Þjóðviljinn - 23.08.1987, Blaðsíða 5
Margir teiknarar haf lýst þeirri stóru
stund þegar Róbinson sér spor í
sandi...
Margskonar
misrœmi
Hugmyndina fékk Defoe
reyndar úr veruleikanum - sex
árum fyrr birtist í blaðinu Spect-
ator frásögn af fjögurra ára dvöl
Alexanders Selkirks á Juan Fern-
andez eyjum í Kyrrahafinu, en
þar var hann settur á land vegna
ágreinings við skipstjóra sinn.
Einn af vinsælustu höfundum
aldarinnar, Oliver Goldsmith, lét
svo um mælt, að „bók getur verið
skemmtileg þótt í henni séu
margar vitleysur og hún getur
verið leiðinleg án þess að í henni
sé nokkur skapaður fáránlegur
hlutur." Sumir segja þetta eigi vel
við söguna um Róbinson Krúsó. í
sögunni úir og grúir af mótsögn-
um og „minnisleysi". Einu sinni
þráir Robinson heitt tóbakspípu
og gleymir því að hann hafði, sér
til sannrar gleði, haft pípu með
I sér í land. Hann syndir nakinn út í
skipið og snýr aftur með fulla
vasa. Og svo framvegis.
Samviskubit,
atburðaleysi
Trúarlegar og siðferðilegar
áhyggjur steypast öðru hvoru yfir
söguhetju vora. Ekki síst þegar
háski steðjar að. Þá iðrast hann
óhlýðni sinnar við föðurinn og
viðurkennir að það sé guðs refs-
ing fyrir að strjúka að heiman að
hann lenti á „þessari skeífilegu og
gæfusnauðu eyju, sem ég kalla
Eyju örvæntingarinnar, vegna
þess að allir sem um borð voru
drukknuðu og ég sjálfur var
dauða nær“.
Hann fær oft samviskubit yfir
að hafa ekki þakkað guði fyrir
björgunina, enda þótt hann hafi
sagt frá því fyrr, að það hafi hann
einmitt látið verða sitt fyrsta verk
þegar á land kom. í þessum upp-
byggilegu vangaveltum er stfllinn
maskenndur og endurtekning-
arnar margar. Enda hafði Robin-
son nógan tíma. Þessi 27 ár, tveir
mánuðir og 19 dagar á eynni voru
•ekki allir jafn atburðaríkir. Eitt
sinn skrifar hann:
„Ég get ekki sagt að næstu
fimm árin hafi neitt það komið
fýrir sem áhuga er vert, ég hélt
áfram að vera til með sama hætti
og á sama stað og áður“.
Nýlendu-
frömuðurinn
í þrettánda kapítula æsist
leikurinn heldurbetur. Robinson
sér spor í sandi, og kristilegar
vonir hans um blessun nærveru
annarra manna gufa upp fyrir
skelfilegum ótta. Hann finnur
svo leifamar af mannætumáltíð
og ælir viðbjóði sínum yfir þær,
en huggar sig svo við að mannæt-
urnar komi við á eynni til að éta
fanga sína en ekki hann sjálfan.
Hann veltir svo sínum siðferði-
legu vöngum mikið yfir því, hvort
hann megi drepa mannætur.
Reyndar lætur hann verða af því
og bjargar þar með Frjádegi, sín-
um auðmjúka þjóni. Og í næsta
skipti sem mannætur láta sjá sig
efna þeir til mikils blóðbaðs, og
liggur tuttugu og einn í valnum
áður en lýkur. Tölurnar gætu ver-
ið úr blaðafregn úr stríði.
Það er engin tilviljun. Öll þessi
saga af Róbinson á eyðiey er sem
í hnotskurn saga nýlendu og ríkis-
stofnunar. Robinson ræktar upp
eyju sína og reisir þar ból. Hann
flytur og fagnaðarerindið yfir
Frjádegi og snýr honum tii skiln-
ings og trúar réttrar. Nokkrum
árum eftir að Robinson er bjarg-
að snýr hann aftur til eyjarinnar á
eftirlitsferð og sendir þangað
ýmsar nauðsynjar - byggingar-
efni, iðnaðarmenn, kýr og konur.
Framhald,
eftirlíkingar
Fegar Defoe var búinn að
skrifa þetta árið 1719 vissi hann
náttúrlega ekki að hann væri orð-
inn sígildur í heimsbók-
menntunum. En hann seldi vel og
því varð hann að endurtaka
leikinn. Nokkrum mánuðum síð-
ar kom út framhald sögunnar,
sem fáir hafa lesið þeirra sem nú
eru uppi. Robinson lendir þar í
margvíslegum hrakningum á tíu
ára flakki, en Frjádagur fellur
fyrir lúmskri indjánaör í Suður-
Ameríku. Hann fer nátturlega til
himna sem góður kristinn maður,
en Robinson hefur loksins lært að
meta „kyrrlátt líf innan dyra og
þá blessun að enda mína ævidaga
í friði og ró“.
Róbinsonbækur urðu vinsæl
bókmenntategund. Skráin yfir
þau rit sem í kjölfar sögu Defoes
fylgdu fyllir 250 síður. Margar
styttingar og endursagnir voru
gerðar fyrir börn og unglinga.
Mjög útbreidd varð Róbinson-
saga eftir þýskan prest, Heinrich
Campe, en hjá honum er Robin-
son látinn snúa heim jafn fátækur
og hann fór og kasta sér tárvotur
og iðrandi í fang föður síns aldur-
hnigins og biðja fyrirgefningar. (í
sögu Defoes hafði Robinson stór-
grætt á plantekru í Brasilíu með-
an hann var á eynni). Stundum er
Robinson fyrst og fremst sá iðju-
sami handverksmaður, stundum
er hann einskonar vasaútgáfa af
nýlenduherra og heimsveldis-
sinna. Og margt annað hafa
menn látið sér detta í hug þegar
lagt er út af þessari bók, sem enn í
dag er ein af þeim fáu skáld-
sögum sem svotil allir kannast
við. Þótt ekki væri nema í teikni-
söguformi...
AB þýddi og endursagði.