Þjóðviljinn - 25.08.1987, Side 6

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Side 6
FLÓAMARKAÐURINN Tilsölu rafmagnsorgel með einu borði. Gott verð. Upplýsingar í síma 29819. íbúð Auglýsingateiknari óskar eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð í miðbæ eða vesturbæ. Lofað góðri um- gengni og skilvísum greiðslum. Upplýsingar í síma 22887 á kvöldin, Svala. Tilsölu Pentax ME spegilreflex myndavél með 35 mm linsu. Upplýsingar í síma 13144. Skipti Bókahilla fæst í skiptum fyrir lítið skrifborð- góður gripur. Upplýsing- ar í símum 622093 eða 25318. Bama- og unglingahúsgögn Til sölu Dominic II skrifborð og kom- móða með hillum yfir hvoru tveggja. Upplýsingar í síma 41311. Fæst gefins Brún handlaug á fæti fæst gefins. Upplýsingar í síma 11810 á kvöldin. Veiðileyfi Veiðleyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93- 7355. Gefins skrifborð sem þarf að mála. Gott fyrir skólakrakka eða ungling. Sími 25010. Mjög vandaður AEG bökunarofn með snúnings- grilli. Stendur einn sér. Verð kr. 4.500. Sími 25010. Barnapössun Er einhver í vesturbæ sem vill taka að sór að gæta 7 mánaða drengs frá 1. október? Um er að ræða 4 daga vikunnar, rúmlega hálfan daginn. Upplýsingar í síma 20772. Óskast keypt Barnarimlarúm og barnaleikgrind óskast. Upplýsingar í síma 20772. Fornfáleg Rafha eldavél í góðu lagi fæst gef- ins. Upplýsingar í síma 621991. Dagmamma í Smáíbúða-, Bústaða- eða Fossvogs- hverfi Okkur bráðvantar áhugasama og góða dagmömmu til að sækja 3 ára stúlku í leikskólann og annast hana síðari hluta dags. Upplýsingar í síma 34212 eftir kl. 19.00. Örugguraðili óskar eftir að taka á leigu hús í nokkur ár í Reykjavík eða nágrenni (raðhús kæmi til greina). Góð um- gengni og öruggar greiðslur. Tilboð sendist inn á auglýsingadeild Þjóð- viljans merkt „Hús nr. 1”. Hjónarúm til sölu frá IKEA (Bæsuð fura), 6-7 ára gamalt, með 2 náttborðum og dýn- um. Upplýsingar í síma 20045. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 35236. Nýtt BMX torfæruhjól til sölu á kr. 9000.- Á sama stað eru 4 vetrardekk á Citroén GS til sölu á kr. 500.- stk. Upplýsingar í síma 26069, Ragnar. Takiðeftir! Til sölu hjónarúm úr antikeik, með náttborðum, snyrtiborði, skammeli og útvarpsklukku. Verð ca. kr. 30.000.- Upplýsingar í síma 14973 eftir kl. 19. Saxófónn Hef til sölu saxófón, ágætisgrip á góðu verði. Upplýsingar í síma 75913 eftir kl. 19. Tjaldvagn óskast Óskum eftir að kaupa tjaldvagn. Upplýsingar í síma 99-1365 eftir kl. 18. Sinclair Spectrum 48K Interface, stýripinni, tölvublöð og tölvuleikirtil sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 15734. Vistunarheimili - Öskjuhlíðarskóli Vistunarheimili óskast fyrir unaa pilta utan af landi, sem verða nemendur í öskjuhlíðarskóla skólaárið 1987-1988. Upplýsingar um greiðslur og fyrirkomulag hjá fé- lagsráðgjafa í síma 689740. Flensborgarskólinn i Hafnarfirði Frá Flensborgarskóla Stundatöflur fyrir haustönn 1987 verða afhentar í skólanum mánudaginn 31. ágúst og um leið verða innheimt nemendagjöld kr. 2.000.-. Nýir nemendur skulu koma í skólann kl. 10.00 árdegis en eldri nemendur kl. 13.00 Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudag- inn 1. september, bæði í dagskólanum og öld- ungadeild. Kennarafundur verður í skólanum föstudaginn 28. ágúst kl. 10. Skólameistari Starfsfólk Við óskum eftir starfsfólki til vinnu á dagheimilinu Steinahlíð sem er 26 barna heimili. Við erum í fallegu gömlu húsi með stórum garði. Upplýsingar í síma 33280. _____________VIÐHORF___________ Vasapeningar og fleira Óskar L. Arnfinnsson skrifar Hvernig er því varið, þegar fólk dvelur langdvölum á vist- heimilum, eiliheimilum eða öðr- um svipuðum stofnunum. Fólk, sem er á örorkubótum eða elli- launum fær aðeins vasapeninga þegar það hefir dvalið á slíkum stöðum í 3 mánuði eða lengur. Nú eru vasapeningar aðeins kr. 3928 á mánuði. Af þessum aurum þarf fólk að skaffa sér föt, skó og fleira. Þeir, sem nota tóbak þurfa að skaffa sér það af þessum fáu krónum. í blöðum hefur verið marg- tuggið, að tryggingabætur hækk- uðu um kr. 2000 frá 1. júní. Ekki verður vart við þá hækkun enn- þá, svo ég viti. Ekki hafa dagpen- ingar til elli- eða örorkuþega hækkað. Nú er það svo, að kr. 3928 duga engan veginn fyrir þeim hlutum sem fólk kemst ekki hjá að veita sér. Ég gæti talið upp mýmargt, sem fólk þarfnast nauðsynlega en verður að vera án. Ef sæmilega ætti að standa að þessum málum, þá þyrfti alla vega að hækka vasapeninga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum uppí 10 þúsund á mánuði. Manni virðist einsog þeir, sem „Efsœmilega ætti að standa að þessum málum, þá þyrfti alla vega að hœkka vasapeninga hjá öryrkjum og ellilífeyrisþegum upp ílö þúsund krónur á mánuði“ stjórna þessum málum hafi enga innsýn í hvað fólk þarfnast, ef því á að líða sæmilega vel. Mér er því spurn: Hvert fara þær hækkanir, sem orðið hafa á örorku- og ellilífeyri? Hækka daggjöld ávallt um leið og bóta- greiðslur hækka? Eða hvert fara þessar hækkanir, fyrst þær fara ekki í vasa þeirra, sem þeirra eiga að njóta? Það er skömm að því, að fólk sem lokið hefir sínum störfum í þágu þjóðfélagsins og þeir sem vegna veikinda geta ekki unnið, þurfi að lifa af nábjörgum frá öðr- um. Þurfi jafnvel að hlaupa á milli stofnana til að fá styrki til að geta framfleytt sér. Þjóðfélagið á að sjá sóma sinn í því að hlúa svo að þessu fólki, að það geti lifað áhyggjulausu lífi en þurfi ekki að neita sér um sjálf- sagða hluti. Þjóðfélagið á að sjá sóma sinn í því að hlúa vel að þegnum sínum, ekki síst þeim sem lokið hafa sínu dagsverki og skilað þjóðarbúinu ómældum auði. Lesendabréf Andvaipið Hesturinn og fanginn AHir, sem komið hafa til Fen- eyja við Adríahaf og á Markús- artorgið þar hafa augum litið hin- ar frægu byggingar umhverfis torgið. Að frátaldri Markúsarkirkj- unni er sú bygging tignarlegust, sem heitir Hertogahöllin. Nafnið er að sjálfsögðu komið frá fyrri tíð, þá hertogar ríkisins sátu þar á veldisstóli.í þessari byggingu er sagt að sakamenn hafi verið dæmdir áður fyrr, og alveg sér- staklega þeir, sem reyndust morðingjar, eða aðrir álíka. Þarna fengu þeirsinn dóm, kann- ski til aftöku fljótlega eða til fang- avistar ævilangt. Önnur bygging, rétt hjá Hertogahöllinni er eða var fangelsi, rammgert mjög, svo þaðan var ógerningur að sleppa. Sjósund ea síki, skildi þessar byggingar að. Og til þess að þurfa ekki að fara með þessa dæmdu menn út undir bert Ioft, sem gat verið allhættulegt, var farið með þá eftir loftbrú, sem var á milli bygginga. Á Ioftbrú þessari voru gluggar til beggja handa en fang- Áf ávöxtunum fréttnæm og þess virði fyrir blað með einhvern metnað að skoða það nánar. En Þjóðviljinn er auðvitað í stökustu vandræðum. í fyrsta lagi er fréttin ekki runnin undan rifjum Alþýðubandalags- ins heldur úr ranni Kvennalist- ans. f öðru lagi var Þjóðviljinn búinn að taka afstöðu gegn Hita- veitunni og hitaveitustjóra í máli þessu á fyrirframgefnum forsend- um og vill væntanlega ekkert hrófla við þeim. Það gæti kannski ruglað lesendur í því hver sé hin eina rétta afstaða í málinu. Eins og ég sagði hér áðan þá var tilefni þessara skrifa ekki mjög stórvægilegt en það er samt lýsandi fyrir bróðurpartinn af fréttaskrifum Þjóðviljans. Samt hefur manni skilist að lýðræðis- kynslóðin sé ráðandi á blaðinu. En kannski hún skrifi bara lýðr- æðislega um sjálfa sig? Reykjavík 21. ágúst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi Kvennalistans elsið var gluggalaust. Því var það, að ef farið var með dæmdan mann á milli þessara bygginga þá vissi hann á hverju var von. Sagt var að fangaverðirnir hafi gert þá undantekningu á leiðinni yfir brúna, að lofa föngunum að líta gegnum glugga á brúnni. Þaðan sáu þeir himin og haf og hluta af borginni, ásamt landræmu og eyju. Þessum heillum horfnu mönnum var það eitt sameigin- legt að þeir andvörpuðu þegar þeir litu ættjörðina í síðasta sinn. Af því hlaut brú þessi nafni And- varpabrú. í dagblaði einu hér í borg gat að líta fyrir nokkru mynd, tekna suður á Keflavíkurflugvelli, af stórri flugvél, með stórar opnar hleðsludyr og við hlið vélarinnar var einhverskonar gámur, opinn að ofan. Yfir hliðar þessa gáms sást í fjóra hestshausa og þeir rétt náðu að sjá annað eins upp í him- ininn. Blaðið sagði þetta úrvals- gripi, sem væru að fara í keppni út í lönd. Við þessa myndsýn kom mér í hug Andvarpabrúin. Hest- arnir voru, eins og fangarnir, að horfa í síðasta sinn á það land, sem ól þá og draga andann í síð- asta sinn í ómenguðu loftslagi. Svipbrigðin gáfu það til kynna, að þeir óttuðust hið ókunna án þess að vera hræddir. Hvað hugs- ar hestur, sem stendur í opnum gámi við flugvélarhlið eða hugsar hann yfirleitt nokkurn skapaðan hlut? Getur það verið að fanginn á brúnni og hesturinn í gámnum hugsi og skynji það sama? Hver er kominn til að segja að svo sé ekki? Vita menn ekki að húsdýr okkar eru vel skyni gædd og stundum í meira mæli en maður- inn og taki jafnvel við þar sem manninn þrýtur? Fanginn á brúnni hugsar að þetta fái hann aldrei að sjá aftur, þau veraldar- gæði, sem hann naut hér á jörð. Hann fær aldrei framar dagsbirtu eða sól að sjá né nokkuð það, sem minnir hann á lífið, aðeins ljóstýru, annars myrkur. Hesturinn í gámnum og fang- inn á brúnni eru báðir ófrjálsir þótt með ólíkum hætti sé. Hestsins bíður ekki myrkur. Sama sól, sem yljaði honum ung- um, skín á hann í nýju landi en bara frá öðru sjónarhorni - og því fylgja viss óþægindi. Á þessu augnabliki er það söknuðurinn eftir heima- og æskuslóðum í frjálsum fjallasal, með fjöl- breyttan gróður, víðáttu, hreint loft og heilnæmt vatn úr íslensk- um fjallalæk. Örvæntingin í augum beggja, sem líta ættjörð- ina í síðasta sinn, er augljós. Og hún brýst fram í magnþrungnu andvarpi hjá fanganum en stunu hjá hestinum. S. Atvinna erlendis Hér er upplýsingabókin fyrir þig sem ert að leita að vinnu erlendis til lengri eða skemmri tíma. Hún inniheldur upplýsingar um störf í málm- og olíuiðnaði, við kennslu, garðvinnu, akstur, á hótelum og veitingastöð- um, au-pair, fararstjórn, ávaxtatínslu í Frakklandi og Banda- ríkjunum, tískusýninga- og Ijósmyndafyrirsætustörf og störf á búgörðum, samyrkjubúum eða skemmtiferðaskipum. Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bókin fyrir þá sem hafa hug á að fá sér starf erlendis. Þú færð upplýsingar um loftslag, aðbúnað í húsnæði, vinnutíma o.fl. Þar að auki færðu heimilisföng u.þ.b. 1000 staða og atvinnumiðlana. Bókin kostar aðeins 98,- s.kr. (póstburðargjald innifalið). 10 daga skilafrestur. Skrifaðu til CENTRALHUS Box 48, 142 00 Stockholm Sími: 08 744 10 50 P.S. Við útvegum ekki vinnu! 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.