Þjóðviljinn - 25.08.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Blaðsíða 1
Lögfrœðingar Sambandsins kannalagalegan^^r rétt SÍS. Deildar meiningar lögfræðinga. Verðurlausn viðskipta-Jóns sú að vísamálinu tildómstóla? Þýðiróbreyttástandíbankamálum Hugmyndum aðBúnaðarbankinn kaupi Útvegsbankann Sambandið íhugar að fara í mál við ríkið ef gengið verður andvígt því að efnt verði til slíks útboðs. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar kl. 10 nú árdegis en ekki er búist við að máiið verði leitt til lykta á þeim fundi. Þá kemur stjórn Sambandsins saman til fundar í dag. _Sýf framhjá tilboði þess í hlutabréf rfldssjóðs í Útvegsbankanum. Þeir óttast nú að Jón Sigurðsson renni á rassinn og gangi ekki að. tilboði þeirra. Undanfarna daga hafa lög- fræðingar Sambandsins kannað lagalegan rétt SÍS í þessu máli og hallast að þvi' að með því að ganga framhjá kaupum Sam- bandsins á bréfunum brjóti við- skiptaráðherra ekki bara óskráðj siðferðileg lög viðskiptalífsins! heldur einnig skráð lög. Að þeirra mati er Sambandið því lög- legur eigandi að hlutabréfunum og því ekki hægt að selja öðrum aðila þau. Lögfræðinga greinir vissulega á um þetta atriði og er mögulegt að Jón Sigurðsson eygi þar leið út úr ógöngunum. Að hann grípi til þess kosts að vísa málinu til dóm- stóla til að fá úr því skorið hvort Sambandið sé löglegur eigandi að Útvegsbankanum. Slíkt myndi taka langan tíma í kerfinu og þýð- ir í raun óbreytt ástand í banka- málum þjóðarinnar næstu árin. Jón Sigurðsson mun einnig hafa velt þeirri hugmynd fyrir sér að selja hvorugum aðilanum bankann, en láta þess í stað Bún- aðarbankann kaupa hlutabréfin og láta síðan á það reyna hvort Alþingi væri tilbúið að breyta Búnaðarbankanum í hlutafélag. Sú hugmynd mun þó hafa fengið lítinn hljómgrunn. „Jón er að koma með allskonar hugmyndir, enda leitar hann með logandi ljósi að útgönguleið," sagði áhrifamaður í Alþýðu- flokknum. „t>að kæmi mér því ekki á óvart að bankinn yrði ekki seldur í þessari umferð.“ Þá virðist hugmyndin um að nota Búnaðarbankann sem skiptimynt úr sögunni þar sem ekki er talinn meirihluti fyrir því á Alþingi. Ein af hugmyndum Jóns er að efna til lokaðs útboðs en sú hug- mynd stenst vart lagalega, sé tekið mið af lögum Matthíasar Bjamasonar, fyrrverandi við- skiptaráðherra, um stofnun .hlutafélags um Útvegsbankann. Samkvæmt þeim lögum var hlutur ríkissjóðs til sölu þeim sem áhuga höfðu á að eignast þau. Einnig er ljóst að Sambandið er Orðsending: „Vemdum græna svæðið - stoppum fyrirhugaðar byggingar á Steinar og Asgeir: Látum því ekki ósvarað að það eigi að taka útivistarsvæðið flötinni" stendur málað skýrum stöfum í grænu á bílskúrana við Safamýri. af hverfinu. Mynd E.ÓI. Vígreifir mótmælendur: Elín, Sigurgeir, Eiríkur, Sigurlaug, Brjánn, Jóna, Bjarni íbúar við Safamýri Andóf gegn byggingarafoimum Mótmœli við ákvörðun meirihluta borgarráðs að leyfa byggingu milli Safamýrar og Miklubrautar. Mótmœli á bílskúrsvegg og undirskriftalistar. íbúar við Safamýri: Kom okkur í opna skjöldu að ráðgert væri að byggja á útivistarsvœði. Aukin umferð skapar hœttufyrir börn oggangandi Við sáum það í blöðunum að það væri búið að úthluta græna svæðinu á milli Safamýr- ar, Miklubrautar og Háaleitis- brautar undir nýbyggingu fyrir Iðnaðarbankann. Meirihluti borgarráðs gerði þetta án þess að samráð væri við okkur haft og því höfum við gripið til þess ráðs að vekja athygii á málinu með þess- um hætti, sögðu nokkrir íbúar við Safamýrina, en i mótmæla- skyni hafa þeir málað mótmæli á bflskúrsvegg, sem veit út að lóð- inni. Hátt í hundrað íbúar við Safa- mýri og í nærliggjandi götum hafa skrifað undir áskorun til borgarr- áðs, þar sem þess er farið á leit við ráðið að það endurskoði ákvörð- un um fyrirhugaða byggingu á lóðinni og hafa fæstir skorast undan að skrifa undir. , - Við höfum mikið dálæti á þessu græna svæði og það væri mikil synd ef það yrði gert að byggingarlóð. Bygging á þessu svæði myndi óhjákvæmilega auka mjög á umferðarþunga og auka slysahættu fyrir börnin, en við Safamýrina eru tvö barnahei- mili, skóli og íþróttasvæði, sögðu íbúar við Safamýrina. í undirskriftaskjali íbúanna segir að með byggingu á lóðinni yrði komið í veg fyrir að það ný- ttist sem útivistarsvæði fyrir íbúa nærliggjandi gatna eins og ráð var fyrir gert í upphafi. -rk r Hafnarfjörður Atta ára landshomaflakkarí Það kemur kona að taka við mér og hún borgar Atta ára pjakkur úr Hafnar- firði hefur gert víðreist upp á eigin spýtur i sumar. Hann hefur komist allra sinna ferða á einni setningu: „Það kemur kona að taka við mér og hún borgar.“ Þannig ferðaðist drengur þessi m.a. frá Hafnarfirði til Vest- mannaeyja, fyrst með strætó til Reykjavíkur; frá Umferðar- miðstöðinni til Þorlákshafnar og þaðan með Herjólfi til Eyja. Alltaf var viðkvæðið þegar hann var rukkaður um fargjald: „Það kemur kona að taka við mér og hún borgar.“ Þegar til Eyja var komið vand- aðist hinsvegar málið því á flug- vellinum var sú greiðsla ekki tekin gild, þegar stráksi ætlaði um borð í flugvélina til Reykja- víkur og sagði hann þá alla sólar- söguna. Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var haft sam- band við lögregluna í Hafnarfirði og kom þá upp úr dúrnum að þetta er ekki í fyrsta skipti sem drengurinn leggur land undir fót upp á eigin spýtur. „Það er rétt, það er piltur hérna í Hafnarfirði sem hefur far- ið í ýmsar svona ferðir. Það er einhver flakkari í piltinum,“ sagði lögreglan í Hafnarfirði. Mun pilturinn m.a. hafa skroppið austur fyrir fjall, til Hveragerðis, til Keflavíkur og einnig til Akur- eyrar. Hér er því um sannkallaðan landshornaflakk- ara að ræða. -Sáf BÚ’87 50 þúsund Landbúnaðarsýningunni, sem hófst í Víðidalnum þann 14. þ.m., lauk s.l. sunnudagskvöld. Hún var stærst og fjölbreyttust þeirra landbúnaðarsýninga, sem haldnar hafa verið hérlendis til þessa. Aðsókn að sýningunni var góð, á að giska 50-55 þúsund manns, en nákvæm tala lá ekki fyrir í gær. Ekki varð annars vart en að almenn ánægja ríki með sýning- una, jafnt meðal þeirra, sem að henni stóðu og hennar nutu. Má þá ekki segja að tilganginum sé

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.