymu. Ragnheiður Jónasdóttir bætti við öðm marki fyrir Skagastúlkur rétt fyrir leikhlé og í hálfleik var staðan, 2-1. Skagastúlkur réðu svo gangi leiksins í síðari hálfeik og bættu tveimur mörkum við. Þar voru að verki þær Vanda og Halldóra Gylfadóttir. Anna Sigurbjörns- dóttir átti frábæran leik í marki Stjömunnar og bjargaði þeim frá sætta tapi. Breiðablik á enn möguleika á að halda sæti sínu í 1. deild. Þær sigmðu KR, 2-1 og og á sama tíma tapaði ÍBK fyrir KA. Þjóð- hildur Þórðardóttir náði foryst- unni fyrir Breiðablik á 15. mínútu og Lára Ásbergsdóttir bætti öðm marki við tíu mínútum síðar með þmmuskoti af löngu færi. Helena Ólafsdóttir náði svo að minnka muninn fyir KR, rétt fyrir leikhlé. KA átti ekki í miklum vand- ræðum með ÍBK og sigraði, 3-1. Hjördís Úlfarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir KA í fyrri háfleik. Kristín Biöndal minnkaði mun- inn fyrir ÍBK í síðari hálfleik, en Eydís Marínósdóttir gulltryggði sigur KA með marki rétt fyrir leikslok. Staðan Staftan 11. delid kvenna: ÍA ...12 10 1 35-6 31 Valur .11 9 2 0 31-5 29 Stjarnan .12 8 1 4 23-21 25 KA .13 4 4 5 12-17 16 KR .13 4 3 6 19-13 15 (BK . 12 3 2 7 11-27 11 UBK .12 2 1 8 8-24 7 Þór .12 2 0 10 14-35 6 -MHM Um helgina Úrslitaleikir Knattspyrna og Reykjavík- urmaraþonið eru með því helsta í heimi íþróttanna um helgina. Reykjavíkurmaraþonið hefst kl. 12 á hádegi á sunnudaginn. Hlauparamir byrja í Lækjargötu, en hlaupa svo vítt og breitt um bæinn. Úrslitin í knattspymunnni koma til með að ráðast af leikjum helgarinnar. Margir mikilvægir leikir em á dagskrá j afnt 1. sem 4. deild. í 1. deild er leikið á sunnudag. Valur og Fram hefja sinn leik á Valsvelli kl. 16, en aðrir leikir dagsins hefjast kl. 19. Þá leika Víðir og Þór í Garðinum, KA og ÍBK á Akureyri, FH og Völsung- ur á Kaplakrikavelli og KR og í A á KR-velli. Allir þessir leikir em mjög mikilvægir. Tveir þeirra em nánast algjörir úrlsitaleikir. Ef Valsmenn sigra Fram, þá hafa þeir titilinn svo gott sem í hendi sér, en ef Framarar sigra er allt galopið á toppnum. Þá skiptir leikur FH og Völsunga miklu máli og liðið sem tapar þeim leik situr í fallsæti, þegar aðeins tvær umferðir em eftir af íslandsmót- inu. Spennan er ekki síður mikil í 2. deild. Þar er barist upp á líf og dauða um tvö sæti í 1. deild og tvö í 3. deild. Öðru sætinuí 3. deild er nú þegar búið að ráðstafa, til ís- firðinga. Allirleikirí2. deild em í dag og hefjast kl. 14. Breiðablik og ÍBI mætast á Kópavogsvelli, Selfoss og KS á Selfossi, ÍBV og Einherji í Vestmannaeyjum og Leiftur og ÍR á Ólafsfirði. Fram og ÍBÍ leika til úrslita í 2. deild kvenna. Leikurinn fer fram í dag á Valbjamarvelli og hefst kl. 17. Einnig er leikið í 3. deild. Grindavík og Skallagrímur leika í Grindavík, Leiknir og Reynir á Leiknisvelli, Njarðvík og Áftur- elding í Njarðvík, Sindri og HSÞ.b. á Homafirði, Tindastóll og Austri á Sauðarkróki og Þrótt- ur og Magni á Neskaupstað. Allir leikirnir hefjast kl. 14, í dag. í 4. deild fer fram næst síðasta umferð úrslitakeppninar. Hvöt og Huginn hafa þegar tryggt sér sæti í B-riðli 3. deildar, en spenn- an er mikil í A-riðli. Víkverji get- ur þó tryggt sér sæti í 3. deild með sigri gegn Bolungarvík í Bolung- arvík. Þá leika einnig Grótta og Árvakur á Gróttuvelli og HSþc. og Hvöt á Ýdalsvelli. Þessir leikir hefjast allir kl. 14 í dag. Það er því ljóst að þessi helgi er mjög mikilvæg fyrir flest liðin og því fuli ástæða til að fjölmenna á völ- linn og hvetja sitt lið. -Ibe Skagamótið FH og ÍA sigruðu ÍA og FH sigruðu á Skagamóti 6. flokks sem fram fór á Akranesi um sfðustu helgi. FH-ingar sigruðu utanhúss- keppni A og B-liða og í innanhúss-keppni B-liða. Það vom svo heimamenn sem sigraðu í innanhússkeppni B-liða Það voru 10 lið sem mættu til leiks, þar af fjögur frá Akranesi, þarsem Bolvíkingar komust ekki til keppni. í keppni utanhúss sigraði FH Víking, 3-2 í úrslitaleik og í leik um 3. sæti sigraði Breiðablik Hauka, 6-0. í keppni B-liða utanhúss sig- raði FH-ÍA í úrsltialeik, 5-2 og í leik um 3. sætið sigraði Breiða- blik Víking, 4-0. í A hafnaði í efsta sæti í innan- húskeppni, Breiðablik í 2. sæti og Víkingur í 3. sæti. í keppni B-liða var það FH sem sigraði, í A hafn- aði í 2. sæti og Breiðablik í því þviðja. Líkt og öðmm pollamótum vom veitt verðlaun fyrir bestu einstaklinga og ofl. Þór Vest- mannaeyjum, fékk prúð- mennskuvérðlaunin. Einstök verðlaun hlutu: Besti markvörð- ur A-liða: Örvar Þór Guðmunds- son, Haukum, Besti varnarmað- ur Á-liða: Unnar Öm Valgeirs- son, ÍA, besti sóknarmaður A- liða: Þorbjörn Atli Sveinsson, Víking. Besti markvörður B-liða: Ólafur Björn, Fylki, besti varnar- maður B-liða: Sverrir Öm, FH, besti sóknarmaður B-liða: Guð- mundur Sævarsson, FH. Þá vom einnig veitt verðlaun fyrir knattþrautir: Knattrak, yngri: Ásgeir Freyr, Fylki, knatt- rak, eldri: Ásgeir Hlöðversson, Þrótti, vítakeppni, yngri: Hlynur Svavarsson, ÍA, vítakeppni, eldri: Þorbjöm Svanþórsson, Breiðabliki, skotleikni, yngri: Jón B. Valdimarsson, Breiða- bliki, skotleikni, eldri: Gunnar Gústafsson, Þór, halda knetti á lofti, yngri: Guðmundur Sævars- son, FH (70 sinnum), halda knetti á lofti, eldri: Þorbjörn Atli Sveinsson, Víking (245 sinnum). Það var foreldrafélag Akra- ness sem stóð fyrir mótinu, auk Vífilfells og heppnaðist það vel. -4be 1. deild Skagastúlkur á toppinn Skagastúlkurnar tylltu sér á topp 1. deildar kvenna með sigri gegn Stjörnunni í gær, 4-1. Baldur BJamason skorar annað mark Fylkismanna og þeir eru nú komnir í 2. deild. Mynd:E.ÓI. 3. deild Fylkismenn í 2. deild Unnu öruggan sigur gegn Stjörnunni Fylkismenn tryggðu sér í gær sæti í 2. deild, eftir tveggja ára fjarveru, með sigri gegn Stjörn- unni f baráttuleik, 3-0. Eftir þennan sigur hafa Fylkismenn átta stiga forksot, þegar tveir leikir eru eftir, og sæti i 2. deild víst. Stjömumennn lögðu allt kapp á sóknina og á kostnað varnar- innar. Fylkismenn áttu hættu- legar skyndisóknir og úr þeim komu mörkin. Hilmar Ámason náði foryst- unni í fyrri hálfleik og Baldur Bjamason bætti öðm marki við skömmu síðar, en í leikhléi var staðan 2-0. í síðari hálfleik var allur vindur úr Stjörnunni og Fylkismenn gengu á lagið. Það var svo Guð- jón Reynisson sem gekk endan- lega frá Garðbæingunum og sæti í 2. deild ömggt. Leikurinn var nokkuð vel leikinn, en dómarinn sá ástæðu til að gefa sjö gul spjöld. Fylkismenn getað þakkað fyrir þennan sigur því að þrír af lykil- mönnum liðsins, þeir Anton Jak- obsson, Sigurður Sveinbjörnsson og Hilmar Ámaosn em á leið til náms í Bandaríkjunum. Þá gerðu Haukar og ÍK jafn- tefli, 1-1. Jón Hersir Elíasson náði forystunni fyrir ÍK snemma í síðari hálfleik, en Arnar Hilmars- son jafnaði fyrir Hauka. Haukar sóttu heldur meira og áttu m.a. tvö skot í þverslá. Staöan f A-rl&ll: Fylkir .16 14 2 0 42-9 44 Stjarnan .16 12 0 4 45-19 36 (K .16 8 2 5 42-25 26 Afturelding .15 8 1 5 32-22 25 Reynir .14 8 1 5 31-23 25 Grindavík .15 5 3 6 27-23 21 Leiknir ..15 4 5 6 21-15 17 Haukar .16 4 1 11 20-33 13 Njarövfk ..14 3 2 9 16-22 11 Skallagrímur. ..15 0 1 12 6-74 1 -4be Sund Tveir undir mettíma Magnús Már Ólafsson ogRagnar Guðmundsson bœttu ís- landsmet í 400 metra skriðsundi á EM í gœr „Þetta var nokkuð góður dagur hjá okkur,“ sagði Guðmundur Harðason þjálfari íslenska lands- liðsins i sundi, í samtali við Þjóð- viljann í gær. Allir íslensku kepp- endurnir syntu i gær, nema Eð- varð Eðvarsson og náðu ágætis árangri. í 400 metra skriðsundi var hörkukepni milli þeirra Magnús- ar Más Ólafssonar og Ragnars Guðmundssonar. Magnús hafði betur og synti á 4.05.76, en Ragn- ar var skammt undan á 4.06.58. Gamla íslandsmetið var 4.11.67, en það setti Ragnar í apríl. Þrátt fyrir að hafa bætt íslandsmetið um fimm sekúndur vom þeir nokkuð frá því að komast í B- úrslit, en syntu þó mjög vel, að sögn Guðmundar. Systumar Bryndís og Hugrún Ólafsdætur syntu báðar í ÍUU metra flugsundi. Hugrún var nokkuð frá íslandsmeti sínu, synti á 1.05.79, en Bryndís náði sínum besta tíma, 1.06.38. Amþór Ragnarsson synti mjög vel í 200 metra skriðsundi og setti persónulegt met. Hann synti á 21.27.32. Þá synti Ragnheiður Runólfs- dóttir í 100 metra bringusundi á 1.15.27. Hún náði sér ekki á strik, en tíminn þó þokkalegur. „Við getum verið nokkuð ánægð með þennan árangur,“ sagði Guðmundur Harðarson í gær. Það styttist í Olympíulág- mörkin og þessi keppni sem slík er mikil reynsla. Hér eru um 2000 áhorfendur á hverjum degi og stemmningin ótrúleg.“ „Það sem hefur verið að gerast í sundinu síðustu misseri er að Evrópa virðist vera sterkasta álfan. Það sést vel á því að á þess- um móti þarf betri tíma til að komast í úrslit, en á Heimsmeist- aramótinu í fyrra. Auk þess er breiddin mjög mikil og það sem kemur mér helst á óvart er hve framarlega ítalir eru,“ sagði Guðmundur. Staðan á mótinu er þannig, eftir stigum að Áustur- Þjóðverjar eru langefstir, því næst koma Vestur-Þjóðverjar og svo ítalir. í dag keppir Eðvar Þór Eð- varðsson í 100 mera baksundi. Hann er skráður sem 11. besti sundmaðurinn í þeirri grein og þarf líkega að bæta sig nokkuð til að komast í úrslit. -Ibe Laugardagur 22. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.