Þjóðviljinn - 25.08.1987, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Qupperneq 11
■■■ ÖRFRÉTTIR wmmm Danska stjórnin mun halda velli í þingkjörinu 8. sept- ember ef marka má þrjár skoðana- kannanir sem birtar voru frændum vorum um helgina. En sá böggull fylgir skammrifi að í tveim þeirra kem- ur fram að minnihlutastjórn Pauls Schluters þarf að reiða sig á vinsemd og velvilja Framfaraflokksins vilji hún lífi halda. Það þykir honum að vonum ákaflega súrt í broti því það var ein- mitt Framfaraflokkurinn sem átti þátt í falli stjórnar hans árið 1983. Sagði Schluter í gær að mikil hætta væri á upplausnarástandi í danskri pólitík ef Framfaraflokkurinn kæmist í lykilað- stöðu. Franskir sósíalistar funduðu stíft í fyrri viku og lögðu línur fyrir forsetakosningarnar sem haldn- ar verða í heimalandi þeirra að ári. Það var aðeins eitt sem á skorti: eng- inn sósíalisti hefur enn lýst yfir fram- boði til embættisins. Það hefur verið samkomulag um það í Sósíalista- flokknum að bíða og sjá hvað Mitter- rand hefur í hyggju en hann fer sér að engu óðslega og hefur gert því skóna að hugsanlega láti hann ekki uppi um áform sín fyrr en skömmu fyrir kosn- ingar. Þetta hefur valdið gremju ým- issa og í fyrri viku gagnrýndi einn leið- togaflokksins, Michel Rocard, sósíal- istastjórnina sálugu opinberlega en það þykir ekki góð latína á þeim bæ. Breska umferðarlöggan Kevin Keen er maður framúrskarandi samviskusamur en ekki að sama skapi vinsæll af kollegum. Hann hef- ur nefnilega staðið í ströngu að und- anförnu við að hafa hendur i hári ann- arra umferðarlögga sem aka hraðar en lög gera ráð fyrir og hremmt fimm fram að þessu. Þeir eru að vonum bæði súrir og gramir. Einn segir: „Nú er svo komið að enginn fæst til að vera með honum á vakt og því er hann oft og iðulega einn í bíl sínum við störf." Andrei Sakharof hrósaði nýverið í hástert sovéskri leikuppfærslu á smásögu eftir landa sinn, Mikael heitinn Bulgakof. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur fær- andi ef ummælin væru ekki hluti af viðtali sem birt var í mánaðarritinu Leikhús. Það mun vera fyrsta viðtal sovésks blaðs við Sakharof sem birt er frá því áður en hann og kona hans, Élena Bonner, voru send í útlegð til borgarinnar Gorky árið 1980. Hann kvaðst vera ánægður með þær breytingar sem nú eiga sér stað í sov- ésku samfélagi en bætti því við að enn bæri mikið á „stöðluðum hugs- unarhætti, lýðskrumi, leti og lygum.“ Fyrrum varamaður Adolfs Hitlers og fóstbróðir, Rúdolf Hess, var borinn til grafar í gær. Útför- in fór fram í kyrrþey og ekki var látið uppi hvar Hess var grafinn. Ekki hafði verið reiknað með jarðsetningu hans fyrr en á morgun en fjölskyldan kvað hafa óttast að nýnasistar myndu snúa útförinni uppí allsherjarhátíð nasimanum til dýrðar og því flýtt at- höfninni. I ERLENDAR FRÉTTIR Suður-Afríka Þrír blakkir verkamenn biðu bana um helgina og Ensk-ameríska námafélagið ákvað aðfresta brottrekstri 16þúsund verkfallsmanna Snemma í gærmorgun var verkfallsmaður skotinn til bana af öryggisvörðum við gull- námu „Steyns forseta“ nærri Welkom í Suður-Afríku. Sjónarvottar sögðu að öryggis- verðir hefðu gefið verkfalls- mönnum sem dvelja á náma- svæðinu fyrirskipun um að halda til vinnu en þeir virt þau boð að vettugi. Þá hafi þeir misst stjórn á skapsmunum sínu og skotið gúmmíkúlum á hóp námamanna af stuttu færi með þeim afleiðing- um að einn beið bana en fjöl- margir slösuðust. Leiðtogar Landssambands námamanna fordæmdu atburðinn harðlega og kváðu þetta vera grófasta of- beldisverk í verkfallinu til þessa. Um helgina kom til átaka verk- fallsmanna og verkfallsbrjóta við námu vestan Jóhannesarborgar með þeim afleiðingum að tveir létu lífið, einn úr hvorum hópi, og fjölmargir meiddust. Forráðamenn Ensk-amerísku námasamsteypunnar heyktust í gær á því að segja 16 þúsund verkfallsmönnum upp störfum. Báru þeir því við að verkfallið væri í rénun og þess ekki langt að bíða að það leystist upp. Því hefðu þeir ákveðið að framlengja frest þann sem námamönnunum var gefinn til að snúa á ný til Verkfall 300 þúsund blakkra námamanna hefur nú staðið í tvær vikur. Þeir krefjast sem kunnugt er 30 prósent launa- hækkunar auk áhættuþóknunar og bætts aðbúnaðar á vinnustað. 11 þúsund verkfallsmenn hafa verið reknir fyrir að hlýða ekki kalli námaeigenda um að halda til vinnu. Gull og kolaútflutningur er helsta tekjulind Suður-Afríku og hefur verkfallið valdið náma- eigendum miklum fjárskaða. Að sögn þeirra sem gerst þekkja tap- ar rfldð um 30 miljónum randa á dag eða um 400 miljónum ís- lenskra króna. Það mun vera gangverðið á einni smálest af gulli! -ks. Blakkir námamenn í verkfalli. Ensk-ameríska námafélagið heyktist á að segja 16 þúsund verkfallsmönnum upp störfum í gær. Verkfallsmaður skotinn Sovétríkin Ókyrrð við Eystrasalt ÍEistlandi, Lettlandi og Litháen efndu menn til mótmœla á sunnudag enþá voru liðin 39 árfrá innlimun þessara landa íSovétríkin Um helgina streymdu mörg hundruð Eistlendinga, Letta og Litháenmanna út á götur höf- Að minnsta kosti tíu verkfalls- menn slösuðust í gær þegar 800 verkamenn vopnaðir grjóti og kylfum réðust á 300 kollega sína í verkfalli í vélaverksmiðju í borginni Changow í suðvestri. Atökin stóðu í rúmar tvær klukkustundir uns árásarmenn- irnir voru hraktir á flótta. Að sögn sjónarvotta voru fjölmargir slagsmálalögreglumenn nær- staddir þegar atburðurinn átti sér stað en þeir höfðust ekki að. Á laugardag beið verkamaður bana í átökum við lögreglumenn og fullyrða félagar hans að hann hafi fengið táragassprengju í brjóstið en lögregluyfirvöld neita því. í gær var hann krufinn og kváðu læknar hann hafa látist af völdum innvortis blæðinga sem uðborga landa sinna, Tallin, Rígu og Vilnius, og minntust þess að 39 ár eru liðin frá því að Stalín og orsakast hafi af fjórum málmflís- um í lungum. Þetta rennir stoð- um undir fullyrðingar félaga mannsins. Hinn fallni verður borinn til grafar á morgun og hafa verka- lýðsleiðtogar og foringjar stjórn- arandstöðuflokka lýst því yfir að efnt verði til funda og mótmæla- gangna af því tilefni. Ráðamenn í Suður-Kóreu komu saman til neyðarfundar í gær en þeir óttast mjög að vinnu- deilumar verði kveikja að sams- konar andófsöldu í borgum landsins og þeirri er neyddi Chun forseta til að fallast á lýðræðisum- bætur. Hafa þeir skipað lögreglu- mönnum að sitja á strák sínum á morgun. -ks. Hitler sömdu um að ríkin skyldu innlimuð í Sovétríkin. Að sögn sovéskra yfirvalda vom um 250 manns samankomin í miðborg Vilnius en vestrænir fréttamenn segja helmingi fleiri hafa tekið þátt í mótmælaaðgerð- unum. Segja þeir fólkið hafa hrópað „frelsi, frelsi" og aðgerð- irnar hafa staðið yfir í tvær klukkustundir. Aðgerðirnar í Tallin og Rígu hafi verið með svipuðu sniði. Fólkið var látið óáreitt og segja yfirvöld að mótmæli þess hafi beinst að kerfinu en ekki sovésk- um yfirráðum sem slíkum. Hafi mótmælendur viljað umbætur og nýsköpun í stöðnuðu samfélagi. Þótt mótmæli þessi hafi verið umborin nú í valdatíð Gorbat- sjofs má fullvíst telja að slíkt og þvflíkt sé þyrnir í augum Kremlverja. f „opinni umræðu" eru menn hvattir til að segja hug sinn og þeir gera það en allt í einu verður orð að aðgerð og menn fara hópum saman í mótmæla- göngur. Svo er að sjá sem þjóðernis- minnihlutar vítt og breitt um Sov- étríkin hugsi sér til hreyfings nú eftir að slakað var á klónni. I höf- uðborg Kazakhstan, Alma Ata, kom til uppþota í desember síð- astliðnum og fyrir skemmstu efndu Krím-Tatarar til mótmæla í Moskvu og kröfðust þess að fá að snúa aftur til fornra heimahaga. Sovésk blöð hafa ennfremur greint frá þjóðernisuppþotum í Mið-Asíulýðveldunum Tadzhik- istan og Kirgiziu og í Moldavíu sem liggur að rúmensku landa- mærunum. -ks. Neytendur athugið Stjórnvöld hafa ákveðið aukna niðurgreiðslu á framhlutum dilkakjöts í gæðaflokknum Dl. Sam- kvæmt því lækkar verð þess um kr. 24 kg. Verðlækkunin gildir til ágústloka. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Suður-Kórea Ráðist á verkfalls- menn Á morgun verður jarðsunginn verkamaður sem lögreglumenn vógu á laugardag Þrlðjudagur 25. ágúst 1987 | ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.