Þjóðviljinn - 23.08.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.08.1987, Blaðsíða 11
Jfí ALLRA ÍSLENDJNGA “ bústaðabyggðin með vestur- strönd vatnsins er þá utan girð- ingar, sem og Nesjavallaland, Hagavíkurland og land Villinga- vatns og Úlfljótsvatns sunnan vatnsins. Hins vegar segja höfundar að núverandi þjóðgarður myndi þungamiðju mun stærra land- svæðis, sem sé skylt í jarðfræði- legu samhengi og nái allt frá Langjökli í norðri til Hengilsins í suðri. Hugmyndir um friðun mun stærra svæðis en núverandi þjóð- garðs eigi fullan rétt á sér, en hins vegar er það tillaga höfunda að einungis umrætt svæði lúti for- ræði Þingvallanefndar, sem skipuð er af Alþingi. I lok greinargerðar sinnar með skipulagstillögunni segja þeir Einar E. Sæmundsen og Reynir Vilhjálmsson að tillögur þeirra séu lagðar fram til kynningar og umræðu. Segjast þeir vonast til að niðurstöður þeirrar umfjöll- unar muni koma að gagni við gerð endanlegs skipulags, sem væntanlega muni liggja fyrir síðar á árinu. Þingvallanefnd leitar nú um- sagnar hagsmunaaðila og ann- arra um tillöguna, og ber að skila umsögnum til Heimis Steins- sonar þjóðgarðsvarðar fyrir 1. október næstkomandi. -ólg- Nýtjaldstœði sunn- an Biskupsbrekkna- hrauns vestan Al- mannagjárognú- verandi tjaldstœðis. „Erurm að hugsa til 21. aldarinnar“ segir Hjörleifur Guttormsson, sem á sœti \ Þingvallanefnd Hjörleifur Guttormsson alþing- ismaður á sæti í Þingvallanefnd ásamt með þeim Þorsteini Pálssyni forsætisráðherra og Þórarni Sigurjónssyni alþingis- manni, sem erformaður nefndar- innar. Framkvæmdastjóri nefnd- arinnar er séra Heimir Steinsson prestur á Þingvöllum og þjóð- garðsvörður. Það er Þingvalla- nefnd sem hefur mótað stefnuna í þessum nýju skipulagstillögum, og þvísnerum viðokkurtil Hjör- leifs Guttormssonar til þess að spytja hann um einstök atriði skipulagsins. Hvaða nauðsyn knýr á um gerð þessa skipulags nú? Á næsta ári eru 60 ár liðin frá því að þjóðgarður var stofnaður á Þingvöllum. Sannarlega hefði verið þörf á að gera skipulag að svæðinu fyrir löngu, bæði til þess að gera sér ljóst hvað æskilegt sé að gera á slíkum stað og ekki síður hvað beri að forðast. Þetta aðalskipulag dregur upp meginsíefnu varðandi þjóðgarð- inn, qg við sem að þessu höfum unnið höfum þá sérstaklega haft í huga sagnhelgi staðarins og fjöl- breytta náttúru hans. Markmið skipulagsins er að fólk fái notið þessara gæða án þess að þau bíði varanlegt tjón. Viðhorfin til þjóðgarðsins á Þingvöllum hafa tekið breyting- um undanfarna áratugi. Hér áður fyrr var til dæmis úthlutað sumar- bústaðalóðum til einstaklinga innan sjálfs þjóðgarðsins. Sú þró- un var stöðvuð í kringum 1970, og væntanlega myndi engum detta í hug nú að auka þar við. Þá eru samgöngur við Þingvelli að taka stakkaskiptum þessi árin, og tekur nú innan við klukku- stund að skreppa þangað frá Reykjavík. Þangað skreppa því þúsundir manna á góðviðris- dögum, auk þeirra erlendu ferða- manna sem sækja þangað í sí- auknum mæli á sumrin. Við þessu reynum við að bregðast með því að stórbæta upplýsingar og þjónustu við gesti þjóðgarðs- ins í nýrri miðstöð, sem reist verði ofan við sigdalinn vestan Almannagjár. Þar eiga menn m.a. að geta áttað sig á sögu og náttúru staðarins á stuttum tíma sem og umferðaræðum og. gangbrautum um svæðið. Minni miðstöð austan vatnsins við Gjá- bakka á að þjóna sama tilgangi. Allt þjóðgarðssvæðið verður opið, en meginstefna nefndarinn- ar er að bæta engum meiri háttar mannvirkjum við í sigdalnum á milli Almannagjár og Hrafna- gjár, frekar eigi að fækka þeim sem þegar eru fyrir hendi. Er þar átt við Valhallarbygg- inguna? Já, þar höfum við sérstaklega Valhöll í huga. Aðalástæðan fyrir því að við teljum að framtíðar- gistiaðstaða eigi betur heima annars staðar er nálægð Valhallar við þinghelgina og sú viðbótar- umferð sem slík starfsemi skapar. Þá skiptir mengunarhætta ekki síður máli, en erfitt er að tryggja viðunandi frágang frárennslis frá hótelbyggingu á þessum stað. Það er líka ljóst að ekki er hægt að gera ráð fyrir þeirri stækkun og þróun hótelþjónustu á þessum stað, sem aukinn ferðamanna- straumur mun hugsanlega gera tilkall til í framtíðinni. Þetta er hinsvegar ekkert sem framkvæmt verður af skyndingu. Þingvallanefnd hefur lýst sig reiðubúna til samninga um kaup á hótelinu af núverandi eigend- um til þess að greiða fyrir viðun- andi lausn mála, en hins vegar höfum við ekki sett neinn sér- Hjörleifur Guttormsson stakan þrýsting á það mál. Við erum hér að lýsa inn í framtíð sem kannski varðar aldamótin og næstu öld fyrst og fremst. Við erum þeirrar skoðunar að ef á annað borð er talið æskilegt að hafa myndarlegt hótel tengt Þingvöllum, þá eigi það best heima utan þjóðgarðsins eða í út- jaðri hans og þar höfum við bent á möguleika á Kárastaðanesi við vatnið syðst í þjóðgarðinum. Hvað með sumarbústaða- byggðina. Verða sumarbústað- imir innan þjóðgarðsins teknir eignamámi þegar leigutími landsins rennur út? Á umráðasvæði þjóðgarðsins munu nú vera hátt í 100 sumarbú- staðir í einkaeign, sem úthlutað var landi á tímabilinu 1930-70. Lóðasamningar vegna þessara bústaða eru að renna út þessi árin og fram til aldamóta. Síðasti samningurinn rennur út árið 2006. í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir ákveðinni málsmeð- ferð, sem tekur mið af því að gefa ; aðilum umþóttunartíma og breyta stöðu þessara bústaða þannig að þeir hefti ekki frjálsa umferð um svæðið. Ef lóðasamn- ingar verða framlengdir verður það ekki nema til 5 ára í senn, og nefndin áskilur sér rétt til að eignast bústaðina eftir því sem æskilegt er talið vegna þessa nýja skipulags. Mér er ljóst að hér er um við- kvæmt atriði að ræða, og margir vildu efalaust ganga lengra í að takmarka þessa sumarbyggð. Aðalatriðið er þó að fólk átti sig á að hún á ekki heima í þjóðgarðin- um á Þingvöllum til langframa. Hvað með framkvæmdatíma þessara skipulagsbreytinga. Hve- nær getum við til dæmis átt von á því að hin nýja menningar- og þjónustumiðstöð rísi vestan Al- mannagjár? Við höfum ekki tímasett neinar framkvæmdir með þessum tillögum. Þetta er aðalskipulag þar sem tekin er afstaða til stað- setningar mannvirkja en ekki framkvæmdatíma. Hins vegar er orðið aðkallandi að bæta þjón- ustu á staðnum með þeirri þjón- ustumiðstöð sem fyrirhuguð er. Þá ýtir margt á eftir, meðal ann- ars fyrirhuguð stórhátíð á kristnitökuafmælinu árið 2000. Það hefur allt of oft gerst að menn hafa tekið við sér með allt of stuttum fyrirvara vegna há- tíðahalds af því tagi, og því ekki haft ráðrúm til að vanda þann undirbúning sem skyldi. Ég vona sannarlega að stórhugur eigi eftir að ráða ferðinni um verndun Þingvalla þannig að innlendir og erlendir gestir geti í framtíðinni notið heimsóknar þangað til fulls. Til þess höfum við öll efni. -ólg ur 23. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.