Þjóðviljinn - 22.08.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.08.1987, Blaðsíða 8
r Sigurður Pálsson Starfslaun til þriggjaára Sigurði Pálssyni rithöfundi og formanni Rithöfundarsam- bandsins hefur verið veitt þriggja ára starfslaun sem listamaður Reykjavíkurborg- ar. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á afmælis- degi borgarinnar fyrr í vikunni. Þetta er í fyrsta skipti sem slík starfslaun eru veitt, og eru þetta viðamestu starfslaun sem veitt eru hérlendis. Launin eru greidd úr sérstökum starfslaunasjóði, sem stofnaður var á síðastliðnu ári í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Auglýst var eftir styrkþegum og bárust 48 umsóknir. í menn- ingarmálanefnd borgarinnar og í borgarráði voru tveir listamenn tilnefndir, Sigurður Pálsson og listakonan Rúrí. Meirihluti í báð- um þessum stofnunum borgar- innar veitti Sigurði stuðning sinn. Píanótón- leikar í Norræna húsinu Manuel Ariza frá Spáni leikur klassísk píanóverk Ungur spænskur píanóleikari, Manuel Aríza, mun halda pía- nótónleika í Norræna húsinu á sunnudag kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Schu- mann, Chopin, Beethoven og Bela Bartok. Manuel Ariza er fæddur í Ma- drid 1959, þar sem hann stundaði nám við Konunglega tónlistarhá- skólann undir handleiðslu Teresu Alonso. Hann útskrifaðist þaðan 1981 með sérstökum heiðurs- verðlaunum. Eftir það fékk Ar- iza styrk til að stunda nám við Sweelinck Conservatorium í Am- sterdam hjá prófessor Willem Brons. Síðan fór Ariza til Banda- ríkjanna, þar sem hann lauk mastersprófi frá Manhattan School of Music árið 1985. Manuel Ariza er nú búsettur í New York þar sem hann hefur sótt tíma hjá rússneska píanóleik- aranum Elena Tatulyan. Manuel Ariza hefur haldið tónleika víða, meðal annars á Spáni, í Hollandi og Bandarikj- unum, auk þess sem hann hefur gert hljóðupptökur fyrir „Radio Madrid“. Manuel Ariza er kvæntur ís- lenskri konu. Sigurður Pálsson er fæddur 30. júlí 1948 að Skinnastað í Öxar- firði. Hann stundaði nám í leikhúsfræðum og bókmenntum í Frakklandi um árabil. Hann hef- Davíð Oddsson borgarstjóri afhendir Sigurði Pálssyni starfslaun listamanns Reykjavíkurborgar við hátiðlega athöfn í Höfða. ur gefið út nokkrar ljóðabækur, og leikrit eftir hann hafa einnig verið sett á svið. Sigurður hefur einnig stundað kennslu við leik- kvæntur Kristínu Jóhannesdóttur listarskóla hérlendis og þýtt kvikmyndagerðarmanni og eiga fjölda leikrita. Sigurður er þau eitt barn. Seiðkona frá San Francisco Mannverurnar í myndum Arngunnar Ýrar Gylfadóttur eru yfirleitt höfuðsmáar með þeim mun fyrirferðameiri út- limi. Þær svífa gjarnan um myndflötinn með bægsla- gangi eins og þær hafi ekki fulla stjórn á útlimunum eða þá að þeir lúti ósjálfráðum hvötum. Sjálf hefur Arngunnur sagt að myndir hennar fæðist sjálfkrafa og túlki það sem sé ofarlega á baugi ítilfinningalífinu hverju sinni. „Maðurmálar baraeins og maðurmálarog ræðurþví aðtakmörkuðu leyti," sagði Starfsþjálfun fatlaðra Ráðgert er að starfsþjálfun fatlaðra taki til starfa 1. október nk. Fyrirhuguð er kennsla í íslensku, ensku, samfélagsfræði, bókfærslu og tölvufræði. Nánari upplýsingar og móttöku á umsóknum veitir forstöðumaður í síma 26700 frá kl. 10-12 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Forstöðumaður. Þjóðviljinn vill ráða umboðsmann í Neskaupstað. Vinsamlegast hafið samband við afgreiðslu blaðsins í síma 91-681333. þJÓÐVILIINN hún við blaðamann Þjóðvilj- ans. Það ósjálfráða tilfinn- ingaflæði sem Arngunnur varpar á myndflötinn endur- speglast því í þessum undar- legu mannverum hennar, og þeim er greinilega ekki sjálf- rátt. Engu að síður er eins og þær komi manni við, eða komi ein- hverju á hreyfingu i undirmeðvit- undinni og útlimunum, sem kannski var gleymt eða grafið undir hinum meðvituðu og öguðu hreyfingum hversdagsins. Og hið samræmda foma göngulag fær að víkja fyrir fálmkenndum hreyf- ingum kolkrabbans um stund. Það er ekki nema holl reynsla. Hún kennir manni að uppgötva í sjálfum sér það sem maður hefði kannski aldrei annars fundið. Eða fundið án þess að geta séð eða skilið. Þannig er notagildi listarinnar: hún kennir manni að upplifa sjálfan sig heilan og óskiptan og kanna ómælisdýpt vitundarinnar og ómælisvíddir forsögunnar og það margræða minni sem í mann- eskjunni býr. Hvað er hollara og nauðsynlegra nú á dögum hins staðlaða lífsmáta og samræmda göngulags? Sýning Amgunnar Ýrar Gylfa- dóttur er athyglisverð frumraun. Ekki vegna þess að hún sé á nokkum hátt fullkomin, heldur þvert á móti vegna þess að hún hefur ekkert að fela. Ekki heldur gallana og mistökin. Viðfangs- efnið er henni of mikilvægt til þess, og það er einmitt það sem lofar góðu um list hennar. Sýningu Amgunnar Ýrar Gylf- adóttur f Nýlistasafninu við Vatnsstíg lýkur um þessa helgi. Hún er opin frá kl. 14-20 á laugar- dag og sunnudag. - 61g „Noli tangere" eftir Amgunni Yri Gylfadóttur. Verkamenn Verkamenn óskast til starfa við fóðurblöndun. Frítt fæði. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri á staðnum. FOÐURBLÖNDUNARSTÖÐ SAMBANDSINS SUNDAHÖFN S. 686835 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Kennarar eða leiðbeinendur Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar óskar að ráða kenn- ara eða leiðbeinendur. Meðal kennslugreina: enska, danska, íþróttir og kennsla yngri barna. Húsnæði og flutningsstyrkur í boði. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-51159. Skólanefnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.