Þjóðviljinn - 01.09.1987, Side 11

Þjóðviljinn - 01.09.1987, Side 11
ÖRFRÉTTIR Frans Jósef Strauss hinn mjög svo hægri sinnaði for- sætisráðherra Bæjaralands, gaf í gær út yfirlýsingu þar sem veist er harkalega að Helmut Kohl kanslara fyrir að bjóðast til að fórna 72 Pershing-1A flaugum Vestur-Þjóðverja í þágu afvoþn- unarsamnings risaveldanna. Hann sagði kanslarann hafa gert sig sekan um brot á sáttmála ríkisstjórnarflokkanna þriggja með framferði sínu og tefla auk þess öryggi landsins í hættu með einhliða afvopnun. Sjö ár voru í gær liðin frá því frjálsu verkalýðssamtökin Samstaða voru stofnuð í Póllandi og var af því tilefni efnt til fundar í miðborg Wroclaw í trássi við bann stjórnvalda. 5 þúsund manns voru þar samankomin en ekki leið á löngu áður en lögreglu- sveitir hleyptu upp samkomunni. Á sama tíma lagði leiðtogi sam- takanna, Lech Walesa, blóm- sveig að minnisvarða verka- manna sem féllu fyrir kúlum her- manna í Gdansk áriö 1970. Þar bólaði ekki á lögregluþjónum og viðstaddir héldu hver til síns heima eftir að hafa sungið pólska þjóðsönginn. Landsfundur breska Jafnaðarmannaflokksins var haldinn um helgina og í gær og þar tóku fulltrúar endanlega ákvörðun um að leggja hann nið- ur og blanda geði við frjálslynda í nýjum flokki. Andstæðingar Sameiningar, með David Owen í broddi fylkingar, gerðu úrslitatil- raun til að hnekkja þeirri ákvörð- un félaga að binda enda á sex ára tilvist flokksins og lögðu fram tillögu þar að lútandi. Eftir heitar umræður sem einkenndust af köpuryrðum og hnútukasti var gengið til atkvæða. Tillagan var kolfelld, 228 voru á móti en 151 með. Töffarinn Lee Marvin er látinn, 63 ára gam- all. Marvin fór gjarna með hlut- verk harðjaxla í hasarmyndum Hollywood og margir muna eftir honum í filmum á borð við „Tólf ruddar" og „Helvíti á Kyrrahafi." Það var hinsvegar ekki á allra vit- orði að hann var mjög fjölhæfur listamaður. Honum voru veitt Óskarsverðlaun árið 1965 fyrir hlutverk fyllibyttu og mislukkaðs byssubófa í gamanmyndinni „Cat Ballou" og sá er þetta skrifar minnist frábærrar frammistöðu hans í hádramatísku leikverki eftir Eugene 0‘Neill, „The lcem- an Cometh", sem sýnt var í ís- lenska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. ERLENDAR FRÉTTIR Persaflói Viðsjár aukast s Iraskar þotur gerðu ígœr enn eina loftárás á íranskt olíuflutningaskip og íranskir byltingarverðir á hraðbátum réðust á vöruflutningafley frá Kúwait Spenna færist nú í vöxt á Pers- eyjum sem olíuflutningaskip. aflóa eftir að írakar hófu að íranir sögðust strax aetla að nýju árásir á olíuflutningaskip og gjalda líku líkt. Yfirmaður ír- olíuvinnslustöðvar írana. Þar anska flotans kvaðst ætla að gefa með lauk þöglu samkomulagi mönnum sínum fyrirskipun um stríðsaðila um að gera ekki árásir að leggja til atlögu við nökkva á skotmörk í hafi og er nú mikil óvina sinna. Hann lét ekki standa hætta á því að allt fari úr böndum við orðin tóm því skömmu fyrir á flóanum. dögun í gærmorgun gerðu bylt- Það var á laugardag að ráða- ingarverðir um borð í hraðbátum menn í Bagdað sögðust ekki hafa árás á gámaskipið Jebel Ali, sem þolinmæði til að bíða lengur svars siglir undir fána Kuwaits, banda- kolleganna í Teheran við tilmæl- lagsríkis íraka, skammt undan um Öryggisráðs Sameinuðu ströndum Sameinuðu arabísku þjóðanna um að friðmælast. furstadæmanna. Hófu írakar þvínæst loftárásir að Árásarbátarnir voru þrír og nýju á skotmörk undan strönd sigldu hringinn í kringum gáma- írans, jafnt olíuvinnslustöðvar á dallinn meðan vélbyssuskotum Það voru þrír hraðbátar einsog þessi sem íranskir byltingarverðir notuðu til árásar á gámaskip í gærmorgun. og smásprengjum var látið rigna yfir hann. Ekki sökk fleyið en 35 gámar skemmdust. Fáeinum klukkustundum síðar hófu íraskar þotur sig til flugs og var ferðinni heitið til Larak eyju þar sem Persar vinna olíu. í loft- árásinni skemmdist risaolíuflutn- ingaskipið Shoush nokkuð en ekki er vitað hvort menn féllu. Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að bráðlæti íraka hafi vakið lítinn fögnuð banda- manna þeirra á Persaflóasvæð- inu. Kúwaitmenn og Saudiarabar eru sérlega uggandi um að nú hafi verið loku fyrir það skotið að samningar takist um frið. Þeir óttast um afdrif skipa sinna á flóanum en meira en 330 flutn- ingaskip hafa orðið fyrir árás á Persaflóa frá því „skipastríðið“ hófst árið 1981. -ks. Suður-Kórea Ný og betri stjómskipunarlög Nefnd skipuð fulltrúum tveggja helstu stjórnmálaflokka landsins hef- ur sett saman drög að nýrri stjórnarskrá Fulltrúar tveggja helstu stjórnmálaflokka Suður- Kóreu, Lýðræðislegs réttlætis- flokks valdhafa og Sameinaðs lýðræðisflokks stjórnarandstæð- inga, hafa sett saman drög að nýrri stjórnarskrá fyrir landið. Samning plaggsins þykir hafa gengið vonum framar þar eð leysa þurfti að minnsta kosti eitthundrað alvarleg ágreinings- mál. Leiðtogar beggja flokkanna hrósuðu höfundum í hástert í gær en þeim hafði verið gert að ljúka sínu verki í snarheitum. Drögin verða nú rædd á þingi landsins og þar gengið frá samn- ingu stjórnarskrár sem síðan verður lögð í dóm kjósenda í okt- óber næstkomandi. í plagginu er gert ráð fyrir að teknar verði upp beinar forseta- kosningar að nýju en þær voru afnumdar árið 1971 af þáverandi forseta, Park Chun-Hee, sem ótt- aðist að bíða ósigur fyrir stjórnar- andstæðingnum Kim Dae-Jung. Þetta er staðfesting á ákvörðun sem Chun Doo Hwan forseti varð nauðugur viljugur að taka í júlí- byrjun eftir gífurlegar óeirðir í Suður-Kóreu. „Kjörtímabil“ hans rennur út í febrúar á næsta Umhverfisverndarmál og at- vinnuleysi valda frændum vorum Dönum mun meiri áhyggj- um en skuldir ríkisins ef marka má skoðanakönnun sem gerð var heyrinkunn í gær. 502 Danir voru spurðir að því hvaða vanda þeir teldu brýnast að leysa í þjóðfélaginu og hafa ætti forgang fram yfir aðra slíka. ári en í desember fer fram for- setakjör. í drögunum er einnig gert ráð fyrir að dregið verði úr valdi fors- etans. Til dæmis verður honum óheimilt að rjúfa þing. Hinsvegar munu áhrif löggjafarsamkund- unnar aukast að sama skapi. 26 af hundraði svöruðu því til að það væru mengunarmálin. 21 af hundraði kváðu atvinnuleysið helsta vandamálið en 20 prósent spurðra nefndu hinar miklu er- lendu skuldir ríkisins. Fyrr á þessu ári kvaðst minni- hlutastjórn Pauls Schluters ætla að ráðstafa 13,5 miljörðum dan- skra króna til mengunarvarna í Hvað varðar almenn mannrétt- indi kennir ýmissa grasa í plagg- inu. Til að mynda verður lagt blátt bann við því að lögreglan handtaki menn og haldi þeim langtímum saman í gæsluvarð- haldi án þess að mál þeirra komi til kasta dómstóla. -ks. lofti, láði og legi. Ennfremur er gert ráð fyrir því í fjárlagadrögum fyrir árið 1988 að greiða stóran hluta skulda ríkisins en þær eru nú um 7 þúsund krónur á mann í Danaveldi. Hinsvegar er útlitið dökkt hvað varðar atvinnuleysið því samkvæmt áætlun stjórnar- innar mun það aukast úr átta í tíu prósent á næsta ári. -ks. Filippseyjar Loft er lævi blandið Skœruliðar kommúnista hyggjast notfœra sér óeiningu hersins og sá orðrómur er á kreiki að leiðtogi uppreisnarmanna hafisettá laggirnar „bráðabirgðastjórnu Leiðtogar skæruherja komm- únista á Filippseyjum eru í sjö- unda himni vegna upp- reisnartilraunar hluta hers lands- ins á föstudag og þess djúpstæða ágreinings sem ríkir í röðum hans. Hafa þeir látið í veðri vaka að þeir muni notfæra sér til hins ýtrasta klofninginn í herbúðum óvinarins og stórauka umsvif sín. Hópur vopnaðra manna réðist á eina helstu eldsneytisbirgða- stöð Manilu aðfararnótt sunnu- dags og sprengdi hana í loft upp. Þetta gerðist aðeins örfáum klukkustundum eftir að drottin- hollar hersveitir höfðu brotið á bak aftur leifar uppreisnarherja í höfuðborginni. Fullvíst er talið að hér hafi kommúnistar verið að verki. Uppreisnin á föstudag sýnir svo ekki verður um villst að her- inn, sem skipaður er 150 þúsund manns, er klofinn í afstöðu sinni til stjórnar Aquinos forseta. Þetta var í fimmta sinn á átján mánuðum að dátar reyna að steypa henni af stóli en aldrei fyrr hafa jafnmargir fallið í valinn. Áð minnsta kosti 40 menn létu lífið og 270 slösuðust í bardögunum í Manilu á föstudag sem kváðu ekki eiga sinn líka í borginni frá því Bandaríkjamenn og Japanir bárust á banaspjót í síðari heimsstyrjöid. Þorri hinna föllnu voru almennir borgarar sem voru svo ógæfusamir að lenda í eldlínu stríðandi fylkinga. Frá fjallaborginni Baguio flaug í gær sú fiskisaga að forsprakki uppreisnarmanna, Gregorio „Gringo“ Honasan höfuðsmað- ur, hefði sett á laggirnar „bráða- birgðastjórn“ einhversstaðar í nágrenninu. Honasan þessi komst undan í þyrlu á föstudag þegar stjórnarhermenn réðust inní Aguinaldo búðirnar þar sem uppreisnarmenn höfðu hreiðrað um sig. Sá fótur var fyrir fréttinni að í Baguio hafði verið dreift plaggi þar sem því er lýst yfir að „bráða- birgðastjórnin“ fari með völd á Filippseyjum uns nýjar forseta- kosningar hafa farið fram. í því er Aquino forseti sökuð um „landráð“ sem séu í því fólgin að hafa horn í síðu hersins og sýna skæruliðum kommúnista og múslima alltof mikla linkind. Stjórnarandstöðuforinginn Juan Ponce Enrile er mikill vinur Honasans uppreisnarmanns. Hann sagði í fyrradag að Aquino gæti sjálfri sér um kennt að kom til uppreisnarinnar á föstudag. Stjórnin hefði æ ofaní æ þver- skallast við að verða við til- mælum herforingja um að endur- nýja vígbúnað og bæta kjör ó- breyttra dáta. En hann tók það skýrt fram að hann hefði enga hlutdeild átt í valdaránstil- rauninni og að hann væri hlutlaus í átökum stríðandi fylkinga. Talsmaður stjórnarhersins sagði í gær að vegartálmum hefði verið komið upp á nokkrum stöð- um utan höfuðborgarinnar til að tryggja að óboðnir dátar kæmust ekki inní hana. Hann kvað um 800 uppreisnarmenn vera í haldi um borð í tveim herskipum sem lægju við akkeri á Manilaflóa. Hvarvetna f landinu væri nú verið að skipa nýja foringja í stöður þeirra sem þátt hefðu tekið í upp- reisninni. -ks. Þriðjudagur 1. september 1987 pjÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.