Þjóðviljinn - 01.09.1987, Síða 6
FLÓAMARKAÐURINN
VIÐHORF
Tvær stúlkur í námi
bráðvantar litla íbúð. Góð um-
gengni og reglusemi. Fyrirfram-
greiðsla 5 mánuðir. Vinsamlegast
hringað í s. 672501.
Til söiu
Citroen GS Club árg. '74. Skoðað-
ur, en á grænum miða vegna ryð-
gata á hurðum. Góð dekk og fleira
nýtilegt. Sími 666150 eftir hádegi
og á kvöldin. Helga.
Góður bíll til sölu
Til sölu er Fiat 127 árg. '85, 5 gíra,
ekinn 39 þús. km., sumar- og
vetrardekk. Einstaklega sparneyt-
inn og þægilegur bíll. Til greina
kemur að taka gott eintak af mjög
ódýrum bíl upp í. Uppl. í s. 681310
kl. 9-5 og 13462 á kvöldin.
2 systkini
námsmenn utan af landi óska eftir
íbúð til leigu strax. Einstaklingsher-
bergi koma einnig til greina. Uppl. í
s. 44442.
Skoda 105
árg. 1986 ekinn 17 þús. km. er til
sölu. Uppl. í s. 18583.
Dagmamma
sem býr nálægt Grandaskóla ósk-
ast til að gæta Þóru 7 ára frá kl.
9.30-12.30 í vetur. Uppl. í s. 28653.
Þvottavél fæst gefins
Sjálfvirk AEG þvottavél fæst gefins.
Þarfnast smá viðgerðar. Sími
624554.
Gott hey til sölu
Uppl. í s. 53972.
Hjálp
Par utan af landi bráðvantar íbúð.
Skilvísum greiðslum heitið. Reglu-
semi í hávegum höfð. Uppl. í s.
17042.
13.-15.30
Óskum eftir manneskju til að sækja
3ja ára strák á leikskóla kl. 13, fara
með hann heim og vera hjá honum
og bróður hans 8 ára til kl. 15.30.
Uppl. í s. 28783.
ísskápur og frystiskápur
til sölu
Uppl. í s. 614647.
Flygill til leigu
í vetur gegn vægu verði. Uppl. í s.
614647.
ísskápur + sófaborð
International Harvester ísskápur til
sölu á kr. 3.500.- breidd 62 cm,
hæð 139 cm, dýpt 74 cm. Einnig
furusófaborð á kr. 1.000.- Uppl. í s.
622084 eftir kl. 18.
Vantar lítið litferðasjónvarp
Uppl. í s. 71367.
Frystikista til sölu
5 ára 4101 frystikista til sölu á kr. 12
þús. Sími 71679.
Óska eftir iítilli
frystikistu
eða frystiskáp. Sími 71679.
Óska eftir 2ja herb. íbúð
á 1. eða 2. hæð eða í lyftuhúsi.
Uppl. ís. 12007.
Óska eftir Hondu MB eða MT
Sími 43774 frá kl. 5-7.
Okkur vantar
starfskraft hálfan eða allan daginn.
Uppl. í s. 44663 eftir kl. 20.
íbúð óskast
2 herbergja íbúð óskast strax til
leigu. Við erum ungt par með 11
mánaða gamalt barn og erum svo
að segja á götunni. Vinsamlegast
hringið í síma 72964.
Óska eftir að kaupa
gömul leikföng, bíla, tinleikföng,
sparibauka, Walt Disney fígúrur,
járnbrautalestir, dúkkur, bangsa og
jólaskraut og fleira frá því fyrir stríð
og fram til 1960. Uppl. í síma
681936 alla daga.
Barnapössun
Er einhver í vesturbæ sem vill taka
að sér að gæta 7 mánaða drengs
frá 1. október? Um er að ræða 4
daga vikunnar, rúmlega hálfan
daginn. Uppl. í síma 20772.
Öruggur aðili
óskar eftir að taka á leigu hús í
nokkur ár í Reykjavík eða nágrenni
(raðhús kæmi til greina). Góð um-
gengni og öruggar greiðslur. Tilboð
sendist inn á auglýsingadeild Þjóð-
viljans merkt „Hús nr. 1".
Hjónarúm
frá IKEA (bæsuð fura) 6-7 ára gam-
alt, með 2 náttborðum og dýnum.
Uppl. í síma 20045.
íbúð óskast
Óskum eftir 2-3 herbergja íbúð í
vetur. Einhver fyrirframgreiðsla ef
óskað er. Vinsamlegast hringið í
síma 97-31187 (hs.) og 97-31200
(vs.), Dóra eða í síma 40591, Ólöf.
Tvær í vandræðum.
Til leigu
Herbergi til leigu fyrir geymslu á
húsgögnum eða hreinlegri vöru.
Rakalaust, bjart og upphitað. Uppl.
í síma 671455.
Barnavagn - systkinasæti
Blár Silver Cross barnavagn til
sölu. Á sama stað er til sölu
systkinasæti á barnavagn. Uppl. í
síma 38564.
íbúð óskast
Einstæður faðir óskar eftir 2-3 her-
bergja íbúð, helst í vesturbæ sem
ALLRA FYRST. Meðmæli ef óskað
er. Vinsamlegast hringið í síma
24836.
Ókeypis hurð
Vantar þig innihurð ca 80 x200 cm?
Sími 77369 eftir kl. 18.
Til sölu Skódi 120 L
’83 árgerð
ekinn 49 þús. km. Grænblár að lit.
Verð kr. 95 þús. Staðgreiðsla kr. 65
þús. Uppl. í s. 656346.
Bráðvantar hurðir
Er einhver að henda innihurðum?
Ef svo er getum við þegið 1 -3- Uppl.
í s. 675256.
Oddnýju Össu 7 mánaða,
býr í Melgerði, vantar barnapíu á
kvöldin ca 2svar í viku. Gerður, sími
685108.
Ökukennsla
Æfingatímar á Fiat Regatta. Sími
28852. Valur Haraldsson.
Fururúm
einstaklingsrúm til sölu. Sími
37533.
Vel með farið skrifborð
og stóll til sölu. Uppl. í s. 82806.
TONUSMRSKOLI
kópf^ogs Kopavogs
Innritun fer fram í sal skólans Hamraborg 11,3.
hæö sem hér segir:
4. september kl. 10-13 og 15-18
5. september kl. 10-14
7. og 8. september kl. 10-13 og 15-18.
Nemendur eru beðnir aö láta stundaskrá fylgia
umsóknum.
Ekki verður tekið á móti umsóknum í síma.
Athygli skal vakin á því að í vetur mun Tónlistar-
skóli Kópavogs bjóða upp á hálfs vetrar nám-
skeið fyrir fullorðna.
Námskeiðið verður í fyrirlestraformi og verður
fjallað um undirstöðuatriði tónlistar og gefið yfirlit
yfir helstu tímabil tónlistarsögunnar.
Skófastjóri
Frá
Tónlistarskóla
A að breyta stöðu
Náttúiuvemdanáðs?
Hjörleifur Guttormsson skrifar:
Þrjátíu ár eru liðin síðan sett
voru lög um náttúruvernd hér-
lendis og samkvæmt þeim komið
á fót Náttúruverndarráði. Þessi
löggjöfvarendurskoðuð um 1970
og þá m.a. breytt ákvæðum um
kosningu, starfsaðstöðu og verk-
svið ráðsins. Endurskoðun sömu
laga strandaði hjá síðustu ríkis-
stjórn, eins og annað sem sneri að
umhverfismálum.
Nú kýs fjölmennt Náttúru-
verndarþing 6 menn í ráðið,
menntamálaráðherra skipar
þann 7. sem formann. slíkt þing
er haldið þriðja hvert ár og hefur
það sjötta í röðinni verið boðað
23.-25. október n.k. Störf Nátt-
úruverndarþings og ályktanir
geta verið stefnumarkandi fyrir
umhverfisvernd í landinu. Gert
er ráð fyrir að staða Náttúru-
verndarráðs í stjórnkerfinu verði
eitt helsta viðfangsefni þingsins.
Reynslan af
Náttúruverndarráði
Náttúruverndarráð fær mis-
jafnar einkunnir og oft ósann-
gjarnar. Fer afstaða manna m.a.
eftir eftir almennu viðhorfi þeirra
til náttúruverndar. Sleggjudómar
stafa oft af því að menn þekkja
ekki þær aðstæður sem ráðinu
eru búnar með lögum og fjár-
veitingum.
Frá 1956-71 vann Náttúru-
verndarráð helst að hefðbund-
num friðunarverkefnum. Stærst í
þeim sniðum voru kaup á Skafta-
felli í Öræfum undir þjóðgarð.
Ráðið bjó við þröngan kost á
þessu tímabili og hafði ekkert
fastráðið starfslið. Kveðið var á
um það í lögum á þessum tíma að
formaður Náttúruverndarráðs
skyldi vera „embættisgengur lög-
fræðingur” og sýslumenn eða
bæjarfógetar voru á sama hátt
sjálfskipaðir formenn náttúru-
verndarnefnda. Ahugi á náttúr-
vernd var þá mun takmarkaðri en
síðar varð og engin áhugamanna-
samtök til að styðjast við.
Frá 1970 að teija varð á þessu
mikil breyting. Mývatns-
Laxárdeilan vakti mikla athygli
hérlendis og féll saman við
strauma frá útlöndum, þar sem
umhverfismál tóku hugi manna.
Stofnuð voru samtök áhuga-
manna um náttúruvernd sem
brátt náðu til allra landshluta.
Þessu fylgdi meðbyr, sem náði
inn í sali Alþingis, þar sem sam-
þykkt voru ný lög um náttúru-
vernd vorið 1971. Við for-
mennsku í Náttúruverndarráði
frá og með fyrsta Náttúruvern-
darþinginu 1972 tók Eysteinn
Jónsson, virtur
stjórnmálaskörungur og náttúru-
unnandi, sem öðrum fremur
hafði mótað hina nýju löggjöf.
Næstu árin voru mikð sóknar-
skeið í náttúruvernd hérlendis,
sem einkenndist af friðlýsingu
fjölmargra svæða, skráningu
náttúruminja og íhlutun um til-
högun framkvæmda með víðtæku
samráði. Náttúruverndarráð setti
upp skrifstofu og réði fast starfs-
lið, en byggði einnig á nánu sam-
starfi við samtök áhugamanna,
eins og kveðið er á um í lögum.
Umh verfisráðuneyti
vantar tilfinnanlega
Umsvif Náttúruverndarráðs
uxu þannig gífurlega á síðasta
áratug og síðan hefur bæst drjúg-
um á verkefnalistann. í hlut Nátt-
úruverndarráðs hefur fallið
lögum samkvæmt að verða eftir-
litsaðili, ekki aðeins með friðlýst-
um svæðum yfir 60 talsins og
skráðum náttúruminjum, heldur
með öllum meiri háttar fram-
kvæmdum, allt frá undirbúningi
til loka, vegna mengunarhættu,
jarðrasks og útlits. Er það hið
fjölbreytilegasta safn allt frá
sumarbústaðahverfum til álvera.
Þar hafa upp á síðkastið verið
fyrirferðarmestar umsagnir um
fiskeldisstöðvar, á annað hundr-
að talsins undanfarin þrjú ár.
Aðrir viðamiklir bálkar á starfs-
lista ráðsins eru ferðamál, al-
þjóðleg samskipti og ekki síst
fræðsla fyrir almenning um nátt-
úru landsins.
Á verkefnaskrá Náttúruvernd-
arráðs er þannig í senn fjöldi
praktískra úrlausnarefna sem
hjá því að vita um tilvist ráðsins,
því að tengsl þess við þingið eru
harla lítil. Það getur verið sjón-
armið að halda náttúruvern-
darmálum utan við hinn flokks-
pólitíska vettvang og daglegt
þras, en um leið hætta menn því
til að dæma sig úr leik í umræðu
og átökum, sem miklu ráða um
mótun samfélagsins.
Verkefni á að leysa
svæðisbundið
Um leið og endurskoða ber
skipan umhverfismála í
stjórnkerfinu, þarf að stefna að
„Pað getur verið
sjónarmið að halda nátt-
úruverndarmálum utan
við hinn flokkspólitíska
vettvang og daglegt þras,
en um leið hœtta menn
þvítil að dœma sig úr leik
í umrœðu og átökum,
sem miklu ráða um
mótun samfélagsins.
ráðinu er skylt að sinna að lögum,
eftirlit og rekstur á þjóðgörðum
og öðrum friðlýstum svæðum og
stefnumarkandi málefni er snerta
umhverfisvernd í landinu í víðu
samhengi. Margt af þessum mál-
um, einkum úr fyrst talda flokkn-
um, ættu fyrir löngu að vera kom-
in í hendur ráðuneytis í stað þess
að vera á borði Náttúruverndar-
ráðs. Fyrir vikið hefur ráðið í vax-
andi mæli fengið á sig skrifræðis-
blæ og helst náð athygli fjölmiðla
þegar það hefur lent í vörn vegna
hagsmuna sem tengdir eru nátt-
úruvernd. Það er því farið að
bitna tilfinnanlega á náttúruvern-
darstarfi í landinu og hugsjónum
sem því tengjast, að ekki skuli
komið á fót umhverfisráðuneyti.
Náttúruverndarráð heyrir
undir menntamálaráðherra, þ.e.
ráðuneyti sem hefur mikið á sinni
könnu. Það gefur auga leið að lítil
trygging er fyrir því að náttúru-
vernd skipi teljandi rúm í huga
þess sem þar fer með húsbónda-
vald. Ef litið er á fjárveitingar til
Náttúruverndarráðs undanfarin
tólf ár kemur í ljós að þær hafa
dregist saman að raungildi á sama
tíma og verkefnin hafa margfald-
ast. Augljóst er að ráðið hefur
orðið að halda að sér höndum á
mikilvægum sviðum vegna fjár-
skorts og margt farið úrskeiðis af
þeim sökum.
Varnarstaða ístað
sóknar
Breyting hefur orðið til hins
verra á stöðu náttúruverndar í
landinu miðað við meðbyrinn á
síðasta áratug. Þau gildi sem
tengd eru náttúruvernd hafa lent
á undanhaldi fyrir harðdrægum
viðhorfum frjálshyggju og stund-
argróða. Krafturinn hefur
minnkað hjá samtökum áhuga-
manna og Náttúruverndarráð
hefur sjálft lent í skugganum og
ekki látið til sín heyra sem skyldi.
Hér á undan hefur verið leitað
ýmissa skýringa á þessari þróun,
en auk þeirra hygg ég að Náttúru-
verndarráð eigi sjálft nokkurn
hlut í undanhaldinu. Ráðið hefur
haft takmarkað frumkvæði að
umræðu um stefnumótandi atriði
síðustu árin, og sjálft lítið gert til
að skýra fyrir almenningi stöðu
sína og viðfangsefni.
Á Alþingi hafa menn utan fjár-
veitinganefndar nánast komist
því að flytja ákvarðanir, umsjón
og eftirlit á þessu sviði út í héruð
landsins og sem næst vettvangi.
Slík valddreifing er í fullu sam-
ræmi við hugmyndir umhverfis-
verndarmanna um mótun samfél-
agsins. Skipulag landnotkunar,
rannsóknir tengdar umhverfis-
vernd, eftirlit með friðlýstum
svæðum og umhverfisfræðsla eru
dæmi um slík svæðisbundin við-
fangsefni. Þessi verkefni ætti að
rækja út frá miðstöðvum í héruð-
unum, m.a. í tengslum við þjóð-
garða og rannsóknastofnanir eins
og náttúrugripasöfn. Jafnframt
þarf að endurskipuleggja það
starf sem nú er á hendi
náttúruverndar-, gróðurverndar-
og heilbrigðisnefnda, þannig að
heildstætt sé tekið á umhverfis-
málum innan byggðarlaganna.
Óháður ráðgjafi í
umhverfismálum
Umhverfisráðuneyti á m.a. að
taka við þeim stjórnsýsluverkefn-
um sem nú hvíla á Náttúruvern-
darráði og því eru ætluð í lögum
en hluta af þeim ætti að fela hé-
ruðum.
Þá er að svara því, hvort Nátt-
úruverndarráð hafi áfram hlut-
verki að gegna eftir að komið hef-
ur verið á fót umhverfisráðu-
neyti. Ég tel að slíkt ráð eigi að
starfa áfram í breyttri mynd og
fyrst og fremst verða ráðgefandi,
og þá með umhverfismálin í fullri
breidd í sínum verkahring. Vel
kemur til greina að kjósa ráðið
með svipuðum hætti og nú er
gert, m.a. að tengja það við starf
áhugasamtaka um náttúruvernd.
Þannig gæti slíkt ráð orðið ein-
hvers konar samviska stjórnvalda
og almennings í umhverfismál-
um, óháður ráðgjafi sem haft
gæti veruleg áhrif og einbeitt sér
að stefnumarkandi málum, nýt-
ingu og verndun auðlinda og um-
hverfisnefnd í víðu samhengi.
Stjórnskipulega væri ráðinu ætl-
aður staður til hliðar við ráðherra
umhverfismála innan umhverfis-
ráðuneytis.
Vonandi fáum við umræðu á
Náttúruverndarþingi í haust um
þessi stóru mál og óskandi að
ekki þurfi að líða annað kjör-
tímabil, áður en við sjáum
gagngerar breytingar til að bæta
stöðu náttúruverndar í landinu.
Hjörleifur Guttormsson
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. september 1987