Þjóðviljinn - 23.08.1987, Blaðsíða 13
/
Steinunn
Sigurðardóttir
sló í gegn í fyrra með sinni fyrstu
skáldsögu, Tímaþjófinum, sem
fjallaði um ástirog örlög miðaldra
kennslukonu. ( haust er væntan-
leg frá henni l]óðabók sem Iðunn
gefur út. Steinunn var kornung
þegar fyrsta Ijóðabókin hennar,
Sífellur, kom út árið 1969.
Tveimur árum síðan kom svo Þar
og þá og árið 1979 komu Verks-
ummerki, þannig að Steinunn og
ljóðin eru vinir frá gamalli tíð.
Bóka-
varðatal
í útgáfu Guðrúnar Karlsdóttur
kemur út innan skamms hjá Emi
og Örlygi. Þetta er fyrsta bókin
þessarar tegundar hérlendis.
Séra Emil
Björnsson
hóf útgáfu á endurminningum
sínum á síðasta ári við góðar
undirtektir. Annað bindi af þrem-
ur kemur út nú fyrir jólin hjá Erni
og Örlygi.
Fóvitinn
hans Dostojevskys kom út hjá
Máli og menningu í fyrra. Sá
böggull fylgdi þó þessu prýðis-
skammrifi að einungis fyrra bind-
ið kom út. En nú geta óþreyjufullir
lesendur tekið gleði sína: Seinna
bindið er væntanlegt - vitanlega í
þýðingu Ingibjargar Haraldsdótt-
ur.
Bréf fró
skóldum
til Guðmundar Finnbogasonar er
nafn á bók sem örn og örlygur
gefa út og mörgum mun án efa
þykja forvitnileg. Það er Finnbogi
Guðmundsson, landsbókavörð-
ur, sem annast útgáfu á bréfum
skáldanna, en meðal þeirra eru
kallar eins og Matthías Jochums-
son.
BOKASÐAN
Umsjón
Hrafn
Jökulsson
Bók handa sagnaþjóð
Thor Vilhjálmsson
þýðír
Hús andanna eftir Isabelle Allende
„Ég hef lifað og hrærst í þess-
ari bók um nokkurt sinn en get nú
farið að lenda eftir að hafa farið í
loftköstum um þennan suður-
ameríska heim, sem er svo heill-
andi,“ sagði Thor Vilhálmsson í
spjalli við Sunnudagsblaðið, um
þýðingu sína á Húsi andanna
eftir Isabelle Allende.
Isabelle Allende er fædd árið
1942 í Chile og er systurdóttir Sal-
vadors Allende, forseta, sem
drepinn var við valdatöku herfor-
ingjanna illræmdu árið 1972.
Þannig urðu örlög Isabelle að lifa í
útlegð, eins og svo margir rithöf-
undar Suður-Ameríku. Hún býr
nú í Caracas í Venesúvela.
Lengst af vann hún fyrir sér sem
blaðamaður, en síðan Hús and-
anna kom út fyrir fimm árum hef-
ur hún helgað sig ritstörfum og
ekki alls fyrir löngu kom út eftir
hana ný skáldsaga.
Gagnrýnendur jafn sem les-
endur tóku Húsi andanna tveim
höndum og hefur bókin verið
þýdd á fjölda tungumála og selst í
stórum upplögum.
„Ég held að íslendingar eigi
eftir að taka þessari bók vel,“
sagði Thor. „Burtséð frá öllu
nöldri þá erum við ennþá sagna-
þjóð og kunnum að meta góðar
sögur. Þetta er svo ríkt skáld-
verk, allt er svo ljóst og aðgengi-
legt. Henni hefur verið líkt við
Marques, enda eru þau um margt
svipuð, en hún stendur fyllilega
fyrir sínu.“
íslensku bókmenntaunnend-
um ættu að vera það gleðitíðindi
að Allende er væntanleg á bók-
menntahátíðina sem haldin verð-
ur í Reykjavík dagana 13. til 19.
september. Og nú er allt kapp
lagt á að Hús andanna verði þá
komið út.
„Jú, ég neita því ekki, að ég
hlakka til að hitta hana; kannski
meira en aðrir menn eftir þessi
kynni okkar undanfarið. Og svo
er hún sögð svo fögur og hrífandi
í ofanálag. Það sagði mér Halldór
Guðmundsson í Máli og menn-
ingu, sá ágæti maður, sem gefur
bókina út.“
-hj.
Thor Vilhjálmsson
Iðunri:
Ný Ijóða-
bók eftir
Sigfús
Daðason
Nú í haust er væntanleg ný
ljóðabók eftir Sigfús Daðason í
útgáfu Iðunnar. Ekki þarf að
hafa mörg orð um það hvflík
gleðitíðindi þetta eru fyrir ljóða-
vini, en nú eru tíu ár liðin síðan Fá
ein Ijóð Sigfúsar komu út.
Fyrsta ljóðabók Sigfúsar kom
út árið 1951 og hét því viðeigandi
nafni Ljóð 1947-1951, og fimm
árum síðar fylgdu í kjölfarið
Hendur og orð. Árið 1980 kom
svo út á vegum Iðunnar ljóðasafn
Sigfúsar.
Það mun ekki endanlega af-
ráðið hvenær bókin kemur út, en
líklegast verður það í október.
Sigfús Daðason
Loksins, loksins:
Grettir mœttur til leiks
„Hvers vegna föllum við fyrir
ketti sem veltir sér upp úr veik-
leikum okkar og nýtur þess?“
Þannig spyrja útgefendur Grettis
- gæludýrsins grálynda, sem loks-
ins er kominn út á íslensku.
Grettir þessi, eða Garfield eins
og hann heitir í útlöndum, er les-
endum Morgunblaðsins og
heimspressunnar að öðru leyti,
góðkunnur, enda getur ekki kött
sem er jafn, „feitur, latur, undir-
förull, hrekkjóttur, eigingjarn,
morgunsvæfur, matgráðugur og
sjálfselskur," svo vitnað sé til út-
gefenda.
Ný Ijóðabók:
Söngleikur
fyrir
fiska
í vikunni kom út ljóðabókin
Söngleikur fyrir fiska eftir Jó-
hann árelíuz. Þetta er önnur bók
höfundarins: Blátt áfram kom út
árið 1983.
Söngleikur fyrir fiska hefur að
geyma tuttugu og eitt ljóð, flest
frá þessum áratug. Hallgrímur
Tryggvason hannaði útlit bókar-
innar en teikningar eru eftir Al-
bín Venables.
Jóhann árelíuz er fæddur árið
1952 og hefur búið í Svíþjóð und-
anfarin ár.
Á nœstunni
Fjöldi
skóldsagna
vœntan-
legur
Svava Jakobsdóttir, Vigdís
Grímsdóttir, Nína Björk Áma-
dóttir og Álfrún Gunnlaugsdóttir
eru meðal þeirra sem senda frá
sér skáldsögur nú fyrir jólin. Sva-
va hefur sem kunnugt er ekki
skrifað skáldsögu síðan Leigj-
andinn frægi kom út fyrir tuttugu
árum og þær Vigdís og Nína
Björk hafa ekki áður gefið út
skáldsögur, þó þær séu kunnar
fyrir ritsmíðar af öðru tæi.
Þá er ekki síður ánægjulegt að
tvö af fremstu ljóðskáldum
yngstu kynslóðarinnar hafa nú
snúið sér að skáldsagnaritun,
Gyrðir Elfasson og Sjón. Mál og
menning gefur bækur þeirra út.
J
Sunnudagur 23. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13