Þjóðviljinn - 01.09.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 01.09.1987, Qupperneq 3
____________________ FRETTIR____________________ Dagvistarmál Byrjað að loka deildum 100 börn send heim vegna lokana deilda. Um 100 stöður lausar. Þjónustan skorin niður við trog. Bergur Felixson: Vonandi tímabundið ástand. Vegna manneklu á dagvistun- arstofnunum borgarinnar hefur þurft að draga úr starfsem- inni og það hefur komið til þess að við höfum neyðst til að loka deildum vegna þessa, sem von- andi verður þó aðeins til skamms tíma, sagði Bergur Felixson, hjá Dagvist barna í Reykjavík. Um 100 börn hafa verið send heim vegna lokana deilda og daglegur verutími annarra barna á dag- vistarstofnunum hefur verið skertur. Útvegsbankinn Leitað eftir sáttatilboði Viðskiptaráðherra kastar málinufrá sér. Biður tilboðsgjafa að reyna að ná sáttum Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra óskaði eftir því á fundi með tilboðsgjöfum og fulltrúum starfsfólks og viðskiptamanna Út- vegsbankans, sem haldinn var í gær, að þcssir aðilar reyndu að ná sín í milli samkomulagi um kaupin og skiptingu hlutaijár bankans. Fulltrúar útvegsmanna og kaupmanna tóku beiðni ráðherra alls ekki illa, sögðust fagna dreifðri eignaraðild. Svipað hljóð var í fulltrúm viðskiptamanna og starfsmanna bankans að loknum fundi með ráðherra. Valur Arnþórsson stjórnarfor- maður SÍS sagði hins vegar að staðan væri óbreytt. Það hefði ekkert verið gefið eftir og það yrðu engin samtöl um sameigin- lega eignaraðild nema menn vildu tala saman. -Jg- Afrekssjóður í skákinni Skáksambandið hefur nú stofn- að afrekssjóð til styrktar ung- um og efnilegum skákmönnum í hinum harða alþjóðaskóla og hefst söfnun í hann með skák- keppni á Lækjartorgi á föstudag- inn. Þar teflir Jóhann Hjartarson klukkufjöltefli við unga meist- ara, Héðin Steingrímsson heims- meistara barna, Hannes Hlífar Stefánsson heimsmeistara sveina, Þröst Þórhallsson og Da- víð Ólafsson sem báðir hafa stigið fyrsta skref að alþjóðlegum meistaratitli, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur íslandsmeistara kvenna og við skáksveit Selja- skóla sem nýlega vann Norður- landamótið í skólaskák. Stjarnan og Tomma-hamborg- arar standa fyrir Lækjartorgs- skákinni með Skáksambandinu, og verður ýmis önnur skemmtan höfð uppi. Ætlunin er að fyrsti styrkþegi afrekssjóðsins verði einmitt Jó- hann Hjartarson sem eftir ára- mót keppir í áskorendaeinvígi í Kanada. - m Samkvæmt áætlunum Dagvist- ar barna eru hátt á 100 stöðugildi ómönnuð á dagvistarstofnunum, leikskólum og dagheimilum borgarinnar og hefur vegna þessa þurft að fresta inntöku nýrra barna, sem beðið hafa eftir plássi. Um síðustu áramót voru voru rúmlega 1000 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og 570 börn biðu eftir plássi á dagheimilum borgarinnar. Sökum manneklunnar hefur deildum þegar verið lokað á Val- höll, Foldaborg og Árborg. Þær upplýsingar fengust hjá Dagvist barna að bráðlega yrði að loka deildum á Ægisborg, Hraunborg og Múlaborg eða að draga veru- lega úr þjónustunni með öðru móti, rættist ekki úr með starfs- fólk. Jafnframt er viðbúið að skerða verði þjónustuna í Steina- hlíð sökum mannfæðar. Bergur Felixson sagði að það væri árvisst að illa gengi að fá mannskap á haustin. - Það hefur sýnt sig að það er alltaf los á fólki um þetta leyti og fólk að skipta um vinnu. Starfsfólkið á dagvist- arstofnununum vinnur mjög óeigingjarnt starf og leggur sig í líma við að halda starfseminni á fullum dampi, sagði Bergur. Byrjunarlaun fóstra eru nú um 39.000 krónur á mánuði, en ófag- lært starfsfólk fær heilar 27.000 krónur í laun á mánuði. -rk Innri Njarðvík Stunginn til bana Banamaður úrskurðaður í 90 daga gæsluvarðhald Um kvöldmatarlcytið síð- astliðið laugardagskvöld var ungur Hafnfirðingur, Ingólfur Ómar Þorsteinsson, stunginn til bana með flökunarhnífi af félaga sínum eftir að átök áttu sér stað milli þeirra, í verbúð Brynjólfs í Innri Njarðvík. Ingólfur Ómar var 26 ára gamall, fæddur í des- ember 1961. Ódæðismaðurinn var handtek- inn á staðnum og hefur hann ját- að á sig verknaðinn. Hann hefur verið úrskurðaður í 90 daga gæsl- uvarðhald og til að sæta geðrann- sókn. Að sögn Braga Nilssonar, rannsóknarlögreglustjóra miðar rannsókn málsins vel. grh Dalvík Stunginn tvívegis í brjóstið Ungur Dalvíkingur var tvívegis stunginn með hnífi í brjóstið vinstra megin af portúgölskum manni um þrítugt, sem hefur ver- ið búsettur á Dalvík frá ára- mótum. Atburðurinn átti sér stað síðastliðið föstudagskvöld eftir dansleik í Víkurröst. Dalvíkingurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri þar sem gert var að meiðslum hans og er líðan hans eftir atvik- um, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn var handtekinn og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í 14 daga. Málið er til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri. grh Reykjavík Skorinn á háls ára gamall Reykvíkingur varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu síðastliðið föstudags- kvöld að ráðist var aftan að hon- um í miðborg Reykjavíkur og hann skorinn tvívegis með hníf eða rakvélarblaði á hálsinn. Fékk hann tvo 10 cm djúpa skurði á hálsinn en hálsæðarnar sluppu. Málið er til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Síðast þegar vitað var hafði ekki hafst uppá árásarmanninum og engin vitni komið fram um at- burðinn. Að sögn Gísla Björnssonar, hjá Rannsóknarlögreglunni í Reykjavík hefur ekki borið meira á því en venjulega að menn hafi undir höndum hnífa eða önnur eggvopn þegar lögreglan hefur þurft að hafa afskipti af fólki. grh Skúli Ólafs fulltrúi starfsmanna Útvegsbankans og Garðar Garðarson hrl. fulltrúi viðskiptamanna koma af fundi ráðherra í gær. Ekkert tilboð ennþá en áhugi fyrir viðræðum. Mynd-Sig. Kvosarskipulag Nýr „köttur“ í salt Skipulagsstjórn: Engarfrekari byggingarframkvœmdirfyrr en deiliskipulag Kvosarinnar liggurfyrir Eg get ekki svarað því á þessari stundu hvort hér sé um tilmæli að ræða, eða hvort Skipulags- stjórn ríkisins hefur vald til að fyrirskipa okkur þetta, sagði Hilmar Guðlaugsson, formaður byggingarnefndar, er Þjóðviljinn bar undir hann þá samþykkt Skipulagsstjórnar að um frekari byggingarframkvæmdir verði ckki að ræða á lóðinni nr. 8 við Aðalstræti þar sem Fjalaköttur- inn stóð, þar til deiliskipulag Kvosarinnar hcfur verið staðfest. „Ég sé ekki að gengið verði frá neinu þarna fyrr en skipulagið liggur fyrir,“ sagði Þorvaldur S. Þorvaldsson af sama tilefni. Engin samþykkt liggur fyrir um byggingar á þessum stað, en byggingarnefnd Reykjavíkur hefur veitt svokallað graftarleyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Skilyrði þess beinast fyrst og fremst að því að sögn Hilmars að aðkeyrsla verði greið að húsun- um við Bröttugötu. Samþykkt Skipulagsstjórnar var gerð á fundi 19. ágúst. A fundinum var fjallað um þá beiðni Reykjavíkurborgar að framlengja frest til 1. desember til að skila inn umsögnum um at- hugasemdir sem bárust vegna deiliskipulagstillögu að Kvos- inni. Skipulagsstjórnin sam- þykkti að veita umbeðinn frest, „enda verði ekki um frekari byggingarframkvæmdir að ræða á svæðinu, þar til deiliskipulag Kvosarinnar hefur verið sam- þykkt.“ HS Þriðjudagur 1. september 1987IÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.