Þjóðviljinn - 25.08.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 25.08.1987, Page 16
Loðnuverð Mikið ber í milli Það er boðaður fundur á morg- un í Verðlagsráði um loðnuverð- ið og þá má gera ráð fyrir að það skýrist hvort reynt verður áfram að semja um verðið eða málinu skotið til yfirnefndar Verðlags- ráðs sem ákveður þá verðið, sagði Sveinn Finnsson hjá Verð- lagsráði sjávarútvegsins í gær. Að sögn Sveins ber mikið í milli í Verðlagsráði um verð fyrir loðnu til bræðslu og í mjöl. Loðnukaupendur hafa boðið um 1200 krónur fyrir tonnið, sem sjó- menn telja sig ekki geta gengið að. Á síðustu vertíð var jafnaðar- verðið um 1900 krónur, en þá var loðnuverðið frjálst. Verðlagsráð sjávarútvegsins er skipað átta mönnum, fjórum fulltrúum Félags fiskimjölsfram- leiðenda, tveimur fulltrúum út- vegsmanna og sitt hvorum full- trúanum frá Sjómannasamband- inu og Farmanna- og fiskimanna- sambandinu. Þrátt fyrir að enn sé ósamið um loðnuverð eru tveir loðnubátar farnir á miðin. - Það er ekkert óvanalegt að einhverjir haldi á miðin þó enn sé ósamið um verð. Menn taka þá því verði sem býðst meðan ósamið er, sagði Sveinn Finnsson. -rk Hestaverslun Dágott hestverð ófeigur frá Grófárgili fór á 250 þús. kr. að hafa einhverjir getað farið þokkalega ríðandi heim af landbúnaðarsýningunni á sunnu- dagskvöldið. Að minnsta kosti sá sem hreppti 250 þús. kr. hestinn, hann Ófeig frá Grófárgili. Meðal þess fjölmarga sem fram fór á landbúnaðarsýning- unni var hestamarkaður. Tilhögunin var þannig að hverri deild Félags hrossabænda var heimilt að senda tvö hross á markaðinn. Þar voru þau sýnd nokkrum sinnum og gerð í þau lokuð tilboð, sem síðan voru opn- uð í sýningarlok. Voru eigendur skuldbundnir til að taka einu af þremur hæstu tilboðunum en alls voru hrossin 14. Tilboð komu í öll hrossin en hæst var boðið í sex vetra gamlan hest, Ófeig frá Grófárgili í Skaga- firði, 250 þús. kr. Ekkert tilboð mun hafa verið undir 100 þús. kr. Hugmynd félags hrossabænda er sú að eftirleiðis verði slíkur markaðu haldinn í Reiðhöllinni nokkrum sinnum á ári hverju. -mhg Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi: „Verðum að halda vöku okkar gegn sérhverri mengun sem getur verið hér í bænum, bæði á landi og í sjó.” Mynd: Ari Akureyri Mikið af saurgerlum í Pollinum Heilbrigðisfulltrúi A kueyrar: Þessar mœlingar okkar í dag eru til samanburðar við mœlingar sem gerðar voru í Pollinum fyrir einum áratug Við fyrstu mælingar sem gcrðar voru nú fyrir skemmstu mæld- ust hvorki meira né minna en 9200 saur-kóligerlar í sjónum við Höepfnersbryggjuna hérna í Poll- inum á Akureyri, segir Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi Akureyrar f samtali við Þjóðvilj- ann. Að sögn Valdimars eru þessar rannsóknir sem gerðar eru á mengun í Pollinum samanburð- arrannsóknir, en á árunum 1970- 1980 voru gerðar umfangsmiklar rannsóknir á mengun í Pollinum og kom þá í ljós að mikið af saurgerlum var að finna í yfir- borðsvatni í Pollinum, án þess þó að hafa mikil áhrif á lífríki hans. Sagði Valdimar að þrátt fyrir að svona mikið magn hefði fund- ist í þessari tilteknu mælingu væri ekki hægt að álykta sem svo að mengunin hefði stóraukist. En vitað væri að á þessum slóðum er að finna útrásarop skolpræsa sem ekki ná út fyrir stórstraumsfjöru. Þá ættu menn eftir að meta hugs- anleg áhrif uppfyllingarinnar sem gerð var þegar Drottningar- brautin var byggð en þá var vest- urströndinni breytt og hún lengd fram. „Viðmiðunin í þessum mæling- um okkar er 100 gerlar í hverjum 100 millilítrum. Og í þessum mæ- lingum okkar höfum við mælt allt frá 0-9200 saurgerlum þannig að við þurfum að halda þessum mæ- lingum enn frekar áfram til þess að geta ályktað eitthvað út frá þeim. En þar er jafnframt ljóst að við þurfum að halda vel vöku okkar fyrir allri mengun sem kann að fyrirfinnast bæði í Pollin- um sem og annars staðar á Akur- eyri,” sagði Valdimar Brynjólfs- son heilbrigðisfulltrúi. grh Alþýðubandalagið í Reykjavík Munið Hvalfjarðarferðina sunnudaginn 30. ágúst nk. Félagar fjölmennið Skráning á skrifstofu ABR ísíma 17500 NEFNDIN Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 1ÓÐVIUINN Laugardagur 22. ágúst 1987 183. tölublað 52. árgangur Mávastandur fyrir utan Hvaleyri. Erlent verkafólk Hótel en ekki verbúðir Hótelhaldarar takafálega íhugmyndir iðnrekenda um að erlent verkafólk gisti hótelin í vetur. Við erum að leita fyrir okkur með starfsfólk erlendis frá til þess að vinna, - okkur vantar fólk í vinnu, en ekki til að gista, sagði Konráð Guðmundsson, hótel- stjóri á Sögu, er hann var inntur álits á þeim hugmyndum Félags íslenskra iðnrekenda að unnt væri að útvega erlendu vinnuafli, sem iðnrekendur hafa hug á að flytja inn, húsaskjól í hótelher- bergjum, sem annars stæðu auð yfir vetrartímann. - Ég vonast til þess að nýtingin verði það góð í vetur að það þurfi ekki að koma til þess að hótelin fari að leigja út herbergi fýrir slikk. Þannig að ég held að það verði erfiðleikum bundið að fá hótelherbergi til leigu fyrir erlent verkafólk. Það væri helst ef gisti- heimilin og heimagisting yrði starfrækt í vetur, að hægt væri að koma þessu fólki fyrir. Annars hafa iðnrekendur ekki spurst fyrir um hótelherbergi hjá okkur, sagði Konráð Guðmundsson. Konráð sagði að undanfama vetur hefði verið svo til fullbókað hjá þeim um helgar, þannig að hann sæi margvíslega annmarka á því að teppa hótelherbergi undir erlent verkafólk. í svipaðan streng tók Rögnvaldur Ólafsson, hótelstjóri á Hótel Borg. - Ég reikna ekki með því hótelunum sé umhugað um að gegna einskonar verbúða- hlutverki. í fljótu bragði finnst mér það ekki mjög fýsilegur kost- ur, sagði Rögnvaldur Ólafsson. - Ég er ekkert svartsýnn á nýt- inguna í vetur. Flugfélögin verða með ferðir á sérstökum kjörum utan af landi til Reykjavíkur, bæði um helgar og í miðri viku, þannig að við megum eiga von á því að það verði svotil fullbókað hjá okkur um helgar í vetur, sagði Rögnvaldur Ólafsson. -rk SKOLAVELTA LEEWSI AÐ FARSÆLLI SKÓLACÖNGU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.