Þjóðviljinn - 22.08.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.08.1987, Blaðsíða 5
Kappróður um Utvegsbankann Breytingar í heimifjármálanna. Erlendur vildi ekki selja Sölvhólsgötuna vegna jónasarfráhrifluandans og minninganna umfortíðina. GuðjónB. vill selja einmitt vegnaþeirra. Hann vill öðruvísi SÍS. Hann er í bisness Kristján Ragnarsson sat á bak við Morgunblaðið sitt á dimmum morgni í febrúar, las minningar- greinarnar og sötraði kaffi. Úti dundu hríðarbyljir á glugga. Skyndilega var þéttingsfast knúið dyra og inná gólfið snaraðist hóp- ur vörpulegra útgerðarmanna. Þeir voru komnir þeirra erinda einna að inna formann sinn eftir því, hvort ekki væri kominn tími til að sjávarútvegurinn setti fram formlegt tilboð í hinar jarðnesku leifar Utvegsbankans. Formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna leit ekki einu sinni uppúr Mogganum. Hann hélt áfram að lesa minning- argreinarnar en svaraði um síðir að menn skyldu nú ekki rasa um ráð fram. „Það verður aldrei neinn kaupandi að bankanum nema við, strákar. Og við skulum bíða. í nóvember verður ríkis- sjóður galtómur og þá taka þeir hvaða tilboði sem er. Þá tökum við hann á hálfvirði." Útgerðarmennimir vörpuðu önd léttar, höfðu hratt á hæli og kvöddu formanninn sem enn var sokkinn ofan í minningar um látna heiðursmenn. Síðan ösluðu þeir slabbið niðrá Hótel Borg, þar sem þeir dásömuðu yfir kaff- inu þá gæfu sína að eiga svona snjallan formann. Einsog eldgos Þessi litla skemmtisaga er um þessar mundir sögð í annarri hverri skrifstofu í bænum. Hún er vitaskuld með öllu tilhæfulaus. Aftur á móti er hún einkar góð- ur spegill á hið almenna viðhorf manna gagnvart Útvegsbanka- málinu. Það er nefnilega stað- reynd, að hvað sem mönnum annars finnst um vaxandi ásælni SÍS í fjármálalífi þjóðarinnar eru flestir þeirrar skoðunar, að tilboð þess í Útvegsbankann sé eitur- snjallt. Það kom útgerðar- auðvaldinu í Sjálfstæðisflokkn- um gersamlega í opna skjöldu, - menn voru einfaldlega gripnir með allt niðrum sig. Auðvitað er það á allra vitorði, að ættaveldið í Sjálfstæðisflokkn- um ætlaði að fá bankann á spott- prís. Og þessvegna er samúð al- mennings mjög með Samband- inu. Mönnum finnst að því beri hinn siðferðilegi réttur til að kaupa bankann, enda hafi það komið í veg fyrir að almenningur þyrfti að greiða enn nokkur .hundruð miljónir með honum, einsog útgerðarauðvaldið hafði ætlað í sína þágu. Fyrir alla aðra en sjálfstæðis- menn hefur uppákoman kringum Útvegsbankann verið einn allra skemmtilegasti viðburður þjóð- lífsins til margra ára. Sjaldan í manna minnum hefur þjóðin orð- ið vitni að öðru eins írafári í Sjálf- stæðisflokknum. Viðbrögð ætta- veldisins með Moggann í brjósti fylkingar voru nánast lostkennd. Það var einsog sprengja hefði fallið inn í hirðveisluna miðja. Patið og óðagotið var þvílíkt að dag eftir dag minntu ritstjórnar- greinar einna helst á offram- leidda landbúnaðarafurð í ákveðnu ástandi: spælegg á pönnu. Kannski braust hin einlæga ör- vænting sjálfstæðismanna yfir að tapa hugsanlega af bankanum hvergi fram með eins lýsandi hætti og í grein Áma Johnsen í Morgunblaðinu. En hin leiftr- andi andagift fallkandidatsins af Suðurlandi náði hámarki þegar hann lýsti því yfir, að félli Útvegs- bankinn í hendur Sambandsins yrði það fyrir Vestmannaeyinga álíka ógæfa og gosið í Heimaey 1973! Mikilvœgar breytingar Átök Sambandsins og útgerð- arkjarna Sjálfstæðisflokksins um Útvegsbankann eru hins vegar dæmigerð fyrir tvennar breyting- ar sem eru að verða í fjármálalífi landans. Annars vegar er aftur komið á normal ástand hjá hinum fá- mennu auðættum landsins, sem saman mynda það sem kallað er ættaveldið í Sjálfstæðisflokkn- um. Þessar ættir, sem ráða til dæmis Morgunblaðinu algerlega, hafa til langs tíma haft geysileg áhrif í stjórnmálalífi þjóðarinnar gegnum nær algera stjóm sína á Sj álfstæðisflokknum. Á síðasta áratug var hins vegar veldi þessa kjarna ógnað veru- lega, bæði í fjármálaheiminum og eins í veröld stjórnmálanna. Á báðum vígstöðvum vom það full- trúar sömu afla - jafnvel sömu menn - sem gerðu tangarsókn að ættaveldi flokksins. Þessir menn vom fulltrúar hinna nýríku, menn sem ekki áttu uppmna sinn að rekja til auðættanna en höfðu safnað peningum og áhrifum af sjálfum sér. I mjög mörgum til- vikum var um að ræða menn, sem þrátt fyrir harðsoðnar pólitískar skoðanir vom miklu umburðar- lyndari og frjálslyndari en gömlu ættirnar. Tangarsókn hinna nýríku Grimmdin og harkan í þessum nýju umbrotsmönnum í heimi kapítalsins gerði að verkum, að þeir nutu víða vemlegrar vel- gengni á kostnað gömlu ættanna. Velgengnin gerði að lokum að verkum, að hinir nýríku þjöpp- uðu sér saman og hófu sókn gegn helgasta véi ættaveldisins: Eim- skipafélagi íslands. Þeir stofnuðu Hafskip. Með því var í raun búið að kasta hanskanum, gömlu ættunum var sagt stríð á hendur. Samhliða var tangarsókninni haldið áfram innan Sjálfstæðisflokksins. Og hún tókst svo sannarlega. Fyrir tilstilli prófkjöranna varð oddviti nýríku aflanna, Albert Guð- mundsson, ættlaus strákur úr Skuggahverfinu, allt í einu sterk- asti einstaklingurinn innan flokksins, sem með stuðnings- mönnum sínum gat einn og sér boðið ættaveldinu byrginn. Smærri spámenn af Hafskips- toga, Björgúlfur Guðmundsson og Ragnar Kjartansson náðu einnig drjúgum frama innan flokksins, enda gengu nýríku öfl- in meðvitað í að taka hann yfir. En ævintýrið endaði illa. Flaggskipið, Hafskip, sökk. Ætt- aveldið hóf samhæfða gagnsókn og Albert var að lokum hrakinn úr Sjálfstæðisflokknum og hinir nýríku stofnuðu Borgaraflokk- inn, - að vísu með aðstoð alls konar elementa annarra. En fyrir bragðið er aftur komið upp normal ástand, þar sem ætta- veldið ræður í Sjálfstæðisflokkn- um og er sömuleiðis í sókn innan kapítalheimsins. Gamla værðin ríkir á nýjan leik og þessvegna töldu menn víst, að þeir fengju Útvegsbankann í fyllingu tímans fyrir slikk. Guðjón B. Ólafsson og Sambandið hafa nú gert þeim illan grikk. Hið snjalla tilboð SÍS svældi rakkana svo sannarlega út úr greninu. Tilboð ættaveldisins í bankann er að vísu kallað tilboð Ajávarútvegsins, en sú nafngift stenst ekki skoðun. Þeir sem skrifaðir eru fyrir mestu fjár- magni eru fyrst og fremst postul- ar ættaveldisins innan flokksins, - útgerðarfyrirtækin eru bara upp á punt. Þannig er dæmigert að Eim- skipafélagið er langhæsti aðilinn að tilboðinu með 100 miljónir, og Thor Thors og Halldór H. Jóns- son, báðir á meðal helstu stoða ættaveldisins, eru skrifaðir per- sónulega fyrir 25 miljónum hvor. Erlendarskeiðið úti Síðari breytingin - og sú merki- legri - er eðlisbreytingin á Sam- bandinu undir forystu hins nýja forstjóra, Guðjóns B. Ólafs- sonar. Fram að ráðningu hans hafði Sambandið undir forystu Erlend- ar Einarssonar verið fyrst og fremst útvörður Framsóknar- flokksins. Þar var ekki öðrum hleypt á garðann en mönnum með löggilt flokksskírteini og menn þurftu jafnvel að skipta um flokka til að geta fengið vinnu hjá hringnum. Um það eru mörg dæmi frá seinni árum. Á allra síð- ustu tímum Erlendar og kum- pána slaknaði þó aðeins á Fram- sóknarklónni, meðal annars vegna þess að siappur rekstur var farinn að há samsteypunni af þeirri einföldu ástæðu að það var ekki nógu mikið talent í Fram- sóknarflokknum til að reka af dugnaði jafn flókið gangvirki og SÍS. Á lokadögum Erlendar var jafnvel leitað til manna úr flokk- um á borð við Alþýðubandalagið og þeim boðin veí launuð störf, án þess að kröfur um flokkaskipti fylgdu með. Því var hins vegar hvíslað undir rós, að ætlast væri til þess að menn létu af pólitísk- um skrifum í fjölmiðla aðra en Tímann... En skeiði Erlendar og vinnu- lagi fylgdi þó að minnsta kosti á yfirborðinu játningar um gildi samvinnuhreyfingarinnar. Fyrir- tækjasamsteypan var - í orði kveðnu - tæki til að efla fjölda- hreyfinguna í kringum samvinn- ustefnuna og þarmeð samkvæmt upphaflegum arkítektúr hluti þeirrar burðargrindar sem hreyf- ingin átti að styðjast við í barátt- unni um forræði í þjóðféiaginu. Vitaskuld var þó löngu orðin gagnger breyting á þessu sam- bandi. SÍS var farið að starfa fyrst og fremst vegna SÍS. Þrátt fýrir skelegga baráttu fjölmargra góðra liðsmanna var Sambandið orðið einsog hver annar auðhringur sem laut lögmálum markaðarins fyrst og fremst og virtist oftar en ekki styðja við- leitni hægri vængsins til að ná sterkari tökumíþjóðlífinu. ísfilm og þátttaka SÍS í því ævintýrinu er dæmi um það. En jónasarfráhrifluandinn og Rochdale-stemmningin voru þó enn í aðalstöðvunum við Sölv- hólsgötu. Fortíðin seld Allt þetta breyttist, þegar Vali Amþórssyni var hafnað sem for- stjóra og Guðjón B. Ólafsson vígður til eftirmanns Erlendar. Guðjón var áður mjög dug- mikill forstjóri SÍS fyrirtækjanna í Bandaríkjunum. Hann er hæfur stjórnandi, og undir hans stjóm braut SÍS svo að segja á bak aftur tök SH á Bandaríkjamarkaði, náði forystu í sölu íslenskra sjáv- arafurða þar, og sömuleiðis í Bretlandi. En Guðjón rekur hins vegar SÍS einsog hvert annað fyr- irtæki, tengslin við samvinnu- hreyfinguna skipta hann litlu máli. Þannig er SÍS undir Guðjóni B. hætt að vera fyrirtæki fjölda- hreyfingar. Það er einfaldlega rekið á nákvæmlega sama grund- Þelli og önnur fyrirtæki, og hefur náð geigvænlega sterkum tökum í viðskiptalífi þjóðarinnar. Það er alls ekki út í hött að menn tala nú um „einokunarhring" í sömu andrá og SÍS er nefnt. Nú er heldur ekki nóg að vera löggiltur framsóknarmaður til að fá vinnu hjá SÍS. Guðjón B. Ól- afsson ræður menn eftir hæfi- leikum - ekki flokkskírteinum. Til dæmis um það nefna menn, að til hans eru raktar ráðningar að minnsta kosti tveggja harðvít- ugra sjálfstæðismanna í mikil- vægar stöður í SÍS batteríinu. Ekki nóg með það. Guðjón vill má burtu Framsóknarfortíð Sam- bandsins einsog best hann getur. Einmitt vegna þess er nú SÍS allt í einu reiðubúið til að selja ríkinu húsakynnin á Sölvhólsgötu, sem ekki hafa verið föl til þessa. Til- boð fjármálaráðuneytisins í húsin er þó alls ekki betra en fyrri til- boð - sem öllum var hafnað. Það var ákveðin ástæða fyrir því að Erlendur Einarsson dró við sig að selja húsakynnin við Sölvhólsgötu. Þessi hús eru nefnilega tengill við fortíðina. Þar bjó Jónas frá Hriflu. Þ.; var Samvinnuskólinn til hús, Þar tók eiginlega Framsóknanlokk- urinn út þroska sinn. Erlendur vildi ekki selja minn- ingarnar. Hann vildi halda tengslunum við sameiginlega for- tíð SÍS og Framsóknarflokksins. Af nákvæmlega sömu ástæðu vill Guðjón B. Ólafsson selja Sölvhólsgötuna. Hann vill minn- ingarnar burt. Hann vill slíta tengslin við Framsókn. Hann vill öðru vísi Samband. Hann er í bisness. Össur Skarphéðinsson. Laugardagur 22. ágúst 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.