Þjóðviljinn - 25.08.1987, Page 2

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Page 2
FRÉTTIR Kringluumferð —SPURNINGIN—i Hvað telurðu að Akur- eyringar eigi að gefa sjátf- um sér í afmælisgjöf á 125 ára afmælinu? Guðbjörg Sigurgeirsdóttir húsmóðir: Aö koma upp nýrri sundlaug sem fyrst. Ennfremur að hlúa vel að æskulýð bæjarins því í honum býr okkar framtíð. Leifur Eiríksson bókbindari: Áframhaldandi góðæri og frekari uppbyggingu atvinnulífsins í bænum. Einnig óska ég bænum að bæjarbúar haldi áfram að ganga vel um hann. Svanhildur Jónasdóttir húsmóðir: Ég held að þeir ættu að gefa sjálf- um sér nýtt svæði handa unglingun- um til að skemmta sér og nýjan rúnt. Einnig að atvinnulífið í bænum megi halda áfram að blómstra. gullsmiður: Öflugt atvinnulíf er besta afmælis- gjöfin sem hægt er að hugsa sér. Ennfremur að víkka sjóndeildarhring sinn og auka fjölbreytni í ferða- mannaþjónustu og fjölga bæjarbú- um, sem er forsenda öflugs og sterks bæjarfélags. Sólveig Guðmundsdóttir afgreiðslustúlka: Jafngott atvinnulíf og verið hefur. Og halda áfram að fegra umhverfið þannig að Akureyri haldi áfram að vera fegursti bærínn á landinu. Tryggjum öryggi bama Guðrún Eyjólfsdóttirformaður íbúasamtaka Nýja miðbæjarins: Leggjum áherslu á örugga gönguleið ískólann ogsem minnsta umferð um íbúðahlutann í hverfinu Við leggjum áherslu á örugga gönguleið í skólann áður en hann byrjar í haust. Þá viljum við sem minnsta umferð um íbúðar- hluta hverfísins og að henni verði sem mest beint út á Miklubraut og Kringiumýrarbraut, sagði Guð- rún Eyjólfsdóttir formaður íbúa- samtaka Nýja miðbæjarins, en umferð um hverfið hefur verið mjög í brennidepli eftir að nýja verslanasamstæðan var opnuð í Kringlunni. „Mikil umferð var í sjálfu sér séð fyrir. Við sem þarna búum gerðum okkur grein fyrir þvf. En þó að við flytjum í hverfi þar sem umferðin er mikil þá breytir það ekki því að íbúarnir krefjast ör- yggis á gönguleiðum rétt eins og annars staðar. Þá viljum við líka að sá metnaður sé fyrir hendi í umferðarskipulagningunni að íbúðabyggðin njóti sín vel við hliðina á versluninni,” sagði Guðrún. Fyrirhuguð gönguleið í Hvassaleitisskólann liggur yfir Listabraut. Að sögn Guðrúnar hafa íbúarnir orð borgaryfirvalda fyrir því að þar verði gangbraut- arvörður og jafnvel gönguljós. Þá sagði Guðrún að hún vonaðist til að umferðin til Verslunarskólans og nýja hótelsins sem reist verður fari ekki inn í íbúðarhluta hverfis- ins. Aðspurð um umferðarþung- ann sagði Guðrún að hann væri nokkuð mismunandi eftir stöð- um. Sjálf byggi hún við Neðsta- leitið og yrði ekki svo mjög vör við hann. „Þeir sem búa við Listabraut og Kringlu hafa sjálf- sagt aðra sögu að segja. Fólk veit að það er að fara inn í blandað hverfi og að vonum eru ýmis sjónarmið í gangi,” sagði Guðrún. „Eldra fólkið er ánægt með að vera nálægt verslunar- miðstöðinni og barnafólkið vill ekki þurfa að fara langan veg heim til sín. Umferðin er mikil núna eftir að Kringlan var opnuð en á væntanlega eftir að verða eitthvað minni.” íbúasamtök Nýja miðbæjarins voru stofnuð í vor, en vegna sumarleyfa hefur stjórnin ekki komið saman til fundar í sex vik- ur. Úr því verður bætt í kvöld og verður sá fundur jafnframt fyrsti stjórnarfundurinn síðan Kri"''ý^s var opnuð. Þær Díana Rafnsdóttir, 9 ára, Thelma Gunnarsdóttir, 10 ára og Björk Rafnsdóttir, 11 ára, ákváðu að leggja sitt af mörkum til að styðja samtökin Vímulausa æsku. Þær héldu tombólu í Karfavogi sl. föstudag og tokst þeim að safna 600 krónum. Hlutunum sem voru til sölu á tombólunni söfnuðu stúlkurnar í nágrenninu. Þær báðu Þjóðviljann að koma söfnunarpen- ingunum til réttra aðila og urðum við góðfúslega við því. Mynd E.ÓI. BYKO Slegist um spóninn BYKO hefurfest kaup á afkastamikillispónapressu. Pétur Andrésson: Spörum okkur akstur á haugana og verðum okkur úti um söluvöru. Hœnsnabœndur og hestamenn missa spón úr aski sínum Hugmyndin er að spara okkur akstur með spæni á haugana og að auki verðum við okkur úti um söluvöru á þennan hátt, sagði Pétur Andrésson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri í timbursölu hjá BYKO hf., en fyrirtækið keypti afkastamikla spónapressu síð- astliðinn vetur. I henni er spónn- inn pressaður í drumba sem síðan eru seldir til arineldanotkunar. Þetta framtak BYKOmanna er nýlegt dæmi um fullnýtingu í tré- iðnaðinum hér á landi, en oft er rætt um að fullnýta eigi hráefni, en minna talað um það hráefni sem þegar er vel nýtt. Drumbarnir eru settir í plastpoka og seldir á bensín- stöðvum. Að sögn Péturs er spónninn svo harðpressaður að hann er lengi að brenna og þvf góður á eldinn. Pokarnir eru álíka stórir og áburðarpokar, en að vonum allmiklu léttari. „Hænsnabændur og hesta- menn hafa fengið spæni hjá okk- ur og fá enn, en það er ekki ákveðið hvert framhaidið verður á því,” sagði Pétur. „.Það er viss þörf fyrir svona spæni, en á móti kemur að það er tafsamt fyrir okkur að losna við hann.” Umtalsverðar fjárhæðir spar- ast sem áður fóru í akstur með spæninn á haugana. Hins vegar hefur spónapressan ekki nýst sem skyldi enn sem komið er þar sem þeir sem áður nýttu spóninn að hluta, svína-, kjúklinga- og hesta- bændur, vilja nú borga það sem upp er sett, en áður greiddu þeir aðeins fyrir akstur. HS KRON Kaupstaður færist í aukana Verið er nú að koma fyrir stór- glæsilegri sérvöruverslun á ann- arri hæð Kaupstaðar. Mun þar kenna margra grasa þegar allt hefur verið „gangsett”. Meðal þess sem þarna verður á boðstólum eru heimilistæki, sportvörur, hljómplötur og hljómtæki, snyrtivörur, bækur, ritföng, leikföng og svo alls konar fatnaður á yngri sem eldri. Mjög verður vandað til þessara verslunardeilda. Innréttingar af austurrískri gerð og allt í senn: glæsilegar, smekklegar og hent- ugar. A þriðju hæð byggingarinnar verða síðan skrifstofur KRON. -mhg Vinnuvernd Þingað um vinnuslys Samnorrænt þing um vinnu- umhverfismál hefst í Reykjavík í dag og munu um 250 manns sitja þingið. Það er nú haldið hér á landi í annað sinn; hið fyrra var árið 1982. Fjölmörg mál verða reifuð á þinginu og má nefna að nú verður fjallað um vinnuslys, en áður hafa þau ekki fengið sérstaka um- fjöllum á þessum þingum. Þá má nefna iðjufræði, faraldsfræði- rannsóknir og atvinnugreinar- annsóknir. Um 180 erlendir gestir munu sitja þingið. Flestir koma frá Sví- þjóð, en að öðru leyti dreifist þátttakan nokkuð jafnt á Norð- urlöndin. Þetta er í annað skipti sem Færeyingar taka þátt í þess- um þingum. HS 2 SÍÐA - ÞJÓÐVtUMMN Þriftjudagur 26. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.