Þjóðviljinn - 23.08.1987, Blaðsíða 17
Nafn vikunnar
Aucvitað er
pressa á mig
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
„Þú getur nærri um það
hvort það er ekki pressa á mig,
því báðir aðilar vilja að sjálf-
sögðu ná fram sínum hlut í
þessu máli,” sagði Jón Sig-
urðsson viðskiptaráðherra í
samtali við Sunnudagsblaðið í
gær, aðspurður um hvort ekki
væri mikill þiýstingurfrá báð-
um hliðum i Útvegsbankamál-
inu svokallaða.
Það kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti þegar forystu-
menn Sambandsins gengu á fund
stjórnvalda og lýstu sig reiðu-
búna til að kaupa meirihluta af
hlutabréfum í Utvegsbankanum
hf.
Sambandið bauðst til að kaupa
67% hlutabréfa í bankanum en
þau höfðu almennt ekki verið
metin upp á marga fiska. Tilboð
SÍS olli því að sjávarbændur,
bankamenn og kaupahéðnar
ruku upp til handa og fóta og
mynduðu blokk 33ja fyrirtækja
sem lýsti sig reiðubúna til að
kaupa 76% hlutafjárins.
Þar með var málið orðið stór-
pólitískt: SÍS og framsóknar-
menn annars vegar, einkageirinn
og Sjálfstæðisflokkurinn hins
vegar. Þorsteinn Pálsson gaf fyr-
irskipun um að framkvæmd yrði
skoðanakönnun meðal flokks-
ráðsmanna Sjálfstæðisflokksins:
Niðurstaðan var óyggjandi -
meirihlutinn vildi stjórnarslit ef
tilboði SÍS yrði tekið.
Sá maður sem mest hefur verið
í sviðsljósinu er Jón Sigurðsson
viðskiptaráðherra - og það verð-
ur hann sem tilkynnir hina end-
anlegu ákvörðun. Þannig sagði
Helgarpósturinn nú í vikunni að
Jón hefði líf ríkisstjórnarinnar í
hendi sér.
Og Jón Sigurðsson er Nafn vik-
unnar að þessu sinni.
- Hvenær má búast við því að
þetta mál verði til lykta leitt?
„Ég get ekki tímasett það. Við
munum að sjálfsögðu leggja allt
kapp á að það verði sem fyrst.”
- Setur skoðanakönunn Por-
steins Pálssonar og niðurstaða
hennar pressu á þig?
„Þessi skoðanakönnun kom
mér nokkuð spánskt fyrir sjónir
því ég álít að þetta mál beri að
leysa innan ríkisstjómarinnar.”
- En áttu von á stjórnarslitum
vegna þessa máls?
„Nei, mér finnst það afar ólík-
legt. Ég get ekki séð að þessir
atburðir eigi að gefa tilefni til
slíks.”
- Nú hefur sú hugmynd verið
viðruð að nota Búnaðarbankann
sem skiptimynt - svo allir fái
eitthvað fyrir sinn snúð.
„Mér finnst þetta nú ekki sér-
lega heppileg samlíking. Búnað-
arbankinn er sennilega stærri og
öflugri banki í mörgum skilningi.
Þannig er eiginfjárstaða hans,
samkvæmt efnahagsreikningi í
lok ársins 1986, upp á einar 1056
milljónir, - hvort sem það er besti
mælikvarðinn á verðgildi eða
ekki.”
- Myndir þú viija selja báða
ríkisbankana sem eftir eru: Bún-
aðarbankann og Landsbankann?
„Ég sé engin rök fyrir því að
ríkið eigi fleiri en einn viðskipta-
banka og stefna þessarar ríkis-
stjórnar - sem og Alþýðuflokks-
ins, - er að draga úr áhrifum og
ábyrgð ríkisins í bönkunum og
fækka þeim. Það er á hinn bóginn
alls óvíst að annar banki verði
seldur svona í heilu lagi.”
- Má segja að með þessu máli sé
hveitibrauðsdögum stjórnarinnar
lokið, - er þetta það sem koma
skal?
„Ég vil ekki leggja dóm á það,
en mér finnst ekki skynsamlegt
að líta á þetta einstaka mál sem
fyrirboða um þróun mála á öðr-
um sviðum.”
-hj
LEIÐARI
Mattadorleikur
Þessa dagana verður þjóðin vitni að matta-
dorspili hákarlanna í íslenska viðskiptaheimin-
um. Bönkum, höllum og þrotabúum er skákað
eftir taflborðinu með slíkum tilþrifum að hriktir í
mánaðargömlu stjórnarsamstarfi og Jónarnir
tveir, sem hafa fengið það hlutverk að sjá til
þess að taflið gangi eftir settum reglum, virðast
nú í þann veginn að missa allt úr böndunum. En
um leið og hin óskráðu lög helmingaskiptanna á
milli fjármálavaldsins í Sjálfstæðisflokknum og
Framsóknarflokknum hætta að virka afhjúpast
tengsl þessara flokka við hagsmuni fjármagns-
ins og hlutverk þeirra við að standa vörð um þá
hagsmuni. Hið hugmyndafræðilega yfirskin
hugsjónanna hverfur skyndilega eins og dögg
fyrir sólu og eftir stendur nakið valdatafl um
fjármagnið, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur
skipað sér í þá undarlegu stöðu að halda taflinu
innan ramma einhvers skikkanlegs velsæmis.
Hin óskráðu lög helmingaskiptanna á milli
tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna á íslandi
eiga sér langa sögu sem lesa má út úr skiptingu
bankastjóraembætta og annarra feitra emb-
ætta á vegum ríkisins á milli þessara flokka.
Hana má líka sjá í því blygðunarlausa einokun-
arfyrirtæki sem þessi öfl hafa starfrækt um
nermangið á Islandi i natni Islenskra aðalverk-
taka. Hin óskráðu lög hafa falist í því að þótt hin
frjálsa samkeppni sé yfirlýst stefna beggja
flokka, þá séu henni engu að síður sett þau
takmörk að þegar um hagsmuni er að tefla, þar
sem löggjafarvaldið er með puttana í spilinu, þá
skuli hinir þjóðkjörnu fulltrúar skipta kökunni
þannig að jafnræðis gæti. „Samkeppni jafn-
ingja er farsælust" eins og sagði í leiðarafyrir-
sögn Morgunblaðsins um málið.
Það var í raun gjaldþrot gulldrengjanna úr
Sjálfstæðisflokknum sem ráku Hafskip sem
raskaði þessum velsæmisleikreglum. Talið er
að þetta fjármálaævintýri muni kosta þjóðina að
minnsta kosti 1500 miljónir. Til þess að hafa
upp í þessa hít varð ríkissjóður að setja Útvegs-
bankann í sölu.
Einkafjármagnið á íslandi er vant því að geta
gengið í fjárhirslur almennings eins og Haf-
skipsmálið sýnir. Það sýndi sölutilboði ríkisins á
bankanum fullkomið tómlæti, og þarf enginn að
fara í grafgötur með ástæðurnar fyrir því. Einka-
fjármagnið hafði ætlað sér að fá Útvegsbank-
ann á útsöluprís eftir að hann hafði verið nógu
lengi á sölulista og Hafskipsbagginn tekinn að
sliga ríkissjóð.
En einkaframtakið vaknaði upp við eld í húsi
sínu, eins og það var smekklega orðað í leiðara
Morgunblaðsins. Reykskynjararnir höfðu
brugðist, sagði leiðarahöfundurinn og átti þar
greinilega við njósnara einkaframtaksins í
innsta hring samvinnuhreyfingarinnar. Kauptil-
boð fjögurra aðila innan samvinnuhreyfingar-
innar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og
gekk þvert á óskráð lög. Það var ekki bara að
einkafjármagnið væri sniðgengið, heldur var
gengið að uppsettu verði ríkissjóðs og pening-
arnir lagðir á borðið. Á svipstundu voru hjólin
tekin að snúast og það tók einkaframtakið ekki
nema tvo daga að skrifa upp á 760 miljón króna
víxil: hver býður betur? Og Jónarnir tveir setja
annan banka í púkkið án þess að hafa til þess
nokkra lagaheimild, og skyndilega er skrifstofu-
höll Sambandsins við Sölvhólsgötu komin í
púkkið líka og eldur laus á stjórnarheimilinu.
Stjórnarslit eru skilaboðin sem forsætisráð-
herra fær frá fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins og
utanríkisráðherra lýsir því yfir að illa sé komið
þeirri ríkisstjórn er lúti forystu múlbundins
manns. Við það er einungis að bæta að illa er
komið þeirri þjóð er lýtur svo óprúttnum fjárm-
agnshagsmunum sem hér hafa opinberað sig í
mattadorspili hákarlanna.
-ólg
Sunnudagur 23. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17